Alþýðumaðurinn


Alþýðumaðurinn - 07.03.1969, Blaðsíða 2

Alþýðumaðurinn - 07.03.1969, Blaðsíða 2
SL. LAUGARDAG léku Ár- mann og Þór í Körfuknattleiks móti íslands 1. deild í íþrótta- skemmunni á Akureyri, og' var þetta síðari leikur liðanna. — Margir áhorfendur lögðu leið sína í skemmuna að þessu sinni BRIDGEFRÉTTIR 3L. ÞRIÐJUDAG var spiluð fyrsta umferð af fjórum í sveita hraðkeppni B. A. Meðalárangur er 216 stig. 13 sveitir taka þátt í keppni þessari. Röð efstu sveit anna er þessi: stig 1. Soffía Guðmundsdóttir 251 2. Mikael Jónsson 239 3. Halldór Helgason 232 1. Páll Pálsson 228 5. Hörður Steinbergsson 225 6. Valdimar Halldórsson 214 7. Jóhann Jóhannsson 212 8. Pétur Jósefsson 209 Önnur umferð verður spiluð að Bjragi kl. 8 n. k. þriðjudag. Sviðsmynd úr Menntaskólaleiknum. Ljósmyndastofa Páls. Leikfélag Menntaskólans á Akureyri ROMANOFF OG JÚLÍA AÐ ÞESSU SINNI sýnir Leik- félag M. A. gamanleik eftir brezkan leikritahöfund, Peter Ustinov að nafni. Nafn höfundar lætur nokkuð kunnuglega í eyrum, enda er hér enginn annar á ferðinni en sjálfur kvikmyndaleikarinn, Peter Ustinov, en hann er mörg um minnisstæður hér á landi fyrir frábæran leik á hvíta tjaldinu. Leikritið ber Ijóst merki þess, að það er samið af höfundi, sem gerþekkir leikhús og er vel heima í möguleikum á nýtingu leiksviðs og leikbragða, enda allmaikar kröfur gerðar til leik tækni hjá leikendum. Það má því teljast fulldjarft af hinu unga áhugafólki að ráðast í sýn ingu á verki þessu. En hvað gerir ekki unga fólkið nú á tím um og hvað getur það ekki, þeg ar áhuginn og viljinn er annars vegar? Þrátt fyrir ýmsa hnökra á sýningunni, er hún í heild hóf- lega og skynsamlega unnin. Reynt er að forðast allan ofleik, sem vissulega er þó mjög freist andi, einkum viðvaningum. Er það eflaust leikstjóranum -að þakka, sem í þetta sinn er ung stúlka, Þórunn M. Magnúsdótt- ir úr Reykjavík. Þetta er frum- raun hennar sem leikstjóri og lofar býsna góðu. Ég sé ekki ástæðu til að rekja hér efni eða gang leiksins, þar er sjón sögu ríkari. í leikskrá, sem annars er einstaklega skemmtileg og smekklega gerð, stendur, að leikurinn sé „þrung inn ádeilu“. Þar er nokkuð fast að orði kveðið, því að ádeilan er hvorki rismikil né bitur, held ur fyrst og fremst góðlátleg og græzkulaus kímni. Að vísu örlar á fáeinum smáskotum, þó bara púðurskotum, ýmist til austurs eða vesturs, en það er um fram allt gamanið, sem hér ræður ríkjum. Leikurinn gerist í ónefndu landi, á tímum kalda stríðsins. Stórveldin (í gervi sendiherrafjölskyldnanna) í austri og vestri togast á um völdin yfir smáþjóðinni, en þau ugga ekki alls kostar að sér. Þau eru því auðveld bráð fyrir leynivopnið, — ástina —, eins og nafn leikritsins gefur til kynna. Og ástin er ávallt söm við sig, hún virðir engin landa- mæri, engar skoðanir, jafnvel þótt stórþjóðir eigi þar hlut að máli. Hlutverkin eru alls 13 talsins. Með hlutverk elskendanna, Romanoff og Júlíu, fara þau Sigurgeir Hilmar og Brynja Grétarsdóttir. Tekst þeim furðu vel upp og einkum fannst mér framsögn Sigurgeii's skilmerki- leg, enda mun hann sviðsvan- astur leikenda. Hershöfðingjann leikur Kristj án Sigurbjarnarson. Ég er ekki sammála þeim tökum sem hann (Framhald á blaðsíðu 7) og bjuggust flestir við að sjá skemmtilegan og jafnframt tví- sýnan liek milli liðanna, en það fór á annan veg. Leikur þessi var í fáum orðum sagt lítt spennandi og sá lélegasti sem Þór hefur sýnt í vetur og fóru margir áhorfendur vonsviknir heim eftir leikinn. Þegar nokkrar mínútur voi'u liðnar af leiktíma mátti sjá á töflunni 9 .stig gegn 8 Þór í vil, en sú tala stóð ekki lengi, Ár- mann skorar næstu körfu, 10 stig gegn 9 og höfðu þar með náð forustu og héldu henni til leiksloka. í hálfleik var staðan 34 stig gegn 21. í seinni