Alþýðumaðurinn


Alþýðumaðurinn - 31.01.1969, Blaðsíða 5

Alþýðumaðurinn - 31.01.1969, Blaðsíða 5
Bauft yfir atvinnulífi á Þórsliöfn HR4EFNISSK0RTUR HÁIR MJÖG STARFRÆKSLU FRYSTIHÚSSINS FRÉTTARITARI AM á Þórshöfn, Þorfinnur ísaksson frystihús- stjóri, leit inn til blaðsins síðastliðinn þriðjudag og innti blaðið hann fregna frá Þórshöfn. Það er lítið að frétta annað en atvinnuleysi, kvað Þorfinn- ur. Ógæftir hamlaði róðrum frá því í fyrrihluta desember og mestan hluta janúar, en þá er á sjó hefur gefið hefur afli verið sáralítill, svona 1—2 tonn í róðri. hefur því sáralítil atvinna verið við frystihúsið. Vélbátur- inn Glaður frá Norðfirði var tekinn á leigu í því skyni að glæða atvinnulíf með aukinni hráefnaöflun. En við höfum ver ið óheppnir með bátinn. Ráð- gert var að hann kæmi í byrjun nóvember, en koma hans dróst á langinn og kom Glaður ekki til Þórshafnar fyrr en 10. des. Misstum við því af hinum góðu gæftum er voru út allan nóvem bermánuð. Var það mjög baga- legt. Hefur því rekstur bátsins ekki verið ábatasamur til þessa og horfir því þunglega, en við bindum nokkrar vonir við skiln ing rikisvaldsins, að okkur sé brýn nauðsyn á fjármagni til Það er flogið tvisvar í viku til Þórshafnar yfir vetrarmán- uðina. Vegir hafa oft teppzt í vetur þó snjólétt hafi verið. Hið slæma vegakerfi er við höfum veldur okkur oft miklum erfið- Þorfinnur ísaksson. leikum. Ég kom á bíl til Akur- eyrar núna og var ég 10 tíma til Húsavíkur, þó er snjólítið fyrir austan núna. Hvað segir þú mér af heilsu- fari fyrir austan? Ég held að það megi teljast sæmilegt þar sem ég bezt veit til. Annars hefur flensan heim- sótt okkur, en hún hefur farið hægt yfir. Við þurfum að leita læknis til Vopnafjarðar og bú- um við því við mikið öryggis- leysi hvað heilbrigðismál snert ir, því oft getur verið torsótt að ná til læknis til Vopnafjarðar í ótíð ef slys eða snöggur sjúk- dómur ber að höndum. Hvað um félagslíf? Ég held að ég skrökvi engu þótt ég segi að það sé dauft yfir öllu félagslífi á Þórshöfn. Þistil- firðingar sýna meiri dugnað. Þeir sýndu Skugga-Svein um jólin og gerðu það með ágætum og eiga þeir þakkir skilið fyrir dugnað sinn. AM þakkar Þorfinni fyrir inn litið og spjallið og sendir um leið beztu kveðjur til Þórs- hafnar. s. j. atvinnuaukningar, en afkoma flestra þorpsbúa er bundin við öflun sjávarafla. Um sama leyti og Glaður kom bættisl nýr bátur við í ; bátaflotann. Var það Dagur er smíðaður var í Skipasmíðastöð KEA, en hann hefur því miður lítið fiskað ennþá sökum afla- og gæftaleysis. NAUÐSYN Á STÆRRI BÁTUM. Hver er afstaða ykkar á Þórs höfn í sambandi við þá rýmk- un, sem gerð hefur verið varð- andi togveiðra innan landhelgi? Menn eru yfirleitt á móti tog- veiðunum, en má vera að það j breytist ef við hefðum stærri báta sjálfir, en á því er okkur lífsnauðsyn. Árni Helgason er nú að láta smíða fyrir sig 50 tonna stálbát í skipasmíðastöð- inni á Seyðisfirði og mun hann Væntanlega verða tilbúinn í vor | og hreyfing mun vera á fleirum ; að eignast stærri báta. Eins og áður ségir, háir hráefnisskortur mjög starfrækslu frystihússins. Má segja að það sé ekki nema 2—3 mánuðir yfir