Alþýðumaðurinn


Alþýðumaðurinn - 03.07.1969, Blaðsíða 8

Alþýðumaðurinn - 03.07.1969, Blaðsíða 8
í| ACÍ CTEDDIM rAm AU.ri -_J-ri AUGSÝNHF. IAUGSYN: ALA! 1 JjjlSllLNtrrm, S6IT1 eilQðSi t, endast og endast - slMI MM0 II. þing Sjálfsbjargar var haldið nýverið að Reykjadal í Mosfellssveit AM HEFUR nýverið borizt fréttatilkynning um 11. þing Sjálfs- bjargar, landssamtaka fatlaðra, en sökum naums rúms verður AM því miður að „skera“ niður tilkynninguna, en vill af því tilefni taka fram, að af persónulegri reynslu af þessum félagsskap og kynnum mun núverandi ritstjóri AM aldrei glata þeirri trú sinni, að enn ríki hugsjónamennska á fslandi. Sjálfsbjörg hefur án þess að nokkur þori að mæla á móti, sannað þann manngöfgissósíalisma, er Kristur dró upp í dæmisögu sinni um Miskunnsama Samverjann. Til þess að gera svolitla Bragabót á styttingu fréttatilkynningar- innar birtir AM frásögn af innliti í Bjarg, félagsheimili Sjálfbjarg- ar á Akureyri, á öðrum stað í blaðinu. Tillögur landsþings Sjálfsbjarg- ar um tryggingamál og félags- mál: Örorkulífeyrisþegar með litla eða enga vinnugetu eigi rétt til Að öryrkja, sem er algjörlega tekjulaus og dvelur á sjúkra- húsi eða dvalarheimili, verði sjálfum greitt allt að 25% örorkulífeyrisauka. miklu til að kosta vegna fötl- unar þeirra, þó að um sé að ræða börn, sem að öðrum kosti njóta ekki barnalífeyris. Einnig verði heimilað að hækka barna lífeyri um allt að 100%, þar sem ástæður eru sérstaklega slæm- ar. Landssambandið haldi áfram að styrkja fólk til náms í sjúkra þjálfun og öðru því námi, er snertir endurhæfingu, enda njóti það starfskrafta þess að námi loknu eftir samkomulagi, ella verði styrkurinn endur- greiddur. Unnið verði að því, að öryrkj ar njóti betri lánakjara til hús- bygginga en nú gjörist. Leitast verði við að hafa sam vinnu við arktitekta og aðra þá, er við skipulags- og bygginga- mál fást, um að tekið verði tillit til sérstöðu fatlaðra. Að á næsta ári verði úthlutað 400 bifreiðum til öryrkja, þar af minnst 300 til endurveitinga. Að öryrkjar hafi frjálst val bifreiðategunda. Jafnframt lýs- ir þingið ánægju sinni yfir fjölgun frjálsra leyfa. (Framhald á blaðsíðu 7) ALÞYÐUMAÐURINN 39. árgangur — Akureyri, fimmtudaginn 3. júlí 1969 — 16. tölublað Myndarleg kynning skrifstofuvéla í SÍÐUSTU VIKU hélt fyrir- tækið Skrifstofuáhöld í Reykja- vík myndarlega sýningu á margskonar skrifstofuvélum á Hótel Varðborg, sem fyrirtækið annast innflutning á. Á þessu sviði sem öðrum fleygir tækn- inni ótrúlega ört fram. ívar H. Friðþjófsson forstjóri fyrirtæk- isins kynnti og skýrði fyrir gefet N\\V "S .Výr formaður UMFÍ TUTTUGASTA og sjötta sam- bandsþing UMFÍ var nýverið haldið að Laugum í Reykjadal og sátu þingið rúmlega 50 full- trúar auk nokkurra gesta. Séra Eiríkur J. Eiríksson þjóðgarðs- Eggert G. Þorsteinsson félagsmálaráðherra ávarpar landsþing Sjálfsbjargar. Ljósmyndastofa Sigurðar G., Reykjavík. örorkulífeyrisauka, sem nemi Barnalífeyrir verði greiddur 60% af hinum almenna örorku- með börnum, sem eru svo fötl- líf.yri. uð, að framfærandinn þurfi —s i bæjarsfjórn að upp afla nokkra metra frá bryggju. Er því næg atvinna í Fiskiðj usamlaginu. ur á Selfossi kjörinn formaður, en hann hefur verið ritari UMFÍ sl. 4 ár. Auk Hafsteins eru í stjórninni Guðjón Ingi- mundarson, Sauðárkróki, Gunn ar Sveinsson, Keflavík, Sigurð- ur Guðmundsson, Leirá og Valdemar Oskarsson, Reykja- vík. Tveir af eldri forystumönn- um ungmennafélagshreyfingar- innar, þeir Sigurður Greipsson í Haukadal og sr. Eiríkur