Alþýðumaðurinn


Alþýðumaðurinn - 23.06.1969, Blaðsíða 5

Alþýðumaðurinn - 23.06.1969, Blaðsíða 5
Nám við Vélskóia íslands er eigi bundið sjávar- útvegi einum, heldur er það alhliða nám á sviði vélfækni, hvort sem er á sjó úfi eða inn til sveita Grein eftir Björn Kristinsson, forstöðumann deildar Vélskóla íslands á Akureyri AM FÓR ÞESS Á LEIT við Björn Kristinsson skölastjóra Vél- skóladeildar fslands á Akureyri, að hann segði frá starfsemi Akur- eyrardeildar Vélskólans á Iiðnum vetri, ásamt nokkrum hugleið- ingum um starfssvið skólans. Bjöm tók vel þessarri bón blaðsins — og gefur AM Birni hér með orðið. Þann 31. maí sl. fóru fram skólaslit Akureyrardeildar Vél- skóla íslands að Hótel Varð- borg, með sameiginlegri kaffi- drykkju nemenda, kennara og prófdómara. Að þessu sinni fór fram kennsla við deildina til I. og II.' stigs vélstjóranáms, en vélstjóranámið fer fram í fjór- um stigum, og eru og verða tvö seinni stigin eingöngu starfrækt í Reykjavík. Að þessu sinni útskrifuðust 30 nemar frá deildinni hér á Akur eyri. Þann 1. marz var 14 nem- um á fyrsta stigi afhent skír- teini og stóðust þeir allir próf með framhaldseinkunn, en til þess að hljóta þá einkunn þurfa nemar að hafa hlotið samanlagt í fjórum vélfræðigreinum 20 stig og samanlagt að viðbættum öðrum 3 greinum er tilheyra vélfræði 35 stig, þó má engin ein einkunn í þessum fögum vera lægri en 5 til þess að ekki þurfi að endurtaka próf í þeirri grein að hausti, þó samanlögð stigatafla hafi annars náðzt. — Hæstu einkunn við I. stig hlaut Brynjar Franzson frá Vest- mannaeyjum samtals úr 10 greinum 92.2 stig, meðaleinkunn 9.2, og annar varð Sverrir Þóris son, Akureyri með meðal- einkunn 9.1. En eins og áður er sagt voru svo skólaslit 31. maí og var þá 16 nemum á II. stigi afhent skír teini. Stóðust þeir einnig allir próf. Hæstu einkunn hlaut Frey steinn Bjarnason, Akureyri, meðaleinkunn úr 16 fögum 9.2, annar varð Valur Sigurjónsson einnig frá Akureyri með 8.6 í meðaleinkunn. réttindi við vél í fiskiskipi, að stærð 250—500 hestöfl. En þeir sem staðizt hafa próf II. stigs öðlast rétt til vélstjórnar við vélar í fiskiskipi með vélar- stærð 500—-1000 hestöfl. En til þess að öðlast þessi réttindi til fulls að loknu hverju stigi þarf ákveðið tímabil starfsþjálfunar. Oðru máli gegnir með vélar sem notaðar eru í landi. Þar eru engin ákvæði um stærð vélar eða starfsþjálfun vélstjóra og því ekkert sem kveður á um stærðartakmörk, einungis hvað sá er í hlut á finnur sig mann til og vinnuveitandi treystir hon trm til. Fyrir rúmum 50 árum var ! Margir af nemum II. stigs hafa þegar sótt um skólavist til III. stigs við Vélskóla íslands í Reykjavík og einnig hafa bor- izt óvenju margar vunsóknir til beggja stiga hér fyrir norðan. Þeir sem staðizt hafa burt- farapróf I. stigs öðlast vélstjóra fyrsta mótomámskeiðið haldið hér á Akureyri og nær árvist síðan og stundum tvisvar á ári. Björn Kristinsson. Til gamans má geta þess að þetta fyrsta námskeið sóttu 32 nemendur og margir þeirra kunnir menn og vel metnir borg arar í sínu byggðarlagi. Þessi námskeið fóru fram á vegum Fiskifélags íslands og stóðu yfir í 3 mánuði hvert nám skeið, en með aukinni vélvæð- ingu bæði á sjó og landi þóttu þessi námskeið ekki veita næga undirbúningsmenntun, og árið 1966 voru gefin út