Alþýðumaðurinn


Alþýðumaðurinn - 23.05.1969, Page 7

Alþýðumaðurinn - 23.05.1969, Page 7
REKSTRARHAGNAÐUR UTGERÐARFEL - FIMMTIU SJUKRAUÐAR FRA FSA (Framhald af blaðsíðu 1) vinnulaun, eða svipað og öll niðurjöfnuð útsvör verða í Ak- ureyrarbæ á þessu ári, en ótalið er, hvað félagið hefir greitt til verzlana, verkstæða og annarra þjónustuaðila í bænum, svo að öllum má ljóst vera, hvílík ein- stök búblessun Ú. A. hefir orðið Akureyrarbæ á sl. ári. Úthaldsdagar togaranna voru alls 1432 á árinu. Þeir öfluðu 15.251 tonn, og langmestur hluti aflans fór um hendur hraðfrysti húss félagsins. Félagið ef nú að stækka vinnslusal hraðfrystihússins, og er þess vænzt, að sú stækkun komi í gagn í lok júnímánaðar næsta og félagið geti þá veitt allt að 50—60 manns fleirum vinnu, og að sjálfsögðu afkastað meiri framleiðslu, m. a. farið meir inn á framleiðslu í vand- aðri neytendapakkningum, en slíkt á að gefa betri arð vinnu. Þá er stjórn og framkvæmda- stjórn félagsins mjög að svip- ast eftir möguleikum til að end- urnýja veiðiflota félagsins, en það er nú orðið mjög aðkall- andi. Stjórn félagsins var öll endur kosin, en hana skipa: Albert Sölvason, formaður, Jakob Frí- mannsson, Arnþór Þorsteins- son, Steindór Jónsson og Tryggvi Helgason. í lok fundarins þakkaði bæjar stjóri, Bjarni Einarsson, stjórn, framkvæmdastjórn og starfs- fólki félagsins öllu fyrir ágæt störf og benti á þá miklu hag- semi, sem bæjarfélaginu stæði af rekstri Ú. A., svo sem hann hafði farið úr hendi sl. ár, og árnaði félaginu allra heilla. í sama streng tók Bragi Sigur- jónsson forseti bæjarstjórnar, sem einnig ræddi nokkuð um vöxt og viðgang félagsins al- mennt og lauk lofsorði á stjorn- endur þess og starfsfólk. (Framhald af blaðsíðu 8). hjúkrun. I ræðu sinni sagði forstöðu- kona m. a.: „Með ykkar hópi hefir sjúkrahúsið brautskráð 50 sjúkraliða. 1 dag eru starfandi hér 15 sjúkraliðar og með ykk- HRINGFERÐ MEÐ staðsetningu flugvélar á Akureyri, sem annast flug m. a. til ísafjarðar og Egilsstaða, opn uðust möguleikar til hringferð- ar um ísland. Sé farið frá Reykjavík er komið við á eftirtöldum stöð- um: ísafirði, Akureyri, Egils- stöðum, Hornafirði og þaðan til ÓMAKLEG UMMÆLI. Sá er ber ábyrgð á þessum þætti hefur fengið réttmætar ákúrur frá vinum og kunningj- um fyrir það að ljá rúm skrifelsi Reykvíkingsins um „ræktar- leysi“ okkar hér nyrðra við minningu Davíðs skálds frá Fagraskógi — og hefi ég fundið æ betur að þessar ákúrur eru á fyllstan hátt réttmætar. Upp- haflega fannst mér belgingur bréfritara ekki það saknæmur, að hann mætti ekki á þrykk út ganga honum til skemmtunar. AM biður hann vinsamlega, að þá er hann sendir okkur norðan mönnum kveðjur næst að kvitta undir með fullu nafni. — Svo skal spyrja hann hvernig gangi með veggskjöld þeirra sunnan- manna. s b*> :jii»nwBmw^rHiTiap; ÚTIVISTARSVÆÐI AKUREYRINGA. Góður borgari í Akureyrar- bæ kom að máli við AM í gær — og sagði að það gerði ekkert til þótt ráðamenn Akureyrar væru að því spurðir, hvort mein ingin væri að aðalútivistarsvæði Akureyringa ætti að vera um aldur og ævi austur í