Alþýðumaðurinn


Alþýðumaðurinn - 08.08.1969, Síða 7

Alþýðumaðurinn - 08.08.1969, Síða 7
Lemstruð liönd Jóhannesar (Framhald af blaðsíðu 8). undan fallhamrinum, og biður ekki um, að hætt skuli áslætti, meðan staurinn er réttur af. En .vitni voru tekin fram yfir Jóhannes að minnisfari og dæmt í héraði, að slys þetta hefði orðið fyrir hreinan fávita- hátt verkstjóra og því skyldi hann „bera tjón sitt sjálfur“. Síðan lagði Hæstiréttur blessun sína yfir. Þar með var tryggingafélagið laust allra mála með milljónir sínar, tryggingagjöld þeirra, sem „bera tjón sitt sjálfir,“ í bankabókinni. Og vinnuveit- andinn, h.f. Kveldúlfur, var um leið laus við þennan örkumla- mann úr þjónustu sinni, enda ekkert hægt að gera með hann, handarvana. Því miður munu þeir fleiri hér á voru landi en Jóhannes, sem láta limi sína bótalaust, þegar þeir af trúmennsku og samvizkusemi meta hærra hag vinnuveitanda síns en eigið ör- • yggi. Þakklætið og viðurkenn- ingin fyrir trúlega unnin störf uppskera þeir svo í því, að vera ýtt út á gadd örbirgðar og ævi- langra kauna. í útvarpsþætti 14. maí s.l., ■ sem kallaður var „Lög og rétt- ur“, eða eitthvað þessháttar, . var skýrt frá því, er stýrimað- ur á skipi missti hönd sína við að verja skipið áföllum við landtöku. Slysið hlauzt af því, að á bryggjunni var óþarfur staur sem af trassaskap var lát- inn standa. Mér skildist, að stýrimaður hefði verið dæmdur, — eins og Jóhannes — að „bera tjón sitt ■ sjálfur", þar sem hann hefði átt að hafa vit á því, að staurinn gat verið hættulegur, enda hefði aldrei orðið slys af þessum staur áður! En hvað var umræddur stýri- maður að gera, þegar slysið vildi til? Jú, hann var að koma fyrir stuðpúða til að forða skip- inu frá höggi og þar með skemmdum. Ekki heyrði ég á það minnzt, að um óþarfa til- tektir hefði verið að ræða. Nei, hér var maður, trúr í starfi, sem var að verja skip sitt áföll- um án þess að hugsa um þá - Breytt imiheimta (Framhald af blaðsíðu 4) greiddan en gjaldkeri heldur eftir afrifunni. Þá skal á það bent að bankinn tekur ekki við greiðslu nema komið sé með reikninginn og afrifuna. Þá má einnig senda greiðsluna með ávísun stilaðri á Rafveituna, en þá þarf reikningurinn með af- rifunni að fylgja með. Rafveitan mun endursenda reikninginn greiðslustimplaðann. Á það skal bent að gjalddagi reikningsins er við fi'amvísun en greiðslufrestur er allt að 10 dagar. Að þeim tíma liðnum má búast við að afhending raf- magns verði stöðvuð. Að síðustu eru það einlæg til mæli Rafveitunnar að þessum nýjungum verði vel tekið og að fólk greiði skuldir sínai' í tæka 7tíð, það sparar bæði óþægindi og aukin fjárútlát. hættu, sem honum gat stafað af því. Því dæmist rétt vera, að maðurinn „beri tjón sitt sjálf- ur“ fyrst hann tók ekki eftir staur, sem vegna trassa- mennsku stóð á bryggjunni. Þess var þó getið, líklega til „málsbóta", að staurinn hefði nú verið fjarlægður, svo að hann ylli ekki fleiri slysum. Virðingarvert framtak, þó að það komi kannski einum of seint. Fróðlegt væri að vita, hve „réttvísin" hefur þannig dæmt margir þeir eru á landi hér, sem úr leik. Til hvers eru- trygginga- félög og slysatryggingar, ef fé- lögin geta skotið sér undan því með alls konar lagakrókum að bæta þeim tryggðu ævilöng ör- kuml? Og hvernig er með þá lögfróðu menn, sem verja kunn áttu sinni og menntun í það að dæma slysamanninn ógildan? Tryggingafélög eru mörg til í landinu. Ekki er að heyra annað en að þau séu allvel efn- um búin og er það vel, sé trygg- ing þeirra eitthvað annað en nafnið tómt. En sé gróði þeirra þess eðlis að ýta örkumlamanni út fyrir dyrnar, þá er kominn tími til að gera „réttvísina“ að réttlæti og hinum slasaða kleift að lifa mannsæmandi lífi. Or- orkan er honum nógu þungbær, - SÓTTU PLÖNTUR TIL GRÆNLANDS (Framhald af blaðsíðu 4). mjög hjálplegir, m. a. fóru þeir með okkur út í eyju á firðinum. Aftur var fyrirgreiðsla hótels- ins, sem rekið er af ríkisstjórn Danaveldis, mjög lítil.