Alþýðumaðurinn


Alþýðumaðurinn - 21.02.1969, Blaðsíða 7

Alþýðumaðurinn - 21.02.1969, Blaðsíða 7
Frá skákþingi Norðtendinga Flokkakeppni við U.M.S.E. á döfinni SKÁKÞING NORÐLEND- INGA stendur nú yfir og' er bú- ið að tefla 6 umferðir í meistara flokki. Efstir og jafnir eru Hall dór Jónsson með 3% vinning og 2 biðskákir og Olafur Kristjáns son með 3V2 vinning og 1 skák óteflda. í 3.—4. sæti eru Jón Torfason og Hjálmar Theodórs- son með 2V2 vinning og báðir með 1 biðskák. í 1. flokki er búið að tefla 7 umferðir og efstur er Viðar Stefánsson með 5% v., en í 2.—3. sæti Stefán Ragnarsson og Davíð Haraldsson með 4^2 v. 4. Atli Benediktsson með 4 v. í tilefni af 50 ára afmæli fé- lagsins hefur það ýmislegt til athugunar, svo sem flokkaskák fyrirtækja, keppni við UMSE á allt að 50 borðum, veglegt Akur eyrarmót og ef til vill fleiri keppnir. Félagið væntir þess að bæjar búar taki vel í það þegar safnað skal liði til að mæta UMSE, að þeir bregðist vel við, söfnum sterku liði. Á sunnudaginn verður háð að Hótei KEA hraðskákkeppni um hraðskákmeistaratitil Norður- lands. Þátttaka tilkynnist á föstudag og laugardag til skák- stjóra, og Skákþingi Norður- lands verður þá einnig slitið strax á eftir. Einnig vill skák- stjóri geta þess að Freysteinn Þorbergsson varð að hætta keppni vegna veikinda eftir 3 umferðir. Iðja, félag verksmiðjufólks he-ldur árshátíð sína í Alþýðuhúsinu laugardag- inn 1. marz. Helst kl. cS. e. h. Þorrablótsmatur - Skemmtiatriði Dansstjóri og NEMO-tríó sjá um fjörið Miðasala verður miðvikudaginn 2fi. þ. m. frá kl. 5.30—8 e. h. í Alþýðuhúsinu. Verð kr. 250.00 pr. mann. — Borð tekin lrá um leið. Góð skemmtun, sem kætir og hressir v_/ Iðjufélagar, mætið vel. SKEM MTINEFNDIN. Maðurinn minn og sonur okkar ÁRNI GUNNAR TÓMASSON lézt af slysförum laugardaginn 15. febrúar. Halldóra Gunnarsdóttir. Þorbjörg Jóhannestlóttir. Tómas Kristjánsson. Eiginmaður minn, faðir okkar, tengdafaðir og afi, AÐALBJÖRN AUSTMAR sem andaðist mánudaginn 17. þ. m., verður jarð- sunginn frá Akureyrarkirkju þriðjudaginn 25. febrúar kl. 1.30 e. h. Jóhanna Aðalsteindóttir, Magnús Aðalbjörnsson, Ragna Magnúsdóttir, Svana Aðalbjörnsdóttir, Páll Pálsson og barnabörn. Eiginmaður minn HARALDUR KARLSSON, Skarðshlíð 10, Akureyri, andaðist 14. febrúar. Jarðarförin fer fram frá Akureyrarkirkju laugar- daginn 22. febrúar kl. 1.30 e. h. Jóninna Jónsdóttir. - Heyrt, spurt... (Framhald af blaðsíðu 4). fyrrvreandi útgefendur íslend- ings vart bera á rnóti því — og minnast mætti ristjóri „strjál- býlisblaðsins“ þá er liann ásamt öðrum fulltrúum vikublaðanna á Akureyri reyndu að krefjast réttar fyrir hönd vikublaðanna hjá ráðherradómi syðra, eftir að ríkisvaldið hafði hafið beinan stuðning við dagblöðin í Reykja vík. Ráðherrar daufheyrðust við réttlátum óskum norðan- manna og tvísýn barátta fyrir lífi vikublaðanna hélt áfram, að því undanskildu að elzta blaðið, Islendingur, var moldu orpið. En stórmerki gerðust. Upp af leiði lians var vakin rót ein mikil er nú teygir greinar til þriggja landsfjórðunga, ef trúa skal orðum ritstjórans. Hinu nýja blaði liafa verið færðar miklar gjafir í vöggugjöf, svo einsdæmi má telja í íslenzkum blaðaheimi. Því er gefin prent- smiðja og önnur hlunnindi, aðr- ir sjá um dreifingarkostnað, þá frá er tekin Akureyri af stóra bróa í Reykjavík, Morgunblað- inu, sem ugglaust mun ekki Iáta sig muna um að gefa pappír inn undir andagift blaðsins um leið og hann rennir því ókeypis í gegn um hraðpressu sína. Ef „Verkamaðurinn“ og AM ættu svo góða að sunnan heiða þyrftu útgefendur þeirra