Alþýðumaðurinn


Alþýðumaðurinn - 05.09.1969, Blaðsíða 5

Alþýðumaðurinn - 05.09.1969, Blaðsíða 5
Bygging þessa húss, Möðruvalla, sögu Mennlask. á Akureyri, merkri sögu RÆÐA mennlamálaráðherra, Gylfa Þ. Gíslasonar, er ný menntar skólabyg’ging á Aknreyri var tekin í notkun 29. ágúst sl. Það er mikill hátíðisdagur, þegar ný og glæsileg húsakynni fyrir menntaskólakennslu er tekin í notkun. Bygging þessa húss, Möðruvalla markar tíma- mót í sögu Menntaskólans á Akureyri, merkilegri sögu ágæts skóla. Þetta nýja hús er ekki aðeins stærra en gamla skólahúsið. Það er eitt vandað- asta skólahús á landinu, og verð ur búið hinum beztu tækjum til kennslu í raunfræðum. Þetta hús stórbætir skilyrði Mennta- skólans á Akureyri til þess að skipa enn um langa framtíð þann virðingarsess meðal ís- lenzkra menntastofnana, sem hann hefur skipað. Menntaskólinn á Akureyri varð annar menntaskóli íslend- inga. Samt er hann aðeins rúm- lega fjögurra áratuga gamall. Er hér skýrt dæmi þess, hversu saga framhaldsmenntunar á ís- landi er stutt. En án Mennta- skólans á Akureyri hefði saga hennar orðið önnur og litlaus- Dr. Gylfi Þ. Gíslason mennta- málaráðherra flytur ávarp. ari en hún hefur orðið. í þess- ari menntastofnun hafa starfað margir af ágætustu skólameist- urum, kennurum.og nemendum íslendinga á öldinni. Allir eiga þeir þakkir skildar fyrir nám þeirra og starf. Það hefur borið ríkulegan ávöxt. Þeir eru góð fyrirmynd þeim, sem á eftir koma. Ég gat þess, að saga íslenzkr- ar framhaldsmenntunar væri stutt. Meðal annars þess vegna hefur hún verið saga örra breyt inga, mikilla framfara. Á síð- ustu árum eru breytingarnar þó meiri og örari en nokkru sinni fyrr. Ég held, að menn geri sér ekki almennt ljóst, jafnvel ekki allir skólamenn, að á liðnum áratug hefur tala menntaskólá- nemenda meira en tvöfaldazt. Haustið 1960 stunduðu 1096 nemendur menntaskólanám. Nú í haust verða þeir- 2510. Það er 129% aukning. Þær þjóðir eru fáar, þar sem um svo gagnger umskipti hefur verið að ræða. Og þá er von að spurt sé: Hvern ig hefur tekizt að sjá öllum þess um aukna fjölda fyrir skólahús 5næði? Haustið 1960 voru 35 kennslustofur til ráðstofunar fyrir menntaskólakennslu Nú í haust eru 82 kennslustofur til ráðstöfunar, svo að húsnæðið hefur aukizt sem svarar allri nemendafjölguninni. Um skeið, meðan verið var að byggja þær byggingar, sem nú er lokið, voru mikil þrengsli á mennta- skólastiginu. En nú, m. a. vegna þessarar glæsilegu byggingar, hefur tekizt að ráða þar bót á. En menntaskóli er meira en hús. Menntaskóli er fyrst og fremst sú kennsla og það nám, sem fram fer innan vébanda hans. Hefur kennslan tekið framförum, hefur námið batn- að? Auðvitað eru fjárveitingar til reksturs menntaskólanna ekki einhlítur mælikvarði á gæði skólastarfsins, en breyting ar á þeim ættu þó að geta verið nokkur vísbending um, hvort starfsskilyrði hafa versnað, stað ið í stað eða batnað. Því ætti að vera óhætt að treysta, að gæði kennslu batni með aukinni notk un fjár. Fjárveitingar til rekst- urs menntaskóla nema á þessu ári 55 milljónum króna, en námu fyrir áratug 20.5 millj. kr. í jafn verðmætiun krónum. En nú hefur nemendunum fjölgað, eins og ég gat um áðan. Fjár- veiting á hvern menntaskóla- nemanda er nú í ár 25.700 kr., en var fyrir áratug 18.700 kr. í jafn vreðmætum krónum. Hér er um 37% aukningu að ræða. Þessai- tölur á ekki að túlka þannig, að hver menntaskóla- nemandi sé að verða dýrari en áður. Ég vona, að túlka megi þær þannig að menntaskólanem endur fái nú betri og fullkomn- ari'kennslu en áður. Við lifum sem betur fer þá tíma, að mönnum er orðið ljóst, að menntun er ekki aðeins for- senda vaxandi þroska og auk- innar hamingju, heldur einnig afl þeirra hluta, sem gera skal. Þekkingin er ekki aðeins að vaxa í sífellu. Hún er