Alþýðumaðurinn


Alþýðumaðurinn - 12.06.1969, Blaðsíða 2

Alþýðumaðurinn - 12.06.1969, Blaðsíða 2
Heyrt, spurt... (Framhald af blaðsíðu 5). háttvirtra bæjaryfirvalda — og hafa gerzt um |>að vitnað gatna- mótin Hjalteyrargata—Strand- gata. Hinar óhrjálegu liolur og drullupyttir, er ökumönnum hafa verið boðið upp á við þau gatnamót. Ég efast um að bæjar stjóri eða bæjarverkfræðingur liafi ekið um þessi gatnamót og því ókunnir harðhnjósku sann- kallaðrar öræfaslóða, er öku- menn hafa nöturlega orðið var- ir við á þessum stað á degi hverjum. Holu við holu unz náð er malbikaðri Strandgötu — og vil ég fullyrða, að margar öræfa slóðir séu mýkri fyrir hjólbarða og ökumcnn en nefnd gatnamót. En sennilega hafa bæjarstjóri og bæjarverkfræðingur lians orðið það á, sennilega af mis- gáningi að lenda í holunum — því viti menn, einn góðan veður dag er búið að fylla holurnar með ryksællri malardrullu, er umferðin skefur suður á malbik ið í Strandgötu. Þetta er sko verkmenning er scgir sex. f stað þess að sletta malbiki í gjót- urnar var Sprengisandsvegavið gerð valin. Punktum basta. Ég legg til að bílastyrkur til bæjar- stjóra og bæjarverkfræðings verði hækkaður fyrir ódulítið átak þeirra við að viðhalda hoss hoss rómantíkinni við ein af mestu umferðargatnamótum í höfuðstað Norðurlands. Legg ég líka til að þeir gefi út lit- prentaðann auglýsingapésa um að hoss hoss rómantíkina þurfi eigi að leita inn til öræfa, húri sé til staðar hvarvetna á götum Akureyrar og eigi sízt á gatna- mótunum oftnefndu hér að framan. — Ljósmyndina, er fylgir þessari klausu tók Hall- grímur Tryggvason fyrir AM, þá var að vísu ekki bx'iið að! mýkja hoss rómantíkina með möl ofan úr Glerárdal. ÞORSTEINN SEGIR EKKI RÉTT FRÁ. í síðasta Verkamanni er sagt svo frá, að AM hafi rekið upp Ramakvein út af myndun stjórnmálasamtaka í kring um Hannibal og Björn. Þetta er eng an veginn rétt. AM Iét að vísu þá skoðun í ljósi að ný flokks- stofnun myndi leiða til aukinn- ar sundrungar í íslenzkum stjórnmálum. Hins vegar full- yrti blaðið að Alþýðuflokkurinn myndi hafa minnzt óþægindi allra flokka af þessari flokks- stofnun. AM vonar fyrir sitt leyti að samstarf takist milli Al- þýðuflokksins og þess kjarna er nú hyggur á nýja flokksstofnun. Blaðið efast eigi um það að Hannibal er ennþá jafnaðar- maður — og hefur nú unnið það þrekvirki með bandalagi sínu við kommúnista, að leiða út úr herbúðum þeirra, þá er hann yfirgefur fleytuna, tvo ágæta drengi, þ. e. Björn Jónsson og Þorstein Jónatansson, ásamt mörgum dugandi mönnum er gengu í skiprúm hjá kommún- istum, þá er Hannibal geröist liðsmaður þeirra. Hannibalistar og stjórnendur Alþýðuflokksins liljóta fyrr eða síðar að hætta að skemmta skrattanum með því að kasta á milli sín köpur- yrðum að hætti götustráka, um hvorir hafi misstigið sig meira sem kyndilbcrar JAFNRÉTTIS, FRELSIS og BRÆÐRALAGS á Fróni. s. j. EN SVO SKAL ÞAKKA ÞORSTEINI. Þótt s. j. sé frenxur þunglynd- ur maður eftir því sem kunnug- ir segja, liefur hann alltaf gam- an af „humor“, og metur það við kollega sina hjá hinum blöð unum, þá er þeir ná flugi á því sviði, það léttir andann. Halldór Blöndal kom mér oft í gott skaþ þá er hann lét gamminn geysa, já og einnig Jakob