sumarið, sem við fáum nægilegt hráefni til Vinnslu. Margir hugsa sér gott til grá- sleppuveiða þá er líður á vetur- inn. Eins og horfir nú má ætla að gott verð verði á hrognum í vor. Annars getur hafísinn gert Strik í reikninginn, ef hann leggst að landi eins og í fyrra. Landhelgisbrjótar hafa vreið nijög ágengir við ykkur? Já, í meira lagi og menn hafa Verið gramir yfir aðgreðarleysi : Landhelgisgæzlunnar í þessu efni. Hefurðu fregnað hvort bænd- Wr í Þistilfirði séu nægilega birg ir með fóður lianda búpeningi sínum. Það hygg ég muni vera, en ; þeir keyptu gífurlega mikið af beyi í sumar og svo það sem af j er hefur veturinn verið nokkuð j hagstæður til útbeitar. Hvað er að segja um samgöng •r að og frá Þórshöfn í vetur? j f...... ■ ■—!^ Yfirlit yfir byggingafram- kvæmdir á Akureyri 1968 TÖLUR í sviga eru sambæri- legar tölur frá árinu 1967. fbúðarhús: Hafin var bygging 52 (14) íbúðarhúsa með 72 (79) íbúð- um á sl. ári. Skráð voru 26 (42) fullgerð hús með 42 (106) íbúð- um. Fokheld voru 66 (44) hús með 133 (62) íbúðum og 17 (19) hús með 18 (76) íbúðum voru skemmra á veg komin. Á sl. ári voru samtals 109 (105) íbúðar- hús með 193 (244) íbúðum í byggingu. Ýmsar byggingar: Af ýmsum húsum, sem skráð voru fullgerð á árinu, má t. d. nefna Lögreglustöð við Þórunn arstræti, Amtsbókasafnið við Brekkugötu, hús Plasteinangr- unar h.f. við Óseyri, verkstæðis byggingar við Slippstöðina og þvottahús Fjórðungssjúkrahúss ins. Fokheldar voru t. d. Iðnskól- inn við Þingvallastræti, Raun- vísindadeild Menntaskólans og vistheimilið Sólborg, sem . Styrktarfélag vangefinna bygg- ir. Þá voru og gerðar ýmsar breytingar og viðbyggingar við ýmis hús og bifreiðageymslur byggðar. Akureyri, 20. janúar 1969, Jón Geir Ágústsson. Tvær stúlkur frá Húsavík valdar í unglingalandsliðið í handknattleik TVÆR blómarósir frá Húsavík hafa verið valdar í unglinga- landslið í handknattleik. Þær heita Björg Jónsdóttir og Arn- þrúður Karlsdóttir. AM vonar það að fréttaritari blaðsins á Húsavík hafi sent blaðinu mynd af Björgu og Arn þrúði fyrir næsta blað. N Engin atvinnuleysisskráning í Hrísey Hrísey 29. janúar. B. J. ENGIN atvinnuleysisskráning hefir enn farið fram í Hrísey — og nokkuð stöðug atvinna hefir verið fram að þessu. Afli hefur þó verið fremur rýr að undan- förnu. Unnið er nú við vinnslu kola í hraðfrystihúsinu. Ungmennafélagið Narfi setti á „fjaliniar“ Saklausa svallar- ann undir leikstjóm Eiríks Eiríkssonar. Voru 3 sýningar heima í eyju og 2 á meginland- inu. Asíuinflúensan hefir herjað í Hrísey að undanförnu. Skipasfóll landsmanna er allur bundinn í höfn MEGINHLUTI fiskiskipa- flota íslendinga liggur nú í höfnum sökum verkfalls vél stjóra og stýrimanna. Undan teknir eru þó Vestfirðir. Samningafundir hafa staðið yfir og fréttir að sunnan herma að heldur þokist í samkomulagsátt. Hve lengi þófið stendur yfir vill AM eigi spá um. En eitt er víst, að meðan þófið stendur yfir glatar nauðþurftaþjóð millj- óna verðmætum og magnar magt vofu atvinnuleysisins. En á sama tíma eru ráða- menn þjóðarskútunnar betl- andi um lán hjá ríkum þjóð- um. En með hverju á að greiða afborganir, hvað þá lánin