Alþýðumaðurinn


Alþýðumaðurinn - 14.02.1969, Blaðsíða 7

Alþýðumaðurinn - 14.02.1969, Blaðsíða 7
r ' . .. .. - Heyrt, spurt... (Framhald af blaðsíðu 5). Etætt á að gera sér leik að því að traðka á henni.“ Þannig hljóðar typptun meist ara Herberts. Aumingja Sigur- jón sat bara og horfði í gaupnif sér eftir lesturinn. En svo varð lionum á að hugsa — að mikil blóðtaka hafi það nú verið fyrir blaðamannastéttina syðra að missa slíkan niann í skrælingja háttinn hér nyrðra. Svo bíður Sigurjón eftir næstu lexíu í sið fágun frá Iir. Herbert, sem von- andi birtist í næsta blaði! Heiðraði ritstjóri! Vegna gagnrýni á skíðaferðir skólanna, sem fram kemur í blaði yðar liinn 7. febrúar sl., vildi ég fyrir hönd Gagnfræða- skólans á Akureyri biðja yður að birta eftirfarandi leiðrétt- ingar: 1) f greininni er talað um „ „skikkun“ skólabarna til að bæta upp taprekstur Skíðahót- elsins“ og að nemendur séu skyldaðir til þriggja daga dval- ar þar. Hér í skólanum var nem endum tilkynnt fyrirfram, að fjallaferðir væru í vændum, og jafnframt um kostnað, til þess að þeir gætu flutt upplýsingarn ar heim til sín og ráðgazt við forráðamenn sína um það, hvort þeir sæju sér fært að fara í skíðaferð á vegum skólans eða ekki. Daginn eftir gengu þátt- tökulistar í öllum dclidum og þeir einir voru beðnir að skrifa nöfn sín á listana, sem ákveðnir væru að fara. Á grundvelli þessl arar þátttökukönnunar var nem endum skipað í hópa, til þess að fjöldi nemenda í hverjum hópi yrði hæfilegur með tilliti til eftirlits og nýtingar á gistirými og farartækjum. Það skal sér- staklega tekið fram, að þátttaka var algerlega frjáls, svo að ekki var um neina „skikkun“ að ræða, hvorki af skólans hálfu né annarra. 2) Það er algerlega rangt, að' nemendur séu skyldaðir til þriggja daga dvalar í Skíða- hótelinu. Eins og þegar hefir verið sagt, er enginn nemandi skyldaður til skíðaferðarinnar. Dvalartíminn verður 1 sólar- hringur fyrir 1. bekkinga, en 2 sólarhringar fyrir aðra nem- endur. 3) Kostnaður vegna hvers nemenda verður ekki kr. 800.00, eins og segir í Alþýðumannin- um, heldur sá, sem hér skal greina: 1. 2., 3. b. og 4. b. Fæði og gisting 190 380 Skíðalyftugjald 35 75 Bílfar báðar leiðir 45 45 Samtals kr. 270 500 Með „fæði“ er átt við 5 mál- tíðir á tlag, morgunverð, há- degisverð, síðdegisdrykk, kvöld verð og kvöldmjólk. — Fyrir skíðalyftugjald fá nemendur frjáls og ótakmörkuð afnot skíðalyftunnar, meðan þeir dveljast í fjallinu. Annar kostn aður en hér er greindur verður greiddur af styrk, sem íþrótta- fulltrúi ríkisins greiðir eftir á samkvæmt skýrslu skólans um skíðaferðirnar, en íþróttafull- trúi úrskurðar þann kostnað. 4) Tilgangurinn með skíða- ferðum nemenda er sá að veita nemendum hollustu fjallalofts- ins og andlega og líkamlega hressingu, en ekki sá „að bæta upp taprekstur Skíðahótelsins“, enda hygg ég, að greiðsla nem- enda fyrir gistingu og fæði hrykki skammt til þess. Virðingarfyllst, Sverrir Pálsson. AM þakkar skólastjóra G. A. greinargóða athugasemd. PÁLL GUNNARSSON skóla- stjóri Barnaskóla Akureyrar kom að máli við blaðið og skýrði frá því að í fyrra hefðu nemendur í skólanum þurft að greiða 350 kr. fyrir tæplega þriggja sólarhringa dvöl uppi í Hlíðarfjalli. f því hefði allt uppi hald verið innifalið, gisting og fæði, einnig skíðalyftugjald og ferðakostnaður. Eitthvað mun þetta hækka núna, en Páll