ekki að óttast fjárhagserfiðleika. Það hefði svo sem verið afsakanlegt þótt gal hefði heyrzt frá heima- haug „strjálbýlisblaðsins“, ef það hefði hafið sig upp úr fátæktinni af eigin ágætum, en fyrst svo er ekki er rembingur- inn athlægisverður. RÓSBERG OG JÓN FA LIÐ- KOST AÐ SUNNAN. Það liafa riðið sunnlenzkar hetjur um eyfirzk héruð, nú í misvindri febrúardægra. Ragn- ar Arnalds og Jónas skáld Árna son námu SOS skeyti Rósbergs og Jóns Ingimarssonar og gerðu reisu norður til Dumbshafs í kjördæmi það er Björn Jónsson formaður stærsta verkalýðsfé- lags á norðurhjara landsins ásamt fleirum er þingmaður fyrir. Burt með óstjórnina, var kjörorð Rósbergs og Jóns og lietjanna að sunnan, en flestir vissu þó til livers leikurinn var1 gjörður. Þótt ríkisstjórnin væri yfirvarpið, já og atvinnuleysið, var þó önnur ástæðan stærri fyrir því að SOS skeytið var sent og hlýtt var kallinu að sunnan. Aðförin var fyrst og fremst beint gegn Birni Jóns- syni, formanni Einingar, því að hann er allt í einu orðinn vond- ur maður, sökum þess að liann vill ekki taka þátt í línudansi heiniskommúnismans og fylgi- fiska þeirra, heldur vera ábyrg- ur og raunhæfur íslenzkur verkalýðsforingi. En þetta virð- ist vera stærsti glæpurinn að dórni ráðenda Alþýðubandalags ins í Reykjavík og því skal kveða hann í kútinn — halda skal hallelúja-fundi í kjördæmi hans þar sem samþykktar eru skorinorðar vítur á Bjarna Ben. þar sem í sviðsljósinu standa Jón og Rósberg, án skugga frá Birni. Alþýðubandalagsfélagið á Akureyri er ekki sem kunn- ugt er meðlimur innan Alþýðu- bandalagsins og því var auðvelt að sniðganga ráðamenn þess — og því þurfti vitaskuld ekkert við formann þess félags að tala, Jón B. Rögnvaldsson, og því sterkara hlaut sviðsljósið að beinast að þeim fórnfúsu berkis berum Magnúsar Kjartanssonar á Akureyri, Rósbergi og Jóni Ingimarssyni, já og Jóni Haf- stein með menntaskólapilta sína. Jú, svo er gamla platan trekt upp frá þeim tíma er Jón Baldvinsson var stimplaður sem verkalýðssvikari, platan sú var að vísu ekki spiluð á fundi Al- þýðubandalagsins í Alþýðuhús- inu sl. sunnudag, en hún er spil uð á hverju götuhorni í Akur- eyrarbæ í dag, en sem mottó og til að fegra verkalýðssvip Rós- bergs og Jóns, er yfirreiðin gerð undir kjörorðinu Burt með rík- isstjórnina, það var sem sé ekki klókt að hafa það Burt með Björn! BORGARI skrifar eftirfarandi: Mig langar til að spyrja eftir, hvort viðkomandi vátryggingar félag hafi ekki gert neinar at- hugasemdir í sambandi við hinn geigvænlega bruna í verk- smiðjubyggingum SfS á Glerár eyrum og er hér átt við í fyrsta lagi, hvort ítarleg rannsókn hafi farið fram á upptökum eldsins, og ef svo er, hvað hún hafi leitt í Ijós. I öðru lagi, hvort bygg- ingar verksmiðjanna hafi þann- ig verið úr garði gerðar, að fyllsta öryggis hafi verið gætt. í þriðja lagi, hvort rannsókn málsins hafi leitt í ljós, að stjórn Slökkviliðs Akureyrar hafi ver ið svo sem vera bar. Geta skal þess að hinir almennu slökkvi- liðsmenn sýndu mikinn dugnað við eldinn, að sögn sjónarvotta, en almælt er að hinn aldni slökkviliðsstjóri hafi horfið af staðnum og skilið liðið eftir for- sjárlaust. Fleira mætti til nefna, en vonandi er að höndum hafi ekki verið kastað að því að fá fullnægjandi svör, hvað olli liinum vofveiflega atburði, svo alvarlegur er liann fyrir okkar bæ, já og raunar fyrir þjóðina alla. Ástæða væri raunar að ræða meira um hvar við stönd- um í brunavarnamálum og verð ur e. t. v. gert síðar. En í lokin skál spyrja nú: Hefir bæjar- stjórn Akureyrar ekkert um þetta mál að