Alþýðumaðurinn


Alþýðumaðurinn - 07.03.1969, Blaðsíða 8

Alþýðumaðurinn - 07.03.1969, Blaðsíða 8
Vanfí yður húsgögn þá veljið það bezta ^ Valbjörk h.f. Akureyri Áldrei séð annan eins öldugang Svalbarðseyri 6. marz. S. J. ÞAÐ var sannkallað fárviðri á Svalbarðseyri, en stóð stutt yfir. Stóð það beint úr Glerár- dal. Trilla brotnaði í spón hér við bryggjuna í eigu Sigmars Benediktssonar, einnig urðu all miklar skemmdir á bryggjunni og þakplötur fuku af nokkrum húsum. Ég hefi aldrei séð eins mikinn öldugang fyrr á firðinum síðan ég kom til Svalbarðseyrar. •11111111111111111111111111111111111111111111111111111111 iimiiMiiiiiiiiiiiiniii 11 m 11111111111111111111111111111111111 iii i • Loksins runtska Akureyringar í tolivörugeymslumálinu AM hcfur nokkrum sinnum vikið að því að brýn nauð- syn væri á því fyrir norð- lenzk héruð, að á Akureyri risi upp tollvörugeymslur. Sem betur fer virðist nú vera koinin allmikil hreyf- ing í sambandi við þetta hags munamál Norðlendinga, og ber að fagna því og hefði fyrr mátt af stað farið. Fyrir forgöngu Verzlunar mannafélags Akureyrar er nú verið að stofna félag til að hrinda málinu í fram- kvæmd og mun stofnfundur verða bráðlega. Vonandi verður úr þessu svo vel á málum haldið í þessu efni, að senn fari að styttast, að rofin verði einokun Reykja- víkur, sem hefur til þessa verið eina innflutningsmið- stöð landsins. •" iiiiMmiiiiiiMiiiiiiiiiMiiimiiniiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiMiiimiiiimiiiiiiiiimiiiiiiMiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiMiiiiiiiiMiiii? Halldór Jónsson skákmeistari Norðurlands EINS og AM hefir áður um get ið, var Skákþing Norðlendinga háð að Hótel Kea dagana 15.— 23. febrúar. Mótið fór mjög vel fram að allra dómi. Skákstjóri var Albert Sigurðsson formað- dórsson Húsavík og Jón Torfa- son, þekktur skákmaður úr Húnavatnssýslu. Þetta var 35 Skákþing Norð- lendinga og þess má geta að Hjálmar Theodórsson var einn- ig þátttakandi í fyrsta Skák- þingi Norðlendinga. Freysteinn Þorbergsson, fyrrverandi skák- meistari Noi'ðlendinga, mætti til leiks, en hætti þátttöku eftir 3 skákir sökum sjúkleika, og má geta þess, að Hjálmar vann Freystein í fyrstu umferð. Hins (Framhald á blaðsíðu 6). ALÞYÐUMAÐURINN Björn Jónsson formaður Ein- 39' árgangur — Akureyri, föstudaginn 7. marz 1969 ingar. Hann er einnig varafor- _____________________________________________________ 5. tölublað Aðalfundur Einingar Björn Jónsson alþm. áfram formaður félagsins AÐALFUNDUR Verkalýðsfé- lagsins Einingar var haldinn í félagsheimilinu Bjargi á Akur- eyri sunnudaginn 23. febrúar. Formaður, Björn Jónsson, flutti skýrslu félagsstjórnar. Kom þai' fram, að félögum hafði fjölgað mikið á árinu, voru við aðalfund í fyrra 1089, en eru nú 1386, þai' af eru 169 í Dalvíkur- deild og 88 í Hríseyjardeild. Á árinu tók orlofsheimili Al- þýðusambands Norðurlands að Illugastöðum í Fnjóskadal til starfa, en þar á félagið þrjú or- lofshús. Voru tvö húsanna leigð félagsmönnum til orlofsdvalar á s.l. sumri og hvergi nærri hægt að fullnægja eftirspurn. Þriðja húsið var lánað til íbúð- ar fyrir umsjónarmann, þar eð hús AN, sem umsjónarmanni er ætlað, er ekki tilbúið. Á kom- andi sumri verða öll þrjú húsin til ráðstöfunar fyrir félaga Ein- ingar. í húsi félagsins, Þingvallastr. 