Alþýðumaðurinn


Alþýðumaðurinn - 15.08.1969, Blaðsíða 4

Alþýðumaðurinn - 15.08.1969, Blaðsíða 4
imiiiiiimiiiiiiiuiiiiiniiimiimmiiiiiuimmniiimiimimmimmmrmtniimiiimfiimmnmmmniiivimi' Ritstjóri: SIGURJÓN JÓHANNSSON (áb.). Útgoíandi: ALÞÝÐUFLOKKSFÉLAG AKUR- EYRAR. — Afgréiðsla og auglýsingar: Strandgötu 9, II. hæð, sími (96)11399. — Prentverk Odds Björnssonar h.f., Akureyri ALÞYÐUMAÐURINN • llllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllltlllllllllMIIIIIIIIIIIIIIIIIIMIIIimillllllllllllllllllllllllllllllllllllllllltlllllltl. E I E BLÓMLEG BYGGÐ | UM SÍÐUSTU helgi voru hér á ferð forseti fylkis- Iþingsins í Slesvíkur-Holstein í Vestur-Þýzkalandi og framkvæmdarstjóri þingsins ásamt konum sínum. | Voru þeir í boði Alþingis um vikuskeið, en af þeim I tíma dvöldu gestirnir 3 daga á Akureyri og í nágrenni. | Var þeim auk bæjarins sýnd Mývatnssveit, Reykja- | hverfi, Aðaldalur, Reykjadalur og Eyjafjörður, og I höfðu þeir orð á, hve byggð væri blómleg, enda skart- | aði Norðurland sínu fegursta um veður. Slesvíkur- | Holstein er eitt af mestu landbúnaðarfylkjum Þýzka- | lands, og bað þingforsetinn sérstaklega um að fá að 1 skoða eitt bændabýli. Varð Þórhallur bóndi á Stóra- | Hamri góðfúslega við beiðni fylgdarmanna um slíkt, | og rómuðu gestirnir mjög umgengni alla og búnað, | og áttu raunar varla nógu sterk orð til. | NÚ ER það að vísu vitað hér um slóðir, að á Stóra- | Hamri er búið af frábærri snyrtimennsku. En dæmið | er þá líka fyrir hendi um það, hvað liægt er að gera í | landbúnaði okkar, þegar hæfileikar og aðstæður eru | fyrir hendi, og sem betur fer eru drjúgmörg býli um | Eyjafjörð og Þingeyjarþing — og víðar þótt hér séu þessi héruð nefnd vegna kunnleika — sem bera ágæt- um búskap vitni. HÉR var vitnað til umsagna gesta vegna þess, að sumir taka betur eftir umsögnum aðkomumanna en kunn- ugra, en raunar liggur það í augum uppi fyrir öllum, sem vilja sjá, að landbúnað er hægt að reka af slíkum myndarskap að til fyrirmyndar er. Þetta má ekki liggja í láginni, því að allt of mikið er af því gert að mikla fyrir sér þá erfiðleika, sem landbúnaðurinn eigi við að búa, þó liin villan sé líka varhugaverð að neita þeim. FRAMSÓKNARFLOKKURINN hefir um langt skeið markað stefnuna í landbúnaðarmálum, hvað for- sjá ríkisins snertir. Sjálfstæðisflokkurinn hefir að vísu haft þau mál með höndum í ríkisstjóm um skeið, en ekki breytt í neinu um höfuðstefnu, þá að með ríkis- aðstoð, eftir því sem þurfa þætti, beri að búa bændum lífvænleg kjör. ALÞÝÐUFLOKKURINN hefir óttast þessa stefnu, landbúnaðarins og bændanna vegna, og verið lienni andvígur, og hlotið mikið hróp fyrir af Framsókn sér- staklega, sem hefir viljað túlka afstöðu Alþýðuflokks- ins sem fjandskap í garð bænda og landbúnaðarins yfrleitt. «2 = E 5 i S ! | E z i I = = i = i s i = = = i I z 3 s = = I : HÉR verður engu slíku pexi svarað. Slíkt þjónar eng- i um tilgangi. Á liitt skal bent, að það er opinber stefna | Alþýðuflokksins að stuðla að blómlegum landbúnaði, | sem veiti þeim, er hann stunda af alúð, lífvænlega É afkomu. Flokkurinn veit, að vissar styrkveitingar eða | greiðslur til atvinnuvegarins em eðlilegar, en fyrst og i fremst ber að stuðla að þannig stjórn landbúnaðar- | mála, að atvinnuvegurinn sé sjálfum sér nægur, svo að i bóndanum sé það hvort tveggja í senn hagnaður og | stéttarleg ánægja að rækja starf sitt, en létta af honum s þeirri þrúgandi grun, að kannske sé landbúnaðurinn | eilíflega dæmdur í styrkjaherkví. Fátt hefir lamað | metnað bænda meir og skaðað t. d. viðhorf ungs fólks | (Framhald á blaðsíðu 7) I HAIIIIIHIIIIIIIIIIHIIIIIIIIIIIimillllllllllllllllllltllllllllllllllltllHllltlllllllllllllMllllllllllllltlllllllUIIIIIIIH lllllllllC HALLDÓR BLÖNDAL RITSTJÓRI A ÍSAFIRÐI. Halldór Blöndal góðkunningi okkar Akureyringa hefur nú verið ráðinn ritstjóri Vestur-; lands, blaðs Sjálfstæðismanna á Vestfjörðum, og jafnframt erindreki ungra íhaldsmanna þar vestra. Blaðið Vesturland lá í dái um nokkurn tíma og mun ástæðan hafa verið sú að blað Herberts okkar hafi átt að halda við íhaldstrúnni á Vest- fjörðum, enda er íslendingur- fsafold titlað sem blað Vest- fjarða, Norðurlands og Aust- fjarða. Vestfirzkir ílialdsmenn hafa þó sýnilega ekki verið ánægðir með línuna hans Her- berts frá Akureyri og ráðast því í það að endurvekja sitt gamla blað. — Um leið og ég sendi kollega mínum og kunningja Halldóri Blöndal beztu árnaðar óskir með starfið, verð ég að játa það, að mér finnst hann hafa lent á kolvitlausum stað, þá hafðar eru í huga að bæjar- stjórnarkosningar eru næsta vor. Kratar á Akureyri munu a. m. k. sakna hans í kosninga- baráttunni. Með kærri kveðju vestur. s. j. TIL RAFVEITUMANNA. Takk, Rafveitumenn, en bet- ur má ef duga skal. Það eru 2 holur eftir á gangstéttinni enn irir -» ww JSTLJSs X JL SPURT HLERAÐ í Brekkugötu — og flýtið ykkur nú áður en sumarið er búið. Einn sem fer um Brekkugöt- una oft á dag. P. s. Á liolan í gangstéttina hjá Kaupfélagi verkamanna líka að bíða lengi? FÓLKIÐ HEIMTAR SVÖR — OG ER ÞAÐ RÉTTLÁTT. Að þessu sinni aðeins örstutt orðsending til bæjarfógeta og eftirlitsmanns vínveitingahús- anna. Fólkið heimtar svör og á rétt á þeim. Til eftirlitsmanns- ins er spurningin þannig. Krefst hann ekki að sjá nafnskírteini þeirra gesta, sem vafi leikur á að sé undir þeim aldri, sem lög heimila að bannað sé að veita vín? Til bæjarfógeta. Hvað heimila lög eða reglur að heim- ilt sé að selja aðgang að í Sjálf- stæðishúsið, Alþýðuhúsið og þá samkomustaði í byggðum Eyja- fjarðarsýslu er upp voru taldir í AM í síðasta blaði. Það er ekki) undirritaður einn er heiintar og krefst svars, það