Alþýðumaðurinn


Alþýðumaðurinn - 18.04.1969, Blaðsíða 8

Alþýðumaðurinn - 18.04.1969, Blaðsíða 8
Verður liöfn Akureyrar norður á Hjalteyri þegar tímarnir líða? Hitaveita fremur en höfn eins og í milljónaborg Akureyringur hefur ori GÓÐUR BORGARI í Akureyrarbæ heíir sent AM eftirfarandi grein og finnst blaðinu sjálfsagt að birta hana, þótt ekki sé þar með sagt að greinarhöfundur túlki skoðanir blaðsins, en ábyrgðar- manni AM finnst það enginn löstur að birta skoðanir og viðliorf lesenda sinna til ýmissa mála, sem á dagskrá eru. Eitt vill þó AM þakka höfundi greinarinnar fyrir, en það er gagnrýni lians á það' seinlæti og sofandiliátt er ráðendur Akureyrarbæjar hafa sýnt í sambandi við væntanlcga hitaveitu fyrir liöfuðstað Norðurlands. Húsvíkingar og Dalvíkingar vinna nú af dugnaði að því, að þessii< staðir fái í náinni framtíð upphitun úr iðrum jarðar, en á meðan heyrist hvorki stuna né hósti frá ráðendum Akureyrar. — Fyrir- sögn greinarinnar er verk AM en ekki höfundar. í vikublöðunum á Akureyri má nú lesa um framtíðarskipu- lag Akureyrarhafnar, og er þar nú ekkert smá fyrirtæki á ferð inni. Þar er sem sagt um sjö- falda höfn að ræða, eða viðlegu staði, fyrir minni og stærri skip. 1. Farþegaskipahöfn. 2. Vöru- skipahöfn. En þarf þá ekki líka tvo vegi, annan fyrir farþega og hinn fyrir vörur? Hvernig fara þau skip að, sem flytja 'bæði farþega og vörur? 3. At- ihafnasvæði fiskiskipa, er þegar fyrir hendi. Sama má segja um 4. lið, smábátahöfnina, þótt báð ar þær hafnir þurfi að sjálf- sögðu endurbóta við. 5. Skipa- smíða- og viðgerðarhöfn, eru nú fyrir hendi, og vel viðun- andi. 6. Skemmtibátahöfn. Það munar máski engu fyrir stórt fyrirtæki þótt nokkrum milljón um sé bætt við, og skemmti- bátana má alltaf smíða seinna. 7. Oliuhöfn, tómt mál að tala um. Ég ætla ekki að kafa dýpra í vitleysuna að þessu sinni, en aðeins benda á, að þrír viðlegu- staðir við Akureyrarhöfn, eins og nú er, ættu að nægja með nægum endurbótum. Jafnvel þótt hið nýja skipulag sé miðað við næstu framtíð og eigi að framkvæmast á löngum tíma og í áföngum, þá er hið nýja skipu lag jafn fjarstæðukennt, sem ein heild. Þó er máski stærsti gallinn enn ótalinn, það er fyrirhuguð uppfylling innan Strandgötu, sem með réttu má telja stór- kostlega spillingu á náttúru- fegurð og ætti að skjóta því máli til almennings og síðar til Náttúr uverndarr áðs. Allar þessar uppfyllingar, hér við Akureyrarhöfn, virðast vera óþarfar, náttúran sjálf hef ur séð um þann þátt með sínum stöðuga framburði. Allt frá því að skip gátu siglt óhindrað fram að Kaupangi, með viðlegu þar, þá hefur Akureyrarpollur farið stöðugt minnkandi vegna framburðar, og verður er tímar líka allur á þurru, nema aðferð inni verði snúið við, það er að segja farið verði að grafa upp, í staðinn fyrir að fylla upp. Spádómar segja, að Hörgár- grunn og Laufásgrunn nái sam an með tímanum, og þar mynd ist grænar grundir. En þá verð- ur Akureyri öll á þurru, líkt og Kaupangur nú. En framtíðar- höfn Eyjafjarðar verður þá Hjalteyri. Akureyri ekki leng- ur hafnarbær. Það er auðvelt að reisa skýja borgir, sem oft hrynja, engum til skaða. En hvað segja svo borgararn- ir um þá tugi milljóna, sem jafnað yrði niður á þá, til við- (Framhald á blaðsíðu 5) !WC s Stjórnin endurkjörin UNGMENNASAMBAND Eyja fjarðar hélt ársþing sitt 29. og 30. marz sl. að Laugaborg í Eyja firði. Sveinn Jónsson formaður sambandsins setti þingið, en for setar þingsins voru kjörnir þeir Jón Stefánsson og Guðmundur Benediktsson. Framkvæmda- stjóri UMSE, Þóroddur Jóhanns Til frú s\Nv Láni Ágústsdóttur á sjötugsafmælinu, 15. apríl 1969. Andar hlýtt í aftanblænum, æviljóð og horfin saga. Enn er vor í varpa grænum, vakir ylur fyrri daga. Þegar brennur bæn á vörum, blessast allt hið hrjáða og smáa. Svanhvítt fley á sólskinsförum, siglir inn í rökkrið bláa. Allt þitt starf er leit að ljósi, löngun til að bæta og græða. Fylgi þér að æviósi árblik þinna sjötugs hæða. Valdimar Hólm Hallstað. AM sendir frú Láru hugheil- ar velfarnaðaróskir