Alþýðumaðurinn


Alþýðumaðurinn - 23.06.1969, Blaðsíða 1

Alþýðumaðurinn - 23.06.1969, Blaðsíða 1
Verzlið i íérverzlun. Það tryggir gæðin. TÓBAKSBÚÐIN Brckkugötu 5 . Sími 12820 FRAMKÖLLUN — KOPIERING HAFNARSTRÆTI 85 . SÍM3 (96)11520 PEDROM YNDIR Akureyri 39. árgangur — Akureyri, mánudaginn 23. jútu' 1969 — 15. tölublað Hekla hin nýja minnist í fyrsta skipti við saltan mar. Ljósmyndastofa Páls. Varar við félksfíðffa úr iandi | Stór sfund í sögu Akureyrar I EFTIRFARANDI tillaga var í samþykkt á ársþingi Héraðs É sambands Suður-Þingey- É inga, er háð var að Grenivík l þann 8. júní sl. Í „56. þing HSÞ telur þá þró Í un varhugaverða, að fólk I flytjist í stórum stíl úr landi Í vegna vantrúar á fjárhags- É legri afkomu hérlendis og Í beinir því til stjórnar sam- bandsins að leita samstarfs innan ungmennafélagshreyf- ingarinnar og við önnur fé- lagssamtök, sem til greina gætu komið að stemma stigu við þessari óheillaþróun.“ AM tekur liér með undir þessa ályktun þingeyskra ungmennafélaga. — AM get- ur um ársþing HSÞ nánar í næsta blaði. Stærsta skipi, sem smíðað hefur verið á íslandi, var flotað síðastliðinn föstudag ð Akureyri 20. júní. S. J. ÞAÐ VAR vissulega stór stund í sögu Akureyrarhæjar, þá er fyrra strandferðaskipið er Slippstöðin smíðar fyrir Skipaútgerð ríkisins var flotað laust fyrir kl. 2 sl. föstudag. Var margt um manninn í Slippstöðinni til að fagna þessum atburði og ríkti eftirvænting og fögnuður í svipmóti fólksins. s Akureyri 21. júní. S. J. RITSTJÓRI AM hefur sjaldan glaðzt jafn mikið þá er hann mætti í kaffisamsætið á Hótel KEA, er hann sá að boðsgestir voru þar í miklum meirihluta þeir starfsmenn Slippstöðvar- innar, er skópu hinn nýja far- kost, ásamt konum sínum. Hér var ekki um neina toppsamkomu að ræða yfirmanna stöðvarinn- ar og ráðamanna að sunnan, því að þar sátu allir við sama borð. Samsætinu stýrði Bjarni Jó- hanncsson stjórnarformaður Slippstöðvarinnar. Til máls tóku Bjarni Einars- son bæjarstjóri, er lagði áherzlu á framtíðargengi Slippstöðvar- innar og drap á þá staðreynd, að þetta fyrirtæki, ásamt Út- gerðarfélagi Akureyringa h.f., mætu teljast lífakkeri aukinnar uppbyggingar Akureyrar — og drap á það í því sambandi, að í skipasmíðastöðinni gæti í ná- inni framtíð farið fram endui'- nýjun togaraflota Akureyringa. Næstur tók til máls Magnús Jónsson fjármálarúðherra og gat hann þess í upphafi, að Egg- ert G. Þorsteinsson sjávarút- vegsmálaráðherra og hann hefðu á sínum tíma tekið ákvörðun um það að endurnýj- un strandferðaskipanna skyldi fara fram héi' á Akureyri — og mætti segja að framtíðarsmíði stálskipa hefði í raun og veru verið lögð í hendur forstjóra Slippstöðvarinnar á Akureyri, og eigi væri enn séð að hann og starfsmenn hans hefðu brugð izt því trausti — og árnaði ráð- herra fyrirtækinu allra heilla í þágu lands og þjóðar. starlsmenn Að síðustu talaði Brynjólfur Ingólfsson ráðuneytisstjóri og (Framhald á blaðsíðu 5) Athöfnin hófst með því að Skapti Áskelsson forstjóri Slipp stöðvarinnar flutti ávarp og bauð gesti velkomna — og sagði m. a.: „Fyrir okkur Slippstöðv- armenn er þetta merkisdagur, þar sem hér er um að ræða stærsta verkefni, sem' við höf- Frú Jóna Jónsdóttir skírir skipið Heklu. Ljósmyndastofa Páls. Samtök skipasmíððstöðva er nauðsyn Ein teiknistofa er hag- ræðing sem vinna ber að í framtíðinni Akureyri 19. júní. S. J. Á FUNDI Alþýðuflokksfélags- ins í kvöld, þá er rætt var um stálskipasmíði á landinu, kom Jón Ármann Héðinsson alþingis maður fram með þá athyglis- verðu tillögu, að mun nánara samvinna, samkomulag og hag- ræðing væri brýn nauðsyn varð andi eflingu og uppbyggingu þessa framtíðargreinar íslenzks iðnaðar í landinu, og tók sem