Alþýðumaðurinn


Alþýðumaðurinn - 31.01.1969, Blaðsíða 8

Alþýðumaðurinn - 31.01.1969, Blaðsíða 8
Vanfí yður húsgögn þá veljið það bezfa Valbjörk h.f. Akureyri Sýnishorn af umbúðunum, sem P.O.B. og Kristján Kristjánsson hlutu viðurkenningu fyrir. Iðnfyrirtæki á Akureyri hlýtur viðurkenninffu 39. árgangur — Akureyri, föstudaginn 31. janúar 1969 — 1. tölublaði Ljósmyndastofa Páls. Á SÍÐASTLIÐNU hausti fór f fram fyrsta umbúðasamkeppni, j sem efnt hefur verið til hér á j landi, en að henni stóðu Iðn- j I =00«= 88 MILLJÓNIR f GÆR var undirritaður í Moskvu samningur um sölu á íslenzkum ullarvörum frá verk smiðjum Sambands íslenzkra samvinnufélaga á Akureyri. Samningsupphæðin nemur 88 millj. króna. Vörunum á að af- skipa á yfirstandandi ári. Kaup endur eru V/O Raznoexport, Moskva. Samningana gerðu fyrir hönd Sambandsins Ragnar Ólafsson hrl. og Ásgrímur Stefánsson, verksmiðjustjóri. Auk þess vann að samningunum Ægir Ólafsson fyrir hönd umboðs- manna Raznoexport á íslandi. kynningin 1968, Félag íslenzkra iðnrekenda og Landssamband iðnaðarmanna. Eitt fyrirtæki utan Reykja- víkur hlaut sérstaka viðurkenn ingu fyrir umbúðaprentun og var það Prentverk Odds Björns sonar h.f. á Akureyri, sem hlaut viðurkenningu fyrir litprentun á umbúðum fyrir niðursuðu- vörur frá Kjötiðnaðarstöð KEA og málningavörur frá Efnaverk smiðjunni Sjöfn. Kristján Kristjánsson teiknari hjá P.O.B. hafði teiknað allar umbúðirnar og hlaut hann sér- staka viðurkenningu dóm- nefndar. Fyrirhugað er að slík um- búðasamkeppni fari fram ár- lega, en AM vill nota þetta tæki færi til að óska P.O.B. og Kristjáni Kristjánssyni til ham- ingju með viðurkenninguna og þakkar fyrir aukinn hróður til handa norðlenzkum iðnaði. N\\V FUNDliR UM LANDHELGiSMAL Sviðsmynd úr „Súlutröllinu“. Leikfélag Akureyrar sýnir nú barnaleikritið Súlutröllið ALMENNUR fundur um land- helgismál var haldinn á Akur- eyri 21. janúar sl. Á fundinum mættu fjölmargir sjómenn og útvegsmenn úr Norðurlands- kjördæmi eystra. Fundarstjóri var Angantýr Jóhannsson og fundarritari Pétur Hallgríms- son. Á fundinum mætti nefnd sú, sem sjávarútvegsmálaráðherra skipaði: Alþingismennirnir Jón Ármann Héðinsson, Lúðvík Jósefsson, Guðlaugur Gíslason og Jón Skaptason. Einn nefnd- armanna, Sverrir Júlíusson, gat ekki mætt vegna veikinda. Einnig voru mættir á fundinum Bragi Sigurjónsson og Ingvar Gíslason alþingismenn. Formaður landhelgisnefndar, Jón Ármann Héðinsson, gerði í upphafi fundarins grein fyrir störfum nefndarinnar. Síðan hófust miklar og almennar um- ræður, sem voru mjög málefna- legar og lýstu fundarmenn ánægju sinni yfir komu nefnd- armanna. Engin ályktun var gerð, en skipst á skoðunum í landhelgis- málum. í GÆRKVELDI frumsýndi Leikfélag Akureyrar barnaleik rit er nefnist Súlutröllið og er það eftir Indriða Úlfsson skóla- stjóra, sem er löngu þekktur fyrir skemmtilega leikþætti fyr ir börn og unglinga. Lög