Alþýðumaðurinn


Alþýðumaðurinn - 14.02.1969, Blaðsíða 5

Alþýðumaðurinn - 14.02.1969, Blaðsíða 5
AÆTLUNARBUSKAP Örlygur Geirsson formaður SUJ: TÖKUM UPP GKEIN sú eftir Orlyg Geirsson, formann Sanibands ungra jafn- aðarmanna, er hér fer á eftir, birtist í Alþýðublaðinu 28. janúar sl. Greinin vakti athygli og 2 dagblöð stjórnarandstæðinga, Þjóðvilj- inn og Tíminn, gerðu hana að umræðuefni. AM hefir fengið marg- ar áskoranir um að birta hana og er ljúft að verða við því. Fer hún hér á eftir og er birt með góðfúslegu leyfi höfundar. ’i STAKAN okkar i VIÐ byrjum þáttinn í dag með gamalli vísu, er kveðin var í þann tíð er blöðin ísafold og Vörður voru sameinuð. ÞAU MÁL sem nú ber hæst í íslenzkum þjóðmálum, svo að á önnur skyggir, eru hinir miklu efnahagsörðugleikar þjóðarinn- ar og afleiðingar þeirra. Ráðstafanir ríkisstjórnarinn- ar eru öllum kunnar, ennfrem- ur röksemdir stjórnarinnar og sérfræðinga hennar fyrir hinni árlegu gengisfellingu. Þó að menn greini á um réttmæti hennar svo og orsakirnar fyrir efnahagsörðugleikunum. Ekki tel ég mig þess umkom- inn að setjast í það dómarasæti er stjórnarandstaðan hreykir sér nú í, en ekki verður þó hjá því komizt að inna eftir hvað valdi seinagangi við fram- kvæmd hliðarráðstafana, er lof- að var við gengisbreytinguna og hver eigi að vera framtíðar- stefna ríkisstjórnarinnar í efna- hagsmálunum. Einnig er hollt að minnast þess að nú er eitt hið mesta at- vinnuleysi, sem verið hefur um langan aldur, þrátt fyrir ske- leggar yfirlýsingar Alþýðu- flokksins í ríkisstjórn um að hann muni leggja höfuðáherzlu á að hamla gegn slíku. í góðæri undanganginna ára hefur Alþýðuflokkurinn lagt höfuðáherzlu á framgang „góð- málanna" þ. e. a. s. félagslegar umbætur, framþróun í húsnæð 5s- mennta- og tryggingarmál- um o. fl., með öðrum orðum reynt að koma á félagslegu vel- ferðarríki á íslandi, en aðeins að takmörkuðu leyti reynt að hafa áhrif á efnahagskerfið sjálft. Félagslegt velferðarríki stenzt ekki ef grundvöllinn vantar, ef efnahagskerfi þjóðar byggist á kapitaliskri eða hálfkapitaliskri hagstjórn, vamarlaust fyrir hag sveiflum verðbólgu og verð- hjöðnunar. Þá er það ljóst, að þegar að kreppir, munu íhalds- öflin fyrst reyna að draga úr útgjöldum þjóðarbúsins á kostn að félagslegra umbóta. Þess vegna er það nauðsynlegt að þegar unnið er að umbótum og endurreisn íslenzks efnahags- lífs, þá leggi Alþýðuflokksmenn höfuðáherzlu á að unnið verði skipulega, að gerð verði áætlun um uppbyggingu atvinnuveg- anna sem miði að því að ríkis- valdið nái betri tökum á efna- hagslífinu, fjármögnun og fjár- festingu fyrirtækjanna, og þeirri áætlun verði fylgt. íhaldsmenn hafa verið fljótir að ráðast gegn „góðmálum" Al- þýðuflokksins þegar góðærinu sleppti. Tillögur þeirra um sparnað ríkisins eru t. d. þess efnis að fella niður greiðslu fjöl skyldubóta með fyrsta bami. Sem sagt að fella niður greiðsl- ur til ungs fólks, sem er að hefja búskap, stendur í húsbygg ingum, er við nám, eða með öðrum orðum á við að etja ýmsa fjárhagsörðugleika fyrstu hjúskaparára. Á kostnað þessa fólks vill íhaldið spara! — Þó að alltaf megi um það deila hvort slíkar greiðslur eigi að koma sem beinar greiðslur eða sem frádráttur á sköttum, þá er ekki hér um neitt slíkt að tefla, heldur hafa íhaldsmenn alltaf litið á fjölskyldubætur sem ölmusu ríkissjóðs en ekki leið til