Alþýðumaðurinn


Alþýðumaðurinn - 12.09.1969, Page 1

Alþýðumaðurinn - 12.09.1969, Page 1
Verzlið i sérverdun. Þaö trygglr gæðin. TÓBAKSBÚÐIN Brekkugötu 5 . Simi 12820 ALLT TIL MATARGERÐAR VERIÐ VEIKOMIN EYRARBÚÐIN - opið til kl. 20.G9. FRAMKÖLLUN — KOPIERING HAFNARSTRÆTI 85 . SÍMI (96)11520 PEDROM YNDIR Akureyri Theodóra Þórðardóttir, Henny Hermannsdóttir og Ragnheiður Pétursdóttir sýna nælonslopp, nælonundirkjól og nælonnáttföt á sýningunni „Islenzkur fatnaður“. Án lEppbygpgar íslenzks iðnað- ar heldur þjóðin ekki vöku sinni NÚ síðustu daga hefir verið haldin í Laugardalshöllinni í Reykja- vík sýning er nefndist „fslenzkur fatnaður“ — og stendur Félag íslenzkra iðnrekenda að sýningu þessari. Fréttatilkynning um sýn-| ingu þessa barst all siðborin til AM. Engu að síður birtir AM hana orðrétta og vill með því undirstrika þá skoðun sina, að án upp- byggingu þróttmikils iðnaðar, hvort sem það er á sviði fatagerðar eða á öðrum sviðum, haldi ekki íslenzk þjóð vöku sinni. | Haustkaupstefnan „íslenzk- ur fatnaður“ var haldin í Laugardalshöllinni í Rvík. 7.— 10. september. Sautján íslenzk fyrirtæki munu kynna þar nýj- ungar í fataframleiðslu sinni og sýna þann fatnað, sem á boð- stólum verður í haust og vetur. Það er Félag íslenzkra iðn- rekenda, sem gengst fyrir kaup stefnu þessari en hún er sú þriðja í röðinni; þær fyrri voru haldnar haustið 1968 og dagana 13.—16. apríl sl. — Á haustkaup stefnunni 1968 voru seldar vör- ur fyrir átta milljónir króna og á vorkaupstefnunni 1969 voru seldar vörur fyrir hálfa sautj- ándu milljón króna. — Vor- . kaupstefnuna 1969 sóttu 111 inn kaupastjórar verzlana um land allt. Eins og við fyrri kaupstefn- urnar hefur nú náðzt samkomu lag við Flugfélag íslands og helztu hótel í Reykjavík um 25% afslátt á fargjöldum og gistirými fyrir þá innkaupa- stjóra, sem sækja haustkaup- (Framhald á blaðsíðu 6). 39. árgangur — Akureyri, föstudaginn 12. sept. 1969 — 22. töluhlas) Bjartsýnir á framtíð Sana. Frá vinstri: Magnús Þórisson verkstjóri og Börkur Eiríksson sölustjóri. Ljósni.: H. T. Áskorun um „FIJNDUR stjórnar og trúnaðar mannaráðs Vklf. Einingar hald- inn 11. sept. 1969 lýsir þungum áhyggjum félagsins vegna ríkj- andi atvinnuástands á félags- svæðinu og þess ískyggilega út- lits, sem nú er á mjög vaxandi atvinnuleysi þegar vetur geng- ur í garð, ef ekki koma til gagn- gerðar ráðstafanir. Fundurinn felur stjórn félags ins að vinna að því eftir fremstu getu og í samstarfi við Alþýðu- samband íslands að stórauknu fjármagni verði beint til bygg- ingaiðnaðarins, þ. á. m. til Fram kvæmdanefndar byggingaáætl- unar á Akureyri og að almenn- ar ráðstafanir verði gerðar til þess að iðnaðurinn geti eflt at- hafnasemi sína. Alveg sérstak- lega telur fundurinn mikilvægt að Slippstöðinni h.f. verði feng- in fullnægjandi verkefni og að greitt verði úr fjárhagserfiðleik um þess fyrirtækis. Fundurinn beinir því sérstak lega til bæjarstjórnar Akureyr- ar að hún hlutist til um að tog- ararnir leggi allan afla sinn upp til vinnslu á komandi hausti og vetri og ennfremur að hún haldi verklegum framkvæmdum í há marki meðan ekki rofar til um atvinnu verkamanna. Þá telur fundurinn það í verkahi'ing bæjarstjórnar að fylgjast með rekstrarhorfum Niðursuðuverk smiðju K. Jónsson & Co. og að aðstoða það fyrirtæki eftir Innlit í ölyerksmiðjuna SANA ÞETTA HEFUR GENGIÐ ÁGÆTLEGA - SEGIR MAGNÚS ÞÓRISSON VERKSTJÓRI ÉG HAFÐI ekki komið í Sana síðan er vígsla verksmiðjunnar fór frani, en síðan liefur mikið vatn til sjávar runnið, seni kunnugt er. Fyrirtækið varð gjaldþrota um síustu áramót og margt um þau tíð- indi rætt sem vonlegt var í bænum — og sem hér skal eigi rakið né vaktir upp gamlir draugar. Um