Alþýðumaðurinn


Alþýðumaðurinn - 23.05.1969, Blaðsíða 8

Alþýðumaðurinn - 23.05.1969, Blaðsíða 8
* Valbjörk h.f. Akureyri Sumarið loks komið - s\V^=-. Smnarbúðir ÆSK HÆTTULEGUR LEIKUR Nú í vikunni var kveikt í sinu í brekkunni við Eyr- arlandsveg — en sem betur fór urðu litlar skemmd- ir. En AM vill vara alla við að fara óvarlega með eld, því að stórtjón getur af hlotist. Á myndinni sézt Sigurður Gestsson að slökkva í sinunni. — Ljósmynd: Hallgrímur Tryggvason. í Lystigarðinum var skynjað fótafak vorsins - og goft var að una þar dagsfund með vormönnunum Jóni og Kristjáni EINS og Akureyringar munu minnast, blés svalan af norðri á uppstigningardaginn þann 15. maí sl. Þeir sem árrisulir voru þann dag litu bæinn hrím- skreyttan eftir frostkalda nótt. Enginn gat séð það á neinu að vor væri komið, utan þess hve sólin reis snemma og hra.kti hrímið á flótta inn í húsasund, þangað sem geislar hennar náðu ekki að smjúga. En heimsókn í Lystigarð Ak- ureyrar til bræðranna Jóns og Kristjáns Rögnvaldssonar glæddi trúna á það að vora myndi því að líta mátti fótspor vorgyðjunnar í ríki þeirra bræðra. Sjá mátti í lundinum þeim, er konur á Akureyri skópu að moldin var vöknuð úr vatrarhelsi. Garðurinn var vel snyrtur, en séð voru sár á trjá- gróðri eftir fárviðrið mikla í vetur, er AM líkti við eyð- ingu Sódóma í fyrndinni og hlaut spé fyrir og skömm í lúð- an hattinn. Eins og Akureyringar munu vonandi vita var Lystigarður Akureyrar stofnaður af akur- eyrskum konum árið 1912 og þá voru fyrstu tréin gróðursett í garðinum. Árið 1857 var gras- garði bætt við, er aukið hefur að mun hróður garðsins, en uppistaðan í grasagarðinum var grasasafn systkinanna í Fífil- gerði, sem Fegrunarfélag Ak. keypti. Þetta er nyrzti grasa- garður í heimi og eru þar nú um 2400 tegundir, en í Lysti- garðinum öllum yfir 4000, má nefna að þar eru nær allar ís- lenzkar plöntutegundir — og svo jurtir víðsvegar að úr heim inum. Gaman var að staldra við í gróðurhúsi garðsins, þar mátti líta fagrar plöntur sumarblóma, er biðu þess að sunnanblærinn kæmi svo að unnt reyndist að gróðursetja þær í vaknandi moldu. Jón Rögnvaldsson hefur haft (Framhald á blaðsíðu 6). Frá Bðrnaverndarfélaginu AÐALFUNDUR Barnaverndai' félags Akureyrar var haldinn í leikskólanum „Iðavöllum“ sunnudaginn 7. maí sl. Félagsmenn eru um 90. Félag ið rekur leikskólann „Iðavöll" og eru þar að jafnaði 50—60 börn. Þó hefur verið heldur minni aðsókn að skólanum í vetur en áður. Forstöðukona er frú Erla Böðvarsdóttir, fóstra, og með henni starfa 4 gæzlu- stúlkur. Framkvæmdastjóri er Páll Gunnarsson, skólastjóri. Leikskólinn nýtur styrks frá bæ og ríki. Fjáröflunardagur félagsins var fyrsta vetrardag. Þá var seld barnabókin ,Sólhvörf“, merki dagsins og kvikmynda- húsin gáfu félaginu kvikmynda sýningar. Að þessu sinni sá Þórir S. Guðbergsson, rithöf- undur, um efni bókarinnar. Rætt var um