Heimir : söngmálablað - 01.01.1925, Blaðsíða 10

Heimir : söngmálablað - 01.01.1925, Blaðsíða 10
8 H EIMIR 1925 í bítið miðvikudagsmorguninn 2. mai var ekið á stað ineð okkur um borgina til að sýna sem best alla fegurð hennar. Fegurstu og tilkomumestu húsin var okkur sagt að væru frá 14. og 15. öld. Auðsjeð er, að bygg- ingarlistin hefir þá verið þar á mjög háu stigi. Okkur var sýndur hallarglugginn, þar sem sá sögulegi athurður átti sjer sfað. i byrjun 30 ára stríðsins, að tveim ráðherr- um var kastað þar út. En mykjuhaugurinn, sem ráðherrarnir ientu i, var horfinn. — Glugginn er 70 fet, frá jörðu. — þá var okk- ur sýnd höll Waliensteins hershöfðingja; þar var margt að sjá, t,. d. bjórinn af klárn- um hans, úttroðinn og uppistandandi, girt- ur reiðtýgjum karlsins. Einnig komum við í Teyn-kirkjuna, þar sem Tycho Brahe er grafinn. Klukkan 12V2 var okkur veitt móttaka í Ráðhúsinu. Bauð borgarstjóri, fyrir hönd borgarinnar, Bél Canto velkominn. Var okk- ur siðan sýnt, húsið og dvöldum við um stund við kistu óþekta hermannsins. jtennan dag (2. mai) var silfurbrúðkaup Kristjáns X. og drotningar hans, og vegna þess var tilhald mikið kl. 5 hjá dansk-ís- lenska sendiherranum í Prag. þangað var Bel Canto boðið. |)á er við komum í námunda við sendi- berrahústaðinn, sá jeg íslenska fánann blakta á stöng og þeirri gleði, sem þá greip mig, get jeg ekki lýst. j)ví „römm er sú taug, sem rekka dregur föðurtúna til", og þarna fanst, mjer sem fósturjörðin opnaði fyrir mjer faðminn sinn. Hjá sendiherranum var fjöldi fulltrúa frá mörgum löndum og fylgdi þeim fjöldi kvenna, voru þær flestar mjög fagrar ásýnd- um; grannar og mjúkar i hreyfingum. Klæddar voru þær nærskornum kjólum og höfðu afar barðastóra hatta á höfði. Allar voru þær dökkar að búningi, þótt undarlegt virðist, í slíkum sólarhita. ])ar var utan- ríkisráðherra Dr. Bennes, landbúnaðarráð- herra hr. Novak, yfirborgarstjóri í Prag, Dr. Baxa, leikhússtjóri hins tjekknéska söng- leikhúss, Ostricil, tónskáldin Jos. B. Foerst- er og Novak, prófessor M. Dolezil, „Minister- ialraad" Jerabek, formaður karlakórsins P. S. P. U. 0. fl. o. fl. Alls um 150 gestir. Hátiðahaldið hófst á því, að Bel Canto söng danska þjóðsönginn, síðan voru sungin nokkur vers eftir Aage Be.rntsen, sem hann hafði kveðið til konungshjónanna, yegna silfurbrúðkaupsins. Síðar söng Bel Canto ýms önnur lög og var auðheyrt, að áheyr- endurnir voru ánægðir. Reyndist þetta því góður undirbúningur undir söngskemtun- ina, sem við áttum að lialda daginn eftir. Að þessum veislufagnaði og söng lokn- um, hauð borgarstjóri og söngleikhússtjór- inn söngstjóra Bel Canto’s og formanni i söngleikhúsið (Operuna Smetana). ])egar næsti dagur, 3. mai, rann upp, voru ekki allir kvíðalausir, því mikils þótti um vert að vera vel fyrirkallaður, þar sem til stóð að Bel Canto héldi um kvöldið sina fyrstu opinheru söngskemtun þar syðra. — Bel Canto hafði verið sagt, að „Smetana- salurinn" í samkomuhöllinni, sem hann átti að syngja í, væri einhver besti söngsalur heimsins, og gjörði það okkur mikið örugg- ari. KI. 3 kom Bel Canto saman i salnum til æfingar og athugunar um, hvar best væri að standa á söngpallinum o. s. frv. petta var stór og fagur salur og söng- pallurinn þannig útbúinn, að auðvelt var að breyta lionum á ýmsa lund, bækka og lækka, stækka og minka eftir vild. Var það gjört, með vjelkrafti. Bakvið söngpallinn var feiknastórt orgel. Sjálfur salurinn var einn goimur með hliðarstúkum og svölum gegnt söngpallin- um. Engar sáust stoðir í húsinu og engin voru þar skörp horn eða brúnir. ])rátt fyrir það, þótt salurinn væri tómur við æfingu þessa, mátti þegar finna, að þa>' var gott, að syngja. Tók hann öllum öðrum sölum fram, sem Bel Canto hafði sungið i. Um kvöldið, þegar saluririn var orðlnn fullui', var það hreinasta unun að syngja þar.

x

Heimir : söngmálablað

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heimir : söngmálablað
https://timarit.is/publication/602

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.