Alþýðumaðurinn


Alþýðumaðurinn - 07.02.1969, Blaðsíða 5

Alþýðumaðurinn - 07.02.1969, Blaðsíða 5
VIÐTAL VIÐ SKÁKMANN Á AKUREYRI Sunnlenzkur skákmaður var byrjaður að tefla undir nafni hans í Hastings. — Skákíþróttin er göfug og ég vil hvetja unglinga að kynna sér hana segir HALLDÓR JÓNSSON skákmaður UNDIRRITAÐUR er skussi í skákíþróttinni sem og í annarri íþróttamennsku. En mér hefir þótt gott að gleyma öllu heimsins' angri yfir tafli við kunningja þótt ég kunni rétt mannganginn. Því þótti mér akkur í því að ná spjalli við einn af efnilegustu skák-* mönnum Norðlendinga, Halldóri Jónssyni. Gekkstu ungur skákíþróttinni á hönd, Halldór? Já, og ertu innfæddur Akureyringur? Já, ég er Oddeyringur. Ég gekk í Skákfélag Akureyrar þegar ég var 14 ára og byrjaði að tefla í öðrum flokki. Viltu segja mér stutta frá- sögn af skákferli þínum, já og þá einkanlega sigrum þínum? Minn fyrsta stóra sigur vann ég 1958, en þá sigraði ég á Skák þingi Norðlendinga eftir einvígi við Húnvetninginn Jónas Hall- dórsson, en Jónas hefir síðan verið mjög sigursasll á Skák- þingum Norðlendinga. Næstu árin tefldi ég svo af og til í landsliðsflokki með misjöfnum árangri að vísu. Samt náði ég einum mínum bezta árangri á Skákþingi íslands árið 1967, en þá hafnaði ég í öðru til fjórða sæti ásamt Arinbirni Guð- mundssyni og Gunnari Gunn- arssyni. Ég hefi svo tekið þátt í ýmsum keppnismótum Skák- félagsins hér heima og oft með allgóðum árangri. Þú liefir einnig keppt á er- lendri grund? Já, ég tók þátt í Skákmóti Norðurlanda, sem fram fór í Finnlandi sumarið 1967. Hvernig stóðstu þig þar? Heldur laklega fannst mér, en þetta var í fyrsta skipti er ég tók þátt í alþjóðlegri skák- keppni. Hér var við þaulreynda andstæðinga að etja. Ég hlaut 2% vinning, gerði 5 jafntefli en tapaði 6 skákum. Sigurvegarar urðu Freysteinn Þorbergsson og tveir norskir meistarar. Þess ir 3 háðu svo einvígi um Norð- urlandameistaratitilinn. Fór það fram á Hótel KEA hér í bæ veturinn 1968, eins og mörg um er enn í fersku minni. Bar þar sigur úr býtum Norðmaður inn Ragnar Hoen. Þá var okkar þekkta skákmanni, Júlíusi Boga syni, boðið að tefla með sem gestur. Svo fórstu á skákmótið í Hasting í vetur, Halldór, og fékkst ekki að tefla. Viltu segja mér liver tildrög voru að því að þú þurftir að snúa heim? Já, það tíðkast víða erlendis að hafa „opin“ skákmót, þar sem keppt er í ýmsum flokkum, og skákmönnum annarra þjóða heimiluð þátttaka. Ég hafði um nokkurt skeið verið að hugsa tun að taka þátt í slíku móti, og það varð svo úr því í vetur, að ég sótti um að fá að tefla í svo- kölluðum „Áskorendaflokki“ á hinu árlega jólaskákmóti í Hasting, Englandi. Ég fékk fljót lega vilyrði fyrir þátttöku frá aðal skákstjóra mótsins, og síð- ar sendi ég svo þátttökugjald mitt fyrirfram. Skömmu áður en ég lagði af stað til Englands, frétti ég, að ungur maður úr Kópavogi, Björn Sigurjónsson, myndi einnig keppa í þessum sama flokki. Það hittist þannig á að ég mætti of seint í fyrstu umferð (keppni var þegar hafin) og komst þá að því, að mikil mis- tök höfðu átt sér stað. Fyrir ein Halldór Jónsson. hvern undarlegan misskilning áleit mótsstjórnin, að einungis væri um einn keppanda að ræða frá íslandi og samkvæmt því látið Bjöm hefja keppni undir mínu nafni. Björn sagði mér síðar, að þeg ar hann hafi ætlað að greiða keppnisgjald sitt við komu sína til Hastings, þá hefði skákstjór- inn tjá honum, að það væri þeg ar greitt og að greiðslan hefði borizt þeim frá Akureyri. Það verður því að teljast furðulegt skilningsleysi hjá Bimi, að hann skyldi ekki „fatta“ hvem- ig í málinu lá og gera athuga- semd áður en taflið hófst. Það varð að sjálfsögðu mikið fjaðrafok, þegar í ljós kom að við vorum tveir frá íslandi og eftir talsvert þref við skák- stjórnina varð