Alþýðumaðurinn


Alþýðumaðurinn - 07.02.1969, Blaðsíða 8

Alþýðumaðurinn - 07.02.1969, Blaðsíða 8
Vantí yður húsgögn þá veljið það bezfa ^ Valbjörk h.f. Akureyri Ferðamálafélagið endurreist HERBERT GUÐMUNDSSON kosinn formaður. FYRIR skömmu var Ferðamála að tilstuðlan bæjaryfirvalda. félag Akureyrar endurreist að Jafnframt var lögum félagsins tilhlutan Ferðamálaráðstefnu breytt í því augnamiði, að það Akureyrar 1968, sem haldin var verði forystuaðili í ferðamálum N Aflamagn „Bakanna" s. I. Ivö ár AM HEFIR borizt skýrsla frá Útgerðarfélagi Akureyringa h.f. þar sem greint er frá heildar- magni togara félagsins yfir 2 sl. ár. Einnig er þar getið um hve lengi þeir hafa verið á veiðum og hvernig aflinn hefur verið nýttur. Er hér um stórfróðlega skýrslu að ræða. AM birtir hér á eftir afla- magn togaranna yfir þessi ár: Kaldbakur árið 1967 3258.191 kr., árið 1968 4214.152 kg. — Svalbakur árið 1967 2726.964, kg., árið 1968 3615.689 kg. — Harðbakur árið 1967 2982.105 kg., árið 1968 4264.116. kg. — Sléttbakur árið 1967 2701.919 kg., árið 1968 3157.246 kg. — Heildarafli togaranna árið 1967 varð 11669.179 kg., en árið 1968 15251.203 kg. hér í bæ. Verður starfsemi fé- lagsins tvíþætt. Annars vegar mun það beita sér fyrir bættri aðstöðu fyrir ferðamenn í bæn- um. Hins vegar mun það beita sér fyrir því, að ferðamanna- straumur til bæjarins aukist og viðdvöl ferðamanna hér lengist. Með þessu er stefnt að því, að auka atvinnu og tekjur fyrir- tækja, stofnana og einstaklinga í bænum af þjónustu við ferða- menn, bæði beint og óbeint. Stjórn félagsins vinnur nú að því, að safna meðlimum og und irbúa starfsáætlun fyrir þetta ár. Hefur hún m. a. ákveðið, að óska eftir þátttöku yðar í félag inu og er þetta bréf skrifað yður í þeim tilgangi. Það er ljóst, að eigi starfsemin að bera þann ávöxt, sem vænzt er, verður óhjákvæmilega að skapa fjárhagslegan grund- völl með þátttöku sem flestra og skilvísri greiðslu félags- gjalda. Hefur stjórn félagsins þegar fengið vísbendingar um skilning og áhuga í bænum í þessu efni, og væntir stjórnin þess, að þér sjáið yður fært að styðja þær og gerast þátttak- andi í félgainu. Þátttaka er heimil fyrirtækj- um, stofnunum, félögum og ein staklingum. Félagsgjald er lægst 500 kr. og hleypur síðan á hálfu þúsundi upp í mest 10.000 kr. Félagsmenn fá at- kvæðisrétt á fundum félagsins í samræmi við félagsgjaldið, minnst 1 atkv., mest 20 atkv. Er lægsta gjaldið einkum ætlað einstaklingum, en óskað eftir (Framhald á blaðsíðu 7) Endurbætur á hraðfrystihúsi litgerðar- lélags Akureyringa er brýn nauðsyn AM ræðir við Albert Sölvason, formann ÚA. AM FREGNAÐI að fyrir dyrum stæði ýmsar endurbætur á hraðfrystihúsi Ú. A. — og Ieitaði af því tilefni frétta hjá Alberti Sölvasyni, formanni félagsins. Hér á eftir lesið þið svar hans. Þú spyrð hvort ekki sé á Jú, ekki vantar að ýmsar döfinni ýmiskonar fram- leiðir séu athugaðar, sem kvæmdir hjá Ú. A. En áður en breytt gætu og bætt hag Ú. A. Hraðfrystihús Útgerðarfélags Akureyringa h.f. ég svara því, vil ég þakka þér áhugann fyrir félaginu og verkefnum þess og afkomu. og þar með bæjarins. Framkvæmdastjórar og stjórn félagsins hafa á liðnu og liðnum árum, gælt við þá hugmynd að stækka allan húsakost hraðfrystihússins, þ. e. vélasal, frystigeymslu, mót- tökuhúsnæði og vinnslusal, já einnig afköst ísframleiðslu. Út vegaðar hafa verið teikningar af sumum þessum væntanleg- um framkvæmdum, en þar við hefir setið því fjármagn hefir ekki verið fyrir hendi. Bæjar- stjóri og atvinnumálanefnd Akureyrarbæjar hafa sýnt rík an skilning á