frá Alþingi Lög um vélstjóranám og Vél- skóla íslands faldar allar fram- kvæmdir þar að lútandi. Nú voru gerðar nokkrar breytingar á námsefni við skól- ann og kennsluháttum, náms- efnið aukið að mun og kröfur til námsárangurs einnig settar hærra. Þriggja mánaða námskeiðin voru þar með felld niður, en í þeirra stað kemur I. stig vél- skólanámsins (sem enn er nefnt námskeið) og stendur það í fimm mánuði og á að veita mönnum þekkingu og sjálfs- traust að þeir geti tekið að sér fyrrgreinda vélastærð í fiski- skipi svo og öllum öðrum véla- og tækjabúnaði í skipum og framkvæmd einföldustu við- gerðir eftir því sem aðstæður leyfa og efni standa til. Nú væri ekki úr vegi að láta sér til hugar koma að skóli sem starfræktui' hefur verið síðan 1918 stæði á gömlum merg, og ekki þyrfti nema einhverja sára litlu að bæta við eða breyta, svo að fullnægjandi yrði, en svo ein falt er málið þó ekki. Síðan Vélskóli íslands tók málið í sínar hendur hefur að vísu nokkuð áunnizt til úrbóta, hér fyrir norðan og' á Akureyr- arbær sinn þátt í því en þó vant ar enn mjög á að fullnægjandi geti talist og er það miður, þar sem hér er um að ræða nauð- synjamál hvað að útgerðinni snýr, svo og hverjum þeim er þarf að taka eða hefur tekið vél ar, hverju nafni sem nefnast, í sína þjónustu og hverja þjón- ustu sem þær veita, hvort held- ur til sjávar eða sveita. Og þá vildi ég aðeins víkja að almenningsáliti því, sem virðist bundið vélstjóranienntun, en það er að hún sé ekki nema fyr- ir þá eina sem ætla að verða sjómenn eða vélstjórar á skip- um. Þó að þetta hafi átt rétt á sér þegar svo til eingöngu var um að ræða að vélar væru um borð í skipum þá er sá tími löngu liðinn, sem betur fer og til dæmis bóndinn er nú kom- inn með vélar sem hann beitir fyrir sig við bústörfin ekki síður en útgerðarmaðurinn, og þær vélar þarfnast ekki síður um- hirðu og eftirlits ef um góða endingu samfara fullum afköst- um á að vera að ræða, heldur en aðrar vélar. Þá má og geta þess í þessu sambandi, að snúða kennsla hefur verið stóraukin við skólann og verður það hverj um manni hagkvæmt er nemur, hvað svo sem hann tekur sér síðar fyrir hendur eða gerir að ævistarfi sínu . Þá kem ég að máli sem ég tel að sé okkar norðanmanna, en það er að sækja okkar hlut fast ar viðkomandi skólanum, til þess opinbera, svo hlutur okkar hér fyrir norðan verði ekki fyr- ir borð borinn, að hægt verði í framtíðinni að reka þessar tvær deildir skólans hér með þeim hætti að nemar sem útskrifast frá þeim verði í engu eftirbátar þeirra er hljóta sína menntun í Reykjavík nema síður væri. Reynsla undanfarinna ára hef ur leitt í ljós að ekki er um að ræða skort á hæfum kennurum, en húsnæði er vægast sagt mjög lélegt og ekki til frambúðar. Þá vantar og tilfinnanlega kennslu tæki í ýmsum fögum, svo sem eðlisfræði, efnafræði og fjar- skiptafræði, einnig eru umbæt- ur í vélasal mjög aðkallandi og nauðsynlegar. En Róm var ekki byggð á ein um degi og' svo -verður einnig með deild Vélskólans hér. En til þess að eitthvað miði til fram fara teldi ég nauðsynlegt að ráð inn yrði fastur starfsmaður að deildinni sem gæti haft með höndum frekari uppbyggingu hennar og búið í haginn fyrir næsta skólaár þá mánuði sem skólinn er ekki að störfum og mundi það vera ærið starf fyrir einn mann og þó fleiri