tekjuöflunar, eins og jafn- aðarmenn gera. Hræddur er ég um að ýmis „góðmál“ Alþýðuflokksins fari að rýrna ef ekki verður vel á haldið að hálfu flokksins og forystumenn hans séu vel á verði. Hins vegar er það ekki nægj- anlegt að standa vörð um það sem áunnizt hefur, heldur verð ur að stíga skref fram á við. Það skref verður ekki stigið með því að hjakka í sama far- inu, það verður að leita nýrra úrræða og fara nýjar leiðir við lausn vandamála efnahagslífs- ins. Á þingi Sambands ungra jafn aðarmanna voru atvinnu- og efnahagsmál mjög til umræðu og ályktuðu ungir jafnaðar- menn m. a. sem hér segir: „Efla verður þær atvinnu- greinar, sem fyrir eru og leggja grundvöll að nýjum og í því sambandi verður að stór auka (Framhald af blaðsíðu 1). selja til Reykjavíkur. Er það Kr. Kristjánsson h.f., sem kaup ir vélarnar, en nýtt fyrirtæki, Samverk h.f., kaupir húsið og er ætlunin að koma þar á fót prjónaverksmiðju til fram- leiðslu á sokkabuxum o. fl. Mun hún taka til starfa innan tiltölu lega skamms tíma, því að vél- arnar eru fullbúnar til niður- setningar. Þeir er standa að hinu nýja fyrirtæki eru Pálmi Jónsson forstjóri Hagkaups, Reynir Þorgrímsson verzlunar- stjóri o. fl. Þá hafa þeir félagar áform á prjónunum um meiri umsvif í iðnaði á Sauðárkróki, hverskonar rannsóknir á auð- lindum landsins og sjávarins og hagnýtingu þeirra. Ríkisvaldið kemst ekki hjá því að hafa frumkvæðið í þessum málum og marka heildarstefnuna, þar eð fengin reynsla af svokölluðu „frjálsu framtaki" sýnir, að það leiðir til óarðbærrar og skipu- lagslausrar fjárfestingar, óhag- kvæms reksturs og þar með lak ai'i lífskjara.“ Með þessari ályktun má segja að ungir jafnaðarmenn hafi hafnað þeirri stefnu, sem ríkt hefur í efnahagsmálunum und- anfarið og hvetji til nýrrar stefnu, þar sem rikisvaldinu er ættað að marka heildarstefnu í atvinnu- og efnahagsmálum. Skipan atvinnumálanefndar ríkisins, þar sem rikisvald, verkalýðshreyfing og atvinnu- rekendur vinna saman að út- rýmingu atvinnuleysis er spoi' í rétta átt, en lítið spor. Upp- bygging nýrra atvinnuvega, jafnframt því sem hinir gömlu eru treystir, er þjóðinni lífs- nauðsyn, því ef ekki verður tryggður efnahagslegur grund- völlur lýðveldisins er sjálfstæði þjóðarinnar í hættu. Það verð- ur því að vera hlutverk Al- þýðuflokksins í ríkisstjórn nú, að knýja fram nýja stefnu í stjórn efnahagsmála, takist það ekki verður flokkurinn að end- urskoða afstöðu sína til setu í ríkisstjórn. en það er að koma upp sútunar verksmiðju. (Þegar þessi fyrir- tæki eru bæði komin upp, munu þau að öllum líkindum veita 60—70 manns vinnu). Er ætlunin að súta þar 150 þús. gærur á ári — og er markaður fyrir þær í Bandaríkjunum. Bæjarstjórn hefir þegar veitt ákveðna fyrirgreiðslu til þess- arra fyrirtækja, en það skilyrði var að sjálfsögðu sett að þau yrðu starfrækt hér. Sjónvarp í Skagafjörð. Sjónvarpið hélt innreið sína í Skagafjörð skömmu fyrir jól — og eru nú sjónvarpstæki komin á mörg heimili, bæði í sveit og bæ. En sá galli er á gjöf Njarð- ar að útsendingar hingað eru slæmar. Eru að jafnaði eitt til tvö kvöld í viku, sem sézt alls ekki eða mjög illa. Er nú komið í ljós, að það er fyrir ólag á tækjum endurvarpsstöðvarinn- ar í Skagafirði er veldur þessu — og vonum við að úr þessu verði bætt hið fyrsta. Árshátíðir fallar niður. Inflúensufaraldur geisar hér enn og drepur úr