Alþýðumaðurinn


Alþýðumaðurinn - 29.07.1969, Blaðsíða 7

Alþýðumaðurinn - 29.07.1969, Blaðsíða 7
• Á NÆTURVAKT MED LÖ6REGLUNNI (Framhald af bla'ðstðu 1) áhrif á bæinn. Ég skildi humor- inn og yfir hressandi kaffi Páls Rists var ómögulegt að reiðast grininu. Að stundu liðinni fara þeir Páll og Þórarinn í eftirlits— ferð gangandi í bæinn. . Svo kom Eyfirðingurinn. Hann spyr eftir Kjartani varð stjóra. Þeir heilsast sem góðir vinir. Eyfirðingurinn heitir Hall dór, löngu fluttur til Faxaflóa. Hann þurfti að komast suður með Norðurleið morgunin eftir, því að Víðines vænti heimkomu hans. Kjartan er reiðubúinn til aðstoðar, setur upp einkennis- húfu sína og við ökum Halldóri til síns næturstaðar — og von- andi hefur hann náð strikinu til Ferðaskrifstofu Jóns Egils og náð heim að Víðinesi næsta kvöld. Næst er kallað frá „Sjallanum“. Ég fæ að fylgjast með — og þeir er deila í „Sjallanum“ eru fluttir upp á lögreglustöð. Ég þekki annan og við tölum um fiskerí í mesta bróðerni, en sá innskot innan sviga er bara hug detta undirritaðs. Næsta kvöld þurfa lögreglumenn frá Akur- eyri að annast löggæzlu í Þing- eyjarþingi, ríki Jóhanns Skapta sonar. Kjartan ræsir aftur fé- laga sína í eftirlitsferð um bæ- inn. Allt virtist rólegt, enda vart komið miðnætti. Stefán er ökumaður þessa nótt — og á um þessar mundir eins árs afmæli í starfinu. Hana nú, þarna er sjáanlega einn ökuþór á ferð á óleyfilegum hraða. Stefán gefur í, hraðamælir sínir 80 km. og inn í Aðalstræti er ökumanni náð. Þorsteinn snarast út úr bílnum og talar við sökudólg, ungan geðþekkan mann með 2 fallegar ungar skvísur í bílnum. Málið er afgreitt, en í námunda líta lögreglumenn óskoðaðan bíl. Bílstjórinn lofar að kippa þessu í lag á morgun — og ég er nærri viss um að hann hefur gert það. Svo fer að lifna yfir bænum. Lokið er dansleik í „Sjallan- um“ kl. 1, og fljótt fer að lifna Og hér má Iíta 3 ungmenni. Myndu þau hafa náð þeim aldri að fól afgreiðslu á „sjúss“? er sat andspænis honum var þögull, fallegur ungur maður. Þeir félagar höfðu tekizt svo- lítið á, sennilega af mesta mis- skilningi, en í átökunum hafði jakki unga mannsins rifnað. Skýrsla er eflaust tekin, en á meðan labba ég mig inn að kaffi borðinu og fæ mér sopa. Á með an spyr ég Þórarinn, ísfirðing- inn unga, hvernig honum líki við starfið og Akureyri. „Ágæt- lega,“ er svar Þórarins. Það eru aðeins 16 manns í lögreglu höfuðstaðar Norður- lands, en lögum samkvæmt munu þeir eiga að vera 20, ef miðað er við fólksfjölda tjáir Kjartan mér. (Það þarf víst að spara hvað dómgæzlu snertir á þessum viðreisnartímum). Þetta yfir miðbænum. Veðrið er dá- samlegt og Pollurinn er logn- vær nema inn á Leirum, þar sem Eyjafjarðará reynist ástleit in og setur í atlotum sínum merki sín á ásjónu svefndrukk- ins Ægis. Þetta minnir svolítið á þá daga er varalitur var óekta. Ölvaðir unglingar, en hverjir eru sekir? Það verður að segjast eins og er að ölvaðir unglingar settu svip á miðbæinn fram eftir nóttu. Falleg ungmenni, ekki með hávaða eða illindi, þau komu úr Sjálfstæðishúsinu — og nú vil ég spyrja og jafnframt krefjast refjalausts svars frá eig endum hússins, yfirmönnum baranna og eftirlitsmannsins, Sendi öllum þeim fjölmörgu, nær og fjær, er auðsýndu mér vináttu og samúð við andlát og útför eiginmanns míns BJÖRNS EINARSSONAR, Hafnarstræti 88, mínar innilegustu iijartans þakkir. Guð blessi yikkur öll. EmeTía Sveinbjörnsdóttir. sem á að gæta þess að lögum og reglum sé fylgt í þessu efni: HVORT EIGI SÉ KRAFIST NAFNSKÍRTEINIS AF ÞEIM, er fala