er fólk í tuga- tali. Og því vil ég skora á eftir- litsmann vínveitingahúsa og bæjarfógeta að svara þessum spurningum fólksins í næsta blaði AM. í þeirri von sendi ég þeim beztu kveðjur. s. j. SIÐLEYSI ER VELDUR ÓHUG. Fyrir nokkrum dögum var því veitt athygli að gripdeildir liöfðu verið unnar í sumarbú- (Framhald á blaðsíðu 6). DAGBÓK ÁML MESSAÐ verður í Akureyrar- kirkju n. k. sunnudag kl. 10.30 f. h. Sálmar: 578 — 379 — 139 — 238 — 674. — B. S. MESSAÐ verður í Lögmanns- hlíðarkirkju n. k. sunnudag kl. 2 e. h. Sálmar: 578 — 379 — 139 — 238 — 674. Bílferð verður úr Glerárhverfi kl. 1.30. — B. S. MUNIÐ, að minningarspjöld Sólborgar (Styrktarfélags vangefinna á Akureyri) fást í Hafnarstræti 94 (bókav. Bókval) og Lönguhlíð 2 (bókav. Fagrahlíð). GJÖF til kvenfélags Akureyrar kirkju frá N. N. kr. 500.00 — Með þökkum móttekið. — Stjórnin. MÖÐRU V ALL AKL AU STURS - PRESTAKALL. Guðsþjón- usta að Glæsibæ n. k. sunnu- dag, 17. ágúst, kl. 10.30 f. h. Prófastur Eyjafjarðarprófasts dæmis, síra Stefán Snævarr, prédikar. Prófastsvisitasia. — Sóknarprestur. HLfFARKONUR. Farið verður á Flateyjardal sunnudaginn 17. þ. m. kl. 8 f. h. frá Um- ferðarmiðstöðinni í Skipa- götu. — Ferðanefndin. BRÚÐHJÓN. Hinn 8. ágúst voru gefin saman í hjónaband í Akureyrarkirkju ungfrú Guðrún Svala Guðmunds- dóttir og Hannes Haraldsson vélvirkjanemi. Heimili þeirra verður að Akurgerði 5 B, Akureyri. Ljósm.st. Páls LEIÐRÉTTING. í stuttu spjalli við Jón Gíslason byggingar- meistara í síðasta blaði gerði prentvillupúkinn AM Ijótan grikk. Þar var sagt frá af- steypu er Jón hafði gert af Karli Friðrikssyni fyrrum vegaverkstjóra og mátti skilja að sá góði maður væri látinn. En sem betur fer er sá góði maður enn á lífi og ern vel. Biður AM Karl af- sökunar á grikk prentvillu- púkans og óskar Karli langra og góðra ævidaga enn. BRÚÐHJÓN. Nýlega voru gef- in saman í hjónaband í Akur eyrarkirkju ungfrú Hallfríð- ur L. Einarsdóttir og Jónas Sigurjónsson. Heimili þeirra verður að Hjalteyrargötu 1, Akureyri. Ljósm.st. Páls FERÐAFÉLAG AKUREYRAR. Ferðir um helgina: Suðurár- botnar—Dyngjufjöll. Flateyj- ardalur. MÉRAÐSMÓT UMSE í frjálsum íþróttum verð- ur á Laugalandsvelli 23, og 24. þ. m. — UMSE. 65 ÁRA er í dag Magnús Júlíus son verkamaður að Sunnu- hvoli í Glerárhverfi. Kvænt- ur er Magnús Þuríði Jóns- dóttur frá Ási og eignuðust þau hjón 10 börn. — AM sendir Magnúsi sínar beztu árnaðaróskir. BRÚÐHJÓN. Hinn 27. júlí sl. voru gefin saman í hjónaband í Akureyrarkirkju ungfrú Oddný Elva Hannesdóttir og Sigurður Sævar Matthíasson framreiðslumaður. Heimili þeirra verður að Leifsgötu 4, Reykjavík. Ljósmyndastofa Páls.

x

Alþýðumaðurinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðumaðurinn
https://timarit.is/publication/597

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.