14, sem félaginu var gefið fyrir fáum árum, er nú unnið að miklum breytignum og endur- bótum. Þar verður bókasafn fé- lagsins og lesstofa og fundasal- ur fyrir smærri fundi. Barnaheimili rak félagið á s.l. sumri svo sem undanfarin sum- ur. Eining rekur skrifstofu verka lýðsfélaganna á Akureyri í fé- lagi við fleiri vei'kalýðsfélög. Störf þar fara sívaxandi vegna fjölbreyttara stai'fs félaganna og ekki sízt í sambandi við hið slæma atvinnuástand. Þakkaði formaður starfsmönnum skrif- stofunnar, Jóni Helgasyni og Jóni Ásgeirssyni, sérstaklega fyrir mikil og vel unnin störf. Atvinnu- og kjaramál. Er formaður hafði rakið ýmsa þætti félagsstarfseminnar sneri hann máli sínu að höfuðverk- efnunum: Baráttunni fyrir fullri atvinnu og kjarabarátt- unni. Hann benti á, að síðasta ár hefði ekki verið hagstætt launafólki. Það hefði verið ár gengisfellingar, atvinnuleysis og byrjandi kreppu. Þá ræddi hann verkfallið í fyrravetur til að knýja það fram, að greiddar væru verðbætur á laun eftir vísitölu. Fullur sigur hefði ekki unnizt þá, en umtalsverður varnarsigur. En friðurinn væri úti. Nú væri aftur gerð árás á þessum sama vettvangi. Formaður kvaðst draga í efa, að nokkurn tíma hefði orðið eins mikil bein kjaraskerðing á stuttum tíma og nú. Ef hætt yrði að greiða vísitölubætur (Framhald á blaðsíðu 7). Halldór Jónsson. ui' Skákfélags Akureyrar. Úrslit urðu þau að Halldór Jó.nsson, Akureyri, varð skákmeistari Norðlendinga. Hlaut hann 5 v. af 8 mögulegum. í öðru sæti varð Ólafur Kristjánsson, Akur eyri, með 4 v. En í þriðja og fjórða sæti urðu Hjálmar Theo- Verkafólkið á Akureyri hefur hér orðið: Mótmælir eindregið einhliða valdi atvinnurekenda til kj'araskerðinga verkafólks og bendir einnig á raunhæfar aðgerðir gegn atvinnuleysi Tvær ályktanir er samþykktar voru með öllum greiddum atkvæðum á aðalfundi Einingar »000« ==S Alþýðublaðið í nýjum biiningi UM SÍÐUSTU HELGI breytti Alþýðublaðið um búning. í leið ara blaðsins þann sama dag segir m. a.: „í dag kemur Alþýðublaðið út í nýjum búningi. Og við von um að það sé ekki útlitið eitt sem hefur breytzt, heldur sé samsetning blaðsins að öðru leyti líka önnur en verið hefur, efnisval annað og efnismeðférð af öðrum toga spunnin. Það sem vakir fyrir okkur með þessari breytingu er að gera Alþýðu- blaðið að öðruvísi blaði, öðru- vísi en það hefur verið áður og öðruvísi en hin blöðin eru.