þessum málum og viljað aðstoða, en það er þó fyrst nú með stofnun atvinnu- málanefndanna nýverið að því fé, sem ætlað er að renna til ýmisra atvinnuaukandi fram- kvæmda fýrir þeirra tilstilli, að vonir eru um að fjármagn fáist hafa glæðzt, og teljum við sem við stjórn og fram- kvæmdastjórn Ú. A. erum að félagið veiti svo mikla og vissa atvinnu að eðlilegt verði að teljast að það hljóti sinn skerf af umræddu fjármagni, þegar því verður deilt niður til atvinnuaukningar í land- inu. En enda þótt fjármagn fengist til, sem að ofan getur, þá tekur langan tíma að koma þessum húsa- og vélakosti upp og í því sambandi hafa 39. árgangur — Akureyri, föstudaginn 7. febrúar 1969 — 2. tölubl. ÁSTRALÍA FYRIR- HEITNA LANDIÐ ? ÁSTRALÍA virðist nú vera hið fyrirheitna land þeirra íslend- inga er eigi una hlutskipti sínu heima á Fróni. Fyrir skömmu var sagt í útvarpsfréttum, að 10 manna fjölskylda væri að taka sig upp frá Neskaupstað og væri förinni heitið til álfunnar suður í höfum. Var þess getið í fréttinni, að brottförin orsak- aðist þó eigi af því, að fjöl- skyldufaðirinn væri atvinnu- laus. Margt manna hefir leitað til brezka sendiráðsins í Reykja- vík vegna áhuga á Ástralíuför, en samkvæmt frétt eins sunnan blaðs hefir þó heldur dregið úr framkvæmdastjórar bent á að fjölga mætti þeim, sem vinna við frystihúsið með því að taka upp vaktavinnu, og mun það mál hafa verið athugað og leysist vonandi farsællega til hagsbóta þeim aðilum, sem hlut eiga að máli og eins og ástandið er nú, er fullkomin þörf fyrir aukna atvinnu. Albert Sölvason. En þessar áætlanir, er ég hefi getið um, standa og falla með því, að ekki standi á fé þegar til framkvæmda kemur, og svo auðvitað því að hafís loki ekki siglingaleiðum til Norðurlandsins langtímum saman, því ef það verður hverfur atvinnan, sem togar- arnir veita frá heimahöfninni til annarra staða á landinu, og e. t. v. getur orðið svo að viða þurfi að sér efni, að svo miklu leyti sem það er ekki til í bænum. (Framhald á blaðsíðu 7) aðsókn í sendiráðið þessarra erinda síðustu daga. Vonandi verða Ástralíuferðir nú ekki eins alvarleg blóðtaka fyrir gamla Frón okkar og Ameríkuferðirnar fyrir og um síðustu aldamót. soooe "S ÞJÓÐVEGUR um Akureyri. BÆJARRÁÐ hefur lagt til við bæjarstjórn Akureyrar, að hún fari þess á leit við ríkisstjórn- ina, að við gerð vegaáætlunar fyrir 1969—1972 verði gert ráð fyrir lánsfjáröflun til lagningar þjóðvegar um Akureyri (sam- kvæmt reglugerð nr. 44 frá 1965). Vei'ði aflað 53 millj. kr. láns til þessara framkvæmda, til ráðstöfunar 1969 og 1970. Ennfremur samþykki bæjar- stjórn, að fara fram á við ríkis- stjórnina, að Akureyri verði, á greiðslutíma láns þessa, úthlut- að aukaframlgai til lagningar þessa vegar, þannig, að framlag til bæjarins hrökkvi til greiðslu afborgana og vaxta af nefndu láni. =000« ENN EITT INNBROT AÐFARARNÓTT sl. fimmtu- dags var brotist inn í útibú Kaupfélags verkamanna að Byggðavegi 92, hafði verið brot in rúða á útidyrum verzlunar- innar og þannig náð að opna. Stolið var í peningum 4600 kr. Innbrot hafa verið alltíð í baén- um í vetur. Höfðingleg gjöf. "S FYRIR nokkru barst byggingar sjóði Elliheimilis Akureyrar kr. 100.000.00 — eitt hundrað þús- und — að gjöf frá Kristbjörgu Sigurðardóttur og Steindóri Pálmasyni, Hvannavöllum 4 á Akureyri. Stjórn Elliheimilisins færir gefendum hjartanlegar þakkir fyrir þessa höfðinglegu gjöf.

x

Alþýðumaðurinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðumaðurinn
https://timarit.is/publication/597

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.