sjúss, ef vafi getur leikið um aldur hans? Ég krefst svars — og trúi eigi að óreyndu að spurning mín verði hunzuð. Mér er nokkuð kunnugt um að dyraverðir hússins krefjast nafnskírteinis, ef þeir eru í vafa um aldur gestsins — og því er það ekki þeirra sök þótt 18—21 ungmenni sé afgreitt vín þá er inn í húsið er komið, sem er bannað lögum samkvæmt. Hverjir eru hinir seku? Vei, þessum hræsnaraskap, þessarri viðbjóðslegu skinhelgi — og svo hrópar mín kynslóð um glataða æsku. Olvuð ungmenni í mið- bænum þessa nótt minntu mig á falleg blóm, en vanhirt, líkt og þegar trassafengin húsmóðir gleymir að hirða um stofublóm- ið sitt, sem upprunalega átti að auka á fegurð og yndi heimilis- ins. En það voru fleiri en unglingar, sem voru fullir. Ég sá líka fulltrúa minnar kynslóðar slaga um miðbæinn. Jú, víst er það mannleg náttúra að reyna að komast á kvenna- far með Bakkus að leiðarljósi. Kannske voru þeir fullorðnu að kenna unglingunum þessa nótt að skepnuskapurinn í kynferðis málum sé sterkasta eigindinn á því sviði, sem og á mörgum fleiri og ætti kannske að kalla það virðulegu nafni, t. d. Nætur vinnuskóli fyrir unglinga. — Áfram er keyrt um bæinn. Bíl- stjóri með R-númer er grunað- ur að sitja undir áhrifum við stýri. Hann er færður á lög- reglustöðina. Hann er prúður og stilltur. Prófun fer fram lög- um samkvæmt, að henni lok- inni ekur Páll Rist hinum óheppna sunnlenzka gesti þang að þar sem hann hafði tryggt sér næturstað. Onæði á tjaldsvæðinu. Við Akureyringar höfum ver ið að grobbast af því að við búum gestum okkar ágætt tjald stæði sunnan sundlaugarinnar. Jú, víst er þetta viðkunnanleg- ur staður, en það er bara ekki nóg. Þessi vaktnótt mín með lögreglunni sannaði mér að hér þarf lagfæringar við. Einmitt þaðan bárust flestar hjálpar- beiðnir og þangað þurfti Stefán ökumaður oftast að aka löreglu bílnum. Þorsteinn taldi 73 tjöld á svæðinu þessa nótt. Fjölskyld ur með ungbörn í sumum tjöld unum, er leituðu hvíldar og frið ar í sumarleyfi sínu og þráðu svefnfrið þótt sumarnóttin væri björt og fögur. En í næstu tjöld um voru glymskrattar í gangi, hávær söngur í fjölbreyttum tóntegundum ásamt eigi lág- væru hvísli um samfarir konu og manns. Stefán, Þórarinn og Þorsteinn líta inn í tjöld þeirra, er gleymt hafa nágrönnum sín- um er þrá svefnfrið og með að- dáanverðri lempni og lægni tekst þeim að „svæfa“ tjaldbúa. Ég fylgdist með þeim, án þess að taka upp penna og rissbók, en gríp þó til þess í eitt skipti við „órólegasta“ tjaldið — og einn tjaldgesturinn, falleg 16 ára stúlka, spyr hvað ég sé að skrifa. Ég tjáði henni að ég væri blaðamaður og væi'i að kynna mér svolítið næturlíf Akureyr- ar. „Ertu frá Þjóðviljanum?“ spyr unga stúlkan hvefsin. Ég nefni blað mitt. „Kunningi," segir hún, „þú mátt skamma okkur í blaðinu þínu. Við höf- um hagað okkur illa það veit ég, en villtu gera eitt fyrir mig, og birta það í blaði þínu — að lög- reglan á Akureyri er sú bezta er ég hefi kynnzt, þeir hafa 5 sinnum aðvarað okkur í nótt, ekki með hörku og valdsmanns svip heldur með góðmennsku og skilningi. Láttu þetta koma býður Páll Rist góða nótt. Ég tek í hlýja og þetta hönd Kjart- ans vaktstjóra og þakka honum fyrir nóttina, velvilja og alla fyrirgreiðslu. Síðan ek ég rúnt um bæinn með Stefáni, Þor- steini og Þórarni, einstaka næt- urhrafn er ennþá á ferli. í sveit inni myndi ég hafa kallað þá morgunhana, sökum þess að slík dýrategund fer oft að láta í sér heyra laust eftir kl. 5 að morgni, a. m. k. var eðli þeirra þannig í sveitinni í gamla daga. Þeir félagarnir