Alþýðumaðurinn


Alþýðumaðurinn - 03.07.1969, Blaðsíða 5

Alþýðumaðurinn - 03.07.1969, Blaðsíða 5
ZÞROTTIB IÞHOTTIR IÞROTTIR IÞROTTIR Myndin sýnir markið sem Magnús skoraði hjá Bermuda. ÍBA og Valur gerðu jafntefli VALUR og Akureyringar mætt ust til leiks í 1. deildarkeppn- inni sl. sunnudag hér á Akur- eyri. Sæmilegt veður var er leik urinn fór frarri, austan gola en gerði smóskúr um miðjan leik og varð völlurinn nokkuð háll af þeim sökum. Var leikur þessi ólíkt líflegri en leikurinn við Bermuda á föstudaginn. Akureyringar sóttu til að feyrja með og komust strax í tækifæri er Aðalsteinn „vipp- aði“ boltanum yfir Sigurð Dags son markmörð, en því miður einnig yfir þverslá. Fyrsta mark leiksins kom á 6. mín. Skúli Ágústsson skaut þéttu skoti af stuttu færi í átt að tnarkinu, en boltinn fer í stöng, hrekkur fyrir fætur Steingríms sem er ekki seinn á sér að skora framhjá Sigurði markverði, sem stóð eins og frosinn og reyndi hvorugt skotið að verja. Er 11. mín. voru liðnar af leiknum var dæmd aukaspyrna á Akureyringana. Upp úr auka- spyrnunni skorar svo Reynir Jónsson stórfallegt mark, sem Samúel markvörður átti engin tök á að verja. Verður mark þetta að teljast sök varnarinnar sem virtist gleyma sér eitt dýr- mætt augnablik. Voru nokkur skemmtileg upp hlaup á báða bóga það sem eftir var fyrri hálfleiks, en ekki fleiri mörk. Seinni hálfleikur byrjaði eins og hinn fyrri endaði, með snörp um, en markalausum, upp- hlaupum. Voru það Akureyring 17. JÚNÍ-MÓTIÐ 100 m. hl. (meðvindur) sek. Sig. V. Sigmundss., UMSE 11.6 400 metra hlaup. sek. Jóhann Friðgeirss., UMSE 59.5 100 m. hl. kvenna (meðv.) sek. Ingunn E. Einarsd., KA 13.5 Ingibjörg Sigtryggsd., KA 14.4 Þóra Þóroddsdóttir, HSÞ 14.8 Langstökk kvenna. sek. Ingibjörg Sigtryggsd., KA 4.54 Ingunn E. Einarsd., KA 4.42 Þóra Þóroddsdóttir, HSÞ 4.21 Hástökk. m. Sig. V. Sigmundss., UMSE 1.75 Halldór Matthíasson, KA 1.60 Kúluvarp. m. Vilhj. Ingi Árnason, KA 14.23 (Akureyrarmet) Þóroddur Jóh.son, UMSE 12.78 Sig. V. Sigmundss., UMSE 11.54 80 m. grindahl. kvenna. sek. Ingunn E. Einarsd., KA 14.4 (Akureyrarmet) sek. 67.5 400 m. hl. kvenna. Ingunn E. Einarsd., KA (Akureyrarmet) Barbara Geirsdóttir, KA 69.5 Kringlukast. m. Vilhj. Ingi Árnason, KA 36.76 Óskar Eiríksson, KA 35.74 Sig. V. Sigmundss., UMSE 35.00 Þóroddui' Jóh.son, UMSE 33.05 1500 m. hlaup. mín. Sigvaldi Júlíusson, UMSE 4.30.1 Þórir Snorrason, UMSE 4.36.6 Halldór Matthíasson, KA 4.46.3 Langstökk. m. Sig. V. Sigmundss., UMSE 6.27 Guðl. Ellertss., (HSS) MA 5.27 Spjótkast. m. Vilhj. Ingi Ámason, KA 49.39 Halldór Matthíasson, KA 43.39 Sig. V. Sigmundss., UMSE 42.84 Keppnin fór fram 14. og 15. júní. 17. júní-bikarinn, gefinn af Olíusöludeild KEA, hlaut Vil- hjálmur Ingí Árnason fyrir bezta afrek mótsins, 14.23 m. í kúluvarpi, sem gefur 742 stig. Mótsstjóri var Haraldur Sig- urðsson. □ vann Bermuda 1-0 Ljósm.: H. T. arnir sem áttu meiripartinn af upphlaupunum, björguðu Vals- menn til dæmis tvisvar á línu. En þó voru það Valsarar sem skoruðu fyrra mark hálfleiks- ins. Var það Ingvar Elísson sem gerði markið eftir góða send- ingu frá Hermanni Gunnars- syni. En ekki voru liðnar nema um það bil 2 mínútur er Akureyr- ingar jöfnuðu. Var dæmd rétti- lega aukaspyrna fyrir hrindingu á Steingrím, var þetta innan við vítateig Valsara. Skúli spyrnir til Sævars Jónatanssonar sem skaut þrumuskoti beint í mark. Ekki voru fleiri mörk gerð í þessum leik, en mörg falleg og hættuleg upphlaup urðu til. Valsliðið er nokkuð jafngott lið og er framlínan hættuleg. Bezti hluti Akureyrarliðsins var vörnin, gæti ég trúað að fá lið á landinu ættu betri varnar- menn en þá Jón Stefánsson og Gunnar Austfjörð. Magnús Jónatansson stóð sig vel, dug- legur og sterkur. Framlínuna