Alþýðumaðurinn


Alþýðumaðurinn - 09.05.1969, Blaðsíða 2

Alþýðumaðurinn - 09.05.1969, Blaðsíða 2
VORÞING RAFVERKTAKA Bætt og aukin menntun rafvirkja er knýjandi nauðsyn segir Tryggvi Pálsson formaður félags rafverktaka á Akureyri LANDSSAMBAND íslenzkra rafverktaka hélt vorþing að Hótel KEA á Akureyri dagana 2. og 3. maí sl., nieð framámönnum hinna ýmsu félagsdeilda og einnig einstaklinga frá hinum dreifðu byggð- arlögum. Félag rafverktaka á Akureyri sá um allan undirhúning að fundinum. AM náði tali af formanni félagsins, Tryggva Pálssyni, og innti hann frétta af niálefnum þessarra landssamtaka, en ásamt lionum eru í stjórn Reynir Valtýsson og Hákon Sigurðsson. Hér kemur spjall okkar Tryggva. Hver var aðaltilgangur þessa fundar Tryggvi? Á síðasta aðalfundi Landssam bands rafverktaka var ákveðið að halda einn aukafund á milli reglulegra aðalfunda — og bauð félagið á Akureyri til hans hér. Hlutverk fundarins var að kynnast málefnum rafverktaka á hinum ýmsu stöðum á land- inu og efla samstarfið og auka á kynni milli félagsmanna. Var því aðalmálið samskipti rafverk taka sín í milli og virðist það mál ætla að hljóta farsælan endir. Púnfila og Matti LEIKFÉLAG Húsavíkur hefur 3 sýningar á sjónleiknum Púntila og Matta hér um helg- ina. En leikfélagið hefur haft 10 sýningar heima á Húsavík á sjónleiknum við ágæta aðsókn og frábærar undirtektir. Ættu Akureyringar vel að meta komu hinna góðu gesta og fjölsækja á sýningarnar. =s Fimm kvölda keppni í einmenningsbridge á Húsavík NÝLOKIÐ er 5 kvölda ein- menningskeppni í bridge á Húsavík. Fimm hlutskörpustu urðu: stig 1. Sigtryggur Brynjólfsson 520 2. Ólafur Ragnarsson 489 3. Þórður Ásgeirsson 485 4. Hallur Helgason 481 5. Guðmundur Hákonarson 481 - Valprent flytur (Framhald af blaðsíðu 8). un, en forstjóri Valprents, Val- garður Sigurðsson, tjáði AM er blaðið hafði samband við hann í gær, að þeir félagarnir hefðu fullan hug á því að víkka út starfsemi sína með því að fara út í offsetprent, hins vegar væri ekki ætlunin að fara út í bóka- eða blaðaprentun. Valgarður sagði að starfsemin hefði farið vaxandi með ári hverju, og kvaðst hann vera bjartsýnn á framtíðina og vænta þess að Val prent gæti nú við hina bættu starfsaðstöðu enn aukið og bætt þjónustu við viðskiptavini sína. AM óskar hinu unga og far- sæla fyrirtæki til heilla með hinn merka áfanga í starfssögu þess. En fleira hefur horið á góma hjá ykkur? Menntun rafvirkja var ofar- lega á dagskrá okkar — og virð Tryggvi Pálsson. ist í því efni aðallega skorta á skilning yfirvalda svo að raf- virkjar geti hlotið þá menntun er við teljum æskilega í nútíma þjóðfélagi. Annars var dagskrá fundarins mjög fjölbreytt — og yrði það of langt mál að telja það allt upp hér er bar á góma. Hvað finnst ykkur helzt skorta á varðandi menntun raf- virkja? Það sem við teljum knýjandi nauðsyn er stofnun tæknideild- ar fyrir rafvirkja, en eftir því sem ég bezt veit hafa tilraunir í þá átt að þoka málinu áleiðis enn sorglega lítinn árangur bor ið, þrátt fyrir margendurteknar áskoranir rafverktaka og ráða- manna í raforkumálum. Fannst þér starfsemi fundar- ins jákvæð? Ég held að mér sé óhætt að fullyrða að fundurinn hafi tek- izt með