Alþýðumaðurinn


Alþýðumaðurinn - 29.04.1969, Blaðsíða 1

Alþýðumaðurinn - 29.04.1969, Blaðsíða 1
 VerzliO í sérvcrzlun. ÞaS tiyggir gæðin. SOKKAR - SOKKABUXUR FRAMKÖLLUN — KOPIERING mMÆ 1 TÓBAKSBÚÐIN | Brekkugötu 5 . Sími 12820 iEYRARBÚÐIN - opið til kl. 20.00. PEDROM YNDIR Akureyri HAFNARSTRÆTI 85 . SÍMI (96)11520 9 1. MAI — AVARP verkalýðsfélaganna á Akureyri í DAG, 1. maí 1969, fylkir verkalýðsstéttin liði víða um heim til að bera fram kröfur sínar um betri kjör og rétt- látt þjóðfélag, en frá því seint á síðustu öld hafa hin skipulögðu verkalýðssamtök helgað sér 1. maí sem bar- áttudag gegn kúgun, rangs- leitni og arðráni. Nokkuð hefir áunnizt með hvíldarlausri baráttu sam- takanna fyrir bættum lífs- kjörum og margvíslegum þjóðfélagsréttindum, en mik ið skortir þó á, að jafnréttis- hugsjón verkalýðsins sé orð- in að veruleika í þess orðs réttu merkingu. Enn berast daglega sagnir af atburðum, þar sem hinir sterku og voldugu troða hina máttar- minni undir fótum sér. Um það tala nú skýrustu máli hin ómannúðlega styrjöld í Viet-Nam, útrýmingarstyrj - öldin í Nigeriu, hernám Tékkó-Slóvakíu og fleiri vá- legir atburðir, sem eru stöð- ugt að gerast á okkar dög- um. Þannig er hið mannlega samfélag enn mótað í ríkum mæli af háttum hinna sterk- ustu og grimmustu dýra. Verkalýðssamtökin eiga því fyrir sér óþrjótandi starf við að brjóta jafnréttishugsjón- inni braut til sigurs í mann- legu samfélagi. í okkar landi eiga verka- lýðssamtökin nú í víðtækri og að mörgu leyti erfiðri baráttu við að verja hlut hinna lægst launuðu í þjóð- félaginu. Þjóðartekjurnar á hvern mann hafa um margra ára bil verið, og eru enn, mjög háar í okkar þjóðfélagi, og með þeim hæstu, sem þekkjast meðal þjóðanna. Almenn laun eru hins veg ar mikið lægri hér en í öðr- um löndum með sambæri- legar þjóðartekjur. Laun hinna lægst launuðu duga ekki til að veita fjölskyldum þeirra viðunandi lífskjör. Stjórnarvöldin hafa fellt gengi íslenzku krónunnar tvívegis á skömmum tíma og me§ því stefnt að því 'að minnka hlut launþega í þjóð ai'tekjunum, og krefjast þess, að launþegarnir taki á sig hið stórhækkaða verðlag, sem er afleiðing gengislækk ananna. Jafnframt hefir að yfirlögðu ráði verið stefnt að samdrætti í atvinnulífinu, svo atvinnuleysi hefir marg- faldast á tveim síðastliðnum árurn. Atvinnuleysi, slíkt sem á sl. vetri, hefir ekki verið þekkt á íslandi um ára tugi, en hefir nú ríkt lang- tímum saman í flestum byggðum landsins. Verka- lýðssamtökin eru því knúin til réttláti'ar og óhjákvæmi- legrar baráttu gegn þessari þróun mála í þjóðfélagi okk- ar. Verkalýðssamtökin hafa aðeins stillt þeirri lágmai'ks- kröfu, að þeir lægst launuðu haldi um það bil óskertum kjörum. Frá þessum lág- markskröfum, hinum lægst launuðu til handa, mega sam tökin ekki hvika, enda ógæfa fyrir þjóðina í heild og fram tíð hennar, ef svo yrði gert. Vegna hins mikla atvinnu leysis í vetur, hafa samtökin beitt nokkuð öðrum baráttu- (Fi-amhald á blaðsíðu 5) SÍSÍSÍÍSSSÍÍÍÍÍSÍÍÍÍSÍÍÍÍSÍÍSSÍÍSWÍÍÍSSSÍSÍSSSÍÍÍSÍÍÍSSSÍÍÍÍSÍSÍÍSSSÍSSÍSÍSÍÍÍÍÍÍSÍSSÍÍSÍSSSSÍSÍÍÍSSÍ^ Samvinnumenn byggja af dugnaði upp verksmiðj- ur sínar er eyðilögðust í eldsvoðanum í vetur Sumarið hefur haldið innreið sína eftir tímatali og allir vona að Guð og gifta þjóðarinnar veiti að sumarið 1969 verði okkur gott og! gjöfult. Félagarnir er myndin sínir færa öllum lesendum AM og' landsmönnum öllum beztu óskir um gleðilegt sumar og þakkar jafnframt fyrir nýliðinn vetur. Fallega unga stúlkan horfir bjart- sýn á móti framtíðinxii og livað er fegurra en heiðríkja í fögrum, barnsaugum, er Ijóma í sinni fullvissu að allur heimurinn sé góður óg fagur. Sem betur fer veit hún ekki lim harmleik barnanna í Biafra, Vietnam og víðar, og vinur hennar hvutti virðist liyggja ali íhyglislega til átta og virðist í svip hans mega merkja engan ótta með ástandið á Fróni. Ljósmynd Hallgrímur Tryggvason. VERKALÝÐSPÉLÖGIN á Ak- ureyi'i minnast 1. maí, hátíðis- og baráttudags verkalýðsins, að vanda með samkomuhaldi, ræð um og skemmtiatriðum. Aðalsamkoma dagsins hefst kl. 2 e. h. í Nýja-bíói, en áður leikur Lúðrasveit Akureyi'ar í hálftíma á