Heimir : söngmálablað - 01.01.1925, Blaðsíða 5

Heimir : söngmálablað - 01.01.1925, Blaðsíða 5
1925 HEIMIR 3 arins. 0g heldur ekki hitt, að hann komi fram sem sjálfstæður liður án samhengis við athafnir prests og safn- aðar. En ef þessa er gætt, liggur í aug- um uppi, að kórinn á ærið verkefni í hverri guðsþjónustu, þó að það sje að sjálfsögðu mest á hátíðum. þá er spurningunum í upphafi grein- ar vorrar svarað. það, sem sr. Halldór Jónsson á Reynivöllum hefir sagt um sálmasönginn, bæði í ræðu og riti, álít- um vjer í alla staði rjett. Sálmasöng- urinn á að vera safnaðarsöngur. ]5að liggur í hlutarins eðli og söguleg- um rökum. En vjer lítum svo á, að með því sje ekki fengin fullkomin bót. Vjer viljum fjölbreyttari og fyllri söngþjón- ustu. Vjer álítum, að guðsþjónusturnar megi ekki án hennar vera. það er sann- færin-g vor, að án hennar fari þær var- hluta af því lífi, þeirri fjölbreytni, tign og fegurð, sem gæti fullnægt þörf og þrá manna. Um hljóðfæri. Eftir ísólf Pálsson. ------ Niðurl. Snemma á 17. öld og fram á 18. koma til sögu mjög duglegir orgelsmiðir. þeir smíðuðu fjölda mörg orgel, stór og smá, og gerðu ýmsar mikilvægar umbætur. Er þar fyrst að nefna bræðurna Andre- as og Gottfried Silbermann. Andreas var fæddur 1678, lærði orgelsmíði, og settist að sem meistari í þeirri iðn í Strassburg 1703. Fjórir synir hans lærðu og orgelsmíði og hjeldu áfram starfinu saman í fjelagi eftir hans dag; einn þeirra, Jóh. Heinrich Silbermann, vann og að píanósmíði. Er hans mikið getið í sögu þess. Gottíried Silbermann, bróðir Andre- asar, smíðaði hin nafnkunnu Silber- manns Orgel. Er hann talinn hafa smíð- að 30, Andreas og synir hans yíir 70 orgel. þá má nefna Walckes & Co. Atelier í Lúðvígsborg. Orgelverksmiðjuna stofn- aði orgelsmiðurinn Ehrhardt Friede- rich Walcker (dó 1848). Fram að 1871 höfðu verið bygð 270 orgel með 2—100 raddaröðum, þar á meðal mörg með 50 og þar yfir. — Hið nafnkuima orgel dómkirkj unnar í Ulm hefir 100 radda- raðir, 4 nótnaraðir, 2 fetlaraðir og 6286 pípur. Stærsta pípan í því er sögð vera 20 álnir á hæð og 1 al. á vídd (þvermál). Mikill er munurinn á slíku orgeli og því, sem fyr er getið, að bygt var í Win- chester 951. Til að sýna enn betur, hve geysimiklum framförum Orgelsmíðin hefir tekið fram að þessu, má nefna orgel það, er bygt var í Breslau í þýska- landi og tekið var til afnota og vígt 21. sept. 1913.* það hefir: 5 tónaraðir („Manuala"). 200 raddaraðir (,,Registur“). 125 (aukaradda) breytistilli. Pípur í 1. tónaröð eru .. .. 3857 __ . 2. — — .. .. 2763 — - 3. — — .. . . 3831 _ _ 4. _ _ . . . . 1074 _ _ 5. — — . . . . 1648 — - fetlum (,,Pedal“) eru 1960 Samtals 15138 *) Alt, val og fyrirkomulag radda (Dispo- sition) i orgeli þessu annaðist hinn nafn- kunni orgelsnillingur, hr. prófessor Karl Straube í Leipzig. H ö f.

x

Heimir : söngmálablað

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heimir : söngmálablað
https://timarit.is/publication/602

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.