væru. Undanfarin ár hafa nemar í skólanum verið hvaðanæva að af Norður- og Austurlandi og sýnir það meðal annars að hér gæti einnig verið um að ræða einn þáttinn í jafnvægi í byggð landsins og finnst mér vel færi á að Akureyri léti til sín taka sem höfuðstaður Norðurlands og mesti skóla- og iðnaðarbær landsins, því hér er um að ræða sérlega hagkvæmt nám hverj- um þegni þjóðfélagsins. (Framhald af blaðsíðu 8). ur, og hún hefur yfir að ráða bilum sem taka allt frá 8 far- þegum til 60 farþega í einn bíl. — Norðurleið h.f., Reykjavík, mun koma í afgreiðslu til stöðv Góður fundur Akureyri 19. júní. S. J. í KVÖLD héldu jafnaðarmenn á Akureyri fjölmennan fund að Strandgötu 9, II. hæð, en þar hafa jafnaðarmenn komið sér upp vistlegum fundarsal, sem að vísu er ekki fullfrágenginn enn, en þess skal getið nú að öll vinna við þessar framkvæmdir hafa flokksmenn unnið í sjálf- boðavinnu og mun AM geta bet ur um það síðar þá er félags- heimili jafnaðarmanna á Akur- eyri verður formlega tekið í notkun. Gestir fundarins voru Eggert G. Þorsteinsson félags- og sjáv- arútvegsmálaráðherra og Jón Ármann Héðinsson alþingis- maður. Einnig mættu á fundin- um þrír Ólafsfirðingar, Hregg- viður Hermannsson, Sigurður Jóhannesson og Sigurður Ring- steð, sem allir tóku til máls. Góður rabbfundur. — Spurningar og svör. Formaður Alþýðuflokksfélags Akureyrar, Kolbeinn Helgason, stjórnaði fundi og tilnefndi fundarritara Steindór Gunnars- son. Fundarstjóri gat þess í upp hafi fundar, að Eggert G. Þor- steinsson ráðherra hefði komið hingað til bæjarins í einkaerind um — og hefði hann þó góðfús- lega orðið við þeim tilmælum að mæta á fundi með flokks- mönnum hér í bæ — og svo vel hefði einnig til tekizt að annar ágætur forustumaður jafnaðar- rnanna, Jón Ármann Héðinsson alþingismaður, hefði verið stadd ur í bænum, hefði því þótt til- valið að efna til fundar. Umræður voru frjálslegar — og var víða við komið, svo sem núverandi stjórnarsamstai'f, skipulagsmál Alþýðuflokksins, atvinnu- og húsnæðismál, ajt— vinnuleysistryggingar og vinnu miðlun, skattamál, iðnaður o. fl. Var fjölmörgum fyrirspurnum beint til ráðherrans og til al- þingismannanna Braga Sigur- jónssonar og Jóns Ármanns Héðinssonar. Til máls tóku, auk ráðherra og alþingismannanna tveggja, Sigursveinn Jóhannesson, Þor- steinn Svanlaugsson, Þorvaldur Jónsson, Steindór Gunnarsson, Gunnar Steindórsson, Haukur Haraldsson, Kolbeinn Helgason — og svo sem fyrr segir þrír Ólafsfirðingar, þeir Hreggviður Hermannsson, Sigurður Jóhann esson og Sigurður Ringsteð. Þess skal getið, að eigi var unnt að koma út fundarboði vegna naums tíma — og því var boðað til fundarins í síma — ef mistök hafa á orðið skal færa það á syndaregistur ritstjóra AM. * Fleiri slíkir fundir er akkur fyrir samheldni og sóknarkraft jafnaðarstefnu í Norð-Austur- þingi. arinnar, sennilega um næstu áramót. Umferðarmiðstöðin hefur af- greiðslu sína til húsa að Skipa- götu 13, eða þar sem Ferðaskrif. stofan SAGA var áður. Við skólaslit Vélskólans á Akureyri. Nemendur, prófdómarar og nokkrir kennarar Ljósm.: Eðvarð S. - UMFERÐARMIÐSTÖÐ TEKIN TIL STARFA

x

Alþýðumaðurinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðumaðurinn
https://timarit.is/publication/597

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.