við Ijóð í leikritinu hefur Birgir Helgason samið og munu þau óefað eiga eftir að ná miklum vinsældum. Leikstjóri er frk. Ragnhildur Steingrímsdóttir. Leikendur eru 10, þar af 3 börn. Næstu sýningar eru á morgun og sunnudag og hefjast kl. 15 báða dagana. UNGMENNAFÉLAGIÐ Reynir og kvenfélagið Hvöt á Árskógs- strönd sýnir um þessar mundir gamanleikinn Leynimelur 13, að Árskógi undir leikstjórn Júlíusar Oddssonar og hefir hlotið góða aðsókn. En þetta grínleikrit hefur hlotið miklar vinsældir og hefir verið sett á senu vítt og breitt um landið AM hvetur jafnt unga sem aldnatilað sjá Súlutröll Indriða á „fjölunum." um árabil. Leikendur eru 12 og fara eftirtalin með veigamestu atriðin á „fjölunum“ að Ár- skógi: Birgir Sveinbjörnsson, Birgir Marinósson, Sigurður Gunnlaugsson, Ólafía Halldórs- dóttir, Soffía Sigurðardóttir, Sigfús Þorsteinsson og Antonía Antonsdóttir. — AM hvetur les endur að líta inn að Árskógi. Z'— 1 1 Nægar heybirgðir eru í Skíðadal og Svarfaðardal Piltur og stúlka sett upp í Olafsfirði Leynimelur 13 á Arskógsströndinni Vænleiki dilka á s.l. hausti var mun betri en á undanförnum árum Skíðadal í janúar. s. j. BÆNDUR í Svarfaðardal munu elcki þurfa að óttast fóður skort þótt svalt blási á útmán- uðum og fram á vor. Þótt seint voraði varð grasspretta miklu mun beti'i en nokkur þorði að vona eftir útlitinu á sl. vori. Svo vel réðist að nokkrir bænd ui' urðu aflögufærir með hey til mestu kalsvæðanna á Austur- landi. Heyskapur gekk mjög vel þótt sumarið væri stutt og einnig varð vænleiki dilka mun meiri en undanfarin haust, þrátt fyrir það þótt illvígt áhlaup gerði síðustu dagana í september. Hey eru góð og reyna bændur að spara fóður- bætiskaup af fremsta megni sök um aukinnar dýrtíðar. Veg'ir hafa eigi teppzt að ráði sökum snjóþyngsla það sem af er þessum vetri. Sjónvarp hefur haldið innreið sína í dalina og líkar að mestu vel, þó er sjónvarp eigi komið í fram Svarfaðardal og á bæi á austurkjálka Skíðadals og mun valda þar nokkru um, að álit tæknimenntaðra manna á þessu sviði hafa látið það álit í ljósi, að endurvarpsstöðin að Hóli við Dalvík myndi eigi ná til fremstu bæjanna í báðum döl- unum. Ef þetta reynist rétt þarf úr að bæta með sendistöð fram- (Framhald á blaðsíðu 6) ÆFINGAR standa yfir á sjón- leiknum Piltur og stúlka, undir leikstjórn Jónasar Jónassonar og mun frumsýning verða um miðjan febrúar. Leikendur eru AÐ ÖLLUM líkum mun fjár- hagsáætlun Akureyrar verða afgreidd á bæjarstjórnarfundi 20 og meðal leikenda eru: Bjöm Þór Ólafsson, Hanna Brynja Axelsdóttir, Þorsteinn Jónsson, Stefán Ólafsson og Bjöm Dúa- son. n. k. þriðjudag, þann 3. febrúar. Vonandi gefst AM tækifæri til (Framhald á blaðsíðu 7) Fjárhagsáætlyn Akureyrarbæjar

x

Alþýðumaðurinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðumaðurinn
https://timarit.is/publication/597

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.