Alþýðumaðurinn


Alþýðumaðurinn - 12.06.1969, Blaðsíða 4

Alþýðumaðurinn - 12.06.1969, Blaðsíða 4
Ritstjóri: SIGURJÓN JÓHANNSSON (áb.). Útgeíandi: ALÞÝÐUFLOKKSFÉLAG AKUR- EYRAR. — Aígreiðsla og auglýsingar: Strandgötu 9, II. hæð, sími (96)11399. — Prentverk Odds Björnssonar h.f.# Akureyri £IIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIU||j Öfug þróun í VIÐTALI við Pál Sveinsson landgræðslnstjóra ný- lega kom fram að hann mun hafa fengið skipun um að hætta f járbúskap í Gunnarsholti. Landgræðslan er undir yfirstjórn landbúnaðarráðherra, sem mun hafa gefið þessi fyrirmæli vegna liáværra krafna bændasam- taka um að ríkið sé ekki með bú í samkeppni við bænd ur. Reykjavíkurborg lagði niður gott bú á Korpúls- stöðuin af sömu ástæðum. Búið í Gunnarsholti er án efa eitt stærsta og bezt rekna bú landsins og liefur á undanförnum árum skilað allgóðum hagnaði, sem hef- ur verið notaður til að drýja oft svo smáu f járveitingar, sem til uppgræðslu er varið. Nú óttast margir að þetta verði til þess að torvelda allan rekstur landgræðslu, því jafnhliða því að fjárbúið er lagt niður, er holda- nautastofninn í hættu vegna úrkynjunar, er stafar af því að ekki hefur fengizt leyfi til innflutnings á sæði. Ofbeit og jarðrask allskonar nú síðustu áratugi liefur orðið til þess að gróðurlendi minnkar þrátt fyrir ötult starf þeirra landgræðslumanna, þó er það fyrst nú á síðustu árum að augu almennings eru að opnast fyrir því hvílíkur háski er á ferðum ef ekki verður tekið fast í taumana. Þetta er því ekkert einkamál bænda, held- ur liagsmunamál allra íslendinga, hvort sem er í bæ eða sveit. Þau verk sem hafa verið unnin á söndum Rangárvallasýslu sýna það ljóslega, að þar er hægt að búa þótt mold vanti. Þeir menn sem hafa stjómað í Gunnarsholti hafa sýnt það að bjartsýni þeirra var á rökum reist, og því ættu bændur og raunar þjóðin öll að færa sér í nyt þá dýrmætu reynslu sem þar hefur fengizt. Stórbúum eins og Gunnarsholtsbúinu þarf að fjölga, hver á þau skiptir ekki megin máli, heldur hvemig þau eru rekin og hvort þau eru þjóðhagslega nýt, en óraunhæf afskipti þröngsýnna manna verða og hafa alltaf verið til óþurftar. Fomstumönnum bænda verður að skyljast, að þar sem illa gengur er vandkvæðanna oftast að leita heima í héraði en ekki á stjómarskrifstofum í Reykjavík. Essbe. L NÝ STJÓRNMÁLASAMTÖK? NÚ ÞESSA dagana eru nokkrir menn á ferðalagi um landið í því skyni að stofna stjómmálasamtök. Tvenn- um sögum fer af því hvernig þetta gangi fyrir þeim, þó flestum sé það ljóst að þörf sé engin fyrir fleiri flokka hér á landi. Menn átta sig illa á hver raunveru- leg stefna þessara manna er nema að þeir segjast vera vinstri menn, hvað er orðið æði jaskað orðatiltæki nú á seinni árum. Það munu þó vera aðallega gamlir kommar, örfáir gamaldags kratar, sem hafa ekki kom- ið nálægt Alþýðuflokknum síðasta áratuginn heldur starfað með Moskvuliðinu og svo leifamar af Þjóð- varnarflokknum sáluga, sem kommar gleyptu á sínurn tíma. Líkir flokkar þessum munu vera til í Danmörku og Noregi og tókst á sínum tíma að koma á íhalds- stjóm í báðum löndunum. f seinni tíð mun fylgi þess- ara flokka hafa rýmað mjög í báðum löndunum. Hvað þessi stjómmálasamtök verða langlíf skal hér ósagt vera látið en verði þau til að bíta bakfiskinn úr Moskvuliðinu þá hafa þau ekki lifað til einskis þó skammlif verði. Essbe. iHMHHHHMMnHHHMHHMHHHHHMMIHHMHHHHHHHHHHMHHHMMHMMMtMIMnMHHHMIMHHHHHHHHHlS