Alþýðumaðurinn


Alþýðumaðurinn - 21.03.1969, Blaðsíða 1

Alþýðumaðurinn - 21.03.1969, Blaðsíða 1
Vcrzlið í sérverzlun. Það tryggir gæðin. TÓBAKSBÚÐIN Brekkugutu 5 . Sími 12820 Áskriftarsími AM er 1-13-99 FRAMKÖLLUN — KOPIERING PEDROMYNDIR Akureyri HAFNARSTRÆTI 85 . SÍMI (96)11520 39. árgangur — Akureyri, föstudaginn 21. marz 1969 — 7. tölublað toivörugeymslu hér FYRIR nokkru var stofnað nýtt hlutafélag á Akureyri er lilaut nafnið Almenna tollvöru- geymslan h.f. og er tilgangur félagsins að hrinda í fram- kvæmd byggingu tollvöru- geymsla á Akureyri. Á stofn- fundinum komu fram hlutafjár loforð að upphæð nærri 1 millj. króna. Stjóm liins nýja lilutafélags skipa: Valdimar Baldvinsson, Tómas Steingrímsson, Oddur Thorarensen, Kristján Jónsson og Sigurður Jóhannesson. AM fagnar þessum áfanga og væntir þess að hér eftir verði svo að unnið í þessu nauðsynja máli, að eigi líði langur tími úr þessu unz tollvörugeymslur á Akureyri eru orðnar að veru- leika. <S\V-—'----— 150 millj. í gjaldeyri frá erlendum ferðamonnum FERÐAMÁLAFÉLAG AKUR- EYRAR efndi til kynningar á ferðamálum á Hótel KEA sl. sunnudag, en tilgangur hins ný endurreista félags er fyrst og fremst að kynna Akureyri sem ferðamannabæ og þá jafnframt stuðla að því eftir megni að unnt reynist að taka á móti vax andi straumi ferðafólks. Lúðvík Hj álmtýsson framkvæmdastj óri Ferðamálaráðs ríkisins var gest ur fundarins og flutti hann fróð legt erindi um ferðamál og benti á þá staðreynd hve erlend (Framhald á blaðsíðu 5). Elliheimilið á Akureyri. Ráðgert er nú að stækkaj það um helming. Ljósmynd: Ljósmyndastofa Páls. Lán fenglð fil viðbygginpr Elliheimils Ákureyrar Og |)\í standa vonir til að unnt verði að hef ja framkvæmdirnar nú í sumar STJÓRN Elliheimilis Akureyr- ar hefur nú tryggt sér fjármagn til að hefja framkvæmdir að stækkun Elliheimilis Akureyr- ar og standa því vonir til að byggingarframkvæmdir geti hafist í vor. Nú í byrjun þess- arar viku samþykkti stjórn Líf- eyrissjóðs togarasjómanna og farmanna að veita Elliheimili Akureyrar þriggja milljóna króna lán til 10 ára til viðbygg- ingar við Elliheimilið, en sam- kvæmt lögum munu Almanna- tryggingar og Byggingarsjóður aldraðs fólks leggja fram fjár- magn, svo sem reglur segja til um. Á að stækka um helming. Á Elliheimilinu eru nú 30 vist rúm og er ráðgert að í nýbygg- ingunní verði einnig 30 vist- rúm, ásamt setustofu og öðru tilheyrandi. Fyrir hendi eru frumdrög teikninga, er tækni- deild Akureyrarbæjar hefur gert og mun eflaust verða hrað- að lokateikningum svo að eigi standi á þeim að byggingai'fram kvæmdir geti hafist í vor. AM þakkar stjórn EiIIilieimilis- ins. Blaðið vill færa stjórn Elli- heimilis Akureyrar þakkir fyrir þann dugnað sem hún hefur sýnt í þessu brýna nauðsynja- máli. Eins og bæjarbúum er Bragi Sigurjónsson formaður stjórnar Ellihehnilisms. kunnugt lögðu bæjarfulltrúar Alþýðuflokksins fram þá er fjár hagsáætlun Akureyrar var til umræðu að ein milljón króna yrði veitt til viðbyggingar Elli- heimilisins, en sú tillaga var kolfelld í bæjarstjórn, hlaut að- eins 3 atkv. þ. e. jafnaðarmanna og Jóns Ingimarssonar. Þrátt fyrir þetta tómlæti bæjarstjórn armanna, gaf stjórn Elliheimilis ins málið ekki upp á bátinn, og hefur nú náð þessum mikils- verða árangri þótt enginn bak- stuðningur væri fyrir hendi af hálfu meirihluta bæjarstjórnar. Á tvennan hátt fagnar AM þess um tíðindum. Að hér er unnið vel að hagsmunamálum eldri kynslóðarinnar og í annan stað verður hér eigi um óverulega atvinnuaukningu að ræða og er sízt á því vanþörf. Stjórn Elliheimilis Akureyrar skipa: Bragi Sigurjónsson for- maður, Björn