Alþýðumaðurinn


Alþýðumaðurinn - 15.08.1969, Blaðsíða 2

Alþýðumaðurinn - 15.08.1969, Blaðsíða 2
XX»ROTTXXl IÞROTTIR IÞROTTIR ÍJ>3aÓTXI»L ÍÞRÓTTIR Þcssi skemmtilega mynd var tekin í leik IBA og Fram sl. sunnudag. Ljósm.: G. P. K. Spennandi leikur ÍBA og Fram SEM ENDAÐI MEÐ JAFNTEFLI, 1-1 SEINNI leikur ÍBA og Fram í fyrstudeildarkeppninni fór fram sl. sunnudag. Veður var ákjósanlegt til knattspyrnu, svo til logn, 18 stiga hiti og sólarlaust að kalla. Leikurinn var spennandi að heita mátti allan tímann, en lið in skoruðu þó ekki nema eitt mark hvort. Akureyringarnir áttu mun meira af .upphlaupum og press- uðu meira, en upphlaup Fram- aranna voru færri en mun snarpari og hættulegri. Bæði mörkin voru skoruð í fyrri hálf leik og urðu Framarar fyrri til. Eftir að Hreinn Elliðason hafði rótplatað Akureyrarvörnina og var með boltann við endamörk, gaf hann fallega fyrir markið þar sem Ásgeir Elíasson kom aðvífandi og negldi boltann við stöðulaust í netið. Var nú skipst á spennandi upphlaupum á báða bóga, þar hann ekki komið boltanum ann að en í fang markvarðarins. Kalla ég það harla léegt að geta ekki lyft boltanum upp af jörð- inni í svona aðstöðu. Seinni hálfleikurinn var að heita mátti stanzlaus pressa á mark Framara en þá sjaldan að Framarar fengu boltann urðu til stórhættuleg upphlaup. Beztu menn í Framliðinu voru þeir Þorbergur Atlason og bróðir hans Jóhannes einnig var Hreinn Elliðason skæður meðan úthaldið entist en hann slappaðist mikið í seinni hálf- leik. Beztu menn í ÍBAliðinu voru þeir Þormóður Einarsson sem loksins virðist vera hættur að láta áhorfendur hafa áhrif á sig, einnig var Magnús Jónatansson góður að vanda og Samúel stóð sig vel í markinu. Dómari var Oli Olsen og átti hann oft fullt í fangi með leik- menn sem oft voru grófir og orðljótir til lítils sóma fyrir íþrótt sína. „OFT ER ÞORF EN NÚ ER NAUÐSYN” til á 26. mín. að Akureyringarn- ir gera sitt mark. Var það upp úr hornspyrnu að Þormóður fær boltann í erfiðri aðstöðu, en tekst að skora glæsilegt mark. Ekki urðu mörkin fleiri í þess um leik þótt oft munaði litlu. í eitt skiptið komst Piögnvaldur Reynisson inn fyrir alla varnar menn Framara og átti ekki nema markvörðinn eftir sem lá á jörðinni fyrir framan hann, en einhverra hluta vegna gat ÉG HELD að óhætt sé að full- yrða að ekkert lið sem tekur þátt í fyrstudeildarkeppni ís- landsmótsins hafi orðið fyrir eins miklum missi og ÍBA-liðið frá síðasta keppnistímabili. Bei' þar fyrst að nefna Kára Árnason sem í fyrra þótti ein- hver skæðasti framherji á ís- landi, varð að yfirgefa knatt- spyrnuna vegna meiðsla, og hef ur hans því ekki notið við í sumar. Þá hefur Valsteinn Jónsson verið frá í sumar vegna veik- inda, en Valsteinn var sem kunnugt er alveg einráður á vinstri kantinum, og segir það sína sögu um hæfileika hans. Síðan varð liðið að sjá á bak Jóni Steffyissyni, en hann hefur verið á sjúkralista síðan í leikn um við KR í deildarkeppninni fyrir nokkrum vikum. Engum sem fylgzt hefur með knatt- spyrnunni hefur dulizt hvers- lags máttarstólpi Jón er bæði sem góður knattspyrnumaður og andlegur leiðari liðsins í