Alþýðumaðurinn


Alþýðumaðurinn - 14.02.1969, Blaðsíða 8

Alþýðumaðurinn - 14.02.1969, Blaðsíða 8
Vantí yður húsgögn þá veljið það bezta ^ Valbjörk h.f. Akureyri SKIN OG SKÚRIR Dalvík í framtíðinni ,heitur bær’ ATVINNULEYSI GLOTTIR í BÆJARDYRUM FLESTRA Dalvík 11. febrúar. T. J. Heita vatnið að Hamri. Jú, víst er um ánægjulegar fréttir að ræða. Heita vatnið á Hamri gefur góð fyrirheit um ]iað, að Dalvík verði heitur bær í framtíðinni. Á Hamri hefir fundizt 56 stiga heitt vatn úr um 230 m. djúpri holu og er rennsli úr henni um 17 sekúntu lítrar. En holan hefir hrunið all mikið saman og mun væntan- lega verða boruð ný hola, en uppihald hefir verið á borun í um vikutíma, en starfsmenn borsins komu til Dalvíkur í gær dag og mun borun að Hamri því sennilega hefjast fljótlega. Svo er það skugginn. Mikið atvinnuleysi ríkir á Dalvík, fiskibátar eru bundnir í höfn og engin vinna í hrað- frystihúsinu. Stærri bátarnir eru bundnir vegna sjómanna- deilunnar, en smábátarnir kom ast ekki á sjó vegna ógæfta. Má því segja að lamandi hönd at- vinnuleysisins grúfi sem mara yfir Dalvík um þessar mundir. „Skólarnir keppa.“ Síðastliðinn sunnudag fór fram á Dalvík keppni milli skól anna á Dalvík og Hrísey og að Húsabakka í spurningakeppni UMSE „Skólarnir keppa.“ Keppnin var mjög spennandi og tvísýn, en lauk svo að Hríseyjar skóli bar sigur úr býtum. Þorrablót og endurbætur á verzlun KEA. Þorrablót starfsmanna KEA á Dalvík fer fram n. k. laugar- S Hafís á næstu grösum Tekur hann við að loknum verkföllum að binda fiskiskipaflotann í liöfn? HAFÍSINN nálgast nú óðum landið og er sigling fyrir Vest- firði orðin mjög varasöm og tví- sýn og að austan berast þær fréttir að ísrek sé á Þistilfirði. Virðast því miður horfur vera á að svo geti farið að hafísinn bindi fiskiskipaflota Norðlend- inga í höfn, þá er loksins er séð fyrir endann á verkfalli því, er tafið hefir veiðar í mánaðar- tíma. dag. — Miklar breytingar hafa staðið yfir á verzlunarhúsnæði KEA á Dalvík frá áramótum. Að þeim breytingum loknum mun meiri hagræðingar gæta en áður. Nýr deildarstjóri hefir verið ráðinn að útibúinu, er það Kristján Olafsson frá Akureyri. Snjóblásarinn komst í „Flagið“. Snjóblásarinn er Vegagerð (Framhald á blaðsíð" 7) A,\\\ 39. árgangur — Akureyri, föstudaginn 14. febrúar 1969 — 3. tölubl. r Islendingar yfir 200 þúsundir Dregið hefur verulega úr mannfjölgun sl. 4 ár SAMKVÆMT bráðabirgðatölum frá Hagstofu íslands voru fslend- ingar 201.907 að tölu 1. des. sl. og hafði fjölgað á árinu um 2.055, ef miðað er við mannfjöldatölu 1. des. 1967. Er það athyglisvert að árleg fjölgun fslendinga fer síminnkandi liin síðari ár, bæði hlut- fallslega og tölulega. Mest var fjölgunin árið 1964, eða 3.318. Kópavogur skýtur enn Akur- eyri ref fyrir rass. AM birtir hér á eftir fólks- fjölda í höfuðborginni og kaup- stöðum landsins og einnig fjöl- mennustu hreppunum. Eins og sézt á tölunum sem hér á eftir fara trónar Kópavogur sem fjöl mennasti kaupstaðurinn. Á Stór-Reykjavíkursvæðinu er líka þriðji fjölmennasti kaup- staðurinn Hafnarfjörður, já, og meira en það, þar er einnig fjöl mennasti hreppurinn og líka sá þriðji í röðinni. Hver láir því sunnanmanni, sem fullyrðir það að Akureyri sé á útkjálka. — En hér koma tölurnar. Reykjavík ........ 80.918 Kópavogur ......... 10.810 Akureyri ...........10.330 Hafnarfjörður ...... 9.294 Keflavík .......... 5.618 Vestmannaeyjar . . . 5.033 Akranes ............ 4.183 ísafjörður ........ 2.688 Húsavík ........... 1.937 Neskaupstaður .... 1.534 Sauðárkrókur ...... 1.438 Ólafsfjörður ...... 