skila mér úr bílnum við Nýja-Bíó, það er á mér hálfgerð sjóriða eftir nætur aksturinn — og því gott að LögreglubíIIinn á ferð við Búnaðarbankahúsið gamla, þar sem öðl- ingurinn Bernharð Stefánsson réði lengi ríkjum og vildi hvers manns vandræði leysa. Þetta stíllireina og virðulega hús á að leggja af velli í sumar og margir Akureyringar munu sakna þess. Reyk- víkingar hafa annan hátt á, þeir flytja sín gömlu og sögufrægu hús upp að Árbæ. Hvers vegna taka Akureyringar þá sé ekki til fyrir- myndar í þessu efni — og koma upp sínu „Árbæjarhverfi“? I þannig framkoma gerir mann betri, skilaðu þessu rétt, blaða- maður. Góða nótt og nú skal verða hljótt í tjaldinu okkar,“ — og hér með verð ég við bón hennar — og ég bið þess að guð og lukkan reynist þessarri ungu stúlku hliðholl í göngu hennar mót lífinu, jafnt í soi'g og gleði. En rétt í þann mund er lögreglu þjónar eru að koma á ró á tjald stæðinu þeysa hestamenn á reiðskjótum sínum inn á svæð- ið, dónaskapur, sem ég vil kalla svartan blett á siðmenningu bæjarins við Pollinn, en lög- reglumenn kenndu þeim manna siði og því hurfu þeir fljótt á braut. Eftirmáli um tjaldstæðin. Mér. er tjáð að vaktmenn hverfi af tjaldstæðunum kl. 11 að kvöldi. Á þessu svæði býður Akureyrarbær alla velkomna til dvalar, án öryggis um nætur nema þá er allt of fámenn lög- regla getur komið því við að sinna þaðan neyðarkalli. Fjöl- skyldufólk sem leitar þang- að til afslöppunar og hvíld- ar, á engan veginn sam- leið með fólki er vaka vill við gullna skál Bakkusar unz sól merlar gullstöfum Vaðlaheiði ogjj,.Poll. Þorsteinn taldi þessa nóþt 73 tjöld, inn á milli þeirra úiú og grúir af bílum ferðafólks ins, er hlýtur að bjóða hættum heim. í hitteð fyrrasumar var ekið á 3 tjöld — og hver vill ábyrgjast hvenær dauðaslys hlýst af á tjaldstæði Akureyrar af svipuðum akstri. Svo skal kveðja. Næturvakt er senn á enda — og víst er hressandi að ylja sér á kaffisopa eftir vökunótt. Svo labba síðasta spottann heim. Ég kveð þá að sveitamannssið með handabandi og þakka fyrir nótt ina. Ágætir félagar, skilnings- ríkir á mannlegan breyskleika, hjálparsveit í höfuðstað Norður lands án kylfu við belti, heldur menn er sýndu í verki að þeir völdu heldur leið góðleikans en hrís refsivandar — og þökk sé þeim fyrir — og þá er ég geng til míns svefnstaðar sækir margt á hugann. Þetta var ró- leg nótt sögðu lögreglumenn — en sú hugsun skaut upp kolli, er ég leit yfir þau brota- brot þess er ég myndi festa á blað eftir næturvakt mína með lögreglunni, að núverandi áfeng islöggjöf okkar ætti umsvifa- laust að henda í ruslakörfu dómsmálaráðuneytisins. Alþjóð veit að sú löggjöf er aðeins pappírsgagn, í engu haldið. Stúkumenn munu kannske segja það að ég sé sendiboði Bakkusar, er ég fullyrði að betra væri að selja vín í mjólk- ur- og kjörbúðum, Já og jafn- vel í kirkju eða gefa ungabörn- um það á pelann er ku tíðkast í Suðurlöndum, miðað við þann „moral“ er nú ríkir varðandi daglega brotna áfengislöggjöf okkar. Lokaorð. Aðeins örstuttur. Lögreglu- stöðin nýja mun vonandi geta þjónað sínu hlutverki, þótt Ak- ureyri verði 50.000 manna bær, en hve lengi á stöðin að minna svona að utanverðu á nýbyggt fjárhús bónda er eigi hefir efni á því að „flikka“ húsið að utan? Já, og svo er það frétt, er ég var nærri búinn að gleyma. Engan þurfti að setja í „Steininn“ þessa fögru sumarnótt. s. j.

x

Alþýðumaðurinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðumaðurinn
https://timarit.is/publication/597

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.