Alþýðumaðurinn


Alþýðumaðurinn - 05.09.1969, Qupperneq 1

Alþýðumaðurinn - 05.09.1969, Qupperneq 1
Verzlið l sérverzlun. ÞaS tryggir gæðin. TÓBAKSBÚÐIN Brekkugötu 5 . Simi 12820 ALLT TIL MATARGERÐAR VERIÐ VELKOMIN EYRARBÚÐIN - opið til kl. 20.00. FRAMKÖLLUN — KOPIERING HAFNARSTRÆTI 85 . SÍMI (96)11520 PEDROM YNDIR Akureyri Ágætur fundur jafnaðarmanna á Ak Akureyri 29. ágúst. — S. J. í KVÖLD héldu Alþýðuflokksfélögin vel heppnaðan og fjölsóttan fund í hinu nýja félagsheimili að Strandgötu 9. Gestur fundarins var formaður flokksins, Gylfi Þ. Gíslason ráðherra. Einnig mættu á fundinuin jafnaðarmenn langt að komnir, Gunnþór Björnsson frá Seyðisfirði og Guðni Þ. Árnason frá Raufarhöfn. Ennfremur voru mættir tveir jafnaðarmenn frá Dalvík, Ásgeir Sigurjónsson og Ás- geir Pétur Sigurjónsson. Formaður Alþýðuflokksfélags Akureyrar, Kolbeinn Helgason, setti fundinn og stjórnaði hon- um, en framsöguerindi um stjórnmálaviðhorfið fluttu Gylfi Þ. Gíslason ráðherra og Bragi Sigurjónsson alþingismaður, en að framsöguerindum loknum hófust umræður og var fundur- inn með mjög frjálslegu sniði sem mætti verða til fyrirmynd- ar framvegis, þá er jafnaðar- menn efna til slíkra funda. Eftirtaldir tóku til máls. eða komu með fyrirspurnir: Þor- valdur Jónsson, Ásgeir Pétur Sigurjónsson, Albert Sölvason, Ásgeir Sigurjónsson, Ingólfur Ingólfsson, Haukur Haraldsson, Jósteinn Konráðsson, Steindór Gunnarsson og Sigurjón Jó- hannsson. Svaraði ráðherrann öllum fyrirspurnum mjög ítar- lega, sem beint var til hans og voru umræður hinar fróðleg- ustu. Fundarritari var Valgarð- ur Haraldsson. Er Kolbeinn Helgason sleit fundi og þakkaði formanni flokksins fyrir komuna, lét hann þá ákveðnu ósk í ljósi að ráðherrar og aðrir ráðendur A1 þýðuflokksins syðra létu oftar sjásig hér norðan heiða en ver- ið hefði hingað til — og undir þá ósk eða áskorun vill AM ákveðið taka. Það er eðli og aðall vísindanna að leita að staðreyndum og bera virðingu f yrir þeim Lokaorð Steindórs Steindórssonar skólameist- ara við vígslu hins nýja skólahúss, Möðruvalla ÉG VIL endurtaka þakkir mín- ar til hæstvirts menntamálaráð- herra fyrir hlut hans að bygg- ingu þessa húss. Það er ekki ofsagt, að góðvild hans, skiln- ingur og áhugi á framkvæmd þessa verks hefir ráðið þar úrslitum. Einnig vil ég færa fjármálaráðherra þakkir fyrir ágætan hlut hans að því máli, svo og fjárveitingarvaldi Al- þingis. Með tilkomu þessa húss er brotið blað í sögu skóla vors, og má það verða upphaf nýs þáttar í starfi hans, ef rétt er á haldið. Þegar ég hóf hér starf sem kennari í náttúrufræði fyrir nær fjór.um tugum ára, var það draumur minn, að hér mættu skapast skilyrði sem hagkvæm- ust þeirri kennslu. Sá draumur hefir nú ræzt, miklu glæsilegar en ímyndunarafl mitt hefði þá getað gert sér vonir um. Ég fagna því innilega, að eftirmenn mínir í því starfi skuli fá notið þess, þótt ég sjálfur geri lítið meira en horfa inn í fyrirheitna landið. Og þetta nær ekki ein- ungis til náttúrufræðikennar- anna, heldur allra þeirra, sem við raunvísindakennslu fást í þessum skóla. Alkunnugt er, hversu raun- vísindin fylla sífellt meira og meira rúm í lífi mannanna. Hin öra tækniþróun hefir gjörbylt lífi og lífsviðhorfum mannsins á fáum áratugum. Vér stöndum agndofa gagnvart afrekum eins og nýlega afstaðinni tunglför, og vér vitum vel, að í þeirri hörðu baráttu, sem háð er gegn hungri og sjúkdómum á jörð- unni, þá er það