Alþýðumaðurinn


Alþýðumaðurinn - 31.03.1969, Blaðsíða 5

Alþýðumaðurinn - 31.03.1969, Blaðsíða 5
Mér finnst það mjög líklegt að við komum til Akureyrar aftur Aðstaða barna við iðkrni körfubolta þarf að batna, segir Einar Bollason VIÐTAL AM í dag er við Einar Bollason sigursælasta körfu- knattleiksmann íslands um þess ar mundir og hefur hann nú nýverið sett fslandsmet í stiga- skorun á fslandsmóti í körfu- knattleik, skoraði hann samtals 318 stig í 10 leikjum eða 31.8 stig að meðaltali í leik. Körfu- knattleikur er nú orðin vinsæl Einar Bollason. íþrótt á Akureyri, og mun eigi ofmælt, að þar eigi Einar Bolla- son stærstan hluta að máli. Ný- afstaðinn glæsilegur sigur Þórs stúlkna bera þjálfara sínum gott vitni og mun starf Einars í þágu íþróttamála á Akureyri seint verða fullþakkað. Hér verður ekki rakinn nema stutt- lega glæsilegur íþróttaferill Einars. Hann hóf iðkun í körfu- knattleik þegar hann var 13 árál gamall, fyrst í ÍR en síðan í KR, og hefur leikið með því liði 80 leiki en með Þór 30, og í 16 landsleikjum hefur hann tekið þátt í. Akureyringar vita eftir dvöl Einars í bænum, hve mikil lyftistöng hann hefur verið í uppbyggingu körfuknatt leiks hér, en hann hefur komið víðar við í sambandi við þjálf- arastörf og þess má gjaman geta að hann Var fyrsti for- maður KDf. Því miður fyrir Akureyri hyggur Einar á suður för nú í vor, en eigi skal örvænta um að hann komi norður aftur. En hér á eftir kemur stutt viðtal við Einar. / Ég hefi heyrt að þú sért að yfirgefa Akureyri, Einar? Já, það er rétt og aðalástæð- an fyrir því er sú, að ég er ákveðinn í því að ljúka háskóla námi. Hefi í hyggju að ná BA prófi í ensku og dönsku. Þá hættirðu auðvitað að vera Þórsari og verður á ný KR- ingur? Einar brosir. Já, ég mun keppa með KR aftur. En maður kemur í manns stað og allt út- lit fyrir að KR haldi áfram að veita Þór liðsinni. Nú standa yfir samningar um að félagi minn og jafnaldri í KR, Gutt- ormur Olafsson, komi hingað norður og gerist þjálfari hjá Þór. Þetta tel ég góðar fréttir, því Guttormur er ekki einungis snjall körfuknattleiksmaður, heldur og einnig ágætur hand- knattleiks- og knattspyrnu- maður. Við höfum starfað mik- ið saman í KR bæði í keppni og við þjálfun og einnig dóm- arastörf. Ég tel Guttorm með beztu og fjölhæfustu þjálfurum sem völ er á og óska ég Þór til hamingju með að fá að njóta starfskrafta hans. Þess má geta að Guttormur lýkur námi við íþróttakennaraskóla íslands nú í vor. Mér fannst þetta góðar frétt- ir, en spyr þó. En megum við vænta þess að þú komir til Akureyrar að námí loknu? Aldrei skal fullyrða um eitt né neitt inn í framtíðina. En eins og málin horfa við í dag finnst mér það mjög líklegt. Við hjónin höfum unað okkur hér mjög vel og eignast marga góða vini — og því myndi hvorugu okkar vera það óljúft þótt leið- ir okkar lægju aftur til Akur- eyrar. En hverju viltu ,spá um fram- tíðargengi körfuknattleiks á Akureyri? Ég tel að Akureyringar hafi mjög góð skilyrði til þess að koma upp mjög sterkum körfu- knattleiksliðum, svo