Alþýðumaðurinn


Alþýðumaðurinn - 15.08.1969, Side 5

Alþýðumaðurinn - 15.08.1969, Side 5
Lestíarkennsla og lesþroski Grein eftir B jarna Kristjánsson, kennara EFTIRFARANDI grein er eftir Bjarna Kristjánsson kennara frá Sigtúni í Eyjafirði. En Bjami stundaði framhaldsnám við Kennara- skóla íslands í sambandi við kennslu vangefinna barna. En Bjami er sem kunnugt er ráðinn kennari við vistheimilið Sólborg í Kot- árborgum, þá er það tekur til starfa. AM er akkur í því að birtai þessa ritgerð Bjarna, því að um þessi þýðingarmiklu mál hefir oft verið um deilt manna á meðal. Formáli Bjarna fyrir ritgerðinni. Ritgerð þessi, sem hér birtist er skrifuð vegna náms í fram- haldsdeild Kennaraskóla ís- lands. Fjallað er um lestrar- kennslu og þau vandamál, sem henni eru samfara og drepið á nokkur þau helztu atriði, sem nú eru efst á baugi í umræðum lestrarkennara og lestrarsér- fræðinga. Ekki er síður ástæða til að almenningur og þá sér- staklega foreldrar fylgist með því sem er að gerast á þessum vettvangi til aukins skilnings á þeim erfiðleikum, sem barnið kann að mæta í lestrarnáminu, orsökum þeirra og afleiðingum. Um leið opnast sýn inn í þann vanda, sem kennaranum er á höndum, þegar hann tekur við byrjendum til að kenna þeim lestur. Gildi lestrarkunnáttunnar. Lestrarkunnáttan veitir mann inum aðgang að lind vísdóms og þekkingar. Skóldið og rithöf- undurintv, færa, hugsun sína í búning orðsins, og bókin varð- veitir hana í formi ritaðs máls. í þau tákn ræður aðeins sá, sem er læs. Afrek vísindamannsins eru ætíð að nokkru skráð í bók um, og þekking þeirra berst á þann hátt frá einni kynslóð til annarrar og verður undirstaða nýrra afreka. Á síðum bókar- innar glitrar saga mannkynsins frá upphafi ritlistar til þessa dags. Bókin túlkar viðhorf ein- staklingsins til samtíðar og fram tíðar, vitnar um sigra og mis- tök, sorg og gleði, ást og hatur. Atburðir líðandi stundar berast okkur í rituðu máli á síðum dagblaða og annarra rita. En þeir ná ekki vitund þeirra, sem ei geta lesið. Af þessari upp- talningu má okkur verða ljóst gildí lestrarkunnáttunnar, og þótt „bókvitið verði aldrei í ask ana látið“ í eiginlegri merkingu, þá er það engin fjarstæða að halda því fram, að bókvitið sé nauðsynlegt hjálpartæki þeim, sem vill fylla sinn ask og teljast nýtur þegn í samfélaginu. Nú- tíma þjóðfélag gerir miklar kröf ur til einstaklingsins, og hinn ólæsi er í rauninni fastur á krossi þeirra örlaga, sem dæma hann til að læðast með veggj- um. Hamingja einstaklingsins verður því ætíð mjög háð þeirri menntun, sem honum tekst að afla sér, og lestrarkunnáttan er grundvöllur þess, að hann geti notið þeirrar menntunai’, sem þjóðfélagið býður innan síns af- markaða skólakerfis. Lestrar- kennslan er því einn allra þýð- ingarmesti þátturinn í starfi skólanna, sem færir nemand- ann að gáttum nýrrar og stór- kostlegrar reynslu, og allt ann- að nám byggist á því, að nem- andinn öðlist nokkuð fljótt þá lesleikni að geta tileinkað sér efni þeirra bóka, sem honum er ætlað að nema af. Takist honum það ekki, er hann í rauninni dæmdur úr leik og á sér vart uppreisnar von. Við skulum því snúa okkur að nokkrum þeim þáttum, sem hafa áhrif á hæfni Bjarni Kristjánsson. nemandans til lestrarnáms, og sérhver kennari, sem teljast vill athugull og samvizkusamur, verður að hafa í huga, þegar hann tekur við byrjendum til að kenna þeim lestur. Lesþroski. Börn hefja skólagöngu, þegar þau hafa náð ákveðnum aldri. Hér á landi er barn skólaskylt það ár, sem það verður 7 ára. Aldurinn er þó engin trygging fyrir því, að nemendurnir séu allir jafnir að likamlegum og andlegum þroska, og eitt fyrsta vandamálið sem mætir kennar- anum, er mikill munur á þroska þeirra. Stórlega skertir hæfileik ar s. s. andlegur vanþroski á háu stigi, blinda eða heyrnar- leysi leyna sér að vísu ekki, og verður ekki um þau atriði