Ráðhústorgi. í Nýja-bíói hefst samkoman með ávarpi Jóns Helgasonar, formanns Fulltrúaráðs verka- lýðsfélaganna. Þá syngja 24 MA-félagar undir stjórn Sigurð ar Demetz Franzsonar. Önnur skenuntiatriði verða upplestur Þráins Karlssonar og frumsam- inn skemmtiþáttur, sem Jó- hanna Tryggvadóttir liefur tek- ið saman og flytur. En ræðu- menn verða Björn Jónsson, for maður Verkalýðsfélagsins Ein- ingar, og Sigurjón Jóhannsson, ritstjóri. Klukkan 2 hefst einnig sam- koma fyrir börn, og verður hún í Sjálfstæðishúsinu. Þar verður fyrst sýnd kvikmynd, en því næst sýnir fimleikaflokkur drengja undir stjóm Kára Áma sonar kennara og Alli Bei-gs flytur gamanþátt. Að lokum verður dansað við undiileik Hljómsveitar Ingimars Eydal. Að kvöldi 30. apríl vei’ður dansleikur fyrir unglinga í Al- FORRÁÐAMENN SÍS-verksmiðjanna á Akureyri boðuðu frétta- menn á sinn fund sl. laugardag og létu þeim í té upplýsingar um hvernig gengi með uppbyggingarstarfið eftir eldsvoðann mikla í vetur, og kom þar frarn, að hér hefur verið að unnið af miklum dugnaði og eiga forráðamenn og þá ekki sízt Richard Þórólfssoru þakkir skilið, hve ötullega hefur verið að unnið. Þegar uppbygg- ingarstarfinu er að fullu lokið, sem verður ef áætlun stenst eftij hálft annað ár, mun starfslið verksmiðjanna verða um 700 marmsi og er það eigi svo lítil lyftistöng fyrir atvinnulíf bæjarins. Sem kunnugt er eyðilagðist skóvei’ksmiðja Iðunnar í elds- voða 3. janúar sl. maí þýðuhúsinu frá kl. 8—11.30, og fyrir fullorðna í Sjálfstæðishús- inu 1. maí frá kl. 9. Á dansleikn um í Sjálfstæðishúsinu munu 24 MA-félagar einnig skemmta með söng. Aðgöngumiðar að dansleikj- unum vei'ða seldh' við inngang- inn í danshúsin, en að samkom- unni í Nýja-bíói verður aðgang ur ekki seldur sérstaklega, held ur gilda merki dagsins sem að- göngumiðar, en þau vei'ða seld á götunum allt frá moi'gni. Hugsanlegur ágóði af sam- komum dagsins í'ennur í hús- byggingai-sjóð verkalýðsfélag- aima. Stjóm Sambands ísl. sam- vinnufélaga ákvað strax, að end urbyggja vei'ksmiðjuna, og hefja starfrækslu hennar eins fljótt og auðið yrði, og er starf- rækslan nú þegar hafin að nýju. Sníða- og saumadeild verk- smiðjunnar er nú í húsnæði því, sem Saumastofa Gefjunar hafði áður við Ráðhústorg, en véla- salurinn er áfram á sínum stað í verksmiðjubyggingunum á Gleráreyrum, en hann hefur verið lagfærður aftur eftir skemmdirnar sem á honum urðu. Það er að vísu óhentugt að hafa verksmiðjuna á tveim- ur stöðum, en við það verður að notast þar til skóverksmiðjan verður fullbyggð að nýju, en að því er unnið kappsamlega nú. Sennilega tekur um það bil eitt ár, þar til skóverksmiðjan flyt- ur í nýja húsnæðið. Við verksmiðjuna störfuðu að jafnaði um 80 manns, og fær fólkið nú aftur atvinnu sína og mun ekki af veita í því atvinnu ástandi, sem nú ríkir. Strax eftir brunann var haf- ist handa um að lagfæra það sem forgörðum fór í brunanum, og við það hafa allan tímann haft vinnu um 40 starfsmenn skóverksmiðjunnar og auk þess 35—40 iðnaðarmenn við ýmis- konar byggingarvinnu á staðn- um. Ýmsar nýjar vélar, sem skó- verksmiðjan hefur nú fengið mun gera henni kleift, að koma með ýmsar nýjungar á markað- inn, sem landsmenn kunna væntanlega vel að meta. Undan farin ár hefur verksmiðjan fram leitt 60—70 þúsund pör af skóm á ári, en mest framleiddi hún um 90 þúsund pör, sem þá var einn skór á hvern landsmann, en takmai'kið er auðvitað að framleiða að minnsta kosti á báða fætur, sem nú mundi verða um 200 þúsund pör á ári, en það verður því miður að bíða þar til nýja verksmiðjan hefur starfrækslu. Þess má einnig geta, að nú eru mögu- leikar á, að selja vissar tegundir af skófatnaði til útflutnings. Verksmiðjustjóri skóverk- smiðjunnar, sem hefur borið hitann og þungann af endur- uppbyggingarstarfinu, er Ric- hard Þórólfsson. LESENDUR MIKIÐ efni bíður næsta blaðs, en það kemur út föstudaginn 9. maí n. k. Gleðilegt sumar! - Þökk fyrir veturinn! Leiðarinn: LAUSN A NÆSTU GRÖSUM

x

Alþýðumaðurinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðumaðurinn
https://timarit.is/publication/597

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.