ágætum — og virtist það vera samhljóma úlit allra fundarmanna. Það eitt hve margir komu til fundarins og margir um langan veg gefur vissulega til kynna áhuga á sam stöðu og eflingu félagsstarfsins. Hve fjölmennir mættust þið að Hótel KEA? Utanbæjarmenn voru 13 og svo við rafverktakarnir á Akur eyri. í Landssambandi íslenzkra rafverktaka munu vera um 80 félagsmenn. En hvað segir þú mér Tryggvi um atvinnuhorfur í þessarri at- vinnugrein, er þú skyggnist um nú við sumarkomu inn í næstu framtíð? Atvinnuhorfur virðast víða á landinu vera í meðallagi, nema þá helzt á Reykjavíkursvæðinu, en þar er talið að um 80 bætist við á vinnumarkaðinum í haust, en allt óvíst um vinnu nema til komi nýjar stórframkvæmdir. Hvað við tekur að sumri loknu fyrir rafvirkja á Akureyri er erfitt að spá um, en óneitanlega er ég heldur svartsýnn á næga atvinnu næsta vetur, þar sem bygging íbúðarhúsa virðist ætla að verða svo til engin í sumar. Um leið og ég þakka Tryggva fyrir rabbið, vil ég taka undir réttmæta kröfu hans og starfs- bræðra hans að stjórnvöld fari nú senn að rumska og viður- kenna að menntun rafvirkja er nauðsyn. Vona ég að okkar ágætu leiðtogar þarna syðra verði eigi svo önnum kafnir að þeir gefi sér ekki tóm til að renna augum yfir þetta stutta spjall okkar Tryggva. s. j. - Hugmyndasamkeppni (Framhald af blaðsíðu 8). ur“ hefðu Samvinnutryggingar efnt til hugmyndasamkeppni: Bezta ráðið — bætt umferð og sérstakrar verðlaunagetraunar úr efni hennar. Hugmyndasamkeppnin. Óskað var eftir hugmyndum um hvað eina, sem gæti horft til bóta, hvort sem það snerti akstursrgelur, ökumenn, vegi, skipulag umferðar, umferðar- fræðslu, löggjöf, eftirlit, lög- gæzlu o. s. frv. Hugmyndirnar þurftu því ekki að einskorðast við neinn sérstakan þátt um- ferðarmálanna og gátu eins ver ið staðbundnar eða miðast við landið í heild. Sérstök dómnefnd var skipuð til að ákveða, hvaða hugmynd- ir skyldu hljóta verðlaun, sam- tals kr. 30.000.00, en nefndina skipuðu þeir Benedikt Sigur- jónsson, hæstaréttardómari, Óskar Ólason, yfirlögreglu- þjónn og Baldvin Þ. Kristjáns- son, félagsmálafulltrúi. Alls bárust 60 tillögur og urðu niðurstöður nefndarinnar þær, að engin tillaga hlyti 1. verðlaun, tvær hlytu 2. verð- laun og fjórar fengju viður- kenningu. Verðlaunahafar voru þessir: 2. verðlaun kr. 10.000.00. Árni Einarsson, Samtúni 36, Reykja- vik, Jón Pétursson, Oddeyrai'- götu 23, Akureyri. Viðurkenning kr. 2.500.00. Ólafur Jónsson, Laufásvegi 18 A, Reykjavík, Leifur U. Ingi- marsson, Vallargerði 38, Kópa- vogi, Sveinn Jónsson, Digranes vegi 16 A, Kópavogi, Sævar Stefánsson, Ásgarði 23, Reykja- vík. Vann í Drengjahlaupi Armanns HIÐ árlega Drengjahlaup Ár- manns fór fram í Reykjavík 27. apríl sl. Keppendur voru 28, þ. á. m. þrír frá Ungmennasam- bandi Eyjafjarðar og stóðu þeir sig ágætlega. Sigurvegari í hlaupinu varð Sigvaldi Júliusson UMSE á 4.24.2 mín. 2. Rúnar Bjarnason, Borgfirðingur á 4.24.4 mín. og í þriðja sæti Sigfús Jónsson úr Reykjavík, sá sami og varð í 2. sæti í Víðavangshlaupi ÍR á sumardaginn fyrsta. UMSE vann þriggja manna sveitakeppni hlaupsins, en auk Sigvalda voru í sveitinni Gísli Pálsson og Óskar Sigurpálsson, sem urðu í 7. og 