fjall- að hér heldur þau vandamál, sem telja mætti eðlileg og ætíð má búast við að mæti lestrar- kennaranum í starfi hans. Margar rannsóknir hafa verið gerðar í því skyni að ákvarða þá þætti í þroska barnsins, sem telja mætti forsendur þess, að eiginlegt lestrarnám beri til- ætlaðan árangur. Þar af er til orðið hugtakið lesþroski (lese- modenhed, readiness for rea- ding). Einn þeirra manna, sem mikið hefur unnið á þessum vettvangi, er Norðmaðurinn H. J. Gjessing. í bók sinni „En studie om lesemodenhet ved skolegangens begynnelse," ger- ir hann grein fyrir athugunum sínum, og nokkrir þeirra þátta, sem hann telur forsendur góðs gengis í upphafi lestrarnáms eru t. d., 1. að barnið hafi vanizt því að hlusta, 2. það þarf að ráða yfir nægi legum orðaforða, 3. það þarf að geta greint milli ólíkra sjónmynda og liljóða (visual and auditory discrimination), 4. það þarf að hafa þroskað áttaskyn, 5. það verður að hafa áhuga fyrir lestrarnóminu. (1). Þroski þessara hæfileika og andlegur og líkamlegur þroski yfirleitt er háður þeirri reynslu, sem barnið hefur öðlazt í við- fangi við umhverfi sitt áður en skólaganga þess hófst, og það mun vera almennt viðurkennt meðal lestrarsérfræðinga, að til þess að lestrarkennsla beri já- kvæðan árangur þurfi barnið að hafa náð því þroskastigi, sem fyrrgreind atriði taka til. Sé því ekki náð, veldur barnið ekki þeim verkefnum, sem því er ætlað að leysa, það fyllist von- leysi og kvíða og fær óbeit á lestrarnáminu. Ég mun ekki fjalla um hvern einstakan þátt í þessari upp- talningu út af fyrir sig heldur samverkandi áhrif þeirra á lestrarnám barnsins. Það er þó ekki úr vegi að athuga nánar þátt heyrnar- og sjónskyns í lestrarferlinu og þýðingu þeirr- ar skynjunar fyrir framvindu námsins. Sjón og heym. Lesturinn er fólginn í því að ráða táknmyndir bókstafanna. Augað grípur sjónmynd þeirra, og hún berst til úrvinnslustöðva heilans. Við túlkun þessarar myndar kemur heyrnarskynið til hjálpar, og sjón- og heyrnar- mynd orðsins tengist þeirri hugmynd, sem við höfum um orðið úr mæltu máli. Að sjálf- sögðu er þessi athöfn flóknari en svo, að hún verði til fulls skýrð á þetta einfaldan hátt. Eigi að síður höfum við hér grófa mynd af því ferli, sem á sér stað. Ef talfærin vinna nú rétt að myndun orðsins hljóm- ar það okkur óbrenglað af vör- um lesarans. Eitt þeirra atriða, sem kennarinn verður þó ávallt að gera sér glögga grein fyrir, er hæfni nemandanna til að greina mismun hljóða og sjón- mynda. Á þessu svið eru nem- endurnir mjög ólíkir að þroska. Sumir greina glögglega mun líkra hljóða s. s. t og d, p og b, f og v. Aðrir rugla þessum hljóð um saman. Framburður hljóð- anna verður óöruggur og heild- armynd orðsins óskýr. Barnið skilur ekki það orð, sem það er að reyna að lesa jafnvel þótt merking þess sé því kunn úr mæltu máli. Þótt heyrn barns- ins sé fullkomlega eðlileg, skort ir það oft næmi á þessi fíngerð- ari hljómbrigði málsins, og veld ur það barninu auðveldlega erfiðleikum í lestramáminu. Ógölluð heyrn og hæfileikinn til sundurgreiningar hljóða er eitt mikilsverðasta skilyrði þess, að barnið verði læst. Kennarar ættu því ætíð að vera vel á verði, ef þeir hafa grun um, að heyrn barnsins sé ekki eðlileg. Barn, sem hefur skertá heyrn, gerir ser ekki ætið grein fyrir því, að það heyri ver en önnur börn. Ef það er illa staðsétt í skólastofunni, á það í erfiðleik- um með að fylgja útskýringum kennarans og öðlast því ekki í upphafi þann grundvöll, sem áframhaldandi lestrarkennsla byggir á. Oft koma fram í lestri barns- ins gallar, sem rekja má til sjón arinnar (sjónræn lestregða). Helztu einkenni eru þau, að barnið ruglar saman stöfum, sem hafa líka sjónmynd t. d. p-d-b, u og n, v og u. Barnið á einnig í erfiðleikum með að greina á milli fornlíkra orða s. s. hann-kann, hús-lús o. s. frv. Samfara þessum göllum eru svo kallaðir