kynningarkvöld fyrir félagið og nauðsyn á að fá sálfræðing í bæinn vegna upp- eldismálanna. Fyrr á árinu var rætt um byggingu annars leik- skóla eða vöggustofu, en ekki þótti fært að leggja út í það við núverandi aðstæður. (Framhald á blaðsíðu 6). SÍÐUSTU DAGA hefur hæg og mild sunnanátt gefið Norðlend- ingum fyrirheit um að sumarið sé loksins komið. Hafísinn hef- ur látið undan síga og fjarlægzt landið — og nú má orðið líta gróðurlit á túnum Svalbarðs- strandar og í velhirtum görðum í bænum, þó er bleiki liturinn enn meira áberandi en hinn græni litur sumarsins, en allir vona að sumarið sé fyrir alvöru nú loksins komið. Sauðburður gengur vel. Þaðan sem blaðið hefur fregn að hefur sauðburður gengið vel, en hinir þrálátu kuldar og gróð urleysi hafa neytt bændur til mikilla fóðurbætiskaupa, þrátt fyrir það að hey eru víðast hvar næg, en ætlun margra bænda var að komast hjá miklum fóð- urbætiskaupum ef vel hefði vor að. Margir bændur eiga nú um þessar mundir í erfiðleikum við að leysa út áburð, en eins og kunnugt er hækkaði hann gífur lega í verði sökum gengisbreyt- ingarinnar í haust. Mokafli víða norðanlands. Óvenjulega mikill afli hefur borizt á land víða norðanlands Fimmlíu sjúkraliðar hafa veriS úlskrifaSir frá FSA FRÁ Fjórðungssjúkrahúsinu á Akureyri voru brautskráðir 9 sjúkraliðar þann 2. maí sl. Ingibjörg R. Magnúsdóttir, forstöðukona sleit námskeiðinu og afhenti nemendum próf- skírteini. Þetta er fjórða námskeiðið í sjúkrahjálp, sem haldið hefur verið í sjúkrahúsinu. Það stóð yfir í 8 mánuði. Nemendur luku skriflegum prófum í líkams- fræði og verklegu prófi í (Framhald á blaðsíðu 7) NÁMSKEIÐ fyrir börn í Sumar búðunum að Vestmannsvatni í Aðaldal, S.-Þing„ hafa verið ákveðin sem hér segir: Drengir 7 til 9 ára 19. júní til 30. júní. Drengir 10 til 13 ára 1. júlí til 16. júlí. Stúlkur 7 til 9 ára 28. júlí til 8. ágúst. Stúlkur 10 til 13 ára 9. ágúst (Framhald á blaðsíðu 3) j arljós“ og mun Erla syngja j I þar nokkur vdnsæl Iög, en | j undirleik annast Gunnar j 1 Þórðarson, Karl Sighvats- | j son, Jóhann Jóhannsson og 1 | Pétur Östlund. Munu hinir i i fjölniörgu aðdáendur Erlu | i eigi láta þennan þátt fram | i hjá sér fara — og þakka skal i j sjónvarpsmönnum fyrir. En i i svo spyrja margir. Fer ekki i j að styttast í það að við sjá- i i um og heyrum Smárakvart- i i ettinn á Akureyri á sjón- i i varpsskerminum? á þessu vori, t. d. í Ólafsfirði, Dalvík og Sauðárkróki. Hins vegar hefur grásleppuveiðin víða verið mjög rýr til að mynda á Húsavík, Flatey, Hrís- ey og víðar. | Erla í sjónvarpinu | i HIN vinsæla söngkona okk- j j ar Erla Stefánsdótátir kemur = i fram í sjónvarpinu annað j j kvöld (24. maí). Nefnist i i þáttur söngkonunnar „Leið- j

x

Alþýðumaðurinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðumaðurinn
https://timarit.is/publication/597

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.