keppni. „Steingrí mss j óður” SÖFNUN sú sem fram fer þessa dagana til styrktar Steingrími Björn.ssyni, gengur með mikl- um ágætum. Bæði einstaklingar og hópar, aðallega starfshópar, hafa lagzt á eitt með að létta Steingrími fj árhagsáhyggj urnar sem hljóta að vera því samfara að liggja rúmfastur í margar vikur. Til mála kom að þreyta hér í bæ knattspyrnukeppni til styrktar Steingrími, en þar sem undirtektir hafa verið svo góðar sem raun ber vitni hefur verið horfið frá því. Vikublöð bæjarins svo og íþróttafélögin munu taka á móti framlögum í „Steingrímssjóð". Síðustu fréttir af líðan Stein- gríms eru góðar, hann er hress og líður vel eftir atvikum. ÐURLÁNDSMÓTID NORÐURLANDSMÓTIÐ í knattspyrnu hófst á miðviku- dagskvöldið. Leiknir voru tveir leiknir það kvöld. KA-menn fóru til Húsavíkur og kepptu þar við 2. deildarlið Völsunga. Leikurinn var að sögn heldur lélegur og endaði með sigri KA, 5 mörk gegn 2. Hinn leikurinn var háður hér á Akureyri og áttust þar við lið frá Ólafsfirði og Þór. Fyrripart inn í fyrri hálfleik skoruðu Þórs arar 4 mörk gegn engu. Eftir að Þórararnir urðu svona öruggir með sigurinn fóru þeir að missa áhugann á leiknum og einkenndist það sem eftir var leiksins af því. Var það ekki fyrr en í seinnihluta síðari hálf leiks að þeir skoruðu tvö mörk í viðbót og endaði leikurinn því 6—0 fyrir Þór. Langbezti maður Ólafsfirð- inganna var tvímælalaust mark vörðurinn, sem varði oft af hreinni snilld. AKUREYRARMÓT AÐEINS er nú eftir að leika tvo leiki í Akureyrarmótinu í knattspyrnu, sem fram fer um þessar mundir. Leikirnir sem eftir eru, eru í 2. flokki og meistaraflokki. Urslitin í þeim flokkum sem búnir eru hafa verið nokkuð á einn veg, því KA hefur sigrað í öllum. Og eftir leikjum sem fram hafa farið fyrr í vor hafa Þórsarar varla sigurmöguleika nema í meistaraflokki, hér eftir. Annars eru þetta einstök úrslit: í 6. fl. 1—0, í 5. fl. 2—0, í 4. fl. 4—2 og í 3-. fl. 4—3. Síðast en ekki sízt var það Steingrímur Björnsson, sem lið ið missti eins og mönnum ei' enn í fersku minni. En Stein- grímur hefur sem kunnugt er verið okkar duglegasti og jafn- framt hættulegasti framlínu- maður, síógnandi og varnir and stæðingana aldrei öruggar með hann. Þótt eflaust megi endalaust deila um val manna í liðið, er það ekkert vafamál að missa fjóra af betri mönnum liðsins á sama keppnistímabilinu hefur geysilega slæm áhrif. Það er að sjálfsögðu ósk okk- ar Akureyringa að ná í hinn langþráða íslandsmeistaratitil. „Oft er þörf, en nú er nauð- syn“, segir máltækið, og eru það orð að sönnu. Það er áskor- un til ÍBA-liðsins að það horf- ist í augu við vandann, þrátt fyr ir þetta geysistóra skarð sem höggvið hefur verið í það, og taki nú á öllu sem það á til og komi nú loksins með bikarinn norður. Það er hægt með sam- eiginlegu átaki allra liðsmanna. r r r RAÐHUSAIBUÐIR í smíðum til sölu. ... ALLAR NÁNARI UPPLÝSINGAR FYRIRLIGGJANDI. SMÁRI H.F. Furuvöllum 3 — Sími 2-12-34.

x

Alþýðumaðurinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðumaðurinn
https://timarit.is/publication/597

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.