hið gjaldþrota fyrirtæki var síð- an stofnað almenningshlutafélag, þar sem m. a. Akureyrarbær gerð ist hluthafi að og vakti það miklar deilur í bænum. En þrátt fyriíj það, að enn er rifist og þráttað meðal bæjarbúa skal AM liiklaust játa að blaðið kom fyrst allra fram með þá hugmynd að um Shna yrði stofnað almenningshlutafélag í stað þess að fjársterkir menn í Reykjavík fengju á „slikkverði" fullkomnustu öl- og gosdrykkja- verksmiðju, sem reist hefur verið á Islandi til þessa og blaðið von- ar að saga Akureyrar sanni þá fram líða stundir að blaðið hafi haft rétt fyrir sér. Tveir ungir og geðþekkir menn bjóða mig velkominn, Börkur Eiríksson sölustjóri og Magnús Þórisson verkstjóri. Sana er í raun og veru nýtt fyrirtæki í höndum nýrra manna, en fyrsta spurningin er ég spyr félaganna er. Hver sé framkvæmdastjóri Sana nú? Þeir brosa báðir félagarnir. Framkvæmdastjóri hefur enn enginn verið ráðinn. Prókúru- hafi er Ásmundur Jóhannsson fulltrúi bæjarfógeta, en við höf um sölu og verkstjórn á hendi. Hvað er starfsfólk margt? 12 manns vinna hér um þess- ar mundir. Og hvernig gengur svo starf- semin? Við teljum að okkur sé óhætt að fullyrða að hún gangi vel, og eins og nú horfir megi telja framtíðina næsta örugga. Hvað framleiðið þið margar gosdrykkjategundir? Við framleiðum 7, Mix, Morg an, Engiferöl, Krímsóda, Crape fruit, tvennskonar Valash, bæði sætan og sykurlausan og svo Jolly-kóla, sem er eina kóka- tegundin er við framleiðum. Þótt hálfgerð skömm sé frá að segja af Norðlendingi að vera viðurkenni ég fyrir þeim Magnúsi og Berki, að þann drykk hefði ég víst aldrei bragð að. Magnús réttir mér brosandi flösku og mér finnst drykkur- inn Ijúffengur og sem allmikill kókneytandi er ég að hugsa, eftir þessi fyrstu kynni mín af Jolly kóla, að kúpla yfir á Sana í stað Vífilfells. Eru þessir gosdrykkir á boð- stólum á Stór-Reykjavíkur- svæðinu? Nei, ekki enn. Neyzlan hér nyðra er það mikil á gosdrykkj um Sana, að við höfum reynt að nema land á sunnlenzk um markaði enn sem komið er. Svo er það ölið ykkar, hvern- ig gengur með sölu á því? Salan á Thule lageröli fer ört vaxandi, hið sama má segja um Maltölið og þessar framleiðslu- vörur okkar eru einnig seldar sunnanlands og hefur Sanitas h.f. dreifingarkerfi á hendi á Reykjavíkursvæðinu og einnig á Suðurnesjum. Ehi svo er það sterki bjórinn, sem er bannvara fyrir okkur ís lendinga. Hvernig gengur með hann? Það er einnig stöðugt vaxandi sala í honum — og þar njótum við góðs af trausti og tiltrú ís- (Framhald á blaðsíðu 7) S >0OC^-'-........... Glæsilegur sigur norskra jafnaðarmanna í NÝAFSTÖÐNUM kosningum til norska Stórþingsins unnu jafnaðarmenn glæsilegan sigur. Leiðari blaðsins í dag fjallar einmitt um norsku kosningarn- ar, er AM vill vekja athygli lesenda sinna sérstaklega á. bætt alvinnuasland mætti við að halda rekstri sín- um sem samfelldustum. Fundurinn beinir þeirri ein- dregnu áskorun til Síldarútvegs nefndar og ííkisstjórnarinnar að Tunnuverksmiðjan verði rek in á næsta vetri a. m. k. jafn- langan tíma og sl. vetur og að starfrækslan verði hafin eigi síðar en 1. nóv. n. k. Þar sem nú er sýnt að starf- semi Atvinnumálanefndar ríkis ins hefur borið verulegan árang ur, en að á hinn bóginn er fjár- magn það sem nefndin fékk til ráðstöfunar svo til eða alveg þrotið, telur fundurinn að ASI beri að vinna að því að aflað verði aukins fjár til áframhald- andi starfsemi hennar.“ ...- \ Rabbað við Einar M. Jóhannesson, Húsavík - sjá bls. 5 Leiðarinn: NORSKU KOSNINGARNAR

x

Alþýðumaðurinn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Alþýðumaðurinn
https://timarit.is/publication/597

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.