Alþýðumaðurinn


Alþýðumaðurinn - 31.01.1969, Blaðsíða 7

Alþýðumaðurinn - 31.01.1969, Blaðsíða 7
- Fjárhagsáætlun Akureyrarbæjar (Framhald af blaðsíðu 8). þeirri er bæjarfulltrúar okkar þess síðar að greina frá og ræða leggja blessun sína yfir næst- meginatriðin í fjárhagsáætlun komandi þriðjudag. AUGLÝSING UM LAUSAR ÍBÚÐARHÚSAI.ÓÐIR Laivsar eru til umsóknar 20 einRylishúsalóðir við Lerkilund, 5 raðhúsalóðir við Einilund og enn- fremur lóðir fyrir fjölbýlishús við Víðilund. Umsóknarfrestur til 31. janúar n.k. Upplýsing- ar á skrifstofu byggingafulltrúa, Geislagötu 9, 3. hæð á viðtalstíma kl. 10,30—12,00. Akureyri, 13. janúar 1969, Bæjarstjórinn. •tmiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiMimiitiiitiiutiiiiiiiiiiiiiiiiitiiiiiiitiiiiiiiiiiiiiiiiiiiKiiiiiiiiiiMiiiiiiiiiiiiiiiniimiiiiiiiiiiii* I - „Fátt er svo með öllu illt.... “ I (Framhald af blaðsíðu 4). i til réttra átta, nú sjá allir, að vissulega er hennar þörf. § \ Við skulum því hvergi láta hjarta drepa stall, þótt i i dökkt sé í álinn um sinn, heldur vera samtaka um að f f læra af erfiðleikunum, læra að vanda okkur með öll 1 f okkar störf og sameinast um að leysa vandann af rögg-> f i semi og myndarskap. Það eitt er íslenzkri þjóð sam- f | boðið. | •"immmmmmmmmmimmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmimmmmmmmmmii* Skákþing Norðlendinga Skákþing Norðlendinga hefst á Akureyri, laug- ardaginn 15. febrúar n. k. Þátttökutilkynningar þurfa að berast stjórn Skákfélags Akureyrar fyrir 8. febrúar n. k. SKÁKFÉLAG AKUREYRAR. Hinn mikli árangur sem náðst hef- ur með starfi SÍBS, byggist á jrví að fjöldi íslendinga hefur stutt samtö'kin. A síðasta ári kom í ljós að enn fjölgar þeim íslendingum sem kaupa miða í happdrætti SIBS. Þeim mun enn fjölga á þessu ári, ekki sízt vegna þess að verð miða er óbreytt frá 1968. Auðvitað ræður þar miklu um þátt- töku fjöldans í happdrætti SÍBS að vinningar eru fjöldamargir og vinn- ingslíkur ekki rneiri í nokkru öðru happdrætti. — Á aðalvinningaskrá eru samtals 16280 vinningar og er heildarverðmæti þeirra krónur 37.444.000,00. Meira en fjórði hver miði hlýtur vinning og sumir viriningar eru mjög háir, sá hæsti ein milljón króna. Og það eru aðeins heilmiðar og aðeins ein röð. Til viðbótar þessum 16280 vinn- ingum er svo dýrmætur aukavinn- ingur. Margir ha-fa eflaust dáðst að þess- um dýrlega bíl er Simon Templar hefur gert frægan í Dýrlingsmvnd- unum. Nú er tækifærið til að freista gæf- unnar; Volvo 1800 S, sportbíll, er aukavinningur í happdrætti SÍBS 1969. í happdrætti SÍBS 1969 eru vinn- ingslíkur óviðjafnanlegar, en verð miðanna er óbreytt. STAKAN okkar GLEÐILEGT ÁR vísnavinir og þakka skal liðið. Hefjum þáttinn í dag með vísu eftir vin okkar Jón Iljálmarsson. Er auðskilið á höfundi að hon um finnst krónan okkar vera orðin næsta smá, Komdu til mín kæra þráða, krónan smáa, að höndla þig og hafa í skrínu, var hæsta mark í lífi mínu. Heimsfréttir herma að enn skuli pilsin styttast á bless- uðum stúlkunum okkar. í til- efni þessarar stóru fréttar sendir góður kunningi AM þessa stöku. Stuttu pilsin styttast enn. Stelpur kaldar nötra. Grýlukertin gægjast senn, gegn mn þeirra tötra. Björn Guðmundsson kveður. Saman tvinna lífs í lið, leyndu finna ráðin. Eðlið vinnur ívafið ástin spinnur þráðinn. M. S. kvað. Þegar ég í síðasta sinn sofna burt af Fróni, ekki verður auðurinn erfingjum að tjóni. B. Jóhannsson kveður. Storms í fangi stynur hrönn, starir drangur hnugginn. Strýkur vanga fölri fönn fingralangur skugginn. Guðm. Friðjónsson kveður svo. ER Á MEÐAN ER. Meðan situr sauma-þöll í sólskinsvarpa hverjum, þjóðargæfan ekki er öll úti á flæðiskerjum. Maður las lygið málgagn brosandi. Elska meir en úrvals-dygð ermafalinn kuta, þeir, sem geta látið lygð liggja milli hluta. Höfundi brugðið um elli. Mér þó elli búi ból, brún mín helzt í skorðum —I ann ég bæði óttu og sól ennþá líkt og forðum. R. A. kveður. Tíminn líður allt of ótt, ekkert tekst að vinna. Sé ég fram á svarta nótt sóilskinsvona minna. Ytra skart þó eigir fátt ógna ei svartar nætur, vonir bjartar ef þú átt innst við hjartarætur. S. M. kvað. Orbirgð þrátt mig elta lcann örmum dátt mig vefur, ég er sáttur samt við þann sem að máttinn gefur.

x

Alþýðumaðurinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðumaðurinn
https://timarit.is/publication/597

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.