hálfleik breikkuðu þeir aðeins bilið og sigurinn var þeirra, 65 stig gegn 48. Jón Sig- urðsson skoraði flestar körfur fyrir Ármann eða 20 stig. Hann er mjög skemmtilegur leikmað- ur, hraði og yfirferð mikil á vellinum og virtist hann koma Þórsurum úr jafnvægi með hraða sínum, en hann komst inn í margar sendingar hjá Þór og náði boltanum. Eins og fyrr segir átti Þór sinn lélegasta leik í vetur og virtist enginn leikmannana sýna sitt bezta. Einar Bollason skoraði flestar körfur fyrir Þór eða 27 stig þar af 7 stig úr vít- um og var að vanda stigahæsti maður á vellinum þó að hittni hans hafi verið með lélegasta móti miðað við aðra leiki hans í vetur, um 50%. Þá var einnig um 50% hittni hjá Magnúsi Jónatanssyni og Ævari Jóns- (Framhald á blaðsíðu 7) NÝLEGA er lokið firmakeppni Bridgefélags Akureyrar. 96 fyr irtæki tóku þátt í þessari keppni. Fyrir hvern þátttak- anda voru spiluð 30 spil, þann- ig að keppni þessi er töluvert viðamikil. Meðalárangur er 90 stig. Verzlunin Rún sigraði nú, hlaut 121 stig, spilari var Alfreð Pálsson. 2. Tryggvi rakari 119, spilari Adam Ingólfsson. 3. Slippstöðin h.f. 117, spilari Rósa Sigurðardóttir. 4. Stjörnu Apó- tek 116, spilari Soffía Guð- mundsdóttir. 5. Bókabúð Jón- asar 113, sp. Alfreð Pálsson. 6. Hólmar Kristmundsson 109, sp. Gissur Jónasson. 7. Valprent 109, sp. Soffía Guðmundsdóttir. 8. Möl og sandur 108, sp. Björn Axfjörð. — Onnur fyrirtæki yf- ir 100 stig voru: Grána 107, Ljósgjafinn 107, Bifreiðaverkst. Jóh. Kristjánssonar 107, BP- Glerárstöð 106, BSO 106, Sam- einuðu verkstæðin Marz 103, Iðja 103, Dúkaverksmiðjan 102, Sjálfstæðishúsið 102, Rafveita Ak. 102, Samvinnutryggingar 101. Bridgefélag Akureyrar þakk- ar öllum þátttakendum velvild og stuðning. f ..\ Konur. sek. Barbara Geirsdóttii', KA 113.5 Guðrún Siglaugsd., KA 163.5 A-flokkur karla. sek. Reynir Brynjólfsson, Þór 118.2 fvar Sigmundsson, KA 119.6 Viðar Garðarsson, KA 122.0 Magnús Ingólfsson, KA 123.3 B-flokkur karla. sek. Örn Þórsson, KA 119,4 Egill Jóhannsson, Þór 132.3 Viðar Þorleifsson, Þór 144.9 Árni Björnsson, KA 155.8 SVIG UM HELGINA SVIGMÓT Akureyrar verður háð í Hlíðarfjalli á morgun og sunnudag, og mun þátttaka Reynir Brynjólfsson. verða mikil í mótinu. FYRSTA OPINBERA BLAKMÓTIÐ Á ÍSLANDI í. M. A. (íþróttafélag Mennta- skólans á Akureyri) mun halda opið blakmót í íþi'óttaskemm- unni á Akureyri dagana 22. og 23. marz. Er þetta fyrsta opin- bera blakmótið, sem haldið hef- ur verið á íslandi. Öllum er heimil þátttaka, en flokkaskipt- ing er sem hér segir: 1. flokkur 18 ára og eldri, 2. flokkur 16 og 17 ára, 3. flokkur 14 og 15 ára, 4. flokkur 13 ára og yngri. Þátttökutilkynningum skal skilað til íþróttafélags M. A. í Menntaskólanum, Akureyri fyr ir 16. þ. m. AKUREYRARMÓT í stórsvigi fór fram í Hlíðarfialli um síð- ustu lielgi og urðu úrslit þessi: Stúlkur 11—12 ára. sek. Margrét Baldvinsd., KA 75.2 Margrét Vilhelmsd., KA 81.3 Sigríður Frímannsd., KA 82.0 Þóra Leifsdóttir, KA 101.8 Stúlkur 13—15 ára. sek. Svandís Hauksdóttir, KA 78.6 Anna Hermannsdóttir, KA 88.7 Eva Haraldsdóttir, KA 93.1 Drengir 11—12 ára. sek. Tómas Leifsson, KA 78.0 Hlalgrímur Ingólfss., Þór 79.2 Sigurður Þ. Sigurðss., KA 82.0 Gunnar Jakobsson, Þór 82.0 Unglingar 13—14 ára. sek. Gunnl. Frimannsson, KA 74.0 Sigurjón Jakobsson, KA 81.0 Gunnar Guðmundsson, KA 82.9 Ólafur Halldórsson, KA 83.6 Unglingar 15—16 ára. sek. Þorsteinn Vilhelmss., KA 102.2 Guðm. Frímannsson, KA 98.1 Haukur Jóhannsson, KA 100.3 Guðm. Sigurðsson, Þór 101.8 ÍÞEÓTTZR ÍÞROTTIR IÞROTTIR IÞRÓTTIR ÍÞRÓTTIR Armann siaraði Þór í körfuknaleik Verzlunin MIJN vann

x

Alþýðumaðurinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðumaðurinn
https://timarit.is/publication/597

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.