Fnjóska- dal, þ. e. Vaglaskógi? Hann sagðist ekkert vera að lasta Vaglaskóg, það væri yndislegur staður, en oft væri hann mörg- um algert bannsvæði, þar væru haldin í síauknum mæli alls- konar mót — og væri fólki mein aður aðgangur nema fyrir 100 krónur eða meira gjald. Við eig um yndislegt Iandssvæði rétt hjá okkur, sem bíður eftir því að fögru útivistarsvæði, grið- land þeirra Akureyringa, er að hlúð verði að því og það gert unna útivist þar sem án skatt- greiðslu er hægt að komast í snertingu við móður jörð. Ég á hér við Naustaborgarsvæðið í bæjardyrum okkar, þar væri hægt að skapa „Heiðmörk“ Ak- ureyrar. Þetta svæði bíður upp á fjölbreytilegt landslag — og ef jafn næmar hendur og þær sem gerðu „GARÐINN FRÆGAN“ (þ. e. Lystigarðinn) gengju til liðs mið móður náttúru, þyrftu Akureyringar ekki í framtíð- inni að aka austur fyrir heiði í leit að griðlandi, sem þá er s== ur vei*ða þeir 24. í Kristneshæli starfa 4 sjúkraliðar héðan, á Siglufirði 1 og í ýmsum sjúkra- húsum sunnanlands 6. Fjórir sjúkraliðar héðan hafa verið við hjúkrunarnám og má því segja að minnsta kosti 39 af þeim 50 UM ÍSLAND Reykjavíkur. Flogið er milli allra staða nema Egilsstaða og Hornafjarðar, en sá kafli er ekinn í áætlunarbíl. Hægt er að hefja ferðina á hverjum þessara staða sem er, og í hringferðunum geta fer- þegar stanzað á viðkomandi stöðum að vild. kannski bannsvæði, þá að er komið. Ofanritað er ekki orð- rétt það sem borgarinn sagði, en ég vona að undirritaður hafi þó túlkað að mestu skoðanir hans. En við röbbuðum saman út á götu og engin orð voru fest á blað. Því miður er ég það lítill Akureyringur enn, að ég þekki ekki Naustaborgir. En nú er ég staðráðinn í því, ef guð og lukk an lofar mér að tóra fram í græn grös, að una þar eina vor- bjarta nótt. Einu kynni mín frá Naustaborgum eru þau, að í' gamla daga, þá er ég var ungur kom ég við þar á sumarhátíð Sjálfstæðisflokksins, ásamt Jóni og Guðrúnu, Sigríði o. fl. ung- mennum. Sjálfstæðisflokkurinn átti þar þá hermannabragga og þar var stigin dunandi dans og baldnar hallelújaræður á milli. Þoka birgði allt útsýni — og því var eigi séð ásýnd Naustaborga, nema óhrjálegur braggi Sjálf- stæðisflokksins. Vonandi er þessi braggi horfinn af ásýnd Naustaborga nú, ekki þar fyrir að ég eigi slæmar minningar um fyrstu og einu komu mína þangað til þessa. Við fórum öll til baka miklu ákveðnari sósíal- istar en við höfðum verið áður. s. j. ÞAKKIR TIL SÓLNES. AM birti í síðasta blaði klausu, þar sem frá var skýrt að bæjarstjórn vor hefði veitt Indriða Úlfssyni 14 þús. kr. bæjarstyrk svo að hann gæti komist í skenuntireisu til Sví- þjóðar á vegum Skólastjóra- félags fslands. Mér fannst þessi klausa ágæt, en gjarnan hefði þó mátt minnast á það að einn ...... sjúkraliðum, sem héðan hafa verið brautskráðir vinni við hjúkrunarstörf. Það má teljast nokkuð gott, þegar litið er á, að þetta eru allt konur að Jó- hanni Konráðssyni undanskild- um.