aukin þekking á lögmálum náttúrunnar, sem ein gefur oss vopn í hendur til þess að vinna sigur í því stríði, eða að minnsta kosti tálma því að ástandið versni. Og í hinu litla þjóðfélagi voru sjáum vér það betur og betur með hverj- um degi, að til þess að vér fáum lifað og haldið sæti voru, sem sjálfstæður aðili í samfélagi fijálsra þjóða, verðum vér um ars vegar stefnu hugvísindanna, húmanistisku leiðina, og raun- vísinda- og tæknileiðina. Hér er hvorki staður ná stund til að gera þar samjöfnuð, enda tel ég að þessar stefnur báðar geti fylgst að og stutt hvor aðra. Og illa væri þjóð vorri farið og hverri þjóð annarri, sem missti sjónar á hinum húmanistisku fræðum, menningar- og sið ^ ................................. ^ Viðbygging við bæði elliheimilin er þegar hafin Að ræðuliöldum Ioknum bauð Steindór Steindórsson skólameist- Knýjandi nauðsyn, sem eigi var hægt að fresta í FYRRI VIKU kallaði stjórn Elliheimilis Akureyrar blaða- menn á sinn fund að Hótel Varðborg ásamt forstöðukonu Elliheimilis Akureyrar, frú Sig- ríði Jónsdóttur, og framkvæmda stjóra Elli_ og dvalarheimilisins i Skjaldarvik, Jóni Kristinssyni. Formaður elliheimilisstjórnar, Bragi Sigurjónsson, hafði orð fyrir fundarboðendum og rakti starfssögu hinna tveggja elli- heimila og drap á þá knýjandi nauðsyn er ræki á eftir stækk- un þeirra — og upplýsti að bygg ingárframkvæmdir væru þegar hafnar á báðum stöðunum. Viðbyggingin við Elliheimili Akureyrar á að rúma 30 vist- menn> en auk þess á að bæta aðstöðu vistmanna og starfs- fólks stórlega. Má geta þess að núverandi húsnæði rúmar í réttu lagi ekki nema 30 vist- menn, en samkvæmt upplýsing um forstöðukonunnar eru þar nú 39 vistmenn, jafnvel skrif- stofa forstöðukonunnar hefir verið tekin undir vistrúm og kvað forstöðukonan langan bið- lista vera fyrir hendi frá fólki er óskaði eftir dvöl á Elliheimil inu, sem því miður væri ekki hægt að sinna fyrr en nýbygg- ingin væri orðin að veruleika. Bragi sagði að viðbyggingin væri teiknuð af Jóni Ágústssyni byggingarfulltrúa og Ágústi Berg arkitekt bæjarins. Stærð nýbyggingarinnar er 2924 rúm- m. og er 2 hæðir. Framkvæmdir hófust 14. júlí sl og annast fram kvæmdirnar Konráð Árnason húsasmiður og Bjarni Rósants- son múrarameistari. Stefnt er að því að viðbyggingin verði fokheld í haust, en áætlað er að (Framhald á blaðsíðu 7). ari með léttleika í svip og fasi gestum að ganga um salarkynni hinna nýju Möðruvalla á meðan veitingar verði framreiddar. Á mj’ndinni má líta ásamt skólameistara menntamálaráðherra og frú hans, Guðrúnu Vilmundardóttur. alla hluti fram að treysta grund völl menningar vorrar og mennta. Margt er nú rætt um þá tvo farvegu menningarinnar, ann- ferðigildi þeirra. En jafnvíst er það, að til þess að þjóðfélag vort fái staðizt, og hér skapist mögu- leikar, til að iðka vísindi og list- (Framhald á blaðsíðu 5) Loítmynd er sýnir glögglega staðsetningu helzta menntaseturs Akureyringa og annarra Norðlendinga. — Örin er sjást mun á myndinni hendir á Möðruvelli, hið nýja og stílhreina hús raunvísindadeildar Menntaskólans á Akureyri. — Allar myndir í samhandi við þcnnan norðlenzka merkisathurð tók Matthías Ó. Gestsson. Ræða menntamálaráðh. við vígslu Möðruvalla á bls. 5 Leiðarinn: STÉTT MEÐ STÉTT

x

Alþýðumaðurinn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Alþýðumaðurinn
https://timarit.is/publication/597

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.