Alþýðumaðurinn


Alþýðumaðurinn - 08.08.1969, Síða 2

Alþýðumaðurinn - 08.08.1969, Síða 2
IÞROTTIR IÞROTTIR I3>JEiÓXTXH, ÍÞRÓTTIR Í3ÞHÓTT1B I Mikið áfall fyrir ÍBA-liðið GESTALEIKUR KR og ÍBA í síðustu viku varð örlagaríkur, því að í þeim leik fótbrotnaði Steingrímur Björnsson, er AM telur að hafi verið sterkasti maður ÍBA-liðsins, það sem af er þessu keppnistímabili, og er þetta því óbætanlegur skaði fyr ir Akureyrarliðið. Brotnuðu báðar pípur í vinstra fæti Stein gríms, en sem betur fer er brot_ ið ekki slæmt að dómi lækna, þverbrot, en eigi flaskað út úr, en eigi að síður er það stað- reynd, að Steingrímur er dæmd ur úr leik vegna meiðslanna á þessu sumri, en vonandi sjáum við hann heilan á leikvanginum næsta sumar. AKUREYRINGAR! — STYÐJ- UM STEINGRÍM OG FJÖL- SKYLDU HANS. Méiðsli - Steingríms - eru ekki einungis alvarlegt áfall fyrir lið Norðlenzk íþróttamót RITSTJÓRI hitti formann ÍBA, Hermann Stefánsson, nýlega og spurði tíðinda, og sagði hann að gott væri að koma á fram- færi niðurröðun Norðurlands- móta, sem fulltrúafundur úr N.- fjórðungi hefði nýverið gert. Væri um að ræða nokkur ný mót, t. d. borðtennismót, hnit- mót (badminton) og fimleika- mót. í A-riðli knattspyrnumótsins (Ólafsfjörður, Húsavík, Þór og KA) hefði Páll Jónsson form. KRA verið skipaður „einvald- ur“, en í B-riðli Gr.ðjón Ingi- mundarson, form. UMS Skaga- fjarðar. Ekki þótti ástæða til að koma á keppni í yngri flokkun- um með því að KSÍ hyggst setja á laggirnar svonefnt „Svæða- mót“ fyrii' drengina. Skautamót var falið Skauta- félagi Akureyrar, sundmótið Völsungi, Húsavik og liandknatt leiksmóti kvenna utanhúss, íþróttabandalagi Ólafsfjarðar skíðamótið, Körfuknattleiksráði Akureyrar körfumótið, UMSE glímumótið, ÍBA borðtennismót og N.-landsriðil í handknatt- leik og giidir hann sem N.-lands mót, Siglfirðingum fimleika- og hnitmót og A.-Hún. frjáls- íþróttamótið, en formaðurinn, Magnús Ólafsson á Sveinsstöð- um, hefir tjáð mér, að hið nýja íþróttasvæði á Blönduósi sé ekki það langt á veg komið að hægt sé að halda þar stórmót í ár, en þeir hafi fullan hug á að taka mótið næsta sumar. Fellur því frjálsíþróttamótið í hlut UMSE að þessu sinni. Nú, ýmis mót eru í gangi eins og allir vita, en þeirra mest er Norræna sundkeppnin, sem lýk ur 15. september. Framkvæmd 200 m. sundsins þótti ekki nógu góð og ákvað stjórn ÍBA að því ráði að fela einum manni, Jón- asi Jónssyni, að hafa forystu í lokasókninni og hefir hann feng ið til liðs við sig fjóra röska menn, þá ísak Guðmann, Hauk Berg, Hólmstein Hólmsteinsson og Herbert Jónsson. Ætli við látum þetta ekki nægja að sinni Sigurjón, en af mörgu er að taka og þakka ég fyrir mig og mína, sagði Her- mann að lokum. AM þakkar Hermanni fyrir greinargóð svör. ■'"'TJB ÍBA, heldur og, öllu fremur, fyrir hann sjálfan og afkomu fjölskyldu lians. AM veit, að þegar er hafin fjársöfnun í bæn um til styrktar Steingrími og Steingrímur Björnsson, lífleg- asti leikmaður í framlínu ÍBA. fjölskyldu hans — og AM er öruggur um það, að Akureyr- ingar munu allir sem einn firra Steingrím þeim áhyggjum, með an hann liggur á sjúkrabeði að hann þurfi að hafa áhyggjur af afkomu heimilis síns og fjöl- skyldu. — Svo sendir AM Stein grími beztu kveðjur og óskar honum góðs bata. LEIKURINN. AM rekur hér ekki gang leiksins en eins og kunnugt er vann ÍBA glæsilegan sigur, skoraði 4 mörk gegn tveimur. Mörk Akureyringa skoruðu Rögnvaldur Reynisson, Skúli Ágústsson, Eyjólfur Ágústsson og Sævar Jónatansson, og var staðan 4:0 fyrir Akureyri, þá er um 15 mín. voru eftir af leikn- um. En á þeim tíma skoruðu KR-ingar 2 mörk og voru þar að verki Ólafur Lárusson og Ellert Schram. ÍBA - FRAM KLUKKAN 16.0» Á SUNNUDAGINN Á SUNNUDAGINN kenuut verður keppninni í 1. deild í knattspyrnu haldið áfram eftir nokkurt hlé. Að þessu sinni eru það Framarar sem koma norður, en þetta verð- ur þá þriðji leikur þessara liða í sumar. í þeim tveimur leikjum sem liðin hafa leikið saman hefur koniið í ljós að þau eru