Alþýðumaðurinn


Alþýðumaðurinn - 23.06.1969, Blaðsíða 8

Alþýðumaðurinn - 23.06.1969, Blaðsíða 8
Leggjumsl öll á eilt og gerum Akureyri að hreinasla bæ landsins Guðsblessun lylgi skipi o r _ Avarp Eggerts G. Þorsteinssonar, ráðherra Góðir tilheyrendur! ingar í samgöngumálum í lofti Við erum hér saman komin á og á landi, hefur þörf þjóðar- merkum tímamótum í sögu þjóð innar fyrir samgöngur á sjó vax Eggert G. Þorsteinsson ráðherra flytur ávarp. Einnig sézt á mynd- inni Skapti Áskelsson forstjóri. Ljósmyndastofa Páls. arinnar. Fyrsta, stóra vöruflutn inga- og farþegaskipi, sem smíð að hefur verið hér á landi á að hleypa af stokkunum og því á að gefa nafn. Fyrir skömmum tíma vorum við einnig hér saman komin til að fagna formlegri opnun stærstu dráttarbrautar landsins. Þannig má með sanni segja að skammt sé stórra viðburða í milli hér á Akureyri — von- andi heilladrjúgra atburða, ekki aðeins fyrir Akureyrarkaupstað heldur þjóðina alla. Fáar þjóðir veraldar munu eiga meira undir ferðum á haf- inu komið, en við íslendingar. Þrátt fyrir stórkostlegar bylt- ið. Ástæðurnar sem til þess liggja, eru öllum landsmönnum svo kunnar, að hér er óþarft upp að telja, — og eru aðeins fá atriði af mörgum sem skapa sérstöðu okkar sem þjóðar. — Verulegur hluti samgangna okk ar á landi, er ónothæfar stóran hluta ársins, vegna snjóa og ís- inga. Margir okkar sérfræðing- ar telja meira að segja, að við byrjum of snemma vors að nota vegina og ættum að beina vöru- flutningunum í stærra mæli til flutninga á sjó. Það voru þessar staðreyndir sem m. a. lágu að baki stofn- unar Skipaútgerðar ríkisins, og eins og ég áðan sagði, liggja ■<SNV skipshöln einnig að baki þeirri ákvörðun að endurnýja nú flota útgerðar- innar með byggingu þeirra tveggja skipa, sem hér í Slipp- stöðinni er nú unnið að. Eins og forráðamenn útgerðar innar hafa bent á er nauðsyn- legt í næstu framtíð að bæta af- greiðsluaðstöðu útgerðarinnar á hinum ýmsu stöðum, en þó sér- staklega í sjálfri Reykjavík, en þar er allri aðstöðu hennar veru lega áfátt. Skal ég ekki nú fara nánar út í þau atriði, sem flokkast munu undir framtíðarverkefni útgei'ð (Framhald á blaðsíðu 2) Umferðarmiðstöð tekin ti! starfa á Akureyri Það framtak hlýtur að minna á skyldur ríkis- valdsins hér norður frá í þessu efni AM HEFUIt oft drepið á það, að stofnun umferðarmiðstöðvar á Akureyri væri knýjandi nauiðsyn. Nú hafa sérleyfishafar og ýmsir einstaklingar sýnt það lofsverða framtak að hrinda þessu nauð- synjamáli í framkvæmd, sem hlýtur að minna ríkisvaldið á skyld- ur sínar í þessu efni í höfuðstað Norðurlands. — AM birtir hér á eftir fréttatilkynningu um stofnun Umferðarmiðstöðvar á Akureyri Laugardaginn 14. júní sl. var formlega stofnuð Umferðar miðstöðin h.f. á Akureyri. Stofn endur og hluthafar eru sem hér segir: Gunnar Jónsson, Dalvík, Aðalsteinn Guðmundsson, Húsa vík, Sigurður Björnsson, Sleitu stöðum, Hópferðir s.f., Akur- eyri, Guðný Bergsdóttir, Akur- eyri, Guðmundur Tryggvason, Akureyi'i, Eggert Jónsson, Akur eyri, Þorsteinn Leifsson, Akur- eyri, Kristján