framarlega sem viðhorf ráðenda barnaskól- anna breytist til hins betra í sambandi við þessa íþrótt. En eins og nú er virðist mér sjón- hringur þeirra næsta þröngur. Það sem ég á við er það, að ráð endur barnaskólanna meina nemendum sínum aðgang að körfubolta- og handknattleiks- æfingum. En ég vil taka það skýrt fram og tel mig hafa þekkingu til þess, að mjög er nauðsynlegt að æfa börnin strax frá 9—10 ára aldri ef viðunandi árangur á að nást. Ráðamenn bamaskóla í Reykja vík og víðar t. d. í Borgamesi, hafa fyrir löngu leyft nemend- um sínum að stunda þessar íþróttir og frekar talið þær já- kvæðan þátt í uppeldisstarfi en hið gagnstæða. Ég vil benda á það að skólamenn hafa víðara svið hvað skíðaíþróttina áhrær- ir, enda þakka forystumenn íþróttamála á Akureyri þann frábæra árangur er Akureyr- ingar hafa náð að undanförnu í þessari íþróttagrein fyrst og fremst því, hve þeir sem nú eru á toppnum og halda uppi hróðri Akureyrar í þessari íþrótt byrj- uðu ungir að árum að þreyta þolraun í snæviþöktum skiða- brekkum. Ég vona að ráðendur skólamála á Akureyri nái víð- ari sjóndeildarhring innan tíð- ar. Hópíþróttir glæða öðru frem ur til samábyrgðar, þar sem hver treystir öðrum og allir eru ábyrgir fyrir sigri eða tapi, slík samkennd í þjálfun og keppni tel ég að sé bamaskólanemum á Akureyri eigi til háska frem- ur en börnum annars staðar á landinu. En hvemig liefir þér Hkað að starfa að íþróttamálum á Akur- eyri? Það hefir verið mjög ánægju- legt — en ég vona að ég móðgi engan þó að ég taki samstarfið við íslandsmeistara Þórs í kvennaflokkum fram yfir allt annað. Þar er á ferðinni ein- hver samstilltasti og dugmesti íþróttahópur, sem ég hefi nokkurn tíman kynnzt. En hvernig finnst þér aðstaða hér til iðkunar á körfubolta? Það vantar tilfinnanlega að- stöðu utanhúss til iðkunar á þessarri íþrótt og er það mjög til baga og vonandi verður fljótt bætt úr þessu. Þá væri mjög óskandi að fyndist einhver úrlausn varðandi gólf íþrótta- skemmunnar. Gólfið er alltof hart undir fæti og það veit hver heilvita maður að svona hart gólf er ekki hollt fyrir unglinga með óþroskaða vöðva og beina- uppbyggingu. Viltu segja mér Einar, hver er minnisstæðasti kappleikur- inn er þú hefir tekið þátt í? Ætli það sé ekki úrslitaleik- ur KR og ÍR þegar KR varð í fyrsta sinn íslandsmeistari í körfuknattleik, það var árið 1965. En þá hafði ÍR verið alls- ráðandi í körfuknattleik í 6 ár. Er aðeins 1 mín. var til leiks- loka stóðu leikar jafnir 53 stig gegn 53, en þá tókst okkur að skora eina körfu og höfðu ÍR- ingar fullan hug á því að kvitta fyrir. Einn liðsmaður ÍR brunaði upp með hliðarlínu, en þá bar svo við að einn ungur og skapmikill liðsmaður KR í áhorfendahópnum sló knöttinn úr höndum hans og hafnaði knötturinn langt fyrir utan hliðarlínu. Dómari dæmdi um- svifalaust innkast fyrir KR. ÍR- ingar mótmæltu kröftuglega, sem hafði það í för með sér að dómari dæmdi tæknivíti og Guttormur Ólafsson. skoraði KR aftur úr báðum vít unum og höfðu þar með fjög- urra