Guðmundsson varaformaður, Sigurður Jóhann esson, Ingibjörg Halldórsdóttir, Ingibjörg Magnúsdóttir og Jón Ingimarsson. S -------- <SNV — ADALFUNDUR SJÁLFSBJARGAR Á AKOREYRI AÐALFUNDUR Sjálfsbjargar á Akureyri var haldinn sunnu- daginn 2. marz í húsi félagsins, Bjargi. — í félaginu eru nú mikið á annað hundrað full- gildra félaga, auk styrktar- félaga. Merkastur áfangi í starfi fé- lagsins á árinu var stofnun plast UNGMENN AFÉL AGIÐ Þor- steinn Svörfuður frumsýndi 14. þ. m. „Hreppstjórann á Hraun- hamri“ að samkomuhúsinu að Grund. Þessi vinsæli gaman- leikur er sem kunnugt er eftir verksmiðju, sem tók til starfa í ágústbyrjun. Að vísu má segja, að til þessa hafi að verulegu leyti verið um tilraunarekstur að ræða, en allt bendir til, að starfsemi verksmiðjunnar fari ört vaxandi á næstunni, þannig að þetta verði gagnlegt fyrir- tæki, sem veiti talsverðum hóp fatlaðs fólks atvinnu. Loft Guðmundsson rithöfund. Hefir þessi gamanleikur hans verið sýndur víðsvegar um land ið um árabil. Tvæi' aðrar sýn- ingar hefur Þorsteinn Svörfuð- (Framhald á blaðsíðu 6). Til þessa hafa einkum verið framleiddar dósir til raflagna og fleiri hlutir í sambandi við raflagnir, einnig nokkuð af aug lýsingaskiltum fyrir verzlanir og önnur fyrirtæki. Á næstunni eykst fjölbreytni í framleiðslu hluta til raflagna og fleira er einnig í undirbún- ingi. Stjórn Sjálfsbjargar, félags fatlaðra á Akureyri, skipa: Heiðrún Steingrímsdóttir, for- maður, Hafliði Guðmundsson, varaformaður, Valdimar Péturs son, ritari, Sveinn Þorsteinsson, gjaldkeri, og Sigvaldi Sigurðs- son, varagjaldkeri. Formaður verksmiðjustjórn- ar plastverksmiðjunnar er Guð mundur Hjaltason, en húsvörð- ur í Bjargi Jóhann Guðmunds- son. Verksmiðjustjóri platsiðjunn ar er Gunnar Helgason. Ólafsfirði 20. marz. J. S. AFLI hefur verið sæmilegur á stærri bátana að undanförnu. Unnið er í báðum hraðfrysti- húsunum og eins hefur verið unnið að saltfiskverkun. At- vinnuleysi er nú úr sögunni hér sem betur fer, enn er ekki haf- in grásleppuveiði en mun hefj- í AM MUN í næsta blaði I skýra frá bílastyrkjum á I vegum Akureyrarbæjar. En jj upplýsa nú að bílastyrkir § eru nú greiddir samkvæmt 1 tillögu svokallaðrar bíla- i styrkjanefndar, er fjallaði i um þetta mál og var greinar i gerð nefndarinnar samþykkt Í á bæjarstjómarfundi 26. i nóv. sl. árs að viðhöfðu Í nafnakalli. Hlaut greinar- I gerð nefndarinnar 9 atkv. en Í 2 sátu lijá. É Valgarður Haraldsson (A) i og Arnþór Þorsteinsson (F) ast núna um mánaðarmótinu. Lögð hefui' verið nokkur áherzla á að halda Múlavegi opnum og hefur snjóblásarinn verið notaður við moksturinn að undanförnu. Einnig ruddi hann vegi fram í sveitina og út í Kleifar. gerðu svohljóðandi grein fyr | ir atkvæðum sínum. i VaJgarður: „Þar sem ég \ tel, að bifreiðastyrkjanefnd § hafi ekki farið eftir þeim | fyrirmælum, sem fram koma § í samþykkt bæjarráðs um i þetta mál, frá 25. júlí sl., I greiði ég ekki atkvæði“. Arnþór: „Ástæðan fyrir 1 því, að ég greiði ekki at- jj kvæði er sú, að bílstyrkir I eru nú hreint vandræðamál i allrar þjóðarinnar og einnig \ Akureyrarbæjar“. i iii iii nn ii iii n ii iiiiii 111111111111 11111111111111(11111111111111111(1 „Hreppstjórinn á Hraunhamri" leikinn í Svarfaðardal £IIHIII|||||lllll|||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||lll|||||||||||||||l|IMI|l||||||||llll,l„l|,l,|,|l|,|„„„|l||» | „Bílastyrkir vandræðamál" ( „Bændavinátta Framsóknar“ á bls. 5 Leiðarinn: TIL UMHUGSUNAR

x

Alþýðumaðurinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðumaðurinn
https://timarit.is/publication/597

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.