Alþýðumaðurinn


Alþýðumaðurinn - 21.03.1969, Blaðsíða 5

Alþýðumaðurinn - 21.03.1969, Blaðsíða 5
Bændur vaknaðir til endurmats á ríkjandi landbúnaðarstefnu Stórathyglisvert viðtal í Tímanum við Gísla bónda á Hofi í Vatnsdal UNDANFARIN ár hefir Al- þýðuflokkurinn lýst þeirri skoð uð sinni í ræðu og riti, að ríkj - andi stefna í landbúnaðarmál- um væri röng. Hún væri þjóðar heildinni óhagkvæm og veitti bændum ekki viðhlítandi kjör sem stétt, auk þess sem hún hindraði endurmat þeirra á því, hvernig þeir ættu að vinna að bættum kjörum sínum. Gleggst og skýrast hefir núverandi for- maður flokksins, Gylfi Þ. Gísla son, haldið fram þessari skoðun hans, enda verið mjög affluttur fyrir af ýmsum andstæðingum sínum, og því miður allt of oft með þeim hætti, að gera honum upp orð og skoðanir, sem hann hefir hvorki sagt né haft. Þann- ig hefir blaðið Tíminn t. d. mjög unnið, og síðan birt grein- ar eftir fylgjendur sína, er skrifa gegn Gylfa samkvæmt þessari forskrift Tímans. Því athyglisverðara er að lesa 5. þ. m. viðtal við Gísla Pálsson, vildarbónda að Hofi í Vatnsdal, þar sem m. a. er umbúðalaust sagt, að taka þurfi ríkjandi land búnaðarstefnu „til gagngers endurmats, og ' það megi varla dragast“, eins og Gísli kemst að orði. Ef viðtalið við Gísla hefði ekki verið tekið af hinum greinda og glögga meðritstjóra Tímans, Andrési Kristjánssyni, hefði sá grunur getað læðzt að manni, að lítt reyndur blaða- maður hefði búið það til prent- unar og talið öruggt, að skoð- anir Gísla væru efth- opinberri Framsóknarlínu í landbúnaðar- stefnu, af því að hann væri yfirlýstur Framsóknarmaður. Með Andrés sem viðræðanda er þessu hins vegar ekki að dreifa. Honum hlýtur að hafa verið ljóst, að Gísl hreyfði hér nýrri landbúnaðarstefnu í Tímanum, sem gengi þvert á allt, sem þar hefir verið haft hæst um, sbr. Gísla skrif frá Eyhildarholti í Skagafirði og Stefáns Valgeirs- sonar, en hvort Andrés hefir gert sér fullljóst, að hér var landbúnaðarstefna Alþýðu- flokksins komin inn á gafl Tím- ans, það er annað mál. Jónas Kristjánsson kveður sér hljóðs. Áður en skoðanir Gísla á Hofi verða raktar hér, skulum við þó fyrst líta á grein eftir Jónas Kristjánsson, áður fram- kvæmdastjóra Mjólkursamlags KEA. Birtist hún í vikublaðinu Degi 26. febr. sl., en endur- prentuð í Tímanum stuttu síð- ar. Ekki þarf að kynna Jónas Kristjánsson fyrir landsmönn- um, svo kunnur er hann fyrir ágæt störf sín að mjólkurvöru- málum um árabil, greindur maður og gegn, fremur fast- heldinn á skoðanir og hægri sinnaður, en hefir ekki lengur neins pólitísks né persónulegs ávinnings að gæta. Má því ætla, að hann sé verðugur samnefn- ari landbúnaðarstefnu Fram- sóknar og Sjálfstæðis, þeirrar sem fylgt hefir verið um ára- tugaskeið og lítill sem enginn munur verið á eftir flokkum, verðugur samnefnari stefnunn- ar án nokkurra hjámiða, sann- færing, grundvölluð skoðun. Grein sína byggir Jónas upp sem andsvar við landbúnaðar- stefnu Alþýðuflokksins. Höfuð- niðurstöður hans eru þessar: 1. Vegna fjarlægðar frá öðr- um löndum, hafíshættu og hugs anlegra ófriðarskeiða verður þjóðin að vera sjálfri sér nóg um landbúnaðarvöru, og það í svo ríflegum stíl, að harðæri breyti þar engu. (Þ. e. að í með alárum og góðæri verði alltaf að selja verulega umframfram- leiðslu úr landi). 2. Framlög til landbúnaðar má alls ekki minnka, eða eins og J. K. orðar það: „Þessari öryggis- og ræktunarstefnu hef ir þjóðin fylgt með góðum árangri í marga áratugi og þess ari menningarstefnu ber þjóð- inni að fylgja áfram til trygg- ingar öryggi sínu og sjálfstæði“. (Hvergi látið í það skína, að einhvers staðar þurfi að setja punkt). 