Alþýðumaðurinn


Alþýðumaðurinn - 21.03.1969, Blaðsíða 8

Alþýðumaðurinn - 21.03.1969, Blaðsíða 8
Vanfí yður húsgögn þá veljið það bezfa Vaibjörk h.f. Akureyri | i|T irppn i WDÍD TCT A \TI> Unglingarnir er Skíðasamband íslands valdi til að keppa 1 ^ ' AoLAlMli fyr;r jslands hönd á Unglingameistaramóti Norðurlanda, sem fram fer í Noregi um næstu mánaðarmót. Frá vinstri: Þorsteinn M. Baldvinsson, Barbara Geirs- dóttir, Guðmundur Frímannsson og Örn Þórsson. Fararstjóri verður Lýður Sigtryggsson. Tveir Ákureyringar leifuðu kindar er þegar hafði heimzf En fundu þá þrjár aðrar í staðinn Sjónvarpið sésl l!la í Fram-Hörgárdal SAMKVÆMT upplýsingum er Gunnar Jósavinsson bóndi að Búðarnesi í Hörgárdal veitti blaðinu, sjást sjónvarpssending ar mjög illa í framanverðum Hörgárdal — einnig er sömu sögu að segja í Öxnadal. Munu íbúar þessara staða vonast til þess að úrbætur verði gerðar hvað þetta snertir með tilkomu lítillar endurvarpsstöðvar. AM hefir áður getið þess að bæir í framanverðum Svarfað- ardal — og austurkjálka Skíða- dals, ná ekki sjónvarpi frá Hóls stöðinni við Dalvík — og munu einnig vænta úrbóta í sumar. Hins vegar njóta Grímseyingar hafa nokkrir sendinga frá Hólsstöðinni, og sér sjónvarp. eyjabúar keypt s Sýuingin í Hvammi Á SUNNUDAGINN verður mál verka- og ljósmyndasýning í skátaheimilinu Hvammi á Akur eyri. Myndir þessar eru gerðar á námskeiðum Æskulýðsráðs bæjarins. Aðgangur er ókeypis en gest- ir geta dæmt um beztu mynd- irnar, en Æskulýðsráð hefur ákveðið að verðlauna höfunda þá, sem því þykir hafa til þess unnið. Sýningin er opin frá kl. 1—10 e. h. á sunnudaginn. SL. SUNNUDAG fóru þeir Sig þór Þorgrímsson og Stefán Sveinsson, starfsmenn hjá Bólstruðum húsgögnum í kinda leit fram í Eyjafjörð, en ær sem Sigþór átti hafði sloppið í göng um í haust en lömb hennar höfðu náðzt. Þetta var önnur leit þeirra Sigþórs og Stefáns að kindinni. Um mánaðarmótin jan.—febr. leituðu þeir hennar og fundu, en hún slapp frá þeim í illkleifa kletta fram á Hraun- gerðísdal. í leit sinni að óþægu Kollu sl. sunnudag urðu þeir félagar hennar ekki varir, enda varla von þar sem hún hafði verið handsömuð daginn áður og var þennan dag í húsi að Yzta-Gerði. En þeir félagar fóru þó enga fýluför, því að í Grundarfjalli urðu fyrir þeim þrjár kindur, sem þeir komu til byggða eftir allharðan elt- ingarleik. Höfðu þeir náð af fjalli á frá Stórhóli í Hrafnagils hreppi í eigu Kristins bónda þar ásamt tveim dilkum henn- ar, hrút og gimbur. Voru allar kindurnar vel útlíandi, m. a. mikil nýleg hornahlaup á hrútn um. Ekkert fréttu þeir félagar “s NYJUNGARIVINNSLU SJAVARAFLANS ERINDI EIN.hRS M. JÓIIANNSSONAR HROGN. Árlega er mikið magn flutt =S Ekkert vitað enn ENN er ekkert vitað, hvort samningar takast milli verka- lýðsfélaga og vinnuveitenda. — Samningafundir eru haldnir af og til — og heyrzt hefur að sáttanefndin sem ríkisstjórnin skipaði til að vinna að lausn deilunnar, sé nú að þi'eifa fyrir sér, hvort fært sé að leggja fi'am einhvei'ja miðlunartillögu. úr landi af hrognum, einkum eru þetta þoi'skhrogn. Hluti þeirra er sykursaltaður. Betri flokkurinn fer að lang mestu leyti til Svíþjóðar og er þar