“ EFTIRFARANDI tillaga var lögð fyrir aðalfund Einingar af stjórn félagsins og sam- þykkt með öllum atkvæðum: „Aðalfundur Verkalýðsfé- lagsins Einingar, haldinn 23. febrúar 1969, mótmælir harð- lega þeirri ákvörðun atvinnu- rekendasamtakanna að taka sér einhliða vald til að ákveða stórfellda lækkun kaupgjalds frá því sem fyrri samningar kváðu á um, og það því frem- ur sem hin einhliða ákvörðun er tekin án nokkurra tilrauna til samninga eða samkomulags. Lýsir fundurinn yfir því, að félagið viðurkennii' ekki fram angreinda kauplækkunará- kvörðun og felur stjórn félags ins að tilkynna það atvinnu- rekendum. Fundurinn lýsir ennfremur yfir fyllsta samþykki sínu við ályktun ráðstefnu ASÍ um kjaramál, sem haldin var 21. febrúar s.l., og veitir nefnd þeirri, er ráðstefnan kaus, um boð til viðræðna við samtök atvinnurekenda um nýja samn inga. Er stjórn félagsins jafn- framt falið að fylgjast sem ná kvæmlegast með gangi við- ræðnanna og að skipa fulltrúa af hálfu félagsins til þátttöku, þegar kemur til meiriháttar ákvörðunar samtakanna í sam bandi við þá baráttu, sem nú blasir við.“ Ályktanir Einlngar um atvinniunál. Einnig var eftirfarandi álykt un um atvinnumál samþykkt með öllum atkvæðum: „Aðalfundur Verkalýðsfé- lagsins Einingar, haldinn 23. febrúar 1969, lýsir þungum á- hyggjum sínum vegna þess geigvænlega fjöldaatvinnuleys is, sem skollið hefur yfir á fé- lagssvæðinu á yfirstandandi vetri, en 400—500 af félags- mönnum Einingar hafa verið með öllu atvinnulausir um langt skeið. Bendir fundurinn á, að þetta gífurlega atvinnu- leysi á aðeins að mjög litlum hluta rætur að rekja til trufl- ana á útgerð og fiskvinnslu, og mun því ekki rætast úr til mikilla muna, þótt þær at- vinnugreinar gangi með eðli- legum hætti miðað við þau framleiðslutæki, sem fyrir hendi eru. Fundurinn telur því óhjá- kvæmilegt, að gripið verði til gagngerðra ráðstafana af stjómvalda hálfu til eflingar atvinnulífinu, ef nokkrar von- ir eiga að standa til þess, að því neyðarástandi linni, sem hér hefur skapazt. Af almenn- um, hugsanlegum ráðstöfun- um telur fundurinn þær mik- ilvægastar að bæta stöðu iðn- aðarins með stórauknu rekstr- arfé og takmörkunum á inn- flutningi og að tryggja jafna og örugga athafnasemi í bygg ingariðnaðinum og í opinber- um framkvæmdum. Af einstökum aðgerðum, sem nú þegar eða fljótlega mundu skila mikilvægum ár- angri, vill fundurinn sérstak- lega benda á stækkun hrað- frystihúss Útgerðarfélags Ak- ureyringa h.f. og aukningu á skipastóli félagsins, lúkningu fyrirhugaðra og nauðsynlgera framkvæmda við dráttarbraut og skipasmíðastöð og ráðstaf- anir til stóraukinna verkefna fyrir hvorttveggja. En þessar framkvæmdir telur fundurinn, að ættu að hafa forgang um fyrirgreiðslu stjómvalda. Þá bendir fundurinn á nauðsyn þes sað tryggja sem bezt má $ verða rekstur Niðursuðuverk smiðju K. Jónsson & Co. og eflingu hans, svo sem með byggingu hráefnisgeymslu og dósaverksmið j u. Til bráðrar aukningar opin- berra framkvæmda telur fund urinn nauðsynlegt, að Akur- eyrarbæ verði veitt mjög veru leg fjárhagsaðstoð a. m. k. með (Framhald á blaðsíðu 6)

x

Alþýðumaðurinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðumaðurinn
https://timarit.is/publication/597

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.