stiga forskot og úrslit þar með ráðin. Svo lokaorð Einar? Akureyringar hafa á að skipa í dag geisisterkum hópi efni- legra körfuknattleiksmanna. Að þessum unglingum verður að hlúa með öllum ráðum og hvetja þá til dáða. Ef rétt er á málum haldið af forustumönn- um beggja íþróttafélaganna, Þórs og KLA, er það alls ekkert fjarlægur draumur, að innan fárra ára eignist Akureyri tvö fyrstu deildar lið í körfuknatt- leik. Efniviðurinn til þess er nógur. Að lokum vil ég þakka stjórn Þórs fyrir ágætt sam- starf. Félag sem á við stjórnvöl menn sem Harald Helgason og Herbert Jónsson þarf engu að kvíða varðandi framtíð sína. AM þakkar Einari Bollasyni fyrir rabbið og margir munu taka undir þá ósk mína að leið þeirra hjóna Einars Bollasonar og Helgu Stefánsdóttur liggi á nýjan leik til Akureyrar. Heilla óskir fylgja þeim suður. s. j. (Framhald af blaðsíðu 1) ingu skipa. I öðru lagi er nauð- synlegt að miðbærinn hafi skil- yrði til þróunar og haldi hlutverki sínu sem verzlunar- og félagsmið- stöð bæjarins. í þriðja lagi verður útlit bæjarins að vera eins fagurt og kostur er, og síðast en ekki sízt, kostnaður verður að vera sem minnstur. í þeim skipulagsuppdrætti, sem iggur hér fyrir, er revnt að sam- eina öll þessi sjónarmið svo sem kostur er. Höfuðatriði í gerð skipulagsins er, að hið eiginlega hafnarsvæði er allt flutt austur fyr- ir I-Ijalteyrargötu, en miðbænum ætlað rúmt svæði vestan hennar. Við þetta skapast afar góð og skemmtileg vaxtarskilyrði fyrir miðbæinn. Vaxtarrýmið er það mikið, að þessi miðbær ætti að geta þjónað 50000 manna bæ. En vegna þess að miðbærinn er L- laga verða fjarlægðir ekki miklar, þetta á að geta verið göngu-mið- bær. Framundan miðbænum, inn- an í ellinu, er gert ráð fyrir stóru opnu svæði, þar sem gert er ráð fyrir þremur stórum opinberum byggingum. Annars á þetta svæði að vera eins grænt og aðstæður leyfa. Tilgangurinn með þessu er, að reyna að tryggja það að mið- bær Akureyrar haldi því merki- lega félagslega hlutverki, sem hann hefur, og er eitt af sérkenn- um Akureyrar. Mannfjöldinn í miðbænum um lielgar og á tylli- dögum er eitt af skemmtilegustu sérkennum bæjarlífsins á Akur- eyri. Það ætti ekki að þurfa að fara eins fyrir Akureyri og Reykja- vík, að missa miðbæinn. A syðsta liluta uppfyllingar þessarar er gert ráð fyrir viðlegu- kanti fyrir skip, sem ekki flytja vörur, skemmtiskip, varðskip og svo iramvegis. Vöruhöfnin er vinkilmyndaður viðlegukantur, sunnan og austan Oddeyrartanga. Fullyrða má, að þarna fáist einhver bezta og ódýr- asta vöruhöfn hér á landi. Höfn þessa má byggja í áföngum eins og henta þykir, en afköst liennar geta orðið geysimikil. í austur- hluta þessarar hafnar er gert ráð fyrir aðstöðu til uppskipunar sem- ents og korns. Við togarabryggjuna er svo gert ráð fyrir fiskhöfn, viðlegu fyrir togarana sunnan bryggjunnar, en að norðan hennar verði gerð lok- uð kví fyrir fiskiskip, sem komi í stað kvíarinnar við Torfunef. A svæðinu á milli Togarabryggj- unnar og vöruhafnarinnar eru svo sýndir vaxtarmöguleikar. A