sjálf, meðan ríkisvald og þjóðin öll fetar sjálfri sér sundurþykk fram á gjald- þrotsbarminn? íslendingar virðast ætla að feta dyggilega í fótspor eyja skeggja á Nýfundnalandi, er sagan geymir, og hefði átt að vera viðvörunarmerki fyrir önnur smáríki. Smáþjóð get- ur glatað sjálfstæði sínu á fleiri vegu en með hertöku erlendra þjóða, efnahagsleg- ir fjötrar geta verið eins áhrifaríkir örlagavaldar. Þjóðin er í alvarlegri sjálf- heldu um þessar mundir, bæði ríkisvald og þjóðin öll á þar sök á. Og það er blá- köld staðreynd, að ef forða á þjóðarskútunni frá algjöru strandi þurfa allir þegnar þjóðarinnar að fórna, ef þeir vilja forða Fróni að komast undir stjörnu Nixons. íslend ingar glötuðu sjálfstæði sínu á öld þeirri er kennd er við Sturlunga, en þó stóð þjóðin þá á vissan hátt betur að vígi, þá var hún ekki hneppt í neina efnahagslega fjötra, þá voru það aðeins valda- sjúkir birnir og eysteinar er kepptu um völdin en refskák þeirra olli þjóðinni alda- löngu ófrelsi og kúgun. Við skulum hætta að karpa um það hver sterkastur sé, hvernig komið er fyrir þjóð- inni. Við skulum hætta því að semja okkur að siðum gálausra götustráka. Allir þurfa að fórna einhverju, en á hinn veginn er útilokað að sá maður er aðhyllist lýð- ræðissósíalisma gangi fram fyrir skjöldu um að þeir tekjulægstu geti fórnað meiru en orðið er. Ef núver- andi ríkisstjórn vill sitja áfram til sæmdar en eigi til skammar á hún að stuðla að því að þeir tekjulægstu fái nokkra kjarabót svo að þeim reynist unnt að forðast svelti. Aðrar kaupkröfur á hiklaust að banna á meðan þjóðin er að komast út úr ógöngunum og ég er einnig samþykkur Aroni Guð- brandssyni um það að við eigum að krefjast greiðslu fyrir það að Frón sé ráðin sem brennipunkturinn, þar sem fyrsta helsprengjan fell ur í næsta hryllingsleik brjálaðra valdhafa. Franco á Spáni virðist vita lengra nefi sínu en Bjrani á íslandi. s. j. Krislján Jóhannesson HREPPSTJÓRI Á DALVÍK SJÖTUGUR ÞÓTT nokkuð sé umliðið síðan Kristján Jóhannesson hrepp- stjóri á Dalvík átti sjötugsaf- mæli, vill AM þó nota tækifær- ið og senda honum sínar beztu heillaóskir og ámaðarkveðjur í fyrsta tölublaði sínu á nýbyrj- uðu ári, en Kristján varð sjö- tugur þann 21. desember sl. Kristján hefur frá fyrstu tíð verið ötull og óhvikull liðsmað- ur jafnaðarstefnunnar. Hann var einn af þeim góðu liðskröft um er byggði upp Verkalýðs- félag Dalvíkur og var hann um skeið formaður þess. Þá er Svarfaðardalshreppi var skipt í tvennt var Kristján skipaður hreppstjóri Dalvíkurhrepps og hefur gegnt því starfi síðan. Um langt skeið var hann einnig for- stöðumaður við hraðfrystihús ÚKE á Dalvík. Kvæntur er Kristján Önnu Arngrímsdóttur og varð hún sjötug á nýliðnu ári. Eignuðust þau 4 böm og ólu upp auk þeirra eina fóstur- dóttur. AM þakkar hinum sjötuga heiðursmanni fyrir dugmikla lið veizlu bæði fyrr og síðar og nú- verandi ritstjóri blaðsins flytur honum jafnframt heila þökk fyrir góð og ánægjuleg sam- skipti og kynni.

x

Alþýðumaðurinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðumaðurinn
https://timarit.is/publication/597

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.