kvaðst vona að það færi aldrei yfir 400 kr. Skólastjóri sagði að börnin kæmu ávallt hress og endurnærð eftir fjallavistina. AÐ STELA SKULDUM. Sósíalisti skrifar. Það er held ur betur völlur á hinum „sönnu“ sósíalistum um þessar mundir, en fánaberar þeirra ku vera þeir Jón Hafsteinn upp- fræðari í Menntaskólanum, Jón Ingimarsson Iðjuformaður og rithöfundurinn Rósberg Snæ- dal. í löngun sinni til að koma höggi á Björn Jónsson leita þeir allra fanga, en stærsti bitinn, er þeir hafa fundið til þessa er sagður vera sá, að Björn og fé- lagar hans hafi stolið skuldum, sem með réttu tilheyri Alþýðu- bandalaginu hér í kjördæminu. — Ég held að nú fari að skýr- ast hin tíðu innbrot hér á Akur eyri um þessar mundir. Það eru eflaust allir þessir náungar á höttunum eftir því að stela skuldum. Ég legg til að Jónarn- ir fyrrnefndu og Rósberg verði ráðnir í lögreglulið bæjarins á meðan þessi faraldur gengur yfir. ÞAÐ er alllangt síðan að fyrr- verandi strætisvagnastjóri á Ak ureyri færði AM blað af Tím- anuin útgefnum 1. ágúst 1968. í þessu blaði má lesa grein und- ir fyrirsögninni „Nýir Leyland- vagnar komnir til Kópavogs“. Strætisvagnar Kópavogs eru reknir af bæjarfélaginu sjálfu og liafa verið það í þau 11 ár, sem þeir hafa verið starfræktir. í viðtali við forstjóra Strætis- vagna Kópavogs segir orðrétt í Tímagreininni: „Rekstur vagnanna hefur yfir leitt gengið mjög vel, tekjur oft ast nær fyrir gjöldum og af- skriftum og aldrei verið unj verulegan hallarekstur að ræða“. í lok greinarinnar segir frá því, að hjá nefndu fyrirtæki vinni nú 10 vagnstjórar og 12 menn á verkstæði, en það ann- ast jafnframt viðhald á öðrum bílum og tækjum Kópavogs- kaupstaðar. Þetta eru svo sem athyglisverðar upplýsingar um hallalausan rekstur á vegum bæjarfélags, sem vel mætti ná eyrum ráðenda annars stærsta kaupstaðar landsins, þ. e. Akur eyrar. DÖNSKU hannyrðavörurnar komnar aftur í Byggðavegi 94, VANDAÐAR VÖRUR HAGSTÆTT VERÐ Sími 1-17-47. Auglýsingasíminn er 1-13-99 AFENGISSALAN ARIN ’67 OG ’ Árið 1968 Árið 1967 Reykjavík kr. 448.637.684.00 kr. 413.812.935.00 Akureyri 49.822.655.00 — 51.230.875.00 ísafjörður — 15.570.950.00 — 14.637.400.00 Siglufjörður — 9.763.775.00 — 8.776.385.00 Seyðisfjörður — 11.249.920.00 — 15.759.220.00 Keflavík — 26.923.355.00 — 20.648.035.00 Vestmannaeyjar .... 19.631.070.00 — 18.227.710.00 Snjóblásariiin prófaður áfram EINS og kunnugt er af fréttum 1 er norski snjóblásarinn kominn til landsins og var hann próf- , aður á Múlavegi sl. sunnudag. I - Betur sé umiið (Framhald af blaðsíðu 1) reyndar til þrautar. Reynslan sýnir, að oft skorti mikið á, að samningaviðræður og sáttaum- leitanir beri þann árangur að leysa vinnudeilu, áður en til vinnustöðvunar kemur. Gild- andi ákvæði vinnulöggjafarinn- ar tryggja sáttasemjara ekki neinn lágmarkstíma til sátta- starfs, áður en vinnustöðvun kemur til framkvæmda, og kom ið hefur það fyrir, að sáttasemj- ari hefur ekki fengið kjaradeilu til meðferðar fyrr en verkfall var skollið á. Sú hugsun liggur að baki frumvarpi þessu að leggja þurfi meiri áherzlu á sáttatilraunir í vinnudeilum og - Dalvík í framtíðinni (Framhald af blaðsíðu 8). ríkisins tók á leigu var kominn út að Flagi í gærkveldi og var þar skilinn eftir. í nótt brast á norðan stórhríð og var blásar- inn sóttur úteftir í morgun. Harðfenni og flóð eru í Múlan- um og tafði það mokstur hins nýja tækis. að auka þurfi vald sáttasemjar- ans, svo að hann nái sterkari tökum á deiluaðilum og fái þar Jón Þorsteinsson. með betri aðstöðu en áður til þess að leysa hlutverk sitt vel og skjótlega af hendi. (SLANDSKYNNING ! OSLO HINN 3. febrúar var opnuð í Oslo sérstök íslandskynning sem standa mun út febrúar- mánuð. Þessi íslandskynning, sem á norsku hefur hlotið nafn- ið SAGA-SAS, er til húsa í - Yfir 200 þúsund (Framhald af blaðsíðu 8). Seyðisfjörður ........ 