“ Hinir nýju sjúkraliðar eru: Anna Sigurbjörg Jóhannesdótt- ir, Kringlumýri 22, Akureyri. Ástrún Einarsdóttir, Stóra- Steinsvaði, Norður-Múlasýslu. Geirþrúður Sigurðardóttir, Hafnarstræti 78, Patreksfirði. Guðfinna Óskarsdóttir, Suður- götu 68, Siglufirði. Guðný Ósk- arsdóttir, Laufási, Fáskrúðs- firði. Guðný Anna Theodórs- dóttir, Austara-Landi, Öxar- firði. Hanna Lísbet Jónmunds- dóttir, Hrafnstöðum, Dalvík. Kolbrún Sigurpálsdóttir, Lundi, Varmahlíð, Skagafirði. Ragn- heiður Snorradóttir, Hjarðar- haga, Öngulsstaðahreppi, Eyja- firði. bæjarfnlltrúi okkar, Jón G. Sól nes, maldaði í móinn og taldi þessa styrkveitingu furðulega, en þakkir til Sólnes falla kannski ekki í góðan jarðveg hjá ritstjóra AM, en því ekki að prófa manngildi hans. Reiður Akureyringur. EFTIRMALI AM. Blaðið þakkar bréfið og er ljúft að koma þakklæti til Sól- nes til skila — og vill jafnframt skrifa undir það. Ritstjóri AM ber engan óvildarhug til Sólnes, en honum var ókunnugt um að hann hefði gagnrýnt þessa bæj- arframfærslu. Veit ég vel, að Sólnes hafa verið send skeyti á síðum AM — og jafn lífsreynd- ur maður og Sólnes mun vita það eftir áratuga langa högg- orustu, já og líka vináttu við Jakob stórfursta í KEA, að eng inn er annars bróðir í leik. En í skottið á eftirmálanum ætla ég þó að gagnrýna Sólnes. Ekki fyrir það, að hann vildi eigí taka í hönd mér í veizlufagnaði eins þekktasta iðnfyrirtækis á Akureyri, þá er það minntist merks áfanga í starfssögu sinni. Heldur fyrir liitt — að liann skyldi ekki bera fram þá tillögu! að hinn glæsilegi liúsakostur Oddeyrarskólans yrði boðinn endurgjaldslaust undir sam- kundu Skólastjórafélags ís- lands. Með þessu er ég eigi að vantreysta sósíaldemókratisku loftslagi í ríki Erlanders í. Garða ríki, að það sé neikvætt fyrir leiðandi krafta íslenzkra skóla- mála. Nei, engan veginn, heldur hitt, að með slíkri ráðstöfun hefðum við Akureyringar stuðl að að því af myndarskap að Indriði Úlfsson hefði í forsæti örþreyttra skólastjóra á íslandi getað sannað það hve heilnæmt það sé og góð afslöppun að anda að sér klóakylmi niður með Strandgötu á heitum sumar- degi. Já, og kannski hefði líka Hótel KEA og Sjálfstæðishúsið notið góðs af — og þess ber einnig að geta að skólstjórar að sunnan af Stór-Reykjavíkur- svæðinu hefðu sparað sér drjúg an pening í ferðakostnað, ef skóli Indriða á Akureyri hefði verið valinn í stað samastaðar hjá Erlander á Svíagrund. ..................^ SUMARSKÓFATNÁÐUR HERRASANDALAR, ódýrir. STRIGASKÓR, uppreimaðir, allar st. KVENSKÓR úr hanzkaskinni. HERRASKÓR, gataðir. ADIDAS-KNATTSPYRNUSKÓR. SKÓBÚÐ KEA TILKYNMNG til viðskiptamanna útibús Landsbanka íslands, Akureyri. Vinsamlegast atliugið að frá og með föstudegin- um 16. maí breytist símanúmer bankans og verð- ur framvegis: 2 18 00 LANDSBANKI ÍSLANDS, útibúið á Akureyri. NÝ HÍISCACNAVERZLUN: AUGSÝN heitir nýja húsgagnverzlunin á Akureyri. Hún er í Strandgötu 5, þar sem áður var vefn- aðarvörudeild KVA. Fjölbreyttasta ÚRVAL HÚSGAGNA alveg í miðbænum. Gerið svo vel að líta inn. AUGSÝN H.F. SÍMI 2-16-90

x

Alþýðumaðurinn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Alþýðumaðurinn
https://timarit.is/publication/597

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.