3. Verði framleiðslan minnk- uð, fækki bændum, og fækki bændum, fækki í sveitum. Kólni þá og kali um menningar verðmæti sveitanna. (í sam- bandi við þetta kemur J. K. með þá mistúlkun Framsóknar- blaða á þeirri skoðun Alþýðufl., að því færri bændur sem full- nægi neyzluþörf landsmanna, því betri ættu kjör þeirra að verða, og vill fullyrða, að þetta tákni í munni Alþýðuflokks- manna, að þeir vilji fækka í sveitum landsins, eins og ekki geti hvarflað að Framsókn eða Sjálfstæði, að í sveitum séu stunduð fleiri störf en landbún- aðarstörf beinlínis — eða geti orðið stunduð þar). 4. Mjólkurskortur er á næsta leyti við höfuðborgarsvæðið, því að flytja hefir orðið mjólk í vetur norðan úr landi þangað. Hvernig færi, ef stefnu Alþýðu flokksins yrði fylgt um að fram leiða aðeins fyrir innlendan markað? (Hér væri rétt að skjóta inn, að vegna jafnaðs verðlags milli mjólkur og kjöts fyrir nokkrum árum af hálfu Framleiðsluráðs og að ósk bændasamtakanna, varð skipt- ing frá kúahaldi yfir í fjárrækt næsta snögg og mikilfengleg, og gæth' þessa nú í mjólkurfram- leiðslunni, sem og það, að sunn lenzkir bændur hafa of lítið til- einkað sér votheysgerð, að því er ráðunautar þeirra segja, og því er nyt kúa þeirra á vetrum minni en ella). 5. Fækki bænda'býlum í land inu, falla mikil verðmæti ónýt, vinnumarkaður bæja þrengist vegna aðflutts vinnuafls úr sveitum og aukin þröng mynd- ast á húsnæðislánamarkaðinum. Gísli á Hofi svarar Jónasi sam- lagsstjóra. Jónas Kristjánsson kemst þannig að þeirri niðurstöðu, að núverandi landbúnaðarstefna Framsóknar og Sjálfstæðis sé rétt og hafi orðið bændum lyfti stöng og þjóðinni til blessunar. Landbúnaðarstefna sú, er Al- þýðuflokkurinn með Gylfa Þ. Gíslason í broddi fylkingar boði, sé háskaleg, „vanhugsuð og ekki á neinn hátt í samræmi við aðstöðu eða þörf íslendinga í dag“, eins og segir í niðurlagi greinar hans. En hvað segir Gísli á Hofi um þessi fræði? Svo sem fjöldi landsmanna þekkir, er Gísli í fremstu röð bænda um myndar skap í búnaðarháttum, gagn- semd bús síns og að fylgja ekki blint troðnum slóðum. í viðtali því í Tímanum, sem vitnað var til í upphafi þessa greinarkorns, liggur við að manni finnist, að hann sé að svara hinum greinda og gamal- reynda, en líka gamalhugsandi fyrrv. samlagsstjóra og minna hann á, að tímar breytist. Hann segir: „Ég tel satt að segja, að nú sé mikil og brýn nauðsyn að taka ræktunar- og landbúnað- arstefnuna til gagngers endur- mats og það megi varla dragast. Megindrættir þeirrar landbún- aðarstefnu, sem fylgt er og fylgt hefir verið, eru þriggja áratuga gamlir að minnsta kosti og mið- aðir við allt aðrar aðstæður og kröfur en nú eru“. Og Gísli heldur áfram: „Nú blasir það við, að mörg býli eru orðin allt of lítil“. Og enn: „í stað þess að hvetja menn með fjárframlög- um úr ríkissjóði til að skipta jörðum, ætti að efla jarðakaupa sjóð til að auðvelda bændum, sem búa á litlum eða lélegum jörðum, að leggja þar niður bú- skap og flytja í aðrar atvinnu- greinar. Tvær litlar jarðir geta í ýmsum tilvikum orðið eitt gott býli, séu þær sameinaðar í eina“. Og enn segir Gísli: „Vélvæðing landbúnaðarins á undanförnum 20 árum, þróun hans og annarra atvinnugreina gerir fækkun og stækkun. jarða óumflýjanlega eins og í ná- grannalöndum okkar. Þessa staðreynd þýðir ekki annað en viðurkenna og breyta eftir henni, hvort sem okkur líkar betur eða verr. Áður fyrr sá náttúran um að halda öllu í skorðum, fækkaði fénaði og fólki af og til í harð- ærum. Hefðum við ætíð búið við góðæri, eins og beztu árin eru hér, hefði þjóðin fyrir löngu verið orðin