Ó. Péturs- son, er hitti oftast nær í mark, hvort sem hann lét á þrykk út ganga gaman eða alvörumál. Herbert nær ekki því flugi, Er- lingur er of virðulegur að not- færa sér það, nema í sambandi við öl og bruggun. S. J. hjá AM hefir verið ásakaður fyrir það, að Iiann sé orðinn allt of þung- ur á bárunni á þessu sviði. En hann hefur afsakað sig með kvefi og skít, en illgjarnir hafa slengt því á hann að pipar- sveinn á fimmtugsaldri nxissi þennan eiginleika, það sé Iífsins lögmál. En þið látið þessa fulU yrðingu eigi fara langt: En þetta er iiú orðinn allt of langur for- máli. Eftirfarandi klausa úr Verkamanninum er ágætur hunxor, sem hæfir í mark — og þökk sé Þorsteini fyrir. „Hér á Akureyri virðist starf semi Nýja Alþýðubandalagsins með langmestunx blóma, enda hefur flokkurinn víst ekki ann- arsstaöar glæsilegri forustu- mönnum á að skipa. Starfið beinizt þó einkum að kvenrétt- indainálunx, og hrökk því upp úr ágætum manni að breyta ætti nafni félagsins í Eldri kvenna félag Jóns Ingimarsson- ar.“ KNATTSPYRNA BÖNNUÐ — HVAR EIGA BÖRN A ODD- EYRINNI AÐ LEIKA SÉR? Margir Oddeyringar hafa komið að máli við blaðið — sagt frá því vandamáli, að börn á þessu svæði hafi engan vett- vang sér til leikja nema götuna eina. Mörgusn krakka hafi hing að til orðið það freisting að nota malarvöllinn við barnalieimilið Iðavelli til að lyfta sér upp á, og hafi eigi verið rekin horn í þau fyrir það fyrr en nú í vor að þau hafa verið rekin þaðan með lögregluvaldi. Virðist því gatan ein eiga að verða leikv'öll ur þeirra í sumar. HOSS HOSS LÍKA VIÐ KALDBAKSGÖTU. Góður borgari í Akureyrar- bæ tjáði blaðinu að lítið væri gert fyrir Kaldbaksgötu, þar væru sömu holurnar er vegfar- endur hefðu kynnzt í fyrra. Við þessa götu eru bifreiðaverk- stæði og gatan því næsta fjöl- farin. Borgarinn kvaðst mælast til að veghefill yrði sendur til að slétta götuna, því eigi væri séð að liann hefði vcrið þangað sendur hvorki í fyrrasumar eða í vor. — AM kenmr tilmæluni hins nxæta borgara liér með á framfæri. SVO ER ÞAÐ AÐALSTRÆTL Þar kenxur sennilega nötur- legast í ljós öræfaslóðir innan landamerkja Akureyrar. Hvaða Akureyringur. getur kinnroða- laust ekið eftir vel við haldinni Eyjafjarðarbraut, þá er hann lxefur prísað sínunx sæla fyrir að vera laus við hraungjóturnar í Aðalstræti, sem er fyrsta kyni* ing ferðafólks, er kemur flug- leiðina til Akureyrar — og líka þeirra er konxa landleiðina úr Þingeyjarþingi og frá Aust- fjörðum. - Björn og Hannibal (Framhald af blaðsíðu 1). býtt meðal fundarmanna. Voru lögin samþykkt umi-æðulaust. Þorsteinn Jónatansson ritstjóri las upp stefnuski-á samtakanna, sem er hin sama og hjá Sam- tökum frjálslyndra í Reykjavík, og var stefnuskráin einnig sam þykkt án umræðna. Fundar- stjóri upplýsti að skráðir stofn- endur væru nú um 150. Þá fór fram stjórnarkjör. For maður var kjörinn Jón B. Rögn valdsson, en með honum í stjórn eru Árni Magnússon, Hörður Adólfsson, Kristófer Vil hjálmsson, Lárus B. Haralds- son, Olafur Aðalsteinsson og Teitur Jónsson, og skiptir stjói’n in með sér verkum. Félag stofnað á Dalvík. Sl. laugai'dag var einnig stofn uð „Samtök vinstri manna“ á Dalvík. Stofnendur voru 17 og var Jóhaxxnes Haraldsson kjör- inn formaður. Á