Alþýðumaðurinn


Alþýðumaðurinn - 21.02.1969, Blaðsíða 6

Alþýðumaðurinn - 21.02.1969, Blaðsíða 6
Aðbúnaður er góður í Menntaskólanum SEGIR GÍSLI VIGFÚSSON, NEM- ANDI FRÁ VESTMANNAEYJUM I VESTMANNAEYJABLAÐINU Fylki birtist viðtal við þrjá nem- endur er komu heim til Eyja í jólaleyfinu. Einn þessara nemanda stundar nám við Menntaskólann á Akureyri, heitir hann Gísli Vig- fússon og stundar hann nám í 4. bekk. AM leyfir sér áð birta við- talið við hinn unga Vestmannaeying og vonar jafnframt að ráð- endur Fylkis færi þetta rithnupl AM eigi á verri veg. f því trausti sendir AM beztu kveðjur til Eyja — og hér kemur viðtalið. Ilvað olli því, að þú valdir Aluirayrarmenntaskólann? Ymsir kennarar Gagnfræða- skólans hvöttu mig til að fara norður og þar að auki hefur skólinn gott orð á sér. Annars sóttu fremur fáir norður fram- an af, en þetta hefur breytzt á allra síðustu árum. Hvað dregur til þess? Jú, eins og kunnugt er hafa hlutfallslega fáir Eyjamenn lagt á sig langskólanám; svo hefur verið til skamms tíma, en þetta er að breytast og stöðugt fleiri þreyta landspróf við Gagnfræða skólann. Þessi hópur dreifist síðan í menntaskólana. Hversu stór er Akureyrar- skólinn og hvemig er búið að nemendum? í skólanum eru um 500 nem- endur og meirihlutinn að sjálf- sögðu utanbæjarmenn, allsstað- ar að af landinu. Aðbúnaður er góður. Rúmur helmingur nem- enda er í mötuneyti skólans, en hinir í fæði víðs vegar um bæ- inn. Á heimavistinni er þriðj- ungur nemenda, en auk þess leigir skólinn hótel Varðborg og eru þar mjög vistleg herbergi. Er ekki dýrt að halda sér uppi svo fjarri heimili sínu? Ég reikna með að þetta séu um 60 þús., sem ég fer með yfir Ertu búinn að ákveða í hvaðá íramhaldsnám þú ætlar? Nei, ekki hef ég ákveðið það. Ég hef áhuga á ýmsum grein- um raunvísinda. En það er bezt að hafa sem fæst orð um þetta að sinni. Enginn veit sína ævi fyrr en öll er. Hefur verið brotið upp á ein- hverju nýju í kennslunni í M. A.? í fyrra var stærðfræðideild tvískipt, annars vegar náttúru- fræðideild, þar sem lögð er áherzla á efnafræði og náttúru- fræðigreinar almennt, og hins vegar stærðfræðideild, þar sem stærð- og eðlisfræði eru þýð- ingarmest. í framtíðinni er svo ætlað að taka upp valgreina- Gísli Vigfússon. skipulag. Þannig gæti t. d. stærð fræðideildarmaður valið latínu sem aukagrein og máladeildar- maður efnafræði. Það er gamall orðskviður, sem segir: Ekki verður bókvitið í askana sett. Mín skoðun gengur raunar mjög í bága við þetta. Ég tel að menntun hljóti að verða undir- staða velferðar þjóðarheildar- innar. Sérhvert þjóðfélag telst vanþróað, ef hörgull er á sæmi- lega vel menntuðu fólki til að vinna hin ýmsu störf, ekki sízt framleiðslustörfin. Hér lýkur viðtalinu við Gísla. AM vonar að honum líki vel við Akureyri meðan hann dvelur þar við nám — og óskar honum velfarnaðar á menntabrautinni. veturinn. 1 1 —' '""v^ - EKKERT NEMA ATVINNULEYSI (Framhald af blaðsíðu 8). vélbáturinn Kristinn á sjó fyrir nokkrum dögum en afli var sáralítill. 