einnig stöðugt að breytast. Mér var eitt sinn, meðan ég var háskóla kennari í hagfræði, sögð sú saga um kunnan hagfræðiprófessor við Sorbonne-háskóla, að hann hafi tekið upp á því, að leggja alltaf sömu prófspurningarnar fyrir stúdenta sína ár eftir ár. Þetta barst rektor háskólans til eyrna. Hann kallaði prófessor- inn fyrir sig og spurði, hvort það gæti verið satt, að hann spyrði stúdenta sína sömu spurninganna ár eftir ár. Pró- fessorinn kvað já við því. Rektorinn varð ævaréiður og spurði, hvernig honum dytti slíkt í hug. Stúdentarnir hlytu fyrir löngu að vera búnir að læra svörin við spurningunum. En prófessornum brá hvergi. Hann svaraði: Þetta skiptir engu máli. 1 minni fræðigrein breytast réttu svörin frá ári til árs. Þótt sagan hafi eflaust verið sögð sem spaug um fræðigrein mína, hagfræðina, þá er sterkur sannleikskjarni í henni. Þetta er sá þekkingarheimur, sem við lifum í. Ýmislegt, sem var rétt í gær, er rangt í dag. Þetta hefur áhrif á hugsun okk- ar og starf á ótal sviðum. En á engar stofnanir þjóðfélagsins hefur þetta jafn gagnger áhrif og skólana. Engar stofnanir þjóðfélagsins þurfa að taka jafn mikið tillit til þessarar stað- reyndar og skólarnir. Þeir verða að vera í stöðugri endur- nýjun, þeir verða helzt að endur fæðast á ári hverju, ef vel á að vera, — ef þeir eiga að geta stuðlað að því, að manninum og þjóðfélaginu sé beint inn á farsælli brautir í þeim heimi sífelldrar breytingar sem við búum í. Þegar Menntaskólanum á Ak ■ ureyri nú bætast Möðruvellir til aukins og nýs starfs, á ég ekki aðra ósk betri skólanum til handa en þá, að skólinn verði aldrei skóli kyrrstöðu, heldur skóli breytingar og þróunar. Megi hann í sívaxandi mælí auka þekkingu nerrienda sinna. En jafnframt óska ég þess, að skólinn minnist þess líka ávallt, að þótt þekking sé mikilvæg, er maðurinn sjálfur gullið, — að fróður maður er því aðeins heill sjálfum sér og hollur þjóðfélagi sínu, að hann sé góður maður. Þess vegna lýk ég þessum orð- um mínum með ósk um, að Menntaskólinn á Akureyri megi ávallt stuðla að því, að ísland eignist æ menntaðri, betri og hamingjusamari syni. Gæfa fylgi þessu nýja húsi, Möðruvöllum, eins og hinu eldra. - Það er eðli og aðall vísinda... (Framhald af blaðsíðu 1). ir, á hverju sviði sem er, verður að treysta hinn efnalega grund- völl. Og þar lútum vér sama lögmáli og aðrir, að undirstaða þess, að slíkt verði kleift er þekkingin á eðlislögmálum náttúrunnar og á landinu sjálfu gögnum þess og gæðum. Jafn- framt þeirri þekkingu verður að færa kunnáttu og tækni til að hagnýta þau, svo að til hagsbóta sé þjóðinni, en jafnframt þó svo, að hagnýtingin verði ekkj rán- yrkja, heldur skili landinu sí- fellt betra og betra til komandi kynslóða. Þessa hluti kenna raunvísind in oss, og af þeim sökum er það lífsnauðsyn þjóð vorri og menn ingu, að hlutur raunvísinda sé sem styrkastur í skólakerfi voru og fari vaxandi. Hús það, er vér nú tökum í notkun, er gleðilegur vitnisburður um vilja og skilning ráðamanna þjóð— félagsins í því efni. Hæstvirtur menntamálaráð- herra nefndi hús þetta Möðru- velli í ræðu sinni. Það nafn er því gefið að ósk minni, og kann ég ráðherra þakkir fyrir sam- þykki hans. En um leið tel ég mér skylt að gera nokkra grein fyrir nafngiftinni. Rætur þessa skóla standa á Möðruvöllum í Hörgárdal. Hinn litli, fátæklegi skóli þar var sprotinn, sem hin vöxtulegi meiður skóla vors er af sprott- inn. En því beztur verður þroski þjóðfélagsins og stofnana þess, að aldrei rofni samhengið við liðinn tíma. Möðruvallaskóli skipaði merkilegan sess í sögu samtíðar sinnar og raunar lengi þar á eftir. Hann átti sinn drjúga þátt í, að fjórðungur vor „fyllti landið hálft“ eins og síra Matthías kvað. Nafnið á þessu húsi ætti því að vera oss öllum, sem við þenna skóla starfa, sí- felld