kryddaður og settur í túpur. Hann er þannig notaður sem ofanálegg á brauð. Lélegri flokkurinn er nú að mestu fluttur til Grikklands. Þau eru krydduð, lituð og seld í lausu máli í vei'zlunum. Þegar þeirra er neytt, er hrærð saman við þau olívuolía 'o. fl. Fryst hrgon eru flutt til Eng- lands og Frakklands. Megin hluti þeirra er reyktur, en nokk N 1115 MANNS FLUTTUST UR LANDI í NÝÚTKOMNUM Hagtíðind- um er skrá yfir það fólk, sem flutt hefur úr landi fi'á 1. desem ber 1967 til jafnlengdar 1968. Alls hafa flutzt frá íslandi á þessu tímabili 1155 manns, 620 karlar og 535 konur. Flestir hafa flutzt til Bandaríkjanna, 279, næst flestir til Danmei'kur, 272, 163 til Svíþjóðar og 104 til Noregs. Til Þýzkalands 94, Bret lands 66 og til Eyjaálfu 44. Innfluttir á sama tíma voru 756 manns, flestir frá Dan- mörku, 106. uð er einnig selt soðið í verzl- unum. Loks er mikið flutt út af svo- nefndum iðnaðarhrognum. Þetta eru lægstu gæðaflokkar hi-ogna, eða þau hrogn sem skrið er komið í og tekin úr fiski, sem er kominn að goti. Þessi hrogn hafa verið flutt til Noregs, Danmerkur og Svíþjóð ar. Þar eru þau soðin niður og að lang mestu leyti flutt úr landi, einkum í Danmörku og Noregi, aðallega til Englands, en einnig eitthvað til Spánar og ef til vill viðar. íslendingar hafa nú um nokkra ára skeið reynt að sjóða hrognin niður hér heima og flytja þau á brezkan markað. Þetta gaf ágæta raun um tíma, en samkeppnin hefur hai'ðnað svo, að fyrir nokkrum árum var hér um að ræða tvö- földun á gjaldeyrisverðmæti miðað við frystu hrognin. Nú er aðeins um 30% verðmætaaukn- ingu að í'æða. Sl. ár voru t. d. gerðir samningar við brezka kaupendur um sölu á rösklega 60.000 kössum af hrognum. Þetta er talið nema Vá af heild- arinnflutningi Breta. Afhend- ingu verður ekki lokið fyrr en við eigum við ramman x-eip að draga. T. d. er ekki greiddur neinn innflutningstollur af nið- ursoðnum hrognum í Bretlandi, ef þau koma frá Danmörku eða Noregi. Hins vegar er 5% toll- ur af okkar hi'ognum. Tollar af dósum hér em 4% en engir í í maílok. Eftir að ýmsir byrj- unarörðugleikar höfðu verið yfirunnir og farið var að leita nýrra samninga, kom í ljós, að (Framhald á blaðsíðu 7). Þetta er óþæga Kolla. í þessarri ferð sinni að Kolla væri heimt. En nú er hún kom- in í fjái'hús eiganda síns hér á Akureyri. Kolla ber það meö sér að útivistin í vetur hafi ver- ið henni hörð þolraun, því að hún er í rýrara lagi. En eflaust mim hún fljótt batast við góða umönnun eiganda síns. Gjafir til Elliheimilis Akureyr- ar eru undanþegnar skatfi FJÁRMÁLARÁÐUNEYTIÐ hefur tilkynnt stjórn Elli- heimilis Akureyrar það, að allar gjafir er heimilinu ber- ast á þessu ári verði undan- þegnar tekju- og eignaskatti. AM vill þakka Magnúsi Jónssyni fjármálaráðherra fyrir þessa liðveizlu hans varðandi stækkun á heimili aldraða fólksins á Akureyri. Vonandi verður fyrrnefnd ákvörðun hans mörgum góð um Akureyring livatning til þess að stuðla að því að við- byggingin rísi sem fyrst af grunni.

x

Alþýðumaðurinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðumaðurinn
https://timarit.is/publication/597

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.