1.059 (Framhald á blaðsíðu 7) *s Engar alvinnuleysisbætur enn greiddar í Ólafsfirði þrátf lyrir mikið alvinnuleysi Ólafsfirði 11. febrúar. J. S. FÁTT er hér tíðinda nema al- gera ördeyðu í atvinnumálum frá síðustu áramótum. Hér er algert atvinnuleysi en þó hafa engar atvinnuleysisbætur enn verið greiddar og vekur það mikla furðu og gremju og finnst mörgum skorta forystu hjá verkalýðsfélaginu hvað þetta snertir. Sjómannadeilan veldur því að ekkert er sóttur sjórinn og hefir ekki sézt nýr fiskur í bæn um síðan um áramót. Iðnskóli starfandi. Iðnskóli tók aftur til starfa í Ólafsfirði í haust og er nýlokið prófum í 3ja bekk. Nemendur voru 9. Kennsla í 4. bekk er nú að hefjast og munu nemendur verða 10. Iðulaus stórhríð. — Snjóblásar- inn náði ekki í fjörðinn. Iðulaus stórhríð hefir verið hér í moi'gun, svo að varla sézt út úr augum. Snjóblásarinn nýi var kominn út á horn í gær- kveldi og mun mokstri eflaust verða hætt vegna stórhríðar- innar. Rauðmagaveiði að hefjast. Menn eru nýbyrjaðir að leggja rauðmaganet, en afli hef- ir verið rýr og einnig lítill frið- ur vegna veðurhams. =000« YFIRMENN FELLTU SVO FÓR að yfirmenn á fiski- skipaflotanum felldu sáttatil- löguna með allmiklum atkvæða mun. Eru því miður horfur á því að fiskiskipin verði að sinni áfram bundin í höfn. Mánaðarlöngu verkfalli lokið EN HVAÐ GERIST SVO 1. MARZ? ÚTVEGSMENN og sjómenn hafa nú loksins komið sér saman um kaup og kjör og þar með nær mánðarlöngu verkfalli lokið, sem bundið hefir meginhluta fiskiskipa- flota þjóðarinnar í höfn. Náð ist samkomulag eftir marga langa og stranga samninga- fundi. Má segja að með hin- um nýju samningum hafi sjó menn náð fram mikilsverð- um réttindum. Fá þeir nú eftir hinum nýju samningum 85 kr. á dag upp í fæðiskostn að á bátum innan við 150 tonn, en 100 kr. á bátum þar yfir. Þá er því heitið að stofn aður verði lífseyrissjóður bátasjómanna frá næstu ára mótum og á lífeyrissjóðurinn að hafa náð fullu gildi árið 1972. Tekna til sjóðsins verð ur aflað með 1% útflutnings gjaldi á fiskafurðir. Hvað gerist 1. marz? Öll þjóðin mun fagna lausn sjómannadeilunnar og því að fiskiskipafloti okkar er nú leystur úr mánaðar- löngu hafnbanni, sem mun stuðla að því, að til muna mun draga úr hinu geigvæn- lega atvinnuleysi er nú þjak ar þjóðina. En víst eru dimm ar blikur enn á lofti, því miður. Enn hefir ekkert heyrzt um viðræður milli atvinnuveitenda og fulltrúa verkafólks, þótt naumur tími sýnist vera orðinn fyrir hendi, ef vinnufrið á að tryggja fyrir 1. marz. Slíkt skeytingarleysi finnst AM vítavert, og beri að fordæma það. Ólafsfjarðarmúli Iætur ekki áð sér hæða. Þótt tekist liafi af dugnaði að ryðja veg um brattar hlíðar lians, reynist hann þó erfiður þrösk- uldur milli byggða. Myudina tók Brynjólfur Sveinsson símstöðvar- stjóri í Ólafsfirði í fyrravor og má líta snjóruðning í Múlanum Ólafsfjarðarmeginn. Ekkert nema eymd og atvinnuleysi hér - En við vonum að úr rætist Ilofsósi 10. febrúar. Þ. H. HÉÐAN ei’ ekkert nema djöful og dauða að frétta. Ekkert að gera hér síðan í október. Fyrir nokkru voru skráðir 60 atvinnu lausir, en þeir eru mun fleiri, því að nú eru þeir að koma heim aftur sökum sjómanna- verkfallsins, er hafa farið burtu í atvinnuleit. Hús standa hér algerlega auð, veit ég um ein 5—6 hús sem eru mannlaus. Fyrir dyrum stendur sameining kaupfélagsins hér og Kaupfé- lags Skagfirðinga, en hér heima stendur yfir stofnun hlutafélags í því skyni að taka við rekstri frystihússins og hygg ég að hlutafjársöfnun gangi vel. í haust var stofnað hlutafélag um útgerð og er á þess vegum verið að smíða 120—130 tonna fiski- skip í skipasmíðastöðinni Stál- vík í Garðahreppi. Var mjög almenn þátttaka í stofnun út- gerðarfélagsins úr þrem hrepp- um, Hofsós-, Hofs- og Fells- (Framhald á blaðsíðu 5).

x

Alþýðumaðurinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðumaðurinn
https://timarit.is/publication/597

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.