8. sæti. Sigvaldi Júlíusson. \WV S Sföðvun vegna umbúðaskorts? Hrísey 24. apríl. B. J. AFLI hefur verið sæmilegur, en nú undanfarið hefur heldui' dregið úr veiði í net. Snæfell lagði upp í gær 45 tonn, en Snæ fell hefur lagt hér upp afla sinn =s Benzín hækkar BENZÍN mun hækka um 1 kr. lítrinn frá og með 1. júní. Á þessi verðhækkun að vera tekjuöflun fyrir vegasjóð — og telur samgöngumálaráðherra að hækkunin myndi nema rúm lega 29 milljón kr. frá 1. júní til ársloka. Tekjum þessum verður svo ráðstafað af Alþingi í sambandi við afgreiðslu vega- áætlunarinnar. =s Lélegur afli Húsavík 8. maí. G. H. BJÖRGÚLFUR frá Dalvík land aði hér í dag 50 tonnum. Afli heimabáta hefur verið mjög rýr undanfarna daga. Hið sama er um grásleppuveiðina að segja — má segja að hún hafi brugð- izt að mestu bæði hér á Húsa- vík og í nágrenninu. frá áramótum og hefur það skapað góða atvinnu. Engin sérstök uppgrip eru enn af grásleppu, en menn vona að úi' því rætist. En nú syrtir heldur betur í álinn, því að horfur eru á því að umbúðir utan um fiskaflann verði til þurrðar gengnar innan nokkurra daga. Veldur því verk föll í þessum iðngreinum í Reykjavík. Börnin skemmta. Barna- og unglingaskólinn heldur sína ársskemmtun í dag og hafa þau 2 sýningar. Var ég að koma af fyrri sýningunni er síminn hringdi — og var þetta ágætt hjá krökkunum. - Skógræktarfél. Eyf. (Framhald af blaðsíðu 1). efni væru óendanleg í þessu efni. Fundurinn samþykkti m. a. þá tillögu, að réttir aðilar sjái um að hin gamla Gróðrarstöð Ræktunarfélags Norðurlands verði endurbætt, þannig að hún verði verðugui' minnisvarði yfir störfin er þar voru unnin. Stjórn félagsins skipa: Guð- mundur Karl Pétursson for- maður, Sigurður O. Björnsson, Steindór Steindói'sson, Ármann Dalmannsson, Björn Þórðarson, Haraldur Þórarinsson og Þor- steinn Davíðsson. - Frá Ferðafélagi Akureyrar (Framhald af blaðsíðu 5). að fyrirbyggja uppblástur, sem herjar nú mjög á gróðurtorfuna, sem húsið stendur á. Skáli við Drekagil. I sumar s Vinsamlega liðkið ykkur í sundi NORRÆNA SUNDKEPPNIN HEFST 15. MAÍ NORRÆNU sundkeppninni verður „startað11 að þessu sinni 15. maí n. k. Er þetta í 8. sinn er frændþjóðirnar heyja þessa víðtæku keppni og hafa íslend- ingar tekið þátt í þeim öllum, að einni undanskilinni. 25% ís- lenzku þjóðarinnar tók þátt í síðustu keppni og er stefnt að því að auka prósenttöluna nú ekki en um 2%. Eins og fyrr segir hefst keppnin 15. þ. m. og stendur yfir til 15. september. reisti félagið skála við Dreka- gil, í nágrenni Öskju, sem lengi hefur verið í bígerð. Stofnkostn en þar eru ekki meðtaldar gjaf- aður er bókfærður kr. 182.082.73 ir til byggingarinnar, bæði vinna, flutningur á efni og fólki og peningar. Þakkir eru færðar öllum þeim er liðsinntu. Tungnafell, skáli Ferðafélags fslands við Sprengisandsleið. Eins og frá var skýrt í Ferðum f. á., varð samkomulag um það milli F.í. og F.F.A. að F.F.A. hefði umsjón með þessum skála. Kvöldvökur voru haldnar tvær á árinu. Skrifstofan í Skipagötu 12 starfaði eins og fyrri ár.

x

Alþýðumaðurinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðumaðurinn
https://timarit.is/publication/597

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.