S FORÐIST SLYSIN. Hr. ritstjóri. Ég hef lengi furðað mig á því, að umferðarnefnd og lögregla skuli ekki enn liafa breytt hinnii kjánalegu og hættulegu gang- braut á mótum Glerárgötu og Geislagötu (upp af Eiðsvalla- götu) og fært hana suður þang- að, sem hún yrði mun styttri og hættuminni. Á ég þar við, að hætt sé að ætla fólki, er kemur innan Geislagötu, að krækja út fyrir gulu kantsteinana og stikla zebramáluð strik út í um ferðina á götunni, en þegar þar að er komið, er venjulega öku- tæki komið að brautinni að norðan. Bezt er gangbrautin lögð þvert yfir götu fast norðan við litlu eyna í gulusteinaröð- inni. Þar sér frá báðum endum brautarinnar til umferðar suð- ur fyrir Strandgötu og jafn- framt miklu lengra til umferðar að norðan, og leiðin yfir götuna allt að helmingi styttri. Þetta ber öllum saman um, sem ég hef sýnt aðstæður og geta vart hafa dulizt lögreglu og umferð- arnefnd (en þeirri nefnd er nokkur vorkunn, þar sem hún mun vera ein af fáum nefndum bæjarins, sem enga þóknun fær fyrir störf sín!) Þá tel ég ekki skynsamlegt að leggja gang- brautir á götuhomum, þar seml ökutæki beygja, heldur ættu þær að vera a. m. k. í 5—7 m. fjarlægð frá horni. Þar sem ég hef álitið, að merking gang- brauta væri gerð til að draga úr slysahættu, beini ég því til við- komandi aðila að flytja hina liáskalegu gangbraut, sem að framan er að vikið, það langt suður, að hún geri hvorttveggja í senn: styttist, — og veiti lengri útsýn til umferðar á báð- ar hliðar. Með þökk fyrir birtinguna, J. Ó. P. AM er sammála bréfritara —■ og tekur undir orð hans. SKORINORÐ SKRIF FRÁ AJAX. Það er meir en lítið ömurlegt, að horfa uppá alla þá vesalinga sem híma fyrir utan íþróttavöll inn þegar leikir eru. Þó tímar séu erfiðir, er þó varla svo kom ið að menn eigi ekki fyrir að- göngumiða þegar áhuginn virð- ist eins ódrepandi og hjá sum- um þessara utangprðsmanna, sem lialda þarna á sér sýningu viku eftir viku á sumrin. Þetta fólk er öllum til leið- inda og ama, og sjálfu sér til háðungar. Áhugamenn um knattspyrnu eru hvergi fleiri en hér á Akureyri og völlurinn hvergi sóttur af eins mikilli þrautsegju sé miðað við liöfða- tölu, og eiga þeir því allt mak- legt skilið, en utanveltufólk kemur óorði á þetta ágæta fólk. Þeir eru vel þekktir sem stundað liafa þetta undanfarin ár, og er vitað að flestir þeirra eru ekki á flæðiskeri staddir fjárhagslega. Enda mun tómið ekki vera fyrst og fremst í budd unni heldur annars staðar. SVO ER ÞAÐ LÖGGÆZLAN. Þegar minnzt er á völlinn er ekki úr vegi að spyrja: Hvar er lögreglan? Það þykir hart, að þegar þriðjungur bæjarbúa er kominn á einn stað eins og á sér stað þegar leikir eru hér á vellinum, að þá skuli ekki sjást einn ein- SFXTliT '' «r SEÐ *mmm mbbmwF mmmsp *h Wíapwi m, W% ML£aAÐ asti lögregluþjóim. Hvar eiga þessir menn að vera ef ekki þar sem stórsamkomur eru og mann fjöldinn skiptir þúsundum? Eru þeir kannski niður á Tanga eða inn í Innbæ? Hér á vellinum hafa brotizt út ólæti, leikmönnum og dóm- ara ógnað og jafnvel orðið fyrir hnjaski og ýmsum leiðindum. Þetta getur skeð hvenær sem er, og þarf ekki mikið út af að bera. Það er ekkert vafamál aíl lögreglunni ber skylda til að hafa starfslið við slíkar sam- komur og hlýtur hér að vera um vangá sem lögreglustjóra er í lófa lagið að kippa í lag, strax fyrir næsta leik. AM þakkar Ajax fyrir skrifin, af þeim stendur hressilegur gustur. GANGSTÉTTIR FRÁ LÓNI OG INN AÐ HÖPNER. Ég vil víta það sleifaralag bæj aryfirvalda er gaganstéttin frá Lóni og inn að Höpner vitnar óneitanlega nöturlega um. Gang stéttin var rifin upp á sl. hausti sökum nauðsynlegra fram- kvæmda á vegmn rafveitu bæj- .....V......................... .........