á þessum tímamótum. Núverandi ritstjóri 'blaðsins þakkar henni fyrir góð kynni, stuðning og liðveizlu. Á meðan mannkyn hefur eigi þró- azt upp í þann óhugnanleik að vera vélmenni, án tilfinningar og sálar, eru boðberar sem Lára mörgum ljós í myrkri. Þökk sé- þér Lára. s. j. JÉl! %i&ÍIVw!SímI Lára Ágústsdóttir. Þóroddur Jóhannsson. starfssögu eyfirzkra ungmenna félaga, en stærsti þátturinn sem undanfarið var íþróttastarfsemi (Framhald á blaðsíðu 2) ALÞYÐUMAÐURINN 39. árgangur — Akureyri, föstudaginn 18. apríl 1969 — 9. tölublaðí Þróttmikið slarl hjá UMSE son, rakti starfssögu sambands- ins árið 1968 og kom þar fram, að verkefni höfðu verið mörg í Maddama Framsókn eygir von um frjómáft frá Birni Jónssyni og Hannibai MADDAMA Framsókn virð ist vera í tilhugalífsástandi um þessar mundir og biðlar nú ákaft til Björns og Hanni bals um líkn í nauðum. Ólaf- ur Jóhannesson kemur fram í sjónvarpi og er látinn túlka ástríður maddömunnar á næsta átakanlegan hátt, þar sem hann formaður Fram- sóknar er látinn umbúða- laust játa að Framsókn gefi sér von um að þeir Björn og Hannibal veiti sér þann stundarmunað að fleyta sér upp í þráðan faðm íhaldsins, ef unnt reyndist að knýja fram kosningar í vor. Madd- ama Framsókn gáir ekki að einu í ákefð sinni, að hún gerist öflugur bandamaður Magnúsar og Rósbergs í því að rægja æruna af Birni og Hannibal með þessu bráð- læti sínu. AM vill fullyrða að Björn og Hannibal munu aldrei vilja stuðla að því hvort sem kosningar fara fram í vor eður síðar, að svartasta afturhaldið á ís- landi nái saman í ríkisstjórn íslands, svo að vitnað sé í orð fyrrverandi Alþýðu- bandalagsmanns á Akureyri. AM er þess fullviss að Björn og Hannibal gera aldrei Magnúsi Kjartanssyni og co. hans á Akureyri það til eftir lætis að verða sá frjógunar- máttur er leiði Ólaf Jóhann- esson sem brúði í sæng Jó- hanns Hafsteins næsta for- sætisráðherra íslands, ef maddaman og íhaldið ná saman. HJARTAVERND LÍKN ARS AMTÖK þau sem heiti þetta bera, kveðja nú til sameiginlegra átaka um göfugt málefni. Eins og kunnugt er, hefir þurft að senda sjúklinga i hjartaaðgerð til útlanda, þar sem eigi eru tök á meiriháttar hjartauppskurðum hérlendis. Þeir uppskurðir kosta mikið fé auk ferðalaga og annars kostnaðar, sem sjúklingunum sjálfum er um megn að greiða hjálparlaust. Hjartaverndarsamtökin vilja ráða bót á þessu með sjóðstofn- un til að geta styrkt sjúklingana fjárhagslega. Ég skrifa línur þessar til að vekja athygli á sölu happdrætt- ismiða n. k. sunnudag á vegum Hjartaverndar og ágóðanum á að verja sjóðnum til eflingar. Málefni þetta er brýnt og er ekki að efa að margir munu ljá því lið á þann hátt, sem hér er farið fram á. Pétur Sigurgeirsson. Söngskemmtanir GEYSIS KARLAKÓRINN GEYSIR mun að venju halda samsöng nú í vor. Áformað er að fyrsti samsöngur verði á Grenivik 3. maí, en síðan verði sungið að Sólgarði fimmtudaginn 8. maí. Á Akureyri verða þrír sam- söngvar í Nýja Bíói, laugardag- inn 10. maí, mánudaginn 12. og þriðjudaginn 13. maí. Síðar er áformað að halda samsöngva víða hér í nágrenninu. Að vanda er söngskrá kórsins mjög vönduð og aðeins eitt lag á söngskránni hefir kórinn flutt áður, en lögin eru 13. (Ein- söngvarar með kórnum eru 5). Söngstjóri er Jan Kisa, en Siguiður Demetz Franzson hef- ir raddþjálfað kórinn. Æfingar hafa verið vel sóttar af kór- félögum og stai'f kórsins stend- ur í blóma. Undirleik annast hirm kunni Pbilip Jenkins. 9000« =s ENGINN BJÓR TILLAGA um þjóðaratkvæði, hvort leyft skyldi að framleiða áfengan bjór til innanlands- neyzlu, var felld að viðhöfðu nafnakalli í neðri deild Alþingis í gær með 18 atkv. gegn 17. Verður því landið bjórlaust áfram að undanskyldum þeim smyglaða. Allir stjórnmálaflokkar riðl- uðust í þessu máli. Enn beið Pétur Sigurðsson ósigur, en hann mun óefað halda málinu vakandi áfrarn.

x

Alþýðumaðurinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðumaðurinn
https://timarit.is/publication/597

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.