einhver jöfnustu liðin í 1. deild og er ekki að efa að um jafnan og spenn- andi leik verður að ræða. - Heyrt, spurt... (Framhald af blaðsíðu 4) enda sinna, og einnig höfðar til samvizku þeirra um leið. AM hefur einnig krafizt þess að op- inber tilkynning verði gefin út varðandi þjófnaðarmálið á Gefjun, svo að eigi líði saklaus- ir þar fyrir seka, en þaðan er aðeins þögnina eina enn að finna. s. j. SVARTI STAFNINN f HAFNARSTRÆTI. Síðasti fslendingur-ísafold minnist á svarta stafninn á hús- inu Hafnarstræti 20 — og þakk KA þarf á sjálfboða- liðum að halda FRAMKVÆMDIR við KA- svæðið eru nú í fullu fjöri og er óskað eftir sjálfboðaliðum þegar þess gerist þörf. Um þessa helgi er meiningin að rista þökur ofan af væntan- legum æfingavelli, og er þörf á mannskap til að vefja upp og flytja til þökurnar. Félagar, mætið vel og sýnið áhuga fyrir félagi ykkar. Munið 200 metrana. Ljósmynd: H. T. LANDSMOT ISLENZKRA UNGTEMLARA AÐ STAÐARHRAUNI í MÝRASÝSLU (Framhald af blaðsíðu 8). sunnudagsmorgun gátu þátttak endur valið milli tveggja ferða: Veiðiferð í Hítarvatn eða göngu ferð um nágrennið, en í þeirri ferð átti m. a. að skoða Grettis- bæli. Seinnihluta sunnudagsins voru eingöngu íþróttir á dag- skrá, en þæi' eru snar þáttur í starfsemi ungtemplarafélag- anna. Keppt var í fjölmörgu, svo sem handknattleik karla og kvenna, knattspyrnu karla og kvenna, og 100 og 1000 m. hlaup um. Keppni var mjög tvísýn í mörgum greinum, t. d. í 100 m. hlaupinu, en þar var aðeins sjónarmunur á milli fyrstu manna, svo ekki sé minnst á knattspyrnu kvenna, en þar mátti aldrei á milli sjá. Mótinu var slitið kl. 18.00 á sunnudag. Þess má geta, að flest ung- templarafélögin í landinu höfðu eitthvert verkefni til að sjá um á þessu móti. Undirbúningur og framkvæmd lenti ekki á örfá- um mönnum eins og oft vill verða, heldur á stórum hóp af vinnuglöðum æskulýð. Sem dæmi má nefna að utf. Hrönn í Reykjavík sá um öll skemmti- atriði, utf. Árvakur í Keflavík sá um allar íþróttir og utf. Fönn á Akureyri sá um og skipulagði mótssetningu, sem allir þátttak- endur tóku þátt í. Á þennan hátt verður mótið mun fjöl- breyttara og stórt og vanda- samt verk verður auðvelt, þeg- ar margir leggja hönd á plóg- inn. Halldór Jónsson. ar AM blaðinu fyrir stuðning- inn, því AM hefur áður drepið á það að stafninn sá sé ekkert augnayndi þeim gestum er koma til bæjarins frá Akur-I eyrarflugvelli. Úr því að AM er farinn að minnast á hússtafna vill blaðið minna á annan stafn, sem það hefur að vísu áður minnst á líka en það er norður-1 stafninn á húsi því er Amts- bókasafnið var áður til húsa í, en það hús ku vera í eigu bæjar ins sjálfs — og er vissulega ekki til fyrirmyndar fyrir bæinn. v, PERLA AKUREYRAR. Það má næstum segja að Ak- ureyri hafi verið auður bær um Verzlunarmannahelgina — og óvanalega fáir gestir voru í heimsókn í Lystigarði Akureyr ar þá er undirritaður heimsótti hann all miður sín af veikind- um og þunglyndi þennan dag. En ef til er Paradís á jörð þá held ég að Lystigarður Akur- eyrar sé það. Og ef nokkur frið laus sál getur hlotið hvíld og frið á annað borð þá lilýtur hún að hljóta hana í garðinum þeim, griðland, afslöppun á öld vél- menningar, þar sem sálarlaus tölva, án tilfinningar og sálar matar þjóðarleiðtoga, þar sem af kaldrænni rökhyggju vél- heilans, er skýri frá hagkvæni- ara muni vera að myrða með sprengju eða eiturgasi. En þetta er víst útúrdúr, en ég vil full- yrða að Lystigarðurinn sé perla Akureyrar, og sá er þangað komi fari þaðan betri maður. En af gefnu tilefni vil ég beina þeim tilmælum til foreldra að þau láti ekki hörn ung að aldri fara ein síns liðs í garðinn, þau geta í barnslegri forvitni sinni slitið upp fallegt blóm eða brot- ið legg þess. s, j. Karlmannaskór Strigaskór Gúmmískór LEÐURVÖRUR H.F. Strandgötu 5 . Sími 1-27-94

x

Alþýðumaðurinn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Alþýðumaðurinn
https://timarit.is/publication/597

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.