segja? Almenning- ur krefst aukinna brunavarna. P. S. Fróðlegt væri að fá svar við því hvað langt er í vatns- hana frá Fjórðungssjúkrahús- inu á Akureyri? Ilvað segir slökkviliðsstjóri og brunavarna eftirlitið? MIKLAR og tíðar truflanir á útvarpssendingum liafa verið um lengri tíma a. m. k. hér norðanlands. Af því tilefni hafa margir komið að máli við blaðið og beðið það að koma kvört- unum á framfæri við ráðamenn stofnunarinnar og jafnframt þeirri réttlátu kröfu að úr þessu ófremdarástandi verði bætt hið fyrsta. AM finnst sjálfsagt að verða við þessari ósk og efast eigi um að blaðið sé lesið hjá ráðamönnum Ríkisútvarpsins. HERRA ritstjóri. Grein í þættinum „Heyrt, spurt, séð, hlerað“, þar sent hafnarstjóraembætti, Slippstöð- in og Stefán Reykjalín er í hrennidepli, hefir vakið um- hugsun mína um hvað sé að gerast í bæjarmálum okkar. Lýðræðisleg stjórn virðist liðin undir lok, öllu virðist ráðið af örfáum mönnum að undan- gengnu ógeðslegu baktjalda- makki. Eitt af afleiðingum þessa er að bæjarstjórn er orðin al- gjörlega óvirk samkoma og hreinn skrípaleikur, þar sem aðalleikendur þegja því þeir eru búnir að ákveða hvernig leikurinn fer. Eitt af síðustu afrekum þessa fyrirkomulags er tilbúningur á hafnarstjórastöðu handa atvinnulausum vélaverk fræðing, sem valið hefir pólitíska klíkuleið til útvegunar atvinnu. Fyrir tveim árurn sótti verkfræðingur mn auglýsta stöðu hjá bænum en fékk aldrei svar, og sýnir það hversu sá fær að gjalda sem kemur sér ekki í mjúkinn hjá réttum mönnum. Því var staða hafnarstjóra ekki auglýst laus til umsóknar? Að mínu áliti er skipun hafnar- stjóra ekki tímabær, ekki sízt þar sem fjárhagur bæjarins og hafnarinnar virðist ekki þola óþarfa eyðslu. Hvað er svo að gerast í SIipp- stöðinni, er Stefán Reykjalín sendur þangað af Jakobi Frí- mannssyni, bænum eða Sólnes? Hví þessa launung, er ekki rekstur stærsta atvinnufyrir- tæki bæjarins öllum bæjarbú- um viðkomandi? Ætlar KEA að yfirtaka þetta, eða fer Stefán á vegum bæjarins til að semja' f. h. Slippstöðvarinnar við sjálf an sig f. h. hafnamefndar um leigu á dráttarbraut sem fór 20 millj. kr. fram úr áætlun undir forustu hans og nýs hafnar- stjóra? Kannski Sólnes hafi lát ið Stefán fá þetta embætti í stað inn fyrir að hann lét í té stuðn- ing við ráðningu hafnarstjóra. Þessi skollaleikur í ráðamönn- um bæjarins er orðinn óþol- andi, og er nú komið að því að vér bæjarbúar þolum ekki meira af slíku, en heimtum lýð- ræðislega stjórn og heilbrigðar framfarir. Akureyringur. BÍLSTJÓRI beinir þeim tilmæl um til lögreglu staðarins að hún sjái til þess að snjómokstri sé ekki þannig hagað að ruðningar Ioki útsýni á gatnamótum eins og t. d. skeð hefir í Glerárgötu. - KA sigraði Þrótt (Framhald af blaðsíðu 2). 12. Á 7. mínútu nær Þorleifur að jafna með fallegu marki 15:15 og fjórum mínútum síðar standa leikar enn jafnir 17:17. KA skorar næsta mark og komst í fyrsta skipti yfir í leikn um 18:17. Þróttur jafnar 18:18. KA skorar næsta mark 19:18, en Þróttur jafnar aftur 19:19. Þá skorar KA næstu tvö mörk 21:19, en þegar 5 mínútur voru eftir af leiktímanum tekst Þrótt urum að jafna aftur og var þá staðan 21 mark gegn 21. Eftir þetta tekst Þrótti ekki að skora en KA skorar næstu 4 mörk og fór svo að KA sigraði með 25:21 og var þetta jafnframt fyrsti sigur þeirra í 2. deild. Síðari hálfleikur var mun betur leik- inn af hálfu KA-liðsins. S. Fr.

x

Alþýðumaðurinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðumaðurinn
https://timarit.is/publication/597

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.