dæmi jákvæða þróun í þessu efni er átt hefur sér stað er- lendis, svo sem í Noregi og Spáni. Nefndi hann sem dæmi að innlendu skipasmíðastöðvarn ar kæmu sér upp sameiginlegri teiknistofu, sem vissulega myndi til hagræðingar fyrir þessa mikilvægu framtíðariðn- grein á íslandi. Það skipulags- starf hlyti að stuðla gegn handa hófsframkvæmdum í þessum málum. Tekur AM ákveðið undir þess ar tillögur alþingismannsins. um tekið að okkur og jafnframt er þetta skip hið stærsta sem íslendingar hafa smíðað. Við trúum því að verkið hafi tekizt vel fram að þessu og höldum ótrauðir áfram.“ Að loknu ávarpi forstjórans tók Eggert G. Þorsteinsson sjáv arútvegsmálaráðherra til máls — og birtir AM ávarp hans orð- rétt í blaðinu í dag. Að ávarpi ráðherrans loknu skírði frú Jóna Jónsdóttir eigin kona sj ávarútvegsmálaráðherra skipið: „Ég óska þér og áhöfn þinni blessunar og alls velfarn- aðar á hafi úti sem við strendur íslands. Ég skíri þig HEKLU“, sagði frúin um leið og kampa- vínið freyddi um kinnung skips ins við mikinn fögnuð áhorf- enda. Að svo búnu tók hin nýja Hekla við sér og rann af krafti út úr háreistu húsi skipasmíða- stöðvarinnar og innan stundar hafði hún minnst við saltan sjó í fyrsta sinni. Flotun hinnar nýju Heklu tókst giftusamlegá og boðar fararheill. Ef ekkert óvænt kem ur fyrir mun hin nýja Hekla verða tilbúin til afhendingar til eigenda ekki síðar en í október í haust. Smíði skipsins byrjaði í júní í fyrra. í fyrstu störfuðu um 40 manns við smíði skipsins, en þá er innréttingar hófust hafa starfsmenn verið 80. Sam- hliða smíði Heklu hefur verið unnið að öðru strandferðaslcipi, sem er samskonar og er miðað við að það skip verði tilbúið í október á næsta ári. Öllum sem hafa þekkingu á smíði skipa, ber saman um það að allur frá- gangur skipsins sé hinn vand- aðasti og starfsmönnum öllum til mikils sóma. 'MM>IMMMMMMMMMMMMMMMMMMMMMMMMMMIMIMMMMMMMMMMMMMMMMMMMMMMMMIMMMIMMMMHMMIMP|| r ® nyja UPPLÝSINGAR UM SKIPIÐ er byggt sem einnar skrúfu flutningaskip með íbúðum fyrir 12 farþega, og 19 manna áhöfn. Stærð þess er 950 tonn með lestarými sem er 53120 cbft. og frysti- rými sem er 8400 cbft. Mesta lengd er 68.40 m. og mesta breidd 11.50 m. Dýptin er 6.10 m. Skipið er byggt samkvæmt „Loyds Register of shipping" flokki 100 a 1, styrkt fyrir siglingar í ís Klassi 3. Það er búið 1650 ha. Deutz-aðalvél, ásamt þremur ljósavélum af Pacman-gerð, samtals 775 KVA. Gert er ráð fyrir því, að skipið nái 13 mílna gang- hraða á klst. Fermingar- og afferming- arbúnaður skipsins eru tvær 3 tonna bómu, einn 5 tonna krani og 20 tonna kraftbóma. Lestarlúgurnar eru af Mc- Gregor-gerð og lestaropin það stór að auðvelt er að HEKLA NYSMIÐINA nota svokallaða „Containers“ og gaffallyftara í lestum, en það er mjög þægilegt og flýt ir fyrir við losun og lestun skipsins. Samningur um smíðina var undirritaður 3. marz 1968 og hófst hún fyrir u. þ. b. ári síðan þ. e. í júní 1968. í verk- inu unnu til að byrja með um 40 manns en frá sl. ára- mótum, eða frá því að inn- réttingar hófust, hafa unnið þar um 80 manns. Samhliða smíði þessa skips hefur verið unnið að smíði sams konar skips fyrir sama aðila, og verður strax hafist handa við að reisa það inni, þegar fyrra skipinu hefur verið hleypt af stokkunum. Gert er ráð fyrir því, að smíði fyrra skipsins verði lok ið í október n.k. og að seinna skipið verði afhent í október 1970. Leiðarinn: SKIPI FLOTAÐ GREIN EFTIR BJÖRN KRISTINSSON - Sjá bls. 5 ALLT TIL MATARGERÐAR VERIÐ VELKOMIN EYRARBÚÐIN - opið til kl. 20.00.

x

Alþýðumaðurinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðumaðurinn
https://timarit.is/publication/597

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.