Grant, Akureyri, Kristján Gunnþórsson, Akur- eyri og Hreiðar Gíslason, Akur eyri. — Framkvæmdastjóri var ráðin Guðný Bergsdóttir. En stjórn Umferðarmiðstöðvarinn- ar skipa: Gunnar Jónsson for- maður, Aðalsteinn Guðmunds- son varaformaður, Guðmundur Tryggvason ritari, Sigurður Björnsson og Olafur Þorbergs- son. Tilgangur félagsins er að reka afgreiðslu sérleyfisbifreiða, til vöru- og fólksflutnings, svo og til hópferðaaksturs. Daglegai' áætlunarferðir eru frá Umferð- armiðstöðinni til Dalvíkur, Ólafsfjarðar, Siglufjarðar, Húsa víkur, Kópaskers og Raufar- hafnar, einnig tvisvar í viku til Grenivíkur og Hjalteyrar. Umferðarmiðstöðin útvegar bíla í .hverskonar hópferðaakst- (Framhald á blaðsíðu 5). Guðný Bergsdóttir. 10? nýsfúdentar frá Menntaskólanum á Ákureyri Jóhann Tómasson frá Siglufirði hlaut einkunn- ina 9,70, sem er hæsta einkunn frá MA til þessa ÞANN 16. júní var Menntaskól- anum á Akureyri slitið í Akur- eyrarkirkju og voru 107 stúd- entar brautskráðir að þessu sinni. Steindór Steindórsson skólameistari afhenti nýstúdent um skírteini sín — rakti í skóla slitaræðu sinni starfssögu skól- ans á liðnu skólaári — og ávarp aði síðan hina brautskráðu nem endur með snjöllum orðum og óskaði þeim fararheilla á lífs- brautinni. Að þessu sinni voru braut- skráðir stúdentar frá MA 107 og í þeim hópi eru fyrstu stúdent- arnir sem brautskráðir eru frá náttúrufræðideild skólans. Hæsta einkunn í sögu MA. Hæstu einkunn nýstúdenta og yfir allan skólann hlaut Jó- hann Tómasson frá Siglufirði, 9.70, og er það hæsta einkunn sem stúdent hefur náð hjá MA og sennilega hæsta einkunn sem náðzt hefur við stúdents- próf við íslenzka menntaskóla. Mættir voru við skólaslit MA 40, 25 og 10 ára, stúdentar og færðu þeir skólanum veglegar gjafir. Orð fyrir 40 ára stúdent- um hafði Ingólfur Davíðsson náttúrufræðingur, Páll Árdal prófessor fyrir 25 ára stúdenta og færði sá árgangur skólanum að gjöf mjög fullkomna kvik- myndavél. Fyrir hönd 10 ára stúdenta talaði Björn Guð- mundsson lögfræðingur, en 10 ára stúdentar færðu skólanum mjög vandaða teikningu af gamla skólahúsinu, en höfund- ur hennar er Þorsteinn Gunn- arsson arkitekt. Alþýðubandalagið kommún- isfaflokkur sð álifi Hannibals Á STOFNFUNDI samtaka vinstri manna á Akureyri lét Hannibal Valdimarsson ótví- rætt þá skoðun í ljósi, að Alþýðubandalagið væri kommúnistaflokkur. Kvað Hannibal vart vera skilyrði fyrir einn kommúnistaflokk á íslándi í dag hvað þá tvo, þ. e. Alþýðubandalagið og Sósíalistaflokkinn, sem hef- ur verið uppvakinn að nýju. Með þessarri fullyrðingu er Hannibal Valdimarsson að játa það að hann hafi verið stuðningsmaður kommúnista er hann ásamt liðsoddum Sósíalistaflokksins gengu í kosningabandalag það er þeir skírðu Alþýðubandalag árið 1956. — AM þakkar hér með Hannibal fyrir hrein- skilnina. Stúdentar frá Menntaskólanum á Akureyri vorið 1969. Ljósmyndina tók Eðvarð Sigurgeirsson.

x

Alþýðumaðurinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðumaðurinn
https://timarit.is/publication/597

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.