Alþýðumaðurinn


Alþýðumaðurinn - 31.03.1969, Blaðsíða 7

Alþýðumaðurinn - 31.03.1969, Blaðsíða 7
. BÍLASTYRKIRNIR (Framhald af blaðsíðu 1). 6. FLOKKUR KR. 2.500.00 Á MÁNUÐI. í þeim flokki eru þrír, bæjar- stjórinn, rafveitustjóri og liafn- arvörður. 7. FLOKKUR KR. 2.000.00 Á MÁNUÐI. Þar reka lestina þrír, slökkvi liðsstjóri, lystigarðsstjóri og varahafnarvörður. Samtals 29. AM vonar að hon um liafi tekizt að skýra rctt frá titlum bílastyrkshafa — en ef svo er ekki vonar blaðið að þeir er hafa verið rangtitlaðir sendi athugasemdir fyrir næsta blað. AM væntir þess að með þess- um upplýsingum hafi blaðið orð ið við óskum fjöhnargra lesenda sinna. Svo mun aftur á móti koma í huga margra, hve hátt mánaðarkaup bílastyrksþegar hafi — og á eigi verkamaður- inn, iðnaðarmaðurinn og verzl- unarmaðurinn rétt á því að fá að vita það. Þeir aka á vinnu- stað margir í eigin bílum, en bílastyrkjanefnd, skipuð Stefáni Rejkjalín, Valgarði Baldvins- syni og Stefáni Stefánssyni, liafa reiknað út að tæplega 100 þúsundir króna fari í reksturs- kostnað á ári að eiga 5 manna fólksbíl. Hvað myndu stjórnend ur Slippsins og Sana segja, svo að dærni séu nefnd, ef starfs- menn þessarra fyrirtækja kæmu til ráðenda og segðu: Við krefjumst þess að fá bílastyrk. Við komum á okkar eigin bíl- um til vinnu og heim aftur? Bílastyrkjanefnd bæjarins hef- ur reiknað það út að nær 100! þús. kr. kosti á ári að eiga Taunus eða Cortina, þið sjáið að útilokað er fyrir okkur með aðeins dagvinnukaup að standa straum af slíku, þar sem ýmsir starfsmenn bæjarins í hæstu launaflokkum þurfa bæjarfram færslu til að eiga og aka Taunus og Cortinu. EFTIRMÁLI. Þetta mál er til umræðu áfram ef tilefni gefst til, en að sinni skal aðeins benda á þetta. Fulltrúar Alþýðuflokksins í bæjarstjórn Akureyrar báru fam þá tillögu er fjárhagsáætl- un bæjarins var til umræðu, að ein milljón yrði lögð fram til viðbyggingar Ellihehnilis Akur eyrar. Tillaga jafnaðarmanna hlaut aðeins 3 atkvæði. EN Á SAMA TÍMA ERU SKATT- ÞEGNAR BÆJARINS SKYLD AÐIR TIL AÐ GREIÐA TÓLF HUNDRUÐ ÞÚSUND KRÓN- UR TIL FRAMFÆRSLU 29 STARFSMANNA AKUREYR- ARBÆJAR. Svo skal taka und ir orð Arnþórs Þorsteinssonar er getið var um í síðasta blaði. Á meðan atvinnurekendur og ríkisvald neitar láglaunafólki um réttmæta vísitöluuppbót á laun, á sama tíina og brýnustu lífsnauðsynjar hækka í trölla- skrefum mun AM gagnrýna það að 29 starfsmenn Akureyr- arbæjar njóti framfærslu frá verkamanni, iðnaðarmanni, skrifstofu- og verzlunarmanni — og því vill blaðið spyrja í lokin: HVER ERU MÁNAÐAR LAUN HINNA 29 BlLA- STYRKSÞEGA? AM veit hvert dagvinnukaup verkamannsins er, og óskar því samanburðar. ÆSKULÝÐSBLAÐIÐ FYRSTA tölublað Æskulýðs- blaðsins þ. á. er nýkomið út, en útgefandi blaðsins er Æsku- lýðssamband kirkjunnar í Hóla stifti, en ritstjóri þess er séra Bolli Gústavsson í Laufási. Hér á Akureyri er blaðið til sölu hjá fagreiðslumanni þess, Jóni A. Jónssyni í Útvegsbankahús- inu og í Bókabúðinni Eddu. — Blaðið er mjög vandað bæði hvað efni snertir og frágang. Uiiglingalaiidsliðið í hcimsókn á Akureyri