Alþýðumaðurinn


Alþýðumaðurinn - 05.09.1969, Blaðsíða 4

Alþýðumaðurinn - 05.09.1969, Blaðsíða 4
 Ritstjóri: SIGURJÓN: JÓHAKNSSON (áb.). Útgeíandi: ALÞÝÐUFLOKKSFÉLAG AKUR- EYRAR. — Aigreiðsla og- auglýsingar: Strandgötu 9, II. hæð, sími (96)11399. — Prentverk Odds Bjömssonar h.i., Akureyri ALÞÝÐUMAÐURINN "s iiMmiiiiiimiimfimiiiimiiiiiiiiiiiiiiiiimuiHiinmmimuiniimmufiiiiiMMiHiiuiiiiiiiiiiiiiiiiimiiiMiiiiiiNa SIÉTT MEÐ STÉTT FÁTT er eins viðkvæmt og vandmeðfarið eins og deil- ing þjóðarteknanna milli stétta og starfshópa. Mörg- um er tamt að hyggja auð í annars garði, en finnst þeir sjálfir bera skarðan hlut frá borði. Þó munu flestir skilja, að því aðeins geti þeir borið meira úr bvtum en þeir bera, að það sé á einhvern hátt tekið frá öðr- um. Við höfum ekki öðru að eyða en því, sem þjóðin x heild aflar, nema þá að lán séu tekin erlendis frá, en slíkt verður vitanlega að gerast innan takmarka. Þannig komum við aftur að vandanum mikla: Hver er réttlát skipting þjóðarteknanna milli stétta og starfs- hópa? FRAMKVÆMDARVALD (slenzka ríkisins er veikt, svo sem alkunna er. Þess vegna geta ýmis stéttarsam- tök tekið sér mikið vald, og hafa gert það. En með valdinu taka þau sér líka mikla ábyrgð á hendui', þáj að valda ekki með óhóflegri kröfugerð fyrir sína hönd ólgu og upplausn í efnahagsmálum þjóðarinnar. Til þess að svo verði ekki, er stéttarsamtökunum nauðsyn- legt að hafa velmenntum og færum forystumönnum og ráðunautum á að skipa, svo að meðalhófið verði fremur ratað, það að ofgera þjóðarheildinni ekki, en þó fá kjör stéttar sinnar sem sanngjömust. í DAG gengur mörgum lla að skilja þá miklu dýrtíð eða verðhækkanir, sem komið hafa í kjölfar gengis- breytingarinnar síðustu. Hvað verður af tekjum okk- ar? spyr margur. Að sjálfsögðu skulum við ekki leyna okkur þeirri staðreynd, að einn af göllum gengisbreyt- ingar er sá, að verðhækkanir vilja oftast veiða nokkru meiri en gengisbreytingin ein ætti að gefa tilefni til. Hinu mega menn ekki gleyma, að tilgangur gengis- breytinga er, a. m. k. hérlendis, að fæia tekjur til í þjóðfélaginu, þ. e. bæta um fyrir atvinnuvegunum, hér útveginum, á kostnað annarra aðila. Gengisbreyt- ingin missir marks, ef þessi megintilgangur næst ekki, og hann næst ekki, ef enginn líður við það. Það er sem sé ekki hægt að færa tekjur til öðruvísi en einhvem kenni til undan því, verði að borga brúsann. Þetta gerist einfaldlega á þann hátt, að tekjur hins almenna neytanda rýmar vegna hækkaðs vöruverðs og þjónustu Gerist þetta ekki, t. d. vegna þess að kaup fáist liækkað svo sem verðhækkunum nemur, missir tilfærslan marks, krónan bara minnkar og trú almennings á gildi hennar, en bætt aðstaða þess atvinnuvegar, sem hjálpa átti, næst ekki. Því lengur, sem almenningur unir kjararýrnuninni, því meiri líkur eru á, að lækn- ingsráðið gengislækkun komi að gagni, því fljótar, sem almenningur fær hækkandi verðlag bætt með kaup- hækkunum, því minni verður lækningin. Þetta er liin einfalda staðreynd, þótt harðleikin sé. í LJÓSI þessa skulu menn taka eftir, hvem fjörkipp útgerð og fiskverkun tók við síðustu gengisbreytingu, og menn ættu líka