Alþýðumaðurinn


Alþýðumaðurinn - 31.01.1969, Page 1

Alþýðumaðurinn - 31.01.1969, Page 1
Verzlið í sérverzlun. Það tryggir gæðin. TÓBAKSBÚÐIN Brckkugötu 5 . Simi 12820 Áskriftarsími AM er 1-13-99 FRAMKÖLLUN — KOPIERING PEDROMYNDIR Akureyri HAFNARSTRÆTI 85 . SÍMI (96)11520 ATVINNUMÁLANEFNDIRNAR ÞINGA NÚ í REYKJAVÍK Ríkisstjórnin heitir 300 milljónum króna til atvinnuaukningar víðsvegar um landið ATVINNULEYSIÐ ORÐIÐ GEIGVÆNLEGT EINS og lesendum er kunn- ugt, náðist samkomulag milli ríkisstjórnarinnar, Alþýðu- sambandsins og atvinnurek- enda, um að reynt yrði að ráða bót á því geigvænlega atvinnuleysi er nú herjar víðast hvar á landinu. Hefur ríkisstjórnin í þessu skyni heitið 300 milljónum króna. Einnig hafa verið skipaðar atvinnumálanefndir í öllum kjördæmum landsins, en sameiginleg nefnd er fyrir bæði kjördæmin á Norður- landi. Eru þessar nefndir skipaðar fulltrúum frá ríkis- stjórn, verkalýðsfélögum og atvinnurekendum og auk þess hefir verið komið á fót svokallaðri atvinnumála- nefnd ríkisins. Þinga allar þessar nefndir um þessar mundir í höfuðborginni og er vonandi að þær verði fljót ar að ráða ráðum sínum, svo að einhver úrlausn fáist á hinu uggvænlega atvinnu- ástandi. A. m. k. að þessar nefndaskipanir verði ekki að eins snuðtútta eða sýndar- mennska. Atvinnumálanefnd Norð- urlands skipa eftirtaldir menn: Af hálfu ríkisstjórnar innar Lárus Jónsson, Akur- eyri, sem er formaður nefnd arinnar og Þorsteinn Hjálm- arsson, Hofsósi. Tilnefndir af ASÍ Tryggvi Helgason, Akur eyri, Oskar Garibaldason, Siglufirði og Freyr Bjarna- son, Húsavík. Varamaðui' er Jón Karlsson, Sauðárkróki. Frá atvinnurekendum Valur Arnþórsson, Akureyri, Árni Árnason, Akureyri og Stefán Friðbjarnarson, Siglufirði. IÐUNN BRENNUR Þessa mynd tók Ljósniyndastofa Páls aðfararnótt 4. janúar þá er slökkvilið J Akureyrar háði tvísýna orrustu við hainslausan eld í hörku norðan gaddi til bjargar verksmiðjum samvinnumanna. Þótt tjón yrði gífurlegt var þó miklu bjargað og ber að þakka það. En hið gífurlega tjón er eldurinn olli var vissulega þungt áfall fyrir atvinnulíf bæjarins og ógnvekjandi liðskraftur við atvinnuleysisvofuna, er nú glottir í húsdyrum fjölmargra í höfuðstað Norð urlands. Fagnaðarefni er hitt aftur á móti hve ákveðnir forustumenn samvinnuhreyfingarinnar eru í því að reisa á ný þau atvinnufyrirtæki, er urðu eldinum að bráð. Bæjarstjórn Akureyrar hefir einnig íofað liðveizlu í þessu efni og má segja með réttu að það sé eigi síður hagur fyrir Akureyrarbæ en SÍS að nýjar byggingar rísi á brunarústunum á Gleráreyrum. Fjórir nýir bálar i fiskiflola Húsvíkinga Húsavík 28. janúar. G. H. NÚ í VIKUNNI kom til Húsa- víkur nýlegur 10 tonna bátur, Ver frá Norðfirði, keyptur af Ásgeiri Kristjánssyni og félög- um, kemur hann í stað Gríms, 8 tonna báts, er seldur var til Siglufjarðar. Þá eru eigendur m.b. Svans og m.b. Kristbjargar að endurnýja bátaeign sína. Eru væntanlegir núna næstu daga 2 bátar, sem þessar útgerðir hafa keypt og eru þeir 30—40 tonn. Þá hefur vélbáturinn Brúni frá Grenivík verið keypt ur hingað, er hann 10 tonn að stærð. Eigendur eru Pálmi Karlsson og Eiður Guðjhon- sen. Afli hefur verið heldur treg- ur undanfarið. Árshátíð Alþýðuflokksfélagsins. Alþýðuflokksfélag Húsavíkur | FUNDUR í Alþýðuflokks- 1 félagi Húsavíkur, haldinn 24. i janúar 1969, andmælir harð- s lega aukinni beimild togara j og togbáta til veiða innan \ fiskveiðilandhelginnar