lögeggjan um að halda merkinu eigi lægra en áður var. Enn kemur og annað til um nafngift þessa. Tveir raunvís- indamenn gerðu garðinn fræg- an á Möðruvöllum, þeir Þor valdur Thoroddsen, prófessor og Stefán Stefánsson, skóla- meistari. Frá Möðruvöllum hóf Þorvaldur fyrstu rannsóknar- ferðir sínar, og þar í fásinninu skrifaði hann fyrstu vísindarit sín, svo að þar voru stigin fyrstu sporin á rannsóknaferli hans, sem segja mátti um, að leiddu til heimsfrægðar. Á Möðruvöllum gerði Stefán Flóru íslands, eitt hinna sígildu verka í íslenzkum vísindum. Það er ósk mín og von, að dæmi þessara ágætu manna, sem unnu störf sín fremur öðru af ást á vísindunum, verði sífelld hvöt til þeirra, sem . hér starfa innan veggja, kennara og ekki síður nemenda, að láta sinn hlut ekki eftir liggja um rannsókn lands vors og náttúru þess, eftir því sem þeim má auðið vera. Skóli vor hefir eignazt ágætt hús, sem mér sem forstöðu- manni hans er óblandin ánægja að veita viðtöku. En jafnframt er mér ljóst, að viðtöku þess fylgir mikill vandi. Sá vandi leggst að vísu ekki nema að nokkru leyti á herðar forstöðu- manns skólans heldur leggst hann með mestum þunga á þá, sem' hér eiga að starfa að kennslu og námi. Því betur sem að þeim er búið, því meira verð ur af þeim krafist og því þyngri verður skyldan um aukinn árangur af starfi. Góð skólahús og fullkomin tæki eru mikils virði og nauð- synleg til árangurs. En miklu meira ríður þó á þeim mönnum, sem með hús og muni fara. Það er eðli og aðall vísind- anna að leita að staðreyndum og bera virðingu fyrir þeim. Þá skyldu leggja þau iðkendum sín um á herðar. Af því leiðir aftur trúfesti við samfélag og þjóð. Það er von mín og hjartans bæn til æðri máttarvalda, að trúfesti við vísindin, trúfesti við þjóðfélag vort, verði ætíð leiðar stjörnur þess starfs, sem unnið verður í þessu húsi' og í þessum skóla um ókomin 'áh. 1: þéirri von og þeirri bæn veiti óg húsi þessu viðtöku og lýsi það tekið til notkunar. STAKAN okkar I SÍÐASTA þætti voru tvær fyrstu vísurnar eignaðar Bald vini Jónssyni frá Þverárdal, en sá hagyrðingur var Hall- dórsson. I afskriftum þekktra ljóðasafnara er fyrri hluti fyrri vísu þannig: Hristast eikur, hrynja strá, liríðin sleikir gljána. • 1 og fyrri hluti síðari vísu: Hvítan mána hylur ský, liiniinn blánar fagur. En í Héraðssögu Borgar- fjarðar II. b. er samskonar vísa, eignuð tveim tilgreindum mönnum, og er fyrri hlutinn þannig: Fannir þána fjöllum í, fer að skána hagur, o. s. frv. Þá er vísa Páls á Hjálm- stöðum skemmd í síðustu Ijóð línu. Vísan er hringhend, og því er síðasta ljóðlínan: Er sem hrapi skriða (ekki falli). Afsakaðu íhlutun þessa. —■ J. Ó. P. Þátturinn þakkar J. Ó. P., fyrir leiðréttingarnai’. Svo höldum við áfram þætt inum með þessari stöku og höfum við grun um að höfund ur henn-ar sé góðkunningi okk ar Peli. Nefnist vísan Köpur- yrt vísa til vinar. Þú ert skrítinn, því er ver, þetta hlýt ég muna: áttu lítið undir þér utan skítmennskuna. Næst kemur skensvísa frá Össa til s. j. hjá AM. Orðafroðan himinhá, hjartahnoðin slítur. Ef þú skoðar endan, þá ess og joð þú lítur. S. J. hefir áður í þessum þætti lýst því yfir að hann er hvorki skáld né stökusmiður, en vill þó af lítilli andagift kvitta fyrir kveðju Össa. Össi, þú átt ágætt mál, og ef þú reyttir betur, í illgresið úr eigin sál, þú yrkja myndir betur. Næsta staka er eftir Pésa vin okkar og er tilefni hennar að Pési hittir skólasystur síria, en þau höfðu ekki sézt í 30 ár. Æskan þess nýtur að elska og þrá. Þeir árdegisgeislar koma ekki liéðan. Við erum bæði gömul og grá, gengin úr skorðum, bæði ofari og neðan.

x

Alþýðumaðurinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðumaðurinn
https://timarit.is/publication/597

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.