að athuga, hve óviðráðanlegt at- vinnuleysi mundi hafa orðið í öllum verstöðvum í vetx ur, vor og sumar, hefði ekki innspýtingar gengisbreyt- ingarinnar notið við. Og til hvers er hækkað kaup, ef vinna er ekki fyrir hendi? má spyrja. Hér er það sem ábyrgð stéttarsamtaka er kannske stærst, að bera þroska til að eyðileggja ekki læknismeðferð á efna- hagslífi, sem hlaupið hefir úr skorðum. En vandinn er svo á sama leitinu, að láta ekki á umbjóðendur sína (Framhald á blaðsíðu 7) LA VIÐ ALVARLEGU SLYSI. Allir Akureyringar vita að mikil umferð gangandi fólks er dag hvem um Strandgötu. Ég held að fyrir nær mánuði síðan hafi gangstéttir verið rifnar upp fyrir framan Kaupfélag verka- manna og skrifstofur verkalýðs félaganna — og þar hafa þær verið bornar í bing í kring um dyr verkalýðsfélaganna og einn ig þær dyr þar sem gengið er inn til Alþýðumannsins. Fyrir skömmu varð fyrir guðsmildi eina ekki alvarlegt slys af völd- um þessarar „verkmenningar“ á nefndum stað. Kona hrataði aftur á bak í stormhryðju er skall yfir — og datt konan um eina hellinua. SjúkrabíII var til kvaddur en sem betur fór slapp hún án mjög alvarlegra meiðsla. En þarna hefði getað átt sér stað dauðaslys, ef konan hefði lent með höfuðið á hvassri brún gangstéttarhellunnar. Daginn áður bjargaði vegfarandi gam- alli konu frá falli á sama stað þá er liún hnaut um „gangstétt- * -ax-helhjv«rkmenningu“ ábyrgra aðila er líta hefur mátt um raánaðartíma á áðurgreindum stað. X. H. ENGIN UNDANTEKNING. Góði ritstjóri. Þú og þó enn meira Erlingur í Degi, leggið mikið upp úr því sem fréttaefni, að ekki hafi ver- ið tekið á móti forsetahjónun- um í sumar með brennivíni hér í bæ, og að því er skilja má, a. m. k. hjá Degi, hafi þessi ný- lunda verið við höfð vegna óska forsetans. Um þetta þurfti engar óskir. Við Akureyringar höfum áður tekið á móti tveim forsetum, og minnist ég ekki vínveitinga við þær móttökur, en þar að auki mun vera til 15—20 ára gömul samþykkt bæjarstjórnar um, aðl bærinn veiti EKKI vín við opin berar móttökur eða í veizlum, er hann annast. Fari ég hér með rangt mál, er réttast fyrir ykkur Erling að athuga þetta nánar, áður en þið rekið upp stór auguj yfir vínlausum móttökum Akur eyrarbæjar. Peli. Sl»tJRT TTT 17* ■JBl JH„ .M. a JBhmBí Eftirmáli: AM þakkar Pela fyrir upplýsingarnar, ógjvdéíitur ekki í hug að véfengja ummæli Pela, því að undirritaður hefur liaft þau kynni af honum, að hann er maður, sem hafa vill það er sannara reynist — og ber vísnaþáttur AM þess merki í dag. Flyt ég Pela hér með þakkir fyrir upplýsingamar. s. j. CIRKA 32.000 KR. EN EKKI 60 ÞÚRUND. í síðasta blaði sló AM því upp að blaðið hefði hlerað það að sýslumenn og bæjarfógetar hefðu verið „skikkaðir“ til þess að klæðast nýjiun viðhafnarbún ingi vegna opinberrar heimsókn ar forsetahjónanria til Norður- lands og myndi hver búningur hafa kostað ca. 60—70 þús. kr. í tilefni af þessum ummælum hringdi Ófeigur Eiríksson bæjar fógeti í mig og bað mig þá er tóm gæfist til að líta inn á skrif stofu sína. Sökum prentaraverk fallsins dróst þetta á langinn hjá mér, en sl. miðvikudag lét ég verða af þessari