nyrzta hluta þessa hafnar- svæðis er gert ráð fyrir aðstöðu skipasmíða og skipaviðgerða, svo ----— ■ - - - Mjög mikil efling (Framhald af blaðsíðu 1). skapast aðstæður til að stór- bæta aðstöðu til framleiðslu á muldu steinefni. Hafnarfram- kvæmdirnar munu beinlínis stuðla að því, að unnt verði að óvggja hér upp öflugt þjón- ustufyrirtæki, sem á að geta aukið gæði bvgginga á Akur- eyri og nágrenni og lækkað byggingakostnað og einnig orðið bænum sjálfum til mik- ils hagræðis við sínar fram- kvæmdir. I-.. ...'J og smábátahöfn þar sem hún nú . er. Utan þessa hafnarsvæðis er svo gert ráð fyrir aðstöðu fyrir skemmtibáta við eða í grennd við Höpfnersbryggju og olíuhöfn í Krossanesi. Útlit er smekksatriði livers og eins, en ég held að þetta skipulag auki fegurð bæjarins. Reynt er að láta Oddeyrina halda lögun sinni svo sem verða má, og aðstaða til gönguferða að útilífs á þessu svæði er bætt. Nauðsynlegt er, að bygg- ingarskilmálar við Strandgötuna verði strangir, og verði þess gætt er ég viss um að heildarmyndin verður mjög fögur. Eg vil nota þetta tcekijari lil að leggja dherzlu á þýðingu hafnar- innar fyrir Akureyri. Eigi þróun bœjarins að vera örari i framtið- inni en undanfarin 20 ár, er nauð- synlegt að hér verði byggð uþþ ný- tizku höfn. Akureyri hefur farið mjög halloka i samkeþþninni við höfuðborgina á þessu tímabilii og tölur sý?ia að þróim verzlunar og þjónustu hefur verið hœgari en nemur landsmeðaltali. Eg er ekki i minnsta vafa um, að það er þjóðhagslega hagkiiœmt að Aliur- eyri verði rneiri miðstöð verzlun- ar og þjónustu en nií er, og þá um leið vörudreifingarmiðstöð. Við höfum verið minntir á þetta nýlega, þar sem slcersta skiþafélag landsins, sem einmitt nú er að endurskiþuleggja rekstur sinn og fcera til nýtímahorfs, hefur borið fram eindregin tilmceli um að fá hér fyrsta flokks aðstöðu til af- greiðslu skiþa hér i höfninni. — (Leturbr. AM.) Staðsetning liafnarmannvirkja er nauðsynleg í upphafi gerðar aðalskipulags. Eðlilegan áfanga tel ég næstan vera að skipuleggja og staðla umferðar- eða gatnakerfi bæjarins. Á sama tíma verði unn- ið áfrarn að öðrum undirbúningi aðalskipulagsins, svo sem að korta- gerð og jarðvegsathugunum. Þeg- ar gerð umferðarskipulagsins er lokið er unnt t. d. að gera endan- legt deiliskipulag fyrir miðbæinn. En þessi störf munu taka sinn tíma og kosta talsvert fé. Þvf vil ég að síðustu nefna atriði, sem ég tel mjög mikilsvert, en það er að hér verði sem fyrst komið á fót skipulagsskrifstofu, sem verði a. m. k. að hluta deild frá Skipulags- skrifstofu ríkisins. Skipulagsstörf- um lýkur nefnilega aldrei. Þó ákveðnir áfangar náist í slíku starfi, þá eru viðhorí og ytri að- stæður sífellt að breytast, og því þarf skipulag að vera í sííelldri endurskoðun. Akureyri, 28. marz 1969. Bjarni Einarsson. — - FRAMTÍÐARSKIPIJLAG AKUREYRAR s

x

Alþýðumaðurinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðumaðurinn
https://timarit.is/publication/597

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.