“ AM óskar þeim félögum til hamingju með fengsælan afla í Straumfirði fyrir Grasagarð Lystigai'ðsins. (Framhald af blaðsíðu 8). 1. ár ekki sérstök réttindi, en góð vilyrði eru þó gefin um, að nemendur, sem staðizt hafa það próf, gangi fyrir landsprófs- og gagnfræðaprófsmönnum um aðgang að t. d. Hjúkrunarskóla og Fóstruskóla, sbr. reglugerðir þeirra skóla. b) Próf úr 2. ársdeild veiti eft- irtalin réttindi: Uppeldiskjör- svið veiti (fram til ársins 1976) réttindi til að hefja allt kenn- aranám utan núverandi starfs- sviðs Háskóla íslands þ. e. al- mennt barnakennaranám við bi'eyttan Kennaraskóla íslands, handavinnukennaranám, teikni kennaranám tónlistarkennara- nám, húsmæðrakennaranám og íþróttakennaranám, samkvæmt nánari ákvæðum, er sett verði í reglugerðum hlutaðeigandi skóla. Prófið veiti auk þess for- gangsréttindi að Fóstruskóla Sumargjafar. Hjúkrunarkjör- svið veiti forgangsréttindi að Hjúkrunarskóla íslands, svo og réttindi til sjúkraþjálfara- og vinnuþjálfaranáms o. fl. Tækni- kjörsvið veiti réttindi að raun- greinadeild Tækniskóla íslands. Viðskiptakjörsvið veiti atvinnu- réttindi til skrifstofustarfa hjá þó að örbirgðin bætist ekki ofaná. Maður, sem missir lim í slysi, verður í einu vetfangi óvirkur ævilangt að nokkru eða öllu leyti. Að dæma slíkan mann til að „bera tjón sitt sjálfur“ og standa einan og óstuddan í lífs- baráttunni kannski með konu og mörg börn á framfæri, er ógeðslegt athæfi. Enginn kallai' slysið yfir sig viljandi. Eitthvað veldur því: illur aðbúnaður á vinnustað, óaðgætni meðstarfs- manna eða þolanda, aðskota- hlutur eða óþarfur vegna sóða- skapar vinnuveitanda eða þeirra, sem láta aðstöðu í té. Allt þetta og fleira veldur slysi. Til þess að standa ekki alveg einir, ef slys ber að höndum, eru menn tryggðir við vinnu sína og til þess varið stórum fjárhæðum. Að tryggingafélög geti skotið sér undan að bæta mönnum ævarandi tjón, er ekki sæmandi siðmenntuðum mönn- um, jafnvel þó að einhverju leyti megi rekja orsakir til óað- gætni þolanda sjálfs. Jóhannes Björnsson var dæmdur til að láta hægri hönd sína bótalaust. Það eru eftir- laun hans eftir langa og dygga þjónustu hjá fyrirtæki, sem áð- ur fyrr var stórt og vel virt í höndum framkvæmdamanns og reyndist þá starfsmönnum sínum vel eins og góðum hús- bónda ber, ef þeir lentu í örð- ugleikum. En hvað er það nú? Gamalt nafn, er gleymir sinum. Tryggingafélagið tekur góð- fúslega að sér slysatryggingu þeirra, sem vinna að hættu- störfum, en lokar peningaskáp sínum með bókstafalás réttvis- innar fyrir örkumlun þeirra tryggðu. Æðsti dómstóll lands- ins blessar svo yfir með laga- krókum sprenglærðra dómara. Þar er hönd réttvísinnar að verki, meðan hönd slasaða opinberum stofnunum og for- gangsréttindi til vinnu við verzl unarstörf fram yfir umsækjend ur, sem hafa ekki Verzlunar- skólapróf eða Samvinnuskóla- próf, en jafnan rétt á við þá. 7) Hliðai'brautir: a) Nemendui', sem lokið hafa 1. árs prófi og staðizt, hafa rétt til að setjast í 2. bekk mennta- skóla. Menntaskólar hafi þó rétt til að tilskilja hærri meðaleink- unn en 6 til inngöngu, ef ástæða þykir til. Tilkynnt verði um slík viðbótarskilyrði a. m. k. 6 mánuðum fyrir vorpróf. b) Nemendur, sem lokið hafa 2. árs prófi og staðizt, hafi rétt til að setjast í 3. bekk mennta- skóla, í þær deildir, sem kjör- svið nemandans er skyldast, hugsanlegum viðbótarskilyrð- um, sem sett verði í reglugerð fyrir menntaskóla. Framangreindar upplýsingai' eru hér birtar samkvæmt bráða birgðatillögum námsbrauta- nefndar, dags, 14. júlí s.l. Hugs- azt getur, að einhverjar breyt- ingar verði gerðar á þessum ákvæðum, áður en skipan náms ins verður komin í endanlegt form og reglugerð um það verð- ur birt. Fræðsluráð Ak. - FRÁ FRÆÐSLURÁÐI AKUREYRAR mannsins liggur óbætt, sundur- tætt á staur einhvers staðar í skítnum. Hvað um Almannatrygging- ar? Er þar ekki hjálpar að vænta fyrir öryrkjann? Jú, Jóhannes Björnsson segir mér, að þar hafi hann fengið 76 þúsund krónur — í eitt