vantar meiri hörku og dugnað, Steingrímur er eini verulega hættulegi sóknarmaðurinn. Mætti Skúli ekki fá frí einn leik eða svo, mér sýnist hann vera orðinn nokkuð langþreytt- ur. Númi Friðriksson kom inn í staðinn fyrir Þormóð, og fannst mér hann góður á meðan hann entist, en eitthvað virtist skorta á úthaldið. Dómari í þessum leik var Grétar Norðfjörð og dæmdi vel. BERMUDALIÐIÐ sem verið hefur hér á landi kom til Akur- eyrar sl. föstudag og keppti við fyrstudeildarlið IBA. Leikurinn var heldur lélegur og oftast þófkenndur, en tæki- færin sem komu voru sum góð og hættuleg. Akureyringar byrj uðu að vísu vel með nokkrum góðum- upphlaupum, sem runnu öll að lokum út í sandmn, að undanskildu einu. Var það á 7. mín. fyrri hálfleiks er Magnús Jónatansson fær fallega send- ingu frá Þormóði Einarssyni, leggur boltann vel fyrir sig og skaut þrumuskoti beint í mark- ið. Var þetta eina markið sem skorað var, það er að segja lög- lega, en Bermudaliðið skoraði að vísu 3 mörk, sem öll voru dæmd ólögleg. Um miðjan fyrri hálfleik meiddist Gunnar Austfjörð og varð að yfirgefa völlinn. í hans stað kom inná ungur leikmaður, Sigbjörn Gunnarsson. Var þetta fyrsti leikurinn sem Sigbjörn leikur með úrvalinu og fór það varla á milli mála. Síðári hálfleikur var öllu slak ari en hinn fyrri. Skiptust liðin á upphlaupum sem ekkert varð úr. í eitt skiptið varði einn Bermudamaðurinn hörkuskot frá félaga sínum, en skotið hefði örugglega hafnað í markinu hjá ÍBA ef það hefði ekki fengið þennan „lánsmarkvörð". Bezti hluti ÍBA-liðsins var tvímælalaust vörnin með Jón Stefánsson sem bezta mann. En framlínan var bitlítil og þrótt- laus. Samúel stóð sig vel í mark inu, en mætti gæta sín betur á útköstunum og spörkunum. Lið Bermuda var kákkennt og sviplítið, bezti maður þeirra var markvörðurinn. Dómari var Rafn Hjaltalín og dæmdi hann mjög vel. Umf. REYNIR vann HRAÐKEPPNISMÓT UMSE í knattspyrnu fór fram að Ár- skógi 29. júní sl. Sjö lið tóku þátt í mótinu og urðu úrslit einstakra leikja þessi: Dagsbrú — Reynir 0:3 Ársól, Árroðinn — Framtíð 0:2 Umf. Skriðuhr. — Umf. Saurb. hr., Dalbúinn 2:0 Reynir — Narfi 4:0 Framtíð — Umf. Skriðuhr. 0:1 Reynir — Umf. Skriðuhr. 2:0 Umf. Reynir vann mótið, skoraði alls 9 mörk en fékk ekkert mark á sig. Syndið \ 200 METRANA STAÐAN I 1. DEILD: 1. Akranes .... 4 leikir 7 stig 2. Keflavík .... 5 leikir 7 stig 3. Valur ...... 4 leikir 4 stig 4. ÍBV ...........3 leikir 3 stig 5. ÍBA ...........3 leikir 2 stig 6. KR ............3 leikir 2 stig 7. Fram ..........4 leikir 1 stig GóSir geslir í heimsókn UM síðustu helgi voru hér á ferð um 40 manna íþróttaflokk- ur frá íþróttafélaginu Austra frá Eskifirði. Kepptu þeir á laugardaginn á Sauðárkróki, í knattspyrnu í meistaraflokki, og í handknatt- leik stúlkna í 2. fl. Sigruðu Austra-stúlkurnar í haridknatt- leiknum jafnöldrur sinar á Sauð árkróki með 4 mörkum gegn 2. En í knattspyrnunni fóru leikar svo að liðin skildu jöfn, 1—1. Á Akureyri kepptu svo Aust- firðingarnir í knattspyrnu við B-lið ÍBA og unnu Akureyr- ingar með nokkrum yfirburð- um eða 4 mörkum gegn engu. Handknattleiksstúlkurnar léku við stúlkur úr 2. fl. Þórs og sigruðu Þórsstúlkurnar 3—0. Á sunnudaginn kemur er svo meiningin að fyrstudeildarlið ÍBA fari til Eskifjarðar og keppi þar við l.ið Austra. Þjálfari í þessum knattleikj- um á Eskifirði er Jens Sumar- liðason. Dómari í leik Austra og' ÍBA á sunnudaginn kemur er Akur- eyringum gamalkunnur úr knattspyrnunni, en hann heitir Óli Fossberg. Myndin er af íþróttafólkinu úr Austra frá Eskifirði. Ljósm.: H. S*

x

Alþýðumaðurinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðumaðurinn
https://timarit.is/publication/597

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.