21 stigs frost í nótt, en hafísjak- ar hopuðu undan sunnanátt í dag. í nótt var hér tuttugu og eins stigs frost. Hafísjakar voru komnir hingað inn, en hopuðu í dag fyrir sunnanátt. Jú, góðar fréttir — læknir á staðnum.. Að vísu er um eina góða frétt að ræða. Við höfum haft lækni síðan í haust, heitir hann Gunn steinn Gunnarsson. Veitir það mikið öryggi að hafa lækni í þorpinu. Og svo leiklistin og hjónaböll. Æfingar standa yfir á gaman- leiknum Tony vaknar til lífsins eftir Harald Á. Sigurðsson. Hjónaball var haldið í nám- unda við bóndadaginn og stóðu konur fyrir því að vanda. Karl- mennirnir munu eflaust reyna að endurgjalda í kring um konudaginn. Nýting landhelginnar tyrir Norðurlandi (Framhald af blaðsíðu 8). 2. Leyfð verði hólf, sem afmörk uð voru á korti, sem Vilhelm Þorsteinsson Iagði fram og afhenti landhelgisnefndinni á Akureyrarfundinum 21. janú ar sl. 3. Þriggja mílna landhelgi verði við Kolbeinsey og fjögurra við Grímsey. 4. Leyfðar verði veiðar með botnvörpu á vissum kola- svæðum seinnipart ársins. Röksemdir fyrir tillögum okkar eru eftirfarandi: I. Að hagkvæmast sé að auka nýtingu landhelginnar með botnvörpuveiðum. Reynslan af línu- og netaveiðum stærri bát- anna hér norðanlancLs- er slík, að enginn útgerðaraðili treyst- ist til slíkrar útgerðar. Fyrir Norðurlandi eru mjög víðáttu- mikil svæði innan fjögurra mílna línunnar, miðað við grunulínupunktana í reglugerð nr. 70 — 30. júní 1958. Ef litið er á svæðið frá A.- kanti Grímseyjargrunns (100 m. línuna) að sömu dýptarlínu á V.-kanti Sléttugrunns, en þar á milli eru 30 sml., sést að með- albreidd þessa svæðis er um 13—14 sml. Auk þess eru mjög stór svæði utan fjögurra mílna línunnar, sem togbátar geta ekki veitt á, en eru heppileg línusvæði fyrii' smærri báta t. d. allt Rauðunúpagrunnið, Mánái' eyjai’hryggurinn svo og allt Grímseyjargrunnið milli kanta, sem ekki er hægt að toga á. Togsvæðið sem opnast mundi samkvæmt tillögu E., er nú lítið sem ekkert nýtt frá Langanesi að Siglunesi og ekkert frá Fljótagrunni að Horni. Togveið ar verða ekki stundaðai' af neinu viti yfir vetrarmánuðina frá Norðurlandi á minni bátum en 120—150 tonna, þrátt fyrir að áðurnefnd rýmkun veiði- svæða ætti sér stað. Hjálpast þar að mikið dýpi, sem fiskað er á, svo og botnlag togsvæð- anna, sem krefst þyngri veiðar- færa og meira vélarafls en bát- ar nota við suðurströndina. Hugsanleg takmörkun við 200 tonna bátastærð til veiðiheim- ildar inn að fjórum sjómílum teljum við óraunhæfa af áður- greindum ástæðum. Við viljum benda háttvirtri landhelgisnefnd á, að togveiðar báta lögðust nær algerlega nið- ur árið 1965 vegna lítils afla áðurgenginna vertíða, þrátt fyr ir að góð og kraftmikil skip væru í notkun, þ. e. fyrstu A,- Þýzku bátarnir. Árin 1966 og Í967 er aftur - Utvarpsskákin (Framhald af blaðsíðu 1) Hvítt. Akureyri. Svart. Kópavogur. 1. e 2 — e 4, e 7 — e 5; 2. R g 1 — f 3, R b 8 — c 6; 3. B f 1 — b 5, a 7 — a 6; 4. B b 5 — a 4, R g 8 — f 6; 5. O — O, b 7 — b 5; 6. B a 4 — b 3, B f 8 — e 7; 7. d 2 — d 4, d 7 — d 6; 8. c 2 — c 3, O — O; 9. h 2 — h 3, h 7 — h 6; 10. H f 1 — e 1, H f 8 — e 8; II. R b 1 — d 2, reynt við togveiðar og veiddust þá ca. 500 tonn á afkastamestu bátana yfir vertíðina, þ. e. frá 1. jan. til 1. júní. Við álítum, að ef fjögurra mílna veiðiheimild- in hefði gilt 1966 og 1967 ásamt hólfunum sem tilgreind eru í 2. tillögu, hefði mátt reikna með 20—30% meiri afla. Sl. vetur hlóðst ís að Norður- landinu meir en áður þekktist af núverandi mönnum í starfi. ískoman varð þess valdandi, að engu veiðarfæri vai'ð vært í sjó. Togbátar komust ekki út fyrir fiskveiðitakmörkin, línu- og netabátar bundnir við bryggju og áttu