Alþýðumaðurinn


Alþýðumaðurinn - 22.08.1969, Blaðsíða 5

Alþýðumaðurinn - 22.08.1969, Blaðsíða 5
Og miðlum svo málum milli þeirra, a3 hvárir Iveggja hafi nokkuð lil síns máls ÁVARP Braga Sigurjónssonar, forseta bæjarstjórnar Akureyrar, við komu forseta íslands, dr. Kristjáns Eldjárn, til Akureyrar 18. ágúst 1969. Hr. forseti íslands, ' dr. Kristján Eldjárn, forsetafrú Halldóra Eldjárn, góðir bæjar- og héraðsbúar, aðrir viðstaddir. í Kristni sögu eru eftirfarandi orð lögð Þorgeiri Ljósvetninga- goða í munn, er hann mælti fyr ir einum sið hér í landi: — „Og þykir mér það ráð að láta þá eigi ráða, er hér gangast með mestu kappi í móti, og miðlum svo málum millum þeirra, að hvárirtveggja hafi nokkuð til síns máls, en vér höfum allir ein Forseti bæjarstjórnar Akureyr- ar, Bragi Sigurjónsson, flytur ávarp sitt. lög og einn sið, því að það mun satt vera: Ef vér slítum lögin, þá slítum vér fi’iðinn.“ Einhverjum kann að þykja furðulegt, að vitnað sé hér og nú til þessara fornu orða og löngu liðinna atburða, en það er sagt, að sagan endurtaki sig. Mörgum sinnum hefir þjóð vor staðið frammi fyrir miklum and stæðum og hörðum átökum og þá komið bezt að eiga vitra menn og sannsýna, sem kunnað hafa að vísa veginn. Það mun tæpast ofsagt, að íslenzk þjóð 'lifir nú eitt slíkt vandaskeið, en að vísu um margt mjög frá- brugðið fyrri vandaskeiðum sín um vegna ytri aðstæðna: Þrótt- ur hennar til að glíma við vand ann er meiri en nokkru sinni fyrr og kostirnir, sem um er að velja, fleiri og stærri í sniðum en nokkru sinni áður. En þess vegna er líka ábyrgð og vandi þeirra sem velja ráðin og móta þau í hendi sér, meiri og stærri en kannske nokkru sinni. En hver er þá sá vandi, sem fyrir stafni rís? Það eru hin miklu skipti, sem vér nú lifum: Aldaskipti, siðskipti, kynslóða- skipti, þjóðfélagsskipti. Ný tækniöld er gengin í garð, og _segja má, að nýr siður hafi num ið hugi vora og hjörtu í farveg hennar. Ný þjóðfélagsöfl þrengja sér fram til áhrifa og ný kynslóð heimtar völd og áhrif í hendur sínar, því að sú kynslóð, sem komin er á efri ár, kunni ekki réttu tökin á málum nýs tíma. Samfara þessu fer fram grundvallarbreyting á þjóðfélagslegum högum vorum og háttum, og kröfur um mennt un og færni breytast frá degi til dags. Það þarf mikið andlegt þrek til að afla sér eigin skoð- ana á hlutunum og tapa ekki áttum, þegar margar lokkandi raddir kalla, margir valkostir eru fyrir hendi, en afdrifaríkt, ef mistök verða á, svo afdrifa- ríkt, að seint eða ekki verður úr bætt, því að tíminn í dag líð- ur svo örhratt. Kannske er þessi m. a. örsök- in fyrir því, að þjóðfélagsþegn- arnir berjast nú fastar en fyrr um tekjur og efni. Stéttir og starfshópar takast harðar á um gögn og gæði landsins. Olnbog- um er beitt af meiri óvægni en fyrr, og ýmsir gerast aðsóps- miklir, sem hvergi virðast hirða um hag annarra. Mörgu er ráð- ið til lykta að tjaldabaki, sem hollara væri um að gera fyrir opnum tjöldum, og elur þetta á þeirri útbreiddu trú, að stjórnar far vort sé sjúkt og þurfi læknis við. En samvizka þjóðarinnar, blöðin, leggja litla rækt við mál