mönnum alla dáð til skemmtanalífs. M. a. féllu niður árvissar árshátíðir verkalýðsfélaganna, og þorra- blót ungmennafélagsins og má það óefað kenna flensunni að miklu leyti um. ;' Eru komin í eina sæng, ;; ekki þurfti að lýsa. '■ Undir dönskum verndarvæng, ; Vörður og gamla ísa. ;! Sem kunnugt er hefir nú ;; gamla ísafold sagt skilið við !; Vörð, en hefir tekið saman við ;; Norðlending, sem íslendingur ;;heitir. Af því tilefni kveður ;; góðkunningi blaðsins eftir- ;; farandi. ;j Hjón við vígslu hjala hátt. !; Hrjáður Vörður segir fátt. ;! íslendingi orðið brátt. !; ísa gamla syngur dátt. ;j Ja, margir eru nú dálítið ! I hissa á þvi að hún ísafold ;! skyldi fara að breyta til svona ;; á gamalsaldri. Næstu vísu fundum við í ; j vísnaskúffu AM Hver er höf- !;undur hennar fylgdi ekki, eða j: til hvers þessi ástarvísa er ;; orkt. ; Alltaf vakti ærsl og lilátur. !; Oftast nær í markið liitti ’ann. ;: Hann var alltaf kampakátur, ;; karl lielvítis fyllibyttann. !; Næsta vísa er eftir S. B. !; Mörgum mun eflaust finnast ;! höfundur nokkuð beinskyrtur I; — en munu þó ekki margir j: finna sannleik í þessarri vel ;; gerðu vísu. ;! Margri kjaftakerling óx, ; [ kaffisystra hylli, j! við að bera bakka rógs, i; bæjarliúsa milli. ;j I. G. kveður þessa vísu. j: Þótt við sjáum kaldan klett ;j kola svartan. i; Ávallt finnum yndis blett 1 ;j undra bjartan. j: Munið þið svo stökuþátt ! j AM. Vel kveðnar grínvísur i: eru vel þegnar. Þátturinn ;! treystir á liðveizlu ykkar góð- !; ir lesendur. — Verið sæl að j: sinni. - Ekkert nema eymd (Framhald af blaðsíðu 8). hreppi, og má segja að næstum hver fjölskylda í þessum hrepp um hafi lagt fram hlutafé. Ef okkur tekst að eignast frysti- húsið er okkur brýn nauðsyn að eignast eigin skip til hráefna öflunar. Hér er fyrir aðeins einn bátur fyrir utan trillur, er það Frosti sem er 52 tonn að stærð. En þótt skuggi atvinnuleysis- ins grúfi yfir Hofsósi erum við ekki búnii' að missa vonina um það, að aftur birti yfir. Flensan er nú að 'hrjá okkur um þessar mundir og hefir hún færzt í aukana síðustu daga. | - Góðar horfur með I (Framhald af blaðsíðu 1). = ríkisstjórnarinnar og fjárfest i ingarsjóða um fyrirgreiðslu | í lánamálum til fyrirtækja i sem veitt geti aukna atvinnu 1 þess vegna, og að úthluta til i sömu aðila hluta af þeim 300 i millj. kr. sem varið skal til j atvinnuaukningar í landinu. i Ég tel því ástæðu til bjart- i sýni fyrir félagsins hönd, = þótt eðlilega verði að bíða i eftir að aðgerðir fari rétta i og nauðsynlega boðleið, þá i er það von okkar í U. A. að i þeim verði hraðað svo sem '"4MMMMMMMMMMMMMMMMMMMMMMMMMMMMMMMMII framkvæmdafé j framast eru tök á. Þá vil ég að lokum minn- i ast á, að áhugi og velvild í i garð U. A. er nú meiri og i almennari en oft áður, og i „ kann það að valda að mörg- j um er nú Ijósara en áður, i hve styrk stoð félagið er í j atvinnulífi bæjarins, þeir i skilja nú að miklu meira at- i vinnuleysi væri hér í bæn- = um, ef rekstur félagsins i stöðvaðist eða hyrfi úr bæn- j um með öllu. AM þakkar fyrir svarið. j IMMMMMMMMMMIMMMMMMMMMMMMMMMMMMMMMMMI* Örlygur Géirsson formaður Sambands ungra jafnaðarmamia. \Vvv s MikiS atvinnuleysi á S.-króki

x

Alþýðumaðurinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðumaðurinn
https://timarit.is/publication/597

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.