J. Eiríksson voru kosnir heiðurs- félagar UMFÍ fyrir mikil og giftudrjúg störf. Næsta landsmót UMFÍ vérð- ur haldið á Sauðárkróki árið 1971. um hinar ýmsu vélar, notkun þeirra og vinnslu. Hér var um að ræða ýmsar gerðir ritvéla, einnig reiknivélar. Eletróniskur myndskeri vakti athygli margra — og eigi síður Gestetner fjöl- ritarinn, sem hefir aflað sér geysilegra vinsælda í yfir 100 þjóðlöndum. Skrifstofuáböld hefur á veg- um sínum þjálfaða fagmenn og leggur áherzlu á góða þjónustu við viðskiptavini sína. Umboð fyrir Skrifstofuáhöld liér á Akureyri hefur Bóka- og blaðasalan, Brekkugötu 5. =S Skáfamót Norðurl. 1969 ÁKVEÐIÐ hefur verið að halda Skátamót Norðurlands 1969 í Leyningshólum í Eyjafirði dag- ana 11.—13. júlí. Starfræktar verða, fyrir utan skátabúðirnar, dróttskátabúðir, ylfinga- og ljós álfabúðir og fjölskyldubúðir. — Skorað er á alla skáta, unga sem aldna svo og skátaforeldra, að fjölmenna á þetta mót. Ilafsteinn Þorvaldsson. vörður, sem gegnt hefur for- mennsku í 30 ár, baðst undan endurkjöri og var Hafsteinn Þorvaldsson sjúkrahúsráðsmað Húsavík 30. júní. G. H. NÝLEGA fór fram kjör forseta og bæjarráðs í bæjarstjórn Húsavíkur. Forseti var kjörinn Guðmundur Hákonarson, fvrsti varaforseti Ingvar Þórarinsson og annar varaforseti Sigurður Jónsson. í bæjarráð voru kjörnir Karl Kristjánsson, Ásgeir Kristjáns- son og Ingvar Þórarinsson. Flatey sameinuð Húsavík. Sameiningarnefnd um stækk un sveitarfélaga hefur lagt til, að Flatey á Skjálfanda heyri undir lögsagnarumdæmi Húsa- víkurkaupstaðar, en Flateyjar- dalur, tilheyri hins vegar Háls- hreppi. Mokafli. Síðustu 3 daga hefur verið hér mokafli og hefur verið mok \\\k “S Viðbygging við bæði elliheimilin MEÐ bréfum dags. 20. maí og 19. júní 1969 fer stjórn EIli- heimilisins í Skjaldarvík þess á leit, að bæjarstjórn heimili að láta framkvæma lagfæringu og viðbyggingu við Elliheimilið í Skjaldarvík á þessu ári auk við byggingar við Elliheimili Akur eyrar. Er hér um að ræða hús- næði fyrir starfsfólk en jafn- framt yrði núverandi starfs- mannahúsnæði breytt í visther- bergi, fyrir 12 manns. Upplýst er, að framkvæmdastjóri heim- ilisins hefir fengið vilyrði fyrir láni kr. 750.000.00 til 6 ára, en auk þess hefir stjórnin hug á að leita til hreppa sýslunnar um fjárstuðning. Þá hefir stjórnin rætt þann möguleika að bjóða út skuldabréfalán til að fjár- magna viðbyggingu elliheimil- anna. Bæjarráð leggur til, að stjórn Elliheimilisins verði veitt heim- ild til þess að ráðast í umbeðnar framkvæmdir, enda hafi stjórn- in með höndum alla fjármögn- un byggingarinnar og rekstur elliheimilinna beri verulegan hluta af vöxtum og afborgunum lána vegna byggingarinnar. Þá lýsir bæjarráð sig hlynnt útboði skuldabréfaláns til framkvæmd anna. (Orðrétt úr dagskrá frá bæj- arstjómarfundi) N\\v N ar valda hrukkum LÆKNIR einn í Kaliforníu hef_ ui' komizt að því sér til mikillar ánægju, að kvensjúklingar hans hafa ýmist hætt gersamlega öllum sígarettureykingum eða dregið úr þeim til muna. — Ástæða? Ekki óttinn við lungna krabba eða hjartasjúkdónji, heldur ótímabærar hrukkur. Rannsóknir læknisins leiddu nefnilega í ljós, að reykingar valda hrukkum, og konur, sem reykja margar sígarettur á dag, hafa bæði þurrari og Ijótari húð en hinai', sem ekki gera það, og þess utan margfalt fleiri hrukkur! (Úr Helgarblaði Alþýðublaðs ins).

x

Alþýðumaðurinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðumaðurinn
https://timarit.is/publication/597

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.