efnalegar rökræður, heldur iðka meir þrákelknislegar, órökstudd ar staðhæfingai’, sem eiga að verða að sannindum trúaðra af endurtekningunum einum. Það er í þessum heimi, sem hér hefir lítillega verið dreginn, sem þeir, er landið eiga að erfa, lifa nú. Engan þarf að undra, að þeim þyki hann allt í senn: ginnandi, erfiður og ógnþrung- inn. Engan þarf heldur að undra, þótt mörgum kunni að verða vandratað um þetta mikla völundarhús aldaskipta, sið- skipta, kynslóðaskipta og þjóð- lífsbyltingar. Þá skiptir miklu, að þeir séu til, sem geta látið rödd Þorgeirs Ljósvetningagoða gjalla af Lögbergi þjóðarinnar: „Og þykir mér það ráð að láta þá ekki ráða, er hér gangast mest í móti, og miðlum svo mál um millum þeirra, að hvárir- tveggja hafi nokkuð til síns máls, en vér höfum allir ein lög og einn sið, því að það mun satt vera: Ef vér slítum lögin, þá slítum vér friðinn.“ Þá skiptir og miklu, að þeir séu til, sem kunna að gera nýrri kynslóð Ijóst, að reynslu þeirra, sem borið hafa önn og amstur urtí farinn veg, beri ekki að fyrirlíta, né meta störf þeirra fortakslaust lítilsvirði. Það er engri þjóð hollt, að tengiþráður gamals og nýs verði að blá- þræði. Þá skiptir og enn miklu, að þeir séu til, sem sjá og skilja opnum huga, hver nauðsyn það er, að ný viðhorf, ný kynslóð, nýir menn fái að njóta sín með eðlilegum hætti í þjóðlífinu, fái að vaxa sig fram til áhrifa í gróandi þjóðlífi við hlið þess, sem er að víkja og verður að víkja samkvæmt lögmálum lífs- ins. Vér íslendingar höfum sem betur fer átt ýmsa mikilhæfa forystumenn, sem kunnað hafa vel að vísa til vegar. Vitra menn, þolgóða menn, sann- gjarna og langsýna. Þetta hafa ekki alltaf verið menn, sem hafa skipað valdamiklar stöður. Áhrif þeirra hefir legið í rödd þeirra, sem hefir heyrzt og ver- ið tekið eftir, ráðum þeirra •hlýtt. Fornsögur vorar skýra frá nokkrum lögsögumönnum Alþingis, sem þannig va'r farið. Þeir vísuðu veginn, þótt þeir hefðu ekki valdið. Embætti forseta íslands er ekki valdaembætti fremur en KL. 12.05 árdegis í gær varð umferðarslys á gatnamótum Glerárgötu og Tryggvabrautar. Unglingsstúlka, Valgerður Reg- insdóttir, Gránufélagsgötu 7, sem var á reiðhjóli lenti fyrir bifreið — og var hún flutt á Fjórðungssjúkrahúsið. En sem betur fer mun Valgerður ekki hafa slasazt alvarlega. DAUÐ HRYSSA Þá fannst í gær hryssa dauð í skurði í Krossaneslandi, en hryssan hafði verið í hagagöngu þar ytra. GRÁNAÐI í FJÖLL í nótt gránaði í fjöll hér norð anlands — og var hríðarveður á Oxnadalsheiði í nótt að sögn vegfarenda. Kl. 6 í morgun var 4 stiga hiti á Akureyri. INNBROT í TOGARA í fyrrinótt var brotist inn í togarann Hafliða frá Siglufirði, en togarinn er í Slippnum til viðgerðar. Brotnar voru upp lögsögumannsstarfið var. En eins og þeir getur hann haft mikil áhrif með viðhorfi sínu og rödd. Hann getur látið til sín heyra af Lögbergi alþjóðar svo sem Þorgeir forðum, þegar mik ið er í húfi og stund móttæki- leikans er fyrir hendi. Af þess- um sökum vandar þjóðin val sitt í þetta embætti. Hún veit, að því fylgir mikil ábyrgð. Það skulu því vera lokaorð mín