sl. vetri var slíkt félag stofnað á Húsavík — og var þess getið í,AM á sínum tíma. AÐALFUNDUR LÉTTIS Aðalfundur hestamannafélagsins LÉTTIS verð- ur fimmtudaginn 19. júní kl. 8.30 í Litlasal Sjálf- stæðishússins. Venjuleg aðalfundarstörf. STJÓRNIN. Veiði í Laxá Svo sem undanfarin sumur hefur Verkalýðsfélag- ið Eining á leigu veiðiréttindi í Laxá. — Þeir, sem reynt hafa, þekkja, að þangað er gott að fara með stöngina. Veiðileyfi afgreidd á skrifstofu verkalýðsfélag- anna. VERKALÝÐSFÉLAGIÐ EINING. S... —................ . HÆSTU GJALDENDURNIR Á AKUREYRI (Framhald af blaðsíðu 1) Davíð Gíslason, læknir............................ — 146.600.00 Jónas Oddssoix, læknir ........................... — 144.800.00 Oddur C. Thorarensen, lyfsali....................... — 142.300.00 Gissur Pétursson, læknir ........................... — 133.900.00 Jóhann Þorkelsson, læknir........................... — 133.300.00 Stefán Reykjalín, byggingameistari.................. — 131.700.00 Jóhann G. Benediktsson, tannlæknir.................. — 130.200.00 Ólafur Sigurðsson, yfirlæknir ...................... — 129.800.00 Halldór Hallgrímsson, skipstjóri.................... — 126.200.00 Alfi-eð Finnbogason, skipstjói’i.................... — 122.800.00 Guðmundur Magnússon, læknir......................... — 122.200.00 Jónatan Klausen, útvarpsvirki....................... — 121.600.00 Félög: Kaupfélag Eyfirðinga ............................... kr. 482.900.00 Kaffibrennsla Akureyrar h.f......................... — 295.700.00 Byggingavöruverzlun Tómasar Bjöi-nssonar h.f. ... — 203.600.00 Anxaro h.f.......................................... — 198.500.00 Valbjörk h.f........................................ — 175.100.00 Möl og sandur h.f................................... — 161.200.00 Skipaafgreiðsla Jakobs Kai’lssonar h.f.............. — 151.500.00 Braut h.f........................................... — 122.500.00 Aðstöðugjöld voru lög'ð á 511 gjaldendur, samtals kr. 17.546.700.00. Einstaklingar eru 337 og bei-a samtals..........kx’. 2.358.500.00 Félög eru 174 og bera samtals................... — 15.188.200.00 Hæstu aðstöðugjöld bera eftirtaldir aðilar: Einstaklingar: Oddur C. Thorarensen, lyfsali......................,kr. 157.600.00 Valdimar Baldvinsson, heildsali .................... — 92.000.00 Valtýr Þorsteinsson, útgerðaimaður................... — 90.000.00 Félög: Kaupfélag Eyfirðinga ............................ kr. 4.235.000.00 Samband íslenzkra samvinnufélaga................. — 1.738.400.00 Útgei’ðarfélag Akureyringa h.f................... — 1.093.000.00 Slippstöðin h.f.................................... — 487.400.00 Amaro h.f.......................................... — 376.600.00 Byggingavöruverzlun Tómasar Björnssonar h.f. . . — 350.000.00 Kaffibrennsla Akureyrar h.f...................... — 347.700.00 Bifreiðaverkstæðið Þórshamar h.f................... — 297.100.00 Súkkulaðiverksmiðjan Linda h.f. . . ............. — 279.400.00 Leðurvörur h.f................................... — 209.900.00

x

Alþýðumaðurinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðumaðurinn
https://timarit.is/publication/597

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.