hálf milljón. Nú höldum við öllu uppi með áburðarustri og erlendum fóður bæti með margföldum kostnaði. Við pínum landið og fáum minni og minni uppskeru. Ég vil láta þetta endurmat landbúnaðarstefnunnar fara fram og síðan verði endurskoð- uð öll meginlöggjöf landbún- aðaj'ins og mótuð ný stefna." Nú spyr spyrjandinn (A. K.): Þú vilt kannske jafnvel fækka bændum? Og Gísli svarar: „Fjöldi bændanna sjálfra skiptir ekki meginmáli, heldur hágnýting og framleiðsla. Hins vegar má ekki verða fólksfækk un á landbúnaðarsvæðunum, (Framhald af blaðsíðu 1) ir ferðamenn væru orðnir drjúg tekjulind fyrir þjóðarbúskap okkar. Sagði Lúðvík að 48 þús. erlendir ferðamenn hefðu heim sótt ísland árið 1968 og þeir hefðu fært okkur í þjóðarbúið 150 milljónir króna í erlendum gjaldeyri. Um 80% hinna er- lendu gesta komu flugleiðina. Eðvarð Sigurgeirsson sýndi 2 heldur hið gagnstæða. Þar verð ur að rísa á legg miklu fjöl- þættara atvinnulíf, einkum iðn- aður af ýmsu tagi og fyrst og fremst fullvinnsla búvara. Fólk, sem hverfur frá búskap, ungt eða aldið, á ekki endilega að þurfa að flýja til Reykjavíkur eða nágrennis, heldur eiga kosta völ í heimáhéruðum. Það er mergurinn málsins, en ekki hitt, hve bændur kallast marg- ir“. Og Gísli á Hofi lýkur spjalli sínu við Tímann með þessum orðum: „Svonefndan fólksflótta frá landbúnaði tel ég ekkert vanda mál. Landbúnaðurinn getur tæplega tekið við þeirri fólks- fjölgun, sem verður í sveitun- um, nerna að fjölga búgreinum og gera fjölþættari atvinnuupp- byggingu á landbúnaðarsvæð- unum. Það er mál málanna fyrir dreifbýlið í landinu — og svo endurmat landbúnaðar- stefnunnar og endurskoðun helztu laga um ræktun, jarða-' stærð og landbúnað, eins og ég ræddi um áðan“. Endurniatið er nauðsyn. Hér hafa verið raktar og born ar saman í stuttu máli tvær stefnulýsandi greinar um land- búnaðarmál: Grein aldraðs, fyrrverandi mjólkursamlags- stjóra, sem heldui' fram nauð- syn og kostum ríkjandi land- búnaðarstefnu, svo sem hann drakk hana í sig sem hugsjón fyrir 30 árum síðan og hefir varið allri starfsævi sinni til að gera sem blessunarríkasta fyrir bændur, og viðtal við einn vask asta bónda landsins, sem skilur opnum huga, að breyttir tímar og breyttar aðstæður hljóta að kalla á breyttar aðferðir. Okk- ur Alþýðuflokksmönnum þykir athyglisvert, hve skoðanir hins hugsandi bónda falla mjög eftir sama farveg og mörkuð stefna Alþýðuflokksins í landbúnaðar málum, og þeim okkar ekki hvað sízt, sem þekkjum, að Gísli á Hofi hefir fyllt Fram- sóknarflokkinn. Þetta sannar okkur, að fleiri og fleiri bænd- ur skilja það, að gagnrýni Al- þýðuflokksins á ríkjandi land- búnaðarstefnu er ekki fram bor in af fjandskap við bændur, eins og málsvarar Framsóknar og raunar Sjálfstæðis hafa reynt að telja bændum trú um, heldur að flokknum er ljóst, að landbúnaðurinn — og þar með bændur — hafa verið leiddir í öngstræti, sem nauðsynlegt er að finna farsæla leið úr. Miklu skiptir þá, að meginþorri bænda skilji nauðsyn þess að finna góða leið og meti þá leið til öruggrar fylgdar. stuttar en athyglisverðar kvik- myndir er Ferðamálafélagið hef ur látið gera. Onnur þeirra sýn ir aðstöðu til íþrótta á Akur- eyri, en hin kynnir ýmsa norð- lenzka staði er forvitnilegir munu vera í augum ferðafólks, ef þeir væru duglega kynntir. Formaður Ferðamálafélags Ak- ureyrar er Herbert Guðmunds- son ritstjóri. Gísli Pálsson bóndi á Hofi í Vatnsdal. -150 milljónir I gjðldeyri

x

Alþýðumaðurinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðumaðurinn
https://timarit.is/publication/597

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.