heimsókn. Bæjarfógeti tók mér af sinni alkunnu Ijúfmennsku og tjáði mér brosandi að hlerun mín í þessu sambandi væri ekki sann leikanum samkvæmt og bæri þar alhnikið á milli, sagðist hann þó ekki hafa tölur í hönd- um þessu varðandi, en þeirra myndi vera hægt að afla að sunnan. Svo skemmtilega vildi til, að þá er ég er nýkominn inn á skrifstofu AM hringir síminn og á þar erindi við mig fulltrúi í dómsmálaráðuneytinu og var erindi hans liið sama og bæjar- fógetans, þ. e. leiða mig í allan sannleika að hlerunin væri stað lausir stafir. Tók hann það fram sem Ófeigur bæjarfógeti, að sýslumenn og bæjarfógetar hefðu rétt á því að fá frá því opinbera 1 viðhafnarbúning yfir starfsævi sína. Fjórir norð- lenzkir bæjarfógetar myndu á þessu sumri hafa fengið slíka búninga, Jón ísberg sýslumaður Húnvetninga, Jóhann Salberg sýslumaður Skagfirðinga, Elías Elíasson bæjarfógeti á Siglu- firði og Ófeigur Eiríksson bæjar fógeti og sýslumaður í Eyja-, fjarðarsýslu. Kvað fulltrúinn að skraddarasaumur á hvern bún- ing hefði numið 5.995 kr. Ekki (Framhald á blaðsíðu 7) i MESSAÐ í Akureyrarkirkju kl. 10.30 árd. á sunnudaginn kem ur. Sálmar nr. 5 — 60 — 30 — 203 — 680. — P. S. MESSAÐ verður í Barnaskóla Glerárhverfis n. k. sunnudag kl. 10.30 f. h. Sálmar: 528 — 136 — 132 — 207 — B. S. FRA Elliheimili Akureyrar. — Hjónin Jón Níelsson og Petrea Jónsdóttir, Grænugötu 12, Akureyri, hafa gefið Bygg ingasjóði heimilisins 40.000.00 kr. til minningar um foreldra sína, Kristínu Kristjánsdóttur og Níels Jónsson, Birnunesi, og Maríu Þorsteinsdóttur og Jón Jónsson, Vallholti. — Með kæru þakklæti. — Elli- heimilisstjórn. KVEÐJA frá Guðmundi J. Jó- hannessyni og fjölskyldu að Eyrarlandsvegi 19, af tilefni 65 ára afmælis Hjálpræðis- hersins, þann 24. maí sl. Ó frá þessum degi ó frelsari minn. Ég fyrir þig lifi, stríði og vinn. Þú lausnarinn bh'ði, sem leiðst fyrir mig, í lifi og dauða ég trúi á þig. Hjartanlegar afmæliskveðjur. „VINARHÖNDIN", Akureyn. Aheit og gjafir: Jngibjörg Þor valdsdóttir, Akureyri, kr. 500.00; Sigríður Stefánsdóttir, Glerárhverfi, kr. 1.000.00; Magnús Pétursson kennari og kona hans frú Margrét Jóns- dóttir skáldkona, Reykjavík, kr. 1.500.00; Snorri Sigfússon fyrrv. skólastjóri, Reykjavík, kr. 1.000.00; „Iðja“, félag verk smiðjufólks, Akureyri, kr. 10.000.00; F. Sigurjónsdóttir, Reykjavík, kr. 10.000.00. — Með þökkum móttekið. — J. Jónbj örnsdóttir. LEIÐRÉTTING, Sunnmar, höf- undur kvæðis er birtist í næst síðasta tbl. AM, sendh- eftir- farandi leiðréttingu: Á einum stað í öðru vísuerindinu var sett inn rangt orð, þ. e. í lok síðustu hendingar annars erindis, þar stendur þel, en á að vera skel. Hendingin því rétt þannig: — því aðalvígi er aðeins brothætt skel. BRÚÐHJÓN.: Nýlega voru gef- in saman í hjónaband í Munkaþverárkirkju af séra Bjartmar Kristjánssyni, ung- frú Þórey Eyþórsdóttir og Kristján Baldursson frá Ytri- Tjörnum. Heimili þeirra verð ur að Hátúni 4, Reykjavík. — Ljósmyndastofa Páls.

x

Alþýðumaðurinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðumaðurinn
https://timarit.is/publication/597

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.