hér, um leið og ég býð for- seta íslands og konu hans hjart nalega velkomna hingað, að hamingja íslands megi veita honum þá blessun, að honum auðnist í samvinnu við aðra vitra, góðgjarna, sannsýna og þolgóða menn þjóðarinnar að leiða hana farsællega fram á þeim vandasama vegi, sem hún kennir sig nú á. Honum megi auðnast að laða til þess meðal- vegar, að allir hljóti nokkuð, en ekki fáir allt. Þeir sem gangast mest í mót, verði að brjóta odd af oflæti sínu, en vér höfum allir ein lög og einn sið, eins og Þorgeir Ljósvetningagoði kvað hamingju landsmanna hollast, og vér trúum enn að satt sé. matargeymslur skipsins og stol- ið þaðan birgðum, auk þess unnin fleiri skemmdarverk á skipinu. - Stefní að útrýmingu (Framhald af blaðsíðu 8). hafnargarðinn. Brotnaði spilið er hún var að veiðum fyrir aust an land, en unnið er af fullum krafti að viðgerð. Mætur borgari látinn. Hinn 9. þ. m. var til grafar borinn hér á Sauðárkróki Sig- urður Jósafatsson verkamaður. Hann var á áttræðisaldri er hann lézt og búinn að vera sjúklingur um árabil. Hann var um áratugaskeið mjög virkur félagi Verkamannafél. Fram. Var hann í trúnaðarmannaráði og ýmsum nefndum félagsins mjög lengi. Þá starfaði hann einnig mikið innan Alþýðu- flokksins af sömu einlægninni og alúðinni sem honum vor svo lagið. Kveðja allir samstarfs- menn hans þar góðan félaga. STAKAN okkar | TVÆR fyrstu vísurnar í þætt- inum í dag eru eftir Bildvin Jónsson frá Þverárdal. Veðurvísa. i Hrynja eikur, liníga strá, hríðin sleikir gjána. Kólgu leika klærnar á i kinnbleikum mána. , ■ I Á ferð yfir ísilögð Héraðsvötn undir morgun. Hvíta gljána hylur ský himinn blánar fagur. Upp úr Ránarrekkju á ný, remiur mánudagur. Næst er vel gerð hestavísa eftir Pál heitinn á Hjálms- stöðum í Laugardal. li Sá ég Apal fáka fremst frýsa, gapa, iða. Ef að skapið í hann kemst er sem falli skriða. Margir hafa kveðið um slúð urburð yfir kaffibollum, svo sem þessi vísa bendir til. Margri kjaftakellu óx i kaffisystra hylli við að bera bagga rógs i bæjarhúsa milli. Ort um þjóðkunnan mann. Víst er Ilelgi vinur sárafárra, virtur er hann lágt af sínum • grönnum. Útlitið er innrætinu skárra, er hann þó með skuggalegri mönnum. Ekki eru allar vísur gerðar af list, en þessi mun hafa ver- ið ort (í Svarfaðai'dal?) út af sjóslysi. Missti bátinn maður sá, mjög í stóru veðri. Það gekk svo mikil gola á, liann gekk sundur af veðri. Bjarni frá Gröf orti um Jón Pálmason alþm. á Húnvetn- ingamóti fyrir 10 árum. Vísnaslyngur vandar mál, vel um þingið sér ’ann. Hýr í kringum hestaskál Húnvetningur er ’ann. Stundum fengu prestarnir orð í eyra hjá leikmönnum. Svo er a. m. k. að sjá af þess- ari stöku. Fjandi kemst hann Kain langt, kirkjulaust hann messar. Með sömu fingrum sver hann rangt og söfnuðinn hann blessar. Bæjarfógetinn, Ófeigur Eiríksson, og frú hans, Erna Sigmunds- dóttir, lieilsa forsetalijónunum við sýslumörkin. ^4- - n>»Nv—-"V, UMFERÐARSLYS

x

Alþýðumaðurinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðumaðurinn
https://timarit.is/publication/597

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.