Alþýðumaðurinn


Alþýðumaðurinn - 14.03.1969, Blaðsíða 1

Alþýðumaðurinn - 14.03.1969, Blaðsíða 1
Verzlið i sérverzlun. ÞaS tryggir gæðin. TÓBAKSBÚÐIN Brekkugötu 5 . Simi 12820 Áskriftarsími AM er 1-13-99 FRAMKÖLLUN — KOPIERING PEDROMYNDIR Akureyri HAFNARSTRÆTI 85 . SÍMI (96)11520 ap ALÞÝÐUmAÐURINN »0004 39. árgangur — Akureyri, föstudaginn 14. marz 1969 — 6. tölublað Nái lengra en til aSalumferðarkerlisins HLITI AF STARFSEMI SKIPULAGSDEILDAR RÍKISINS VERÐI FLUTT TIL AKUREYRAR EFTIRFARANDI tillaga frá Skipulagsnefnd Akureyrarbæj- ar lá fyrir síðasta bæjarstjórnar fundi. Skipulagning og stöðlun aðal- umferðarkerfis bæjarins. Skipulagsnefnd telur, að þeg- ar aðalskipulagi hafnarinnar er lokið, sé eðlilegt að næsti stóri áfangi í skipulagningu Akur- eyrarbæjar sé skipulagning og stöðlun aðalumferðarkerfis (gatnakerfis) bæjarins. Stað- setning hafnarmannvirkja er grundvallarskilyrði þess að unnt sé að ganga frá skipulagi umferðarkerfisins, en ákvörðun þess er nauðsynleg svo hægt sé að ganga frá skipulagi bæjarins að öðru Ieyti. Landslag, ýmis mannvirki og fleiri atriði valda erfiðleikum í skipulagningu um ferðarkerfisins, og telur nefnd- in nauðsynlegt að fá sérfræði- lega aðstoð til að vinna þetta verk. Haukur Haraldsson, annar af bæjarfulltrúum Alþýðuflokks- ins, gerði þá athugasemd við þessa samþykkt, að hún væri eigi nógu víðtæk, þar sem ein- göngu væri talað um skipulag umferðar, en eigi skipulag mannvirkja, bygginga o. fl., og taldi Haukur það tímabært að tekin væri ákveðnari stefna í (Framhald á blaðsíðu 7). 1. Gert er ráð fyrir 160 m. viðlegukanti til norðausturs og 50 m. kanti til norðurs við Torfuncf fyrir skip, sem ekki þarfnast vöruafgreiðslu. — 2. Sunnan Strandgötu, vestan Hjalteyrargötu, er gert ráð fyrir uppfyllingu, sem verði hluti miðbæjar. — 3. Sunnan Strandgötu, austan Hjalteyrargötu, er gert ráð fyrir almennri vöruhöfn með fjórum vörugeymslum á hafnarbakka. Er þar gert ráð fyrir 350 m. viðlegukanti. Auk 250 m. kants í framhaldi af honum til norðurs, austan á Oddeyrartanga. Við þann kant er m. a. gert ráð fyrir aðstöðu til uppskipunar sements og korns. Síðar meir er gert ráð fyrir að sá kantur haldi áfram til norðurs (300 m.). Þar fyrir norðan er gert ráð fyrir fiskhöfn, fyrst lönd- unarbryggju fyrir fiskiðjuver, (kantlengd 2x80 m.) — 4. Þá kemur viðlegukantur frá þeirri bryggju að Togarabryggju (210 m.). Gert er ráð fyrir lengingu austurkants Torgarabryggju í 90 m. — 5. Norð an hennar komi bátakví, sem varin ar af 200 m. löngum hafnargarði. Gert er ráð fyrir smábátahöfn þar sem hún er nú, en nyrsti hluti liafnarsvæðisins sé viðgerða- og skipasmíðakantur, sem orðið geti um 200 m. langur. Bæjarstjórn Akureyrar liefur samþykkt skipulag framtíðar- hafnarmannvirkj a bæj arins Á FUNDI bæjarstjórnar Akureyrar sl. þriðjudag var samþykkt framtíðarskipulag Akureyrar, sem meirihluti liafnarstjórnar hafði mælt með. Var skipulagið samþykkt með 8 atkv. en 3 sátu hjá, Jón G. Sólnes, Jón Ingimarsson og Jón B. Rögnvaldsson. Blaðið birtii' liér á eftir tillögur meirihluta hafnarstjórnar er bæjarstjórnin sam- þykkti. Einn fulltrúi í liafnarstjórn, Tryggvi Helgason, var mót- fallinn skipulaginu. Aðalskipulag Akureyrarhafnar. ur til, að skipulagið eins og því Meirihluti hafnarstjórnar legg er lýst í fundargerð frá 8. marz sl. verði samþykkt í höfuðatrið- um, að því er tekur til hafnar- mannvirkja. Hins vegar bendir hafnarstjórn á að rannsóknum á hafnarsvæðinu sunnan Strand götu er ekki enn lokið, og gætu niðurstöður rannsókna haft áhrif á endanlega staðsetningu hafnarmannvirkja. Auk þess (Framhald á blaðsíðu 7) Sorgleg tíðindi ÞRETTÁN SJÓMENN FARAST í SÖMU VIKl ENN hafa váleg tíðindi gerzt er nístir þjóðina alla. Þrett- ón sjómenn hafa lótið lífið á nokkrum dægrum. Mikil blóðtaka fyrir fámenna þjóð. En sárast svíður þó harmur- inn í brjósti ástvina hinna látnu. Aðfararnótt 6. marz biðu 6 skipverjar á togaranum Hallveigu Fróðadóttur bana er eldur kom upp í skipinu, og hinn sama sólarhring fórst einn skipverji af tog- aranurn Agli Skallagríms- syni, en togarinn var þá staddur í höfn í Þýzkalandi. Þá er sýnt að tveir vélbátar hafa farizt úti fyrir Suð- vesturlandi fyrir síðustu helgi. Fagranes, 17 toima bát ur frá Akranesi, nýkeyptur frá Þórshöfn, með þriggja manna áhöfn, og Dagný, 27 tonna bátur einnig nýkeypt- ur til Hafnarfjarðar frá Homafirði og hét þá Tinda- röst, einnig með þriggja manna áhöfn. Mikil og víð- tæk leit hefur verið gerð að þessum bátum, en án árang- urs. Bjarghringur rak í land merktur Fagranesi skammt frá Garðskaga. Átján börn hafa verið svipt föðurforsjá við þessar mannfórnir. AM sendir öllum ástvin- um hinna föllnu sjómanna innilegar samúðarkveðjur og biður þeim styrk frá guði og góðum mönnum. Leiðarinn: KAUPGJALDSVANDINN

x

Alþýðumaðurinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðumaðurinn
https://timarit.is/publication/597

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.