fyrir heldur árshátíð sína n. k. laug- ardagskvöld. Norðurlandi. Fundurinn telur að slíkar i veiðar muni ekki auka heild í araflamagnið, heldur draga i úr hlut dagróðrabáta á svæð i inu í fiskaflanum. riaiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiniuiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiniiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiMMiiiiiMiiiiiiiiiiiiiiiiiiMiiiiv | Alþýðuflokksíélag Hásavíkur ( mótmæSir auknum togveiðum ( | innan fiskveiðilandhelginnar ( Sósíalistaflokkurinn var jarðaður - en er nú genginn aftur Kommúnistar á Akureyri nota boðaðan fund um f járhagsáætlun bæjarins til þess að reyna að koma höggi á Björn Jónsson alþingismann SÓSÍALISTAFLOKKURINN UPPVAKINN. Eins og margir munu minn- ast var það tilkynnt í útvarps- fréttum um síðustu áramót, að Sósíalistaflokkurinn væri nú loksins endanlega dauður og mun allur þorri íslendinga hafa fagnað þessarri andláts- fregn. En nú berast þær frétt- h' að sá skolli sé afturgenginn. Hið nýja blað Hannibals og Björns „Nýtt land — Frjáls þjóð“ skýrir frá því að nú fyr- ir nokkru hafi verið haldinn fjölmennur fundur í Sósíalista félagi Reykjavíkur, þar sem samþykkt hafi verið eftirfar- andi tillaga með öllum greidd um atkvæðum: „Fundur haldinn í Sósíalista félagi Reykjavíkur, þriðjudag inn 13. janúar, samþykkir að starfsemi félagsins skuli halda áfram, enda þótt samþykkt hafi verið að Sósíalistaflokkur inn hætti störfum.“ Einnig lætur sama blað að því liggja, að komið hafi fram á fundinum tillaga um að efnt verði til landsráðstefnu sósíal ista. Eftir þessu er augljóst, að kommúnistar eru ráðnir í því að halda starfsemi flokks síns áfram, en fela sig undir skikkjufaldi Alþýðubandalags ins þá er róið er á mið til at- kvæðaveiða. En sem betur fer gá ekki broddar kommúnista að því, að með uppljóstr- unum þessum á fyrirætlunum sínum gefa þeir Birni og Hannibal gott vopn í hendur til að sanna það að Alþýðu- bandalagið var aldrei hugsað annað en vera stökkbretti kommúnista til atkvæðaveiða. Með afturgöngunni eru komm únistar að sanna það að Björn og Hannibal höfðu rök að mæla, þá er þeir yfirgáfu Al- þýðubandalagið. KOMMAR A AKUREYRI VILJA LÍKA LÁTA Á SÉR BERA. Kommakjarninn á Akureyri vill um þessar mundir líka láta á sér bera eins og páfa- dómurinn fyrir sunnan. Á fundi í Alþýðubandalaginu, sem boðaður var til þess að ræða fjárhagsáætlun bæjarins var varpað fram tillögu þar sem ritstjóri Verkamannsins (Framhald á blaðsíðu 6) Tveggja ára barn nærri drukknað í Andapollinum KLUKKAN 10.30 sl. þriðjudags morgun tilkynnti Sigurður Bald vinsson, Þingvallastræti 8, lög- reglunni að barn hefði fallið í Andapollinn. Er lögreglumaður kom á vettvang hafði- móðir barnsins, Dagrós Sigurðardótt- ir, Þingvallastræti 6, bjargað því og hafði þegar hafið lífgun- artilraunir og hélt hún þeim áfram á leiðinni til sjúkrahúss- ins, en barnið var meðvitundar laust. En eftir að það kom á sjúkrahúsið komst það fljótt til meðvitundar og síðdegis var séð að það var úr allri hættu. Barnið sem fyrir þessu óhappi varð er drengur á þriðja ári og heitir Sigurður Þórarins- son. Viðtal við Þorfinn ísaksson á blaðsíðu 5 Leiðarinn: „Fátt er svo með öllu illt,.... “ fltKtsbókasafnið á Jtka-cyri

x

Alþýðumaðurinn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Alþýðumaðurinn
https://timarit.is/publication/597

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.