Alþýðumaðurinn


Alþýðumaðurinn - 15.08.1969, Blaðsíða 8

Alþýðumaðurinn - 15.08.1969, Blaðsíða 8
39. árgangur — Akureyri, föstudaginu 15. ágúst 1969 — 19. tölublaS l í liinu nýja Amtsbókasafni verður héraðsskjalasafn Akureyrar og Eyjafjarðarsýslu varðveitt. Páll ______________________________________________________________________ og Eyjafjarðarsýslu Á ÁRINIJ 1967 samþykktu bæj arstjórn Akureyrar og sýslu- nefnd Eyjafjarðarsýslu að stofna héraðsskjalasafn fyrir 'bæinn og héraðið, og hefur Ak- ureyrarbær veitt fé til safnsins síðan. Það sama ár var undir- ritaður ráðinn til að koma safn inu fyrir og veita því forstöðu. Lög um héraðsskjalasöfn voru sett á Alþingi árið 1947. Samkvæmt reglugerð, sem sett var um slík söfn árið 1951, skulu þar varðveitt skjalagögn eftirtalinna aðila, stofnana og félaga: Hreppstjóra, sátta- nefnda, hreppsnefnda, sýslu- nefnda, bæjarstjórna, bæjar-, sýslu- og hreppsfyrirtækja, forðagæzlumanna, yfirskatta- nefnda, undirskattanefnda, und irfasteignamatnsnefnda, skóla- nefnda, barnaverndarnefnda, héraðsfunda, sóknarnefnda, sjúkrasamlaga, búnaðarsam- banda, ræktunarsambanda, hreppabúnaðarfélaga, búfjár- ræktarfélaga, skógræktarfélaga, ungmenna- og íþróttafélaga, lestrarfélaga og annarra menn- ingarfélaga; ennfremur skjala- gögn nefnda eða trúnaðar- manna, sem bæjarstjórnir, sýslu nefndir, hreppsnefndir, héraðs- fundir eða sóknarnefndir skipa. — Slík héraðsskjalasöfn eru nokkurs konar útibú frá Þjóð- skjalasafni og heyra undir yfir- stjórn og eftirlit þjóðskjala- aðilum og stofnunum, sem fyrr er getið, og er von á þeirri send ingu innan skamms. varðar. — Viðurkenning hans á safninu hér sem löglega stofn- uðu héraðsskjalasafni hefur ný lega borizt, dags. 1. júlí sl. Safnið er til húsa í nýbygg- ingu Amtsbókasafns, og geta þeir, sem óska, fengið skjala- gögnin léð á lestrarsal þess. Ný lokið er við að setja upp skjala- skápa úr stáli í geymslusal safns ins, og er safnið þá reiðubúið að veita viðtöku skjölum frá þeim embættum og aðilum, sem að framan greinir, og reyndar frá (Framhald á blaðsíðu 7) f 1 1 '-■00» " ■=% Norðlendingar hljóta að mótmæla kröftuglega Héraðsskjalasafn Akureyrarkaupslaðar Goðafoss, sem hin virðulega Orkustofnun vill afmá af norðlenzkri grund. Hvað myndu Sunn- lendingar segja ef Norð- lendingar krefðust þess að Gullfoss yrði afmáður í þágu Norð- lendinga? Yrði mun kostnaðarminna að virkja þetta vatn sunnan fjalla heldur en reisa sérstök orkuver í þessum fljótum norðanlands." AM biður Norðlendinga að lesa vel þessa klausu. Norð- fullviss um það að það yrði ekki sterkt kosningaprogram fyrir Sjálfstæðisflokkinn ef Norður- landsáætlunin á að verða kosn- ingabeita íhaldsins við bæjar- stjórnarkosningarnar næsta vor ORLOFSHEIMÍLIN Á ILLUGASTÖÐUM Orlofsheimilin á Illugastöðum í Fnjóskadal og Ölfusborgir undir Ingólfsfjalli sýnir lofs- vert og virðingarvert framtak og samtakamátt alþýðunnar. Tímar örtvaxandi „vélmenningar“ hljóta að kalla á griðastaði, þar sem fólkið getur gleymt því í sumarleyfi sínu vélinni eða takkanum, er það stjórnaði á vinnustað — og þeim liávaða er tækniöld fylgir. Aðsókn að Illugastöðum hefir verið geysi mikil í sumar, eftir því sem umsjónarmaður staðarins, Rósberg G. Snædal, tjáði blaðinu. Orlofsliúsin eru nú 15 að tölu, byggð af Tréverki h.f. á Dalvík og er Tréverk nú að hefja byggingu fjögurra nýrra húsa og verður eitt þeirra híbýli fyrir umsjónarmanninn ásamt verzlunarplássi. Kaupfélag verka- manna á Akureyri hefur haft þar verzlun í sumar í smáskúr. Flytur félagið vörur tvisvar í viku aust ur. Er þessi þjónusta til mikils hagræðis fyrir dvalargesti. Verzlunarstjórinn að Illugastöðum er ung- ur að aldri, aðeins 15 ára „en duglegur og skyldurækinn“ svo að notuð séu orð Haraldar Helgasonar kaupfélagsstjóra. Hann heitir Bragi Snædal og tók hann meðfylgjandi mynd af Orlofsheimilunum á Illugastöðutv fyrir AM Norðlenzkum vötnum veitt suður yfir fjöll? SUNNANBLÖÐ skýra nýverið frá hugmynd Orkustofnunarinn ar um framtiðarvirkjanir á ís- landi — og má þar líta með stóru letri að hagkvæmast myndi reynast að veita norð- lenzkum stórám suður yfir fjöll og birtir AM orðrétta klausu úr Alþýðublaðinu, en þar segir meðal annars: „Orkustofnunin er nú horfin frá því að reikna með að til virkjunar kunni að koma í skag firzku jökulánum eða Skjálf- andafljóti, en í staðinn yrði þess um fljótum veitt suður yfir og sameinað vatnasvæði Þjórsár. lenzk stórfljót á að flytja suður yfir heiðar. Jú, það er ódýrara að virkja þau þar að dómi „sér- fræðinganna11. En hafa ekki Norðlendingar leyfi til að spyrja. Verður ekki orka hinna norðlenzku fallvatna þá er þeim hefur verið grafin leið suður notuð til að gera Island að borg ríki við Faxaflóa, þar sem orka norðlenzkra fallvatna verður notuð í þágu borgríkisins? Hvað segir Lárus Jónsson, sem nú er í önnum að ljúka við svonefnda Norðurlandsáætlun, vonandi mun hann ekki taka hugmynd- ir Orkustofnunarinnar inn í Norðurlandsáætlun sína. AM er eða kannski alþingiskosningar nú í haust. Allir Norðlendingar munu mótmæla áliti Orkustofn unarinnar. AM trúir eigi að hægt sé að stinga snuðtúttu upp í þá. s. j. STRAKAR MINIR Sýnið þið þarna kurteisi í umferðinni? Ljósmynd: Hallgrímur Tryggvason. — v-ýS.NN’ r í AUGSÝN: FRANSKAR EFTIRPRENTANIR af listaverkum heimsþekktra málara fást nú í AI!f’SYN HF' SIMI 2-16-90

x

Alþýðumaðurinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðumaðurinn
https://timarit.is/publication/597

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.