ég að draga mig til baka og snúa við heim. Það voru 32 keppendur í um- ræddum flokki og tefldar 9 um- ferðir eftir „Monrad“-kerfi. Það var því ekki mögulegt að bæta við einum keppenda eftir að mótið hófst. Undirrituðum finnst þetta furðuleg framkoma við Halldór, bæði af hálfu mótsstjórnar og eigi síður Björns Sigurjónsson- ar, að eigi ætti að láta óátalið. Halldór er búinn að kosta sig til Bretlands til þess eins að taka þátt í skákmótinu, sem hann hafði aflað réttar til, en er gerður afturreka. Finnst mér það ranglæti, ef Halldór á að þola slíka framkomu bótalaust. En að þessu innskoti slepptu skal varpa fram næstu spurn- ingu. Ég hefi haft fregnir af því að þú hafir verið sigursæll í bréfa- skákum? Ég spurðist fyrir um bréfa- skák í Englandi fyrir nokkrum árum og var þá boðið upp á að gerast meðlimur í félagsskapn- um „British Correspondenle Chess Association", sem með- limur þessa bréfaskáksam- bands og yfirleitt með góð- um árangri. Fyrir u. þ. b. tveim árum var stofnað til sérstakrar keppni fyrir þá félaga, er búa utan Englands, og var teflt í mörgum riðlum. Mér tókst að sigra í mínum riðli árið 1967, hlaut IVz vinning af 8 möguleg- um. Hér var þó aðeins um und- ankeppni að ræða og styrkleiki keppenda því ekki ýkja mikill. Bréfaskák á miklum vinsæld- um að fagna, þótt hún sé sett skör lægra en kappskákmót. En svo við víkjum heim til Akureyrar. Viltu í stórum drátt um segja mér frá starfsemi Skákfélagsins hér? Skákfélag Akureyrar en ann að stærsta skákfélagið í land- inu. Það hefur komið á árleg- um föstum keppnismótum, má þar tilnefna Haustmót þess og Skákþing Akureyrar. Skákþing Norðlendinga er haldið hér annað hvert ár, auk þess höfum við ýmislegt fleira til tilbreyt- ingar, svo sem firmakeppni og hraðskákmót — og þegar alþjóð leg skákmót hafa verið haldin í Reykjavík þá hefir stjórn fé- lagsins reynt að fá hingað ein- hvei-ja hinna erlendu meistara norður til að tefla og hafa þeir teflt hér fjöltefli og klukkuskák ir. Auk þess hefir stórmeistari okkar, Friðrik Olafsson, komið til okkar, svo að eitthvað sé nefnt. Nú fer Skákþing Norðlend- inga að hefjast hér á Akureyri og gerum við okkur vonir um að þátttakendur verði margir. Núverandi Norðurlandsmeistari í skák er eins og kunnugt er Freysteinn Þorbergsson á Siglu firði. Finnst þér vera almennur áhugi fyrir skák hér í bænum? Nei, það finnst mér ekki. Ég held að hann sé mun meiri í Reykjavík en ég tefldi með Tafl félagi Reykjavíkur um nokk- urra ára skeið. Mér fannst greinilega vera þar meiri áhugi fyrir skákíþróttinni en hér nyrðra. E. t. v. er ástæðan sú, að Taflfélag Reykjavíkur á svo marga úrvalsmenn í íþróttinni, t. d. Friðrik Ólafsson. Ég veit að skák er göfug íþrótt — og nú bið ég þig um lokaorð, Halldór. Já, þetta er hugnæm og göfug íþrótt og ég vildi gjarnan hvetja unglinga til að kynna sér skák, hún er þroskandi og einnig skemmtileg. Ég vil minna á að nú fyrir stuttu hófst út- varpsskák á milli Skákfélags Akureyrar og Skákfélags Kópa vogs. Fyrir okkur keppa þeir Þorgeir Steingrímsson og Ólaf- ur Kristjánsson, en fyrir Kópa- vog Jónas Þorvaldsson og Ari Guðmundsson — og auðvitað vona ég að norðanmenn sigri — bætir Halldór brosandi við. Þá er ekkert eftir nema þakka Halldóri fyrir skemmti- legt rabb og óska skal Skák- (Framhald á blaðsíðu 7) RITSTJÓRARABB Sósíaldemokratar í öllum flokkum í BLAÐINU Nýtt land — Frjáls þjóð er alllöng grein eftir ritstjórann, Ólaf Hanni balsson, þar er ýmislegt vel sagt, eins og margt fleira í þessu nýja blaði. En í pistli mínum í dag ætla ég að víkja nokkrum orðum að um mælum er ritstjórinn við- hefur. Hann segir: „Sósíaldemó- kratar eru langfjölmennasti pólitíski skoðanahópurinn á íslandi. Þá er að finna í öll- um flokkum.