—S arins en eigi var unnt á þeim árstíma að ganga frá gangstétt- inni að nýju nema til bráða- birgða og það held ég að allir Innbæingar liafi skilið. En nú er kominn miður júní og ekkert bólar á lagfæringu, þótt ég vilji fullyrða að nær hálfur annar mánuður sé liðinn, sVo tillit sé tekið til veðurfars, að fram- kvæmdir hefðu geta hafizt. Ásigkomulag gangstéttarmnar á áðurnefndu svæði bíður heim slysahættu, því að margir leggja leið sína út á götuna til að forðast sandfulla skó í þurrkatíð eða forarvilpu þá er rignir af liinmi ofan. Þessi téða gangstétt er ófær yfirferðar með barnavagna hvort sem vætu eða þurrkatíð ríkir og því er freistast til að leggja leið sína út á þrönga umferðaræð þessa bæjarhluta. Ég vona að allir Inn bæingar á þessu svæði taki und ir þá áskorun mína að bót verði á ráðin Iiið skjótasta. — Útsvarsl greiðandi í Innbænum. ÁSKORUN FRÁ BREKKUBÚA. Þessi vika er fegrunarvika — og allir munu eflaust sameinast um, að þá er Akureyringar minnast 25 ára afmælis lýðveld is á íslandi skarti bærinn okkar sem hreinn og fagur bær. Því vildi ég mælast til þess við fegrunarnefnd bæjarins að Grísaból yrði afmáð af ásýnd Akureyrar fyrir 17. júní. Sá staður er vistheimili fyrir rottu her sem lítt hefur verið skaffað fóður í þeim vistarverum, og af þeim sökum gerir her þessi oft innrás í næstu bæjarhverfi til öflunar matfanga — og má oft líta breiðfylkingu af þessum rottuher á síðkvöldum og nætur lagi leggja leið sína um götur Ytri-Brekkunnar. AM sendir þessa áskorun til Jóns Kristjánssonar hins aldna en baráttuglaða kyndilbera fegrunar og snyrtimennsku í höfuðstað Norðurlands. S. J. sá þennan aldna heiðursmann í góðviðrinu sl. þriðjudag vinna ötullega að fegrun á lóð Amts- bókasafnsins. GATNAMÓT STRANDGÖTU OG HJALTEYRARGÖTU. Bílstjóri hefur orðið. Hjalteyrargata er að verða ein mesta umferðargata bæjar- ins — og mun verða það í sívax andi mæli í framtíðinni. En þessi gata hefur enn sem komið) er verið eitt af óhreinu börnum (Framhald á blaðsíðu 2) ___ "* r- 30 J&l 3B €3 2K • Æl 3ME MESSAÐ í Akureyrarkirkju n. k. sunnudag kl. 10.30 órd. Sálmar nr. 534 — 14 — 137 — 674 — 684. — P. S. MÖÐRU V ALL AKLAU STURS - PRESTAKALL. Guðsþjón- usta að Glæsibæ, n. k. þriðju- dag, 17. júní, kl. 11 f. h. — Sóknarprestur. ÁHEIT á Akureyrarkirkju frá H. Á. kr. 50, afhent AM. HVERNIG biblíulestur veitir persónulegan hagnað. Opin- ber fyrirlestur fluttur af Hol- ger Frederiksen, sunnudag- inn 15. júní kl. 16.00 að Kaup vangsstræai 4, II hæð. Allir velkomnir. — Vottar Jehóva. DAVÍÐSHÚS verður opið frá 14. júní n. k. kl. 5.30—7 síð- degis. Sími húsvarðar, Krist- jáns Rögnvaldssonar, er 11497 FRÁ Sumarbúðunum, Vest- mannsvatni. Enn er rúm fyrir nokkur börn. Sækið sem fyrst til prestanna. LEIÐRÉTTING. Nafn Alberts Sölvasonar féll niður í síð- asta blaði, þá er skýrt var frá hverjir skipuðu stjórn Styrkt arfélags vangefinna á Akur- eyri. Albert er gjaldkeri fé- lagsins.

x

Alþýðumaðurinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðumaðurinn
https://timarit.is/publication/597

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.