skipti fyrir öll. Einhverjum þætti það engin ofrausn fyrir ófarna ævibraut. Greiða Almannatryggingar ekki örorkubætur, eða er trygg ing þar líka einhvéfs konar sýndarmennska? Enginn skatt- greiðandi kemst hjá því að greiða sín iðgjöld til Almanna- trygginga, og skilst mér, að það sé enginn smápeningur, sem inn kemur árlega, enda fyrir- tækið ekki talið fjárvana. En e. t. v. opnar það ekki hurð sína nema í hálfa gátt til bóta- greiðslu, eða hvernig má það vera, að hægt sé að sletta smá- fjárhæð „í eitt skipti fyrir öll“ í ævilangan öryrkja? Á ekki slíkur maður heimtingu á ár- legri bótagreiðslu, eða á Jó- hannes alls staðar að gjalda óminnis meðstarfsmanna sinna og ranglætisdóms? Er svona komið réttlætinu á íslandi í dag á öld framfara og kjarabóta, sem svo mjög er rop- að af? Gerum við okkur ánægð með slíkt ofbeldi gegn ósjálf- bjarga mönnum? Er ekki kom- inn tími til að endurskoða til- verurétt þeirra gróðafyrirtækja, sem kalla sig tryggingafélög, ef þau geta í fleiri tilfellum skotið sér undan slysabótum? Ef hægt er með vafasömum krókaleið- um að koma því þannig fyrir, að slysið hafi orðið fyrir vangá hins tryggða. Þetta er mál okk- ar allra. Hvenær kemur slysið til mín eða þín? Viljum við þá vera dæmd til að standa utan dyra með afhöggna limi, kvöl og kröm og litla möguleika til lífsbjargar? Kx-efjumst réttlæt- is, sem gerir slösuðum meðbróð ur fæi't að lifa. Að afskræmd hönd réttvísinnar hætti að skrifa undir ranglætisdóma, en heil hönd réttlætisins fjalli um málin. Ingólfur Benediktsson, Dal. Eftirmáli. Eins og lesendur vonandi minnast hefur AM áður minnst á mál það, er ofanrituð grein fjallar um og krafist réttlætis, en því miður án árangurs. Und- irritaður er þakklátur I. G. fyr- ir það að minna á málið áð nýju. Réttlætið hlýtur að sigra að lok um. s. j. Björn Einarsson KVEÐJUORÐ HINN 30. júní sl. lézt að heimili sínu Hafnarstræti 88 hér í bæ Björn Einarsson, verkstjóri, tæplega 66 ára að aldri. Björn Einarsson var fæddur að Hólárkoti í Skíðadal 22. júlí 1903. Er sú jörð nú komin í'eyði fyrir mörgum árum. Foreldrar hans voru hjónin Filippía Pálsdóttir og Einar Björnsson, búendur þar og síðar í Sælu í sama dal. Þrettán ára gamall flutti svo Björn með foreldrum sín- um hingað til Akureyrar og átti hér heima æ síðan. Sem fátækur bónda- son og síðar verkamannssonur varð Björn að vinna hörðum höndum, strax og kraftar leyfðu og störf féllu til. Svo varð hann síðan æ að gera, unz hinzta dag þraut. Lengi stundaði hann almenna verkamannavinnu, síðar vann hann fjölmörg ár beykis- störf á síldarplönum. Síðustu 20 árin var hann verkstjóri við Tunnuverksmiðjuna á Akureyri. Hvarvetna naut hann bezta trausts í starfi. Björn Einarsson var tvíkvæntur. Fyrri konu sína, Sumarlínu Ketilsdóttur frá Bolungarvík, missti hann eftir eigi langa sambúð frá einum syni barna. Síðari kona hans, Emilía Sveinbjörnsdóttir, skagfirzk að ætt, lifir mann sinn ásamt 3 börnum þeirra. Björn Einarsson var stór maður vexti og vel farinn í andliti. Framkoman stillt og festuleg, og örlaði fljótt á hæglætiskímni. Hann var prýðisvel gefinn og greindi vel aðalatriði frá aukaatrið- um. Reikningsglöggur í bezta lagi. Allir, sem kynntust honum, fundu, að þar fór greindur maður og gegn og drengur góður, sem hvergi mátti vann sitt vita. Björn Einarsson gekk jafnaðarstefnunni til handa ungur að ár- um og fylgdi Alþýðuflokknum æ síðan að málum. Alþýðuflokk- inn munaði um liðsemd hans hér í bæ, bæði í félagsstarfi og við fylgisöflun við bæjar- og þingkosningar. Þar vann hann af sömu trúmennsku og heilindum og að öllum sínum störfum. Þessi störf vill Alþýðuflokkurinn þakka af alhug. Persónulega votta ég hin- um látna virðingu mína og þökk jafnframt því sem ég flyt ekkju hans og börnum innilegustu samúðarkveðjur. Bragi Sigurjónsson.

x

Alþýðumaðurinn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Alþýðumaðurinn
https://timarit.is/publication/597

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.