“ Ég er sam- þykkur þessum ummælum Ólafs ritstjóra, en aftur á móti ekki þeirri fullyrðingu hans að það sé forysta Al- þýðuflokksins, sem eigi höf- uðsök á því að jafnaðarmenn á íslandi megi finna sundr- aða innan allra stjórnmála- flokka og ætti greinarhöf- undur bezt að vita sjálfur hverjir eru höfuðvaldamir að því, að svo er komið, að stærsti skoðanahópur þjóðar innar er svo sundraður. Rit- stjórinn sjálfur er að sanna það þessa dagana, með því að una ekki því hlutskipti að „vera aðeins góða barnið“ í þeim stjórnmálasamtökum er kommúnistar með sínum alkunnu klókindum hafa ver ið að byggja upp undanfarin ár, þar sem sósíaldemókrat- ar hafa átt að vera flekafugl ar þeirra til atkvæðaveiða. Hverjir hjálpuðu íslenzka auðvaldinu til að sundra verkalýðshreyfingunni þá er hún sótti fram undir merkj- um jafnaðarstefnunnar upp úr 1930? Það voru kommún- istar. Hverjir voru það er enn hjuggu í sama knérunn 1937? Það voru konunúnist- ar, þá stimpluðu þeir Jón Baldvhisson raunsannan verkalýðsforingja og for- mann Alþýðuflokksnis verka lýðssvikara. Hið sama orð- bragð nota nú konunúnistar norðúr á Akureyri í mold- vörpustarfsemi sinni gegn Birni Jónssyni alþingis- manni. Hverjir voru það sein gerðu bandalag við Sjálf- stæðisflokkinn til að ná stjóm Alþýðusambands ís- Inads úr höndum jafnaðar- manna? Það voru kammún- istar. Hverjir reyndu enn með nýju nafni (Alþýðu- bandalaginu) árið 1956 að tvístra sósíaldemókrötum og gefa þar með borgaraflokk- unum lykilaðstöðu á stjórn- arfari landsins? Það voru líka kommúnistar. Ég veit að vísu sem gamall félagi í Málfundafélagi jafnaðar- manna að það var ásetning- ur Hannibals Valdimarsson- ar þá er hann gekk til sam- starfs við kommúnista árið 1956 að berja þá niður, gera þá áhrifalausa, en það mis- tókst, það er hann einmitt að sanna nú á svipaðan hátt og þá er Héðinn Valdimarsson gekk vonsvikin úr Sósíalista flokki íslands. Ég hefi að- eins stiklað á stóru vegna naums rúms og vona ég að Ólafur Hannibalsson fyrir- gefi. Ég er ekki að hvítþvo forystu Alþýðuflokksins í raunasögu sósíaldemókrata á íslandi, eflaust hafa henni orðið á mistök. En það sem mér finnst nú há mest Al- þýðuflokknum er það, að sökum sundrungarstarfsemi kommúnista hafa tengsli hans við verkalýðshreyfing- una ekki verið eins sterk sem skyldi. En nú er kjörið tækifæri að efla þau. Hanni- bal Valdimarsson hefir verið boðin velkominn í Alþýðu- flokkinn að nýju ásamt skoð anabræðrum hans. Með því að þiggja að koma heim, ef- ast ég eigi um, að hann legði mikilvægan skerf fram til að gera Alþýðuflokkinn að stærri og betri flokki, til hagsbóta fyrir alþýðustéttir íslands. Með því væri sterk- ur grunnur lagður til sam- einingar stærsta skoðana- hópsins á íslandi. Sú sókn stuðlaði að því að kommún- istaklíkan yrði áhrifalaus, meinlaus sella og einnig hitt, að þá heimtust heim þeir sósíaldemókratar er gengu yfir í raðir Sjálfstæðisflokks ins, þá er frjálslyndisstefna Ólafs Thors ríkti innan þess flokks, já og þá kæmu einnig heim þeir sósíaldemákratar, er kamelljónið Framsókn hefir lokkað inn í Heiðna- berg sitt. Svo skal senda beztu sósíal demókratiska kveðju til kollega syðra. s. j. I -ATVINNUSKORTUR = (Framhald af blaðsíðu 4). 1 ganga gegn um stjórnkerfið: hagsemin af gengislækk- I uninni, lánsútveganir til byggingasjóða, ráðstafanir til 1 atvinnuaukningar o. s. frv. Stjórnkerfið um hendur 1 ráðuneyta og yfirstjómar bankavalds er orðið svo I ömurlega seinvirkt, að það hlýtur að vera hverjum í sem um stjórnmál hugsar, alvarlegt íhugunarefni. ?i;iuiii 111111 iii ii 111111111111 iiiiiimiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiniii'i

x

Alþýðumaðurinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðumaðurinn
https://timarit.is/publication/597

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.