Alþýðumaðurinn


Alþýðumaðurinn - 29.04.1969, Blaðsíða 5

Alþýðumaðurinn - 29.04.1969, Blaðsíða 5
- 1.-MAI ÁVARP (Framhald af blaðsíðu 1). aðferðum nú en oftast áður til að knýja á um viðunandi lausn yfirstandandi vinnu- deilu, og sérstaklega hefir baráttunni nú verið hagað þannig, að sem minnst trufl- un yrði á aðal framleiðslu- starfsemi þjóðarinnar. Þessum aðgerðum og bar- áttuaðferðum verkalýðssam- takanna hafa samtök at- vinnurekenda svarað með meiri óbilgirni en nokkurn tíma áður, þ. e. með víðtæk- um verkbönnum, að því er virðist með fullum stuðningi stjórnvalda. Verkalýðssamtökin heyja nú örlagaríka baráttu til varnar kjörum þeirra, sem verst eru settir í þjóðfélagi okkar. Þessi barátta verður að bera góðan árangur. Sam ökin heita því á alla félaga sína og einnig alla aðra vel- unnara verkalýðsins að standa vel saman og spara ekki krafta sína þar til sigur er unninn. Aðalkröfur verkalýðssam- takanna nú 1. maí eru: 1. Tafarlausir samningar um óskert launakjör. 2. Utrýming atvinnuleysis ins í bráð og lengd. 3. Sérstakar ráðstafanir af hálfu hins opinbera til að tryggja ungmennum skól- anna hæfilega sumaratvinnu. 4 Horfið verði að fullkom- inni skipulagningu og alhliða uppbyggingu atvinnulífsins. Munum öll, að sameinuð stöndum við. í 1. maí-nefnd verkalýðs- samtakanna á Akureyri: Fulltrúaráð verkalýðsfél. Ingólfur Árnason, Ingólfur Gunnarsson, Guðrún Jónsdóttir. Verkalýðsfélagið Eining. Björn Hermannsson, Þorsteinn Þorsteinsson, Freyja Eiríksdóttir. Iðja, félag verksmiðjufólks. Jóhanna Tryggvadóttir, Jóhann Hannesson, Helgi Haraldsson. Sjómannafélag Akureyrar. Tryggvi Helgason, Jón Helgason, Júlíus Bergsson. Félag verzlunar og skrifstofufólks. Hafliði Guðmundsson, Jóna Steinbergsdóttir, Laufey Pálmadóttir. Bílstjórafélag Akureyrar. Hannes Árdal, Jón Tómasson, Skjöldur Guðmundsson. Sveinafél. járniðnaðarmanna. Sigurður Kjartansson, Kári S. Kristinsson. Vörubílstjórafélagið Valur. Guðmundur Snorrason, Kristbjöm Björnsson, Indriði Sigmundsson. ALÞYÐUMAÐURINN sendir íslenzkri alþýðu hugheilar árnaðaróskir á hátíðisdegi sínum. Gleðilega hátiðl Verkalýðs- og sjómannafélag Ólafsfjarðar færir öllum félögum sínum og allri íslenzkri al- þýðu beztu árnaðaróskir í tilefni dagsins. Verkalýðsfélag Húsavíkur sendir öllum félögum sínum og allri íslenzkri al- þýðu beztu velfamaðar- og baráttukveðjur á há- tíðisdegi alþýðu íslands. Gleðilega hátíðl ’VVWW'/VW'/VWWWWW'/V'/WW'/V'/WWWV'/VW'/WWVWW'/VWV'/WWW'/'/W^ Verkalýðsfélag Þórshafnar óskar öllum félögum sínum og stéttarsystkinum sínum um land allt gleðilegiar hátíðar. Gleðilega hátíðl Sjómannasamband íslands sendir öllum sjómönnum um land allt hugheilar velfarnaðaróskir í tilefni dagsins. Gleðilega hátíðl Verkalýðsfélag Raufarhafnar óskar öllum félögum sínum og allri íslenzkri al- þýðu velfarnaðar á hátíðis- og baráttudegi verka- lýðsins. Gleðilega hátíð! a f Verkalýðsfélagið Vaka, Siglufirði sendir öllum félögum sínum og öllu alþýðufólki heilar baráttu- og hátíðisóskir í tilefni dagsins. Gleðilega hátíðl Alþýðusamband Islands sendir allri íslenzkri alþýðu hátíðarkveðjur og velfamaðaróskir. Gleðilega hátíðl Verkamaiuiafélagið Fram, Sauðárkróki flytur öllum félögum sínum og allri íslenzkri al- þýðu beztu kveðjur og velfarnaðaróskir á hátíðis- degi alþýðunnar. Gleðilega hátíðl /wwvwwvwwvwwwwvwwwvwwwwwwww^wwwwvwwwwwwv /wwwwwwwwwwwwwwwwwwwwwwwwwwwwwwwwwww Hið íslenzka prentarafélag sendir öllum félögum sínum og allri íslenzkri al- þýðu beztu velfarnaðar- og baráttukveðjur á há- tíðisdegi verkalýðsins. Gleðilega hátíðl

x

Alþýðumaðurinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðumaðurinn
https://timarit.is/publication/597

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.