Heimir : söngmálablað - 01.01.1925, Qupperneq 15

Heimir : söngmálablað - 01.01.1925, Qupperneq 15
1925 HEIMIR 13 Sönglístarsjóður Akranesskirkju. Erlend ríki og- bæjarfjelög- styrkja tónlistarstarfsemi með miklum fjár- framlögum áiiega. par er og alltítt, að efnaðir menn gefi fje í sama tilgangi. Úr þessum sjóðum einstakra manna fá efnilegir námsmenn styrk, tónskáld verðlaun o. s. frv. Sumir sjóðirnir eru svo öflugir (t. d. miljónasjóður einn í Björgvin), að renturnar nægja til að halda uppi hljóðfæraflokkum. það vantar ekki sjóðina 'hjá okkur. það veit sennilega enginn tölu á þeim. Sumir hafa týnst, að því er sagt er. En hvað sem um það er, þá er eitt víst: s ö n g 1 i s t a r s j ó ð i r n i r okkar eru fljóttaldir. Vjer munum ekki eftir öðr- um manni í svipinn en Guðjóni heitn- um Sigurðssyni úrsmið, er gefið hafi af eigum sínum fje til eflingar okkar tóniist, sem á þó við þröngan kost að búa og þyrfti sannarlega stuðnings við. En nú hefir annar bæst við. það er Ó 1 a f u r B. B j ö r n s s o n kaupmaður og organleikari á Akranesi. Hann hef- ir lagt fram 560 krónur og stofnað með því „Sönglistarsjóð Akranesskirkju“. Vjer höfum beðið Ólaf um útdrátt úr skipulagsskránni, og fer hann hjer á eft- ir. Um gjöfina skrifar hann oss þetta m. a.: „það, sem fyrir mjer vakti með stofnun þessa lítilfjörlega sjóðs, var að jeg vil þegar í dag hafa fulla trygg- ingu fyrir því, að kirkjusönglistin verði ekki hjer eftir, öld fram af öld, í sömu niðurlægingu, sem hún er nú. Og jeg vil tryggja það, þó við, sem nú lifum njót- um þess ekki, að hjer (þ. e. á. Akra- nesi) verði alla tíð maður, er sje fram- úrskarandi á sínu sviði, og geti óskiftur og án þess að vera beiningamaður, gefið sig allan við því að efla Guðsríki á þenna hátt (þ. e. með söngstarfi sínu), með aðstoð góðs fólks, sem vill gjöra hið sama“. Útdráttur úr skipulagsskrá fyrir „Sönglistarsjóð Akranesskirkju". Hjer með óska jeg að leggja í Aðaldeild Söfnunarsjóðs íslands 300 krónur, með þeim skilmálum, að upphæðin ávaxtist þar til er hin evangelisk-lútherska safnaðarkirkja á Akranesi hofir eignast vandað og fullkom- ið pípuorgel til afnota við guðsþjónustur safnáðarins. þá skulu hálfir vextir greiðast árlega til safnaðarstjórnar kirkjunnar, er greiði með þeim laun kirkjuorganistans (sem ráðinn skal eftir tillögum hiskups og dómkirkjuorganistans í Reykjavík) og ann- ast um, að hann haldi uppi og efli safnað- arsöng og kirkjulega söngment innan safn- aðarins. Skal hún verja þessum hálfu vöxt- um að öllu leyti til þessa, þar til er laun organistans hafa náð sömu upphæð eftir þjónustualdri, sem föst laun sóknarprests- ins við nefnda kirkju. þá skal safnaðar- stjórnin verja afgangi vaxtanna til þess að skreyta og prýða safaðarkirkjuna, og kirkju- og trúarlífinu til eflingar að öðru leyti. Hálfir vextir skulu hinsvegar ávalt leggj- ast við höfuðstólinn. þó að hin evangelisk-lútherska kirkja liætti að vera þjóðkirlcja íslands, má sjóð- ur þessi aldrei verða eign rikisins, heldur skal sjóðurinn þá vorða algjör eign evange- lisk lúthersks safnaðar á Akranesi. Ennfremur 30 krónur, mcð þeim skilmál- um, að allir vextir leggist við höfuðstól- inn, þar til er liin evangelisk-liitlierska safnaðarkirkja á Akranesi hefir (samkv. vottorði dómkirkjuorganistans í Rvík) eign- ast fullkomið pipuorgel til afnota við guðs- þjónustur, þá skal 1 /j vaxtanna greiðast safnaðarstjórn liennar, nefndu orgeli til viðhalds og endurnýjunar.

x

Heimir : söngmálablað

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Heimir : söngmálablað
https://timarit.is/publication/602

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.