922 Fólki hefir fækkað á Akra- nesi, ísafirði, Siglufirði, Seyðis- firði og Neskaupstað frá m.ann- talinu 1967. 10 fjölmennustu hrepparnir. Garðahreppur ..... 2.529 Selfoss .............2.396 Seltjarnanes ........2.028 Njarðvíkur ..........1.520 Borgarnes ...........1.097 Stykkishólmur .......1.049 Grindavík ...........1.032 Patreksfjörður ..... 1.031 Dalvík ............. 1.026 Miðneshr. (Sandg.) . 1.025 Fámennasti hreppurinn er Loðmundarfjörður með aðeins 2 skráða íbúa. hinu glæsilega veitingahúsi Caravella við Fornebu flugvöll í Oslo. Að íslandskynningunni standa Flugfélag íslands, Hótel Saga, SAS, Norræna húsið og íslénzka sendiráðið í Oslo. Þar sem hún fer fram hefur m. a. verið komið fyrir íslenzk- um listaverkum. Ennfremur eru veitingasalir skreyttir stækkuðum ljósmyndum, vegg- teppum og íslenzkum munum. Allan tímann sem íslandskynn- ingin stendur, verður íslenzkur matur á boðstólum á Caravelle veitingahúsinu og hefur Hótel Saga séð um það í samráði við SAS Catering. Mikilvæga aðstoð veittu, Sölu miðstöð hraðfrystihúsanna, Samband íslenzkra samvinnu- félaga, Osta- og smjölsalan og Mjólkursamsalan. Flugfreyjur frá Flugfélagi íslands klæddar íslenzkum þjóðbúningi munu verða í Oslo meðan á íslands- kynningunni stendur. Þær munu bjóða gesti velkomna. íslandskynningin var opnuð af ambassador íslands í Noregi og Guðmundur Jónsson óperu- söngvari söng íslenzk lög. AM leitaði fregna hjá Guð- mundi Benediktssyni vegaverk stjóra um snjóblásarann. Kvað Guðmundur að á þessu stigi málsins vildi hann ekki fella neinn dóm um gagnsemi blás- arans. Hann hefði verið reynd- ur fyrst á Múlavegi við erfiðar aðstæður, snjór væri mjög harð ur í Múlanum, einnig hamlaði illviðri mokstri. Prófun á hin- um norska snjóblásara mun verða haldið áfram og reynt að fullkanna afkastagetu hans við flestar þær aðstæður sem fyrir hendi eru varðandi snjóalög á vegum. Að þeim prófunum lokn um munu niðurstöður verða birtar. Áætlað er að snjóblásarinn verði hér um þriggja vikna skeið í tilraunaskyni. MUNIÐ HUNGRAÐA f BIAFRA NÚ HAFA safnazt í Biafra- hjálp Rauða krossins krónur 540.387.42 til viðbótar við aðal- söfnunina sl. haust, en hún nam 7.7 millj. króna, sem þegar hef- ur borizt hjálparþurfandi fólki í Biafra. Allir bankar og sparisjóðir í landinu, ásamt útibúum, hafa góðfúslega fallist á að veita við- töku framlögum til Rauða kross ins. Er því fólki um allt land gert auðveldara en áður að koma framlögum sínum til skila með því að leggja gjafafé sitt inn á reikning Rauða krossins í næsta banka eða sparisjóð. Framlög til Rauða krossins eru frádráttarhæf til skatts, skv. lögum þar um. Rúllu* kraga- peysur fyrir dömur, nýkomnar. Margir litir. Verzlunin DRlFA Sími 1-15-21.

x

Alþýðumaðurinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðumaðurinn
https://timarit.is/publication/597

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.