UNGLINGALANDSLIÐIÐ kom norður um helgina. Á laugardag- inn keppti þnö við Völsunga á Húsavík og sigraði sunnanliðið ið með 5 mörkum gegn 1. í gær (sunnudag) keppti unglingaliðið við ÍBA og sigraði ÍBA með 5 mörkum gegn 4. Mörk ÍBA skor- uðu Eyjólfur Ágústsson 2, Magn- ús Jónatansson 2 (annað úr víti) og Skúli Ágústsson 1. ■11111111111111111111111111111111111111111111111111111111111111111111111111111111111111 ii iii 111111111111111111111111111111111111 iii iuir. - Flokkur lands og sona (Framhald af blaðsíðu 4). tekizt að byggja upp arðvænlegan landbúnað á stórum landsvæðum, t. d. á Austurlandi, og þar sem flokkur- inn átti hvað tryggast fylgi. Þannig er því komið í dag að þrátt fyrir síhækkandi styrki til þessa atvinnu- rekstrar, er ekki annað sýnna en að í þeim héruðum sem verst eru sett, verði algjör landauðn ef ekki verði breytt um stefnu innan mjög fárra ára. RAUNASAGA þessa flokks er þó ekki öll, því síðan hann komst í stjórnarandstöðu virðist hann hafa orðið enn meira hægfara og enn óraunsærri og minnir nú mest á þjóðernissinnaðan hægri ílokk, sem dreymir um það eitt að snúa þróuninni til baka. Hvort óhappa sögu þessa flokks lýkur á næstu árurn skal hér ósagt látið, en flokkur sem á enga stefnu, heldur vonar að vandræði og erfið ár fleyti þeim inn í ríkisstjórn á ekki lieima í neinu lýðræðisþjóðfélagi, og hlýtur að veikja viði þess. N. B. 11 m 1111111111 ii 111 ■ 11111 ■ i ■ 1111 ■ 1111111111 ■ 11 iiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiitiiini AKUREYRINGAR! MUNIÐ FERMINGARSKEYTIN FRÁ OKKUR! AFGREIÐSLUR: Markaðurinn, Hafnarstræti 106, Véla- og raftækjasalan, Geislagötu 14, Kristniboðshúsið Zion. SÍMAR: 11261 - 11253 - 12939. Opið fermingardagana kl. 10 f.h. til 5 e.h. - GEYMIÐ AUGLÝSINGUNA KFUM &K. ? Öllum þeim, sem sýndu mér margháttaða vin- e f semd á 70 ára afmcelinu minu, svo sem með veg- leginn gjöfum, blómum, heillaskeytum og heim- * sóknum, sendi ég innilegustu þakkarkveðjur. f IIAXXES J.MAGXÚSSOX. | 7 Hjartans þakkir færum við öllum, sent sýndu okkur samúð og hjálp við andlát og jarðarför JÓNS JÓHANNESSONAR, Hæringsstöðum, Svarfaðardal. Sérstaklega þökkum við heimilisfólkinu Klaufa- brekknakoti og Urðum. Börn, tengdabörn og barnabörn. ISDUFT 4 TEGUNDIR Búið sjálf til ísinn fyrir liátiðina KAUPFÉLAG VERKAMANNA KJÖRBÚÐ Akureyringar Ailt í Fjölbreytt úrval af PÁSKAEGGJUM ÁVEXTIR og ÍS á PÁSKABORÐIÐ VERZLUNIN ESJA Norðurgötu 8 — Sími 1-26-76. KJÖRBÚÐIR KEA verða opnar um páskana sem hér segir: SKÍRDAG 3. apríl opið 10-12 FÖSTUD. LANGA 4. apríl 1 o k a ð LAUGARDAG 5. apríl opið 81/2-12 PÁSKADAG 6. apríl 1 o k a ð II. PÁSKADAG 7. apríl opið 10-12 I EFTIRTÖLÐUM BÚÐUM: Kjörbúðinni GLERÁRHVERFI - - RÁNARGÖTU 10 - - HAFNARSTRÆTI 20 - - BYGGÐAVEGI 98 NÝLENDUVÖRUDEILD Tökustofa og sýningargluggi í Skipagötu 12 Sími 2-12-05. FERMINGARMYNDATAKA þegar yður hentar á stof u eða í heimahúsi. Pantið með fyrirvara í síma 2-12-05

x

Alþýðumaðurinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðumaðurinn
https://timarit.is/publication/597

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.