umsnúningar algengir. Þeir lýsa sér á þann hátt, að orð eins og rós er lesið sem sór, hús sem sú, lá sem ál. Bent hefur verið á, að villur af þessu tagi megi oft rekja til lélegrar form- skynjunar og ruglaðs áttaskyns. Aðrir halda því fram, að sjón- ræn lestregða stafi oftar en hitt frá lélegri samhæfingu hinna hárfínu vöðva, sem stjórna hreyfingum augnanna. Samstill ing þeirra (binocular vision) er þá ekki álitin nógu góð og mynd sú, sem berst til skyn- stöðva heilans verði því brengl- uð. Fjarsýni er einnig mjög al- gengt meðal barna, þegar þau hefja skólagöngu. Sé þessum nemendum ætlað að lesa lengi í einu til skiptis af bók og töflu þreytast hreyfivöðvar auga- steinanna. Slík þreyta getur leitt til vanlíðu, sem auðveld- lega tengist lestrarnáminu á neikvæðan hátt. Þar sem nægilega þroskað og heilbrigt sjón- og heyrnarskyn ásamt alhliða þroska eru mjög þýðingarmiklir þættir í lestrar- námi barnsins er kennaranum mikil nauðsyn að kunna ein- hver skil á þróunar- og þroska- ferli barnsins til að geta betur áttað sig á skorðum, sem lestrar getu barnsins kunna að vera settar. Skal því vikið að nokkr- um atriðum til frekari skýring- ar á eðli barnsins og glöggvun- ar á þeirri merkingu, sem í les- þroskahugtakinu felst. Áhrif umliverfis og lesþroski. Ymsir kynnu svo að halda, að strax við fæðingu hefðu áður- nefnd skynfæri náð fullnaðar- þroska. Því er þó alls ekki á þann veg farið, og margs konar tilraunir og athuganir renna styrkum stoðum undir þá skoð- un, að skynrænn þroski barns- ins sé mjög háður umhverfis- áhrifum og fyrri reynslu þess af umhverfi sínu. Þar sem mörg hugtök eru í eðli sínu afstæð og krefjast viðmiðunar verður okk ur ljósara gildi þessarar reynslu fyrir barnið. Fyrstu kynni barnsins af hlutum og umhverfi eru í gegnum þreifi- og snerti- skyn. Með því að handfjatla hluti og form öðlast það sína fyrstu hugmynd um eðli þeirra og tilgang. Þessi vitneskja teng- ist síðan hinni heyrnrænu og sjónrænu skynjun. Barnið lærir að þekkja hljóð og tengja þau við ákveðna hluti. Á sama hátt festist þeim sjónmýnd hlutanna, og þau þekkja sama hlut aftur án þess að þreifa á honum. Sé barnið svipt þeim möguleika að kanna umhverfi sitt á sem fjöl- (Framhald á blaðsíðu 7) STAKAN okkar | BENEDIKT Valdemarsson kveður. Á útmánuðum. Leysir snjóa merlar mið, mörgum kær er blotinn. Þeysin góa vangast við, vetur hæruskotinn. Veiðimannavísa. Upp um heiðar heitur blær, hugljúf greiðir stráin. Fagrar leiðir lygn og tær, liðast veiðiáin. Sumarvísa. Grænkar flosið glampar á, gróna mosadýnu. Frost og rosi flýja þá, fyrir brosi þínu. Ástarvísa. Gleðin flaug um gróinn reit, glampi í augum hlýnar. Ástin smaug svo ung og heit um allar taugar mínar. Til vinar. Löngum mun það létta geð, lífs í sárum pínum, Að heilsa og geta gcngið með góðum vini sínum. !! Draumur. Syngja skaltu sumarlag á sjálfur mjúka strengi, svo þú getir dáð í dag draum sem yarir lengi. f tunglför. Bjartar leiðir löngum finn, Ijúfan seið í runni. Ársól breiðir arminn sinn út í heiðríkjunni. Sumarfrí. Allt vill bindast aftanfrið efstu tindar blána. Hlýjir vindar hjala við hljóða lind við ána. AM þakkar Benedikt Valde marssyni fyrir þessar gull- fallegu vísur. Næsta vísa er eftir Friðjón Axfjörð og er tilefni hennar það, að Sigfús gekk fram á mann liggjandi á götu „dáinn“ af völdum Bakkusar. Þinn verður að síðustu vegurinn beinn. Þá valferð mun herlegt að líta. Því meðbræður þínir, hver einasti einn, með andstyggð á leiðið þitt skíta. f dag lýkur AM þættinum með þessari stöku eftir I. G. er nefnist, Til konu í fjarlægð. Þegar syndin seiðir mig, sendi ég í huga. Yndivísu eina um þig okkur má það duga. Verið sæl að sinni.

x

Alþýðumaðurinn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Alþýðumaðurinn
https://timarit.is/publication/597

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.