sumir veiðarfæri undir ís. Að undh'lagi togbátaskip- stjóra var farið fram á heimild til að veiða á þeim svæðum, sem fær voru innan 8 sjómílna takmarkanna, en þeir fengu engin svör við þeirri málaleitan. Afleiðing ískomunnai' varð sú, að svæðið, sem við nú leggj- um til að opnað verði, var reynt sl. vetur og þrátt fyrir mjög erfið skilyrði af völdum íss g'af það mjög góða raun. 2. Frá Siglufirði að Horni er smábátaútgerð það lítil, að hún í'éttlætir ekki þá takmörkun togveiða, sem nú eru í gildi. Sauðárkrókur og Skagaströnd hafa geit ráðstafanir til auk- innar útgreðar með togveiðar að leiðarljósi. Hólf þau sem við leggjum til að opnuð verði á Skagafirði og Húnaflóa, eru og hafa verið ónýtt undanfarin ár. Ástandið í sjávarplássum vest- an Siglufjarðar hefur verið slíkt undanfarin ár, að áhættu- laust mætti teljast að gera þessa tilraun. 3. Við teljum að átta mílna fiskveiðitakmörk við Kolbeins- ey séu ástæðulaus frá fiskifræði legu sjónarmiði séð. Reynsla okkar er sú, að smáfiskur fæst helzt syðst á grunnunum, þ. e. utan 8 mílna markanna, en stærri fiskur nær eyjunni. Ekki þekkjum við togsvæði nær eyj- unni en að fjögurra mílna ná- lægð. Grímseyjarsvæðið leggj- um við að jöfnu við önnur svæði strandlengjumiar. 4. Með þessari tillögu viljum við leggja áherzlu á, að kolinn verði nýttur betur, en gert hef- ur verið imdanfarin ár. Seinni partur ái'sins hefur oft verið erfiðui' togbátum og hugsanlégt væri að létta undir útgerðinni með kolaveiði, ef hafður er í huga góður markaður í Eng- landi. Að lokum leggjum við áherzlu á, að við berum fullt traust til fiskifræðinga okkar og' annarra sérmenntaðra manna á sviði haf_ og fiskirannsókna. Rekist okkar tillögur á þeirra niðurstöður, þá sættum við okk ur við þann úrskurð, en óneit- anlega yrði þar þungum bita kyngt, því erfitt mun okkur veitast að snúa baki við þessum nýju, stóru skipum, sem við höfum og sjá þau hverfa frá Norðurlandinu. Tilvera flestra sjávarplássana fyrir Norðurlandi byggist á fisk veiðum. Vöxtur þeirra kallar á aukinn afla. Sú aukning fæst ekki með fjörufiskiríi stærri báta að okkar áliti og fordómar og sérhagsmunir þröngsýnna manna verða að víkja fyrir stað reyndum og' sameiginlegum hagsmunum Norðurlandsins. Gjört á Akureyri, 31. jan. 1969. Fyrir hönd togbátaskip- stjóra á Norðurlandi. Trausti Gestsson. Hér getið þið lesendur kynnt ykkur tillögur og greinargóða röksemdafræðslu norðlenzkra skipstjóra, fyrir aukinni hag- nýtingu landhelginnar fyrir Norðurlandi. Þeir leggja sín spil á borðið afdi'áttarlaust. Svo skal þakka Trausta Gestssyni fyrir liðsinnið. s. j. NÝTT! Norskir skíðaskór No.: 31-42. Loðfóðruð kuldastígvél f. kvenfólk og börn. SKÓVERZLUN M. H. LYN6DAL H.F. i________________ AÐALFUNDUR Verkalýðsfélagsins Einingar verður haldinn að Bjargi, Akureyri -sunnud. 23. febrúar 1969 ogi 'hefst kl. 2 e. h. D a g s k r á : 1. Inntaka nýrra félága. 2. Y'enjuleg aðalhindarstörf. 3. Atvinnumál. 4. Önnur xnál, Bílferð vérður fi*á Dalvík fyrir þá félaga Dal- víkurdcildar, sem fundinn sækja, með viðkomu á Arskógssandi fyrir félaga Hríseyjardeildar. Skorað er á félagsmenn að fjölsækja íundinn. Stjóm Vlf. Einingar, Akureyri.

x

Alþýðumaðurinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðumaðurinn
https://timarit.is/publication/597

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.