Alþýðumaðurinn


Alþýðumaðurinn - 12.09.1969, Blaðsíða 4

Alþýðumaðurinn - 12.09.1969, Blaðsíða 4
RititKrl: SIGURI6N IÚHANNSSON (ób.). Útgofandi: ALÞÝBUFLOKKSFÉLAG AKUR- EYRAR. — Afgroiðsla og auglýsingar: Strandgötu 9. U. hæð. simi (96)11399. — Prontverk Odds Björassonar h.f., Akureyri ............................................1 Norsku kosningarnar j UM síðustu helgi fóru fram í Noregi kosningar til | Stórþingsins. Svo sem kunnugt er, hefir samsteypu- f stjóm borgaraflokkanna farið með völd um skeið í | Noregi, og talið hefir verið, að undanfarin ár hafi ver- | ið Norðmönnum hagfelld á margan hátt í efnahags- f málum. Margir hugðu því, að vígstaða stjómarflokk- | anna væri sterk, og var almennt spáð litlum breyting- | um. Völd stjómarflokkanna væru alla götu ekki í I hættu. Blaðapressa borgaraflokka hélt því mjög á loft J um skeið, að fylgi sósíaldemókrata væri minnkandi | víða um lönd, og mátti sjá þann vonarfána dreginn | alloft upp í borgaraflokkablöðunum Morgunblaðinu, i Vísi og Tímanum fyrir tveimur árum, en hann hefir f lítið blakt hjá þeim eftir sænsku kosningarnar síðustu. | Nú hefir þessi von borgaraflokka fengið annað áfallið | við úrslit norsku kosninganná. Þær urðu stórfelldur I sigur sósíaldemókrata þar. Norski Verkamannaflokk- | urinn bætti við sig 6 þingsætum og jók atkvæðatölu | sína verulega, jafnframt því sem hann þurrkaði alveg f út af þingi Alþýðubandalag Norðmanna. Flestir stjóm J arflokkamir töpuðu hins vegar atkvæðum og þingsæt- | um, þótt þeir héldu tveggja þingsæta meirihluta. Mest | afhroð galt Vinstri flokkurinn, sem nánast svarar til J Framsóknarflokksins hér, þar næst HægTÍ flokkurinn, | er svarar til Sjálfstæðisflokksins hér, en mun þó aftur- haldssamari. Þá er og athyglisvert, að SF-flokkurinn, eins konar Hannibalistar Norðmanna, þurrkaðist alv^g út af þingi, þótt ekki bagaði hann stjómar- ábyrgð, og Kommúnistar mega heita orðnir algerlega fylgislausir í Noregi. Þeir hafa að vísu ekki átt menrr á þingi undanfarin ár, en misstu nú enn vemlegt at- kvæðamagn. NORSKI Verkamannaflokkurinn jók fylgi sitt um 3.5%, og hefir nú 74 þingmenn móti 76 þingmönnum stjómarflokkanna, sem eru 4 talsins og munu eiga fullt í fangi með að geta haldið stjómartaumunum ; með svo naumum meirihluta á þingi. S | 5 [ AUK þess að sýna okkur, hve jafnaðarstefnan stendur | I föstum fótum í Noregi, kenna úrslit norsku kosning- | anna okkur annað: Norsk alþýða vill ekki sundrung | ; í röðum sínum. Hún vill, að einn öflugur sósíaldemó- i kratiskur flokkur fari með umboð sitt á þingi þjóðar- | | innar, og svo mikið er traust hennar á þessum flokki | i og fylgi við hann, að nærri liebningur kjósenda skipar I sér um hann. | i VIÐ íslendingar getum margt af þessum úrslitum lært. | Hér hefr fylgi þeirra landsmanna, sem aðhyllast stefnu | I mörk sósíaldemókrata, skipzt á milli tveggja flokka: | [ Alþýðuflokksins, liins viðurkennda jafnaðarmanna- i | flokks, og Alþýðubandalagsins, sem hefir verið sam- | | bland kommúnista og vegavilltra jafnaðarmanna. Nú | i hefir jafnvel flogið fyrir, að þeir, sem ekki fella sig | lengur við andrúmsloftið í Alþýðubandalaginu, ætli | að stofna nýjan flokk. Alþýða Islands deildist þá í þrjá | flokka, í stað eins í Noregi. Á hvorum staðnum skyldu | málsvarar öflugri til áhrifa og sóknar? J | HÉR er ekki lagt til, að kveðja beri kommúnista und- | ir merki Alþýðuflokksins. Þar eiga þeir ekki heima. | Þeirra á að bíða algert fylgistap eins og í Noregi. En | hitt væri raunasaga, ef nýr flokkur yrði stofnaður, sem | (Framhald á blaðsíðu 7) - ■ ..................................................MHPM|fMI«>U»«<l ^ . ...............^ HRÍMBAKUR. Margur íbúi Glerárhverfis andaði léttara er þeir séu á eftir Hrímbak af strandstað sínum í Sandgerðisbót, en fáir Miðbæ- ingar og Brekkubúar, sem hafa útsýn til hafnarinnar munu hafa fagnað komu þessa ryð- kláfs þá er hann var bundinn landfestum við hafnarbakkann milli bryggjanna við Torfunef. Nú vil ég spyrja ráðendur ÚA í fullri vinsemd, hve Iengi okk- ur er ætlað að horfa upp á þenn an ljótleika á þessum stað — og þá jafnframt inna eftir hvort okkar ágæta ÚA þurfi að greiða/ hafnargjald af rekaldinu — og einnig hvað eigi að gera við það? Miðbæingur. ELDRIDANSA 1 KLÚBBURINN. Ekki alls fyrir löngu birti ég bréf frá ungri stúlku, sem gætti yngri systkina sinna heima á meðan foreldrar hennar fóru út að skemmta sér, en fékk snopp- ung að launum þá er móðir og faðir komu heim af dansleik loknum. Unga stúlkan kom sjálf með skrif sín og svipmót hennar allt, endurspeglun þján- ingarinnar er augu hennar lýstu talaði ekki neitt lygimál — og því birti ég bréf hennar ekki einungis hennar sjálfrar vegna, heldur og einnig öðrum til umhugsunar. Ég vona ein- læglega að sár unglingsstúlk- unnar grói með tímanum, en verði eigi þess valdandi að hún líti á lífið barmafullt af skin- helgi og skepnuskap. Unga stúlkan nefndi í bréfi sínu að foreldrar sinir hefðu komið af dansleik er „Eldri dansa klúbb- urinn“ hefði haldið. Ég skal viðurkenna að ég gat sieppt að tilncfna þann félagsskap er for- eldrar hennar sóttu þetta kvöld. Þau gátu alveg eins hafa verið í „sjallanum“ og komið blind- full þaðan eða þá í einhverju hinna glæsilegu félagsheimila okkar í nágrenninu. Ráðendur Eldri dansa klúbbsins þótti veg ið að sér varðandi þessi skrif. En viðbrögð þeirra komu mér skemmtilega á óvart. í stað skammaryrða buðu þeir mér á næsta dansleik sinn, er fram fór þann 6. sept. sl., sem ég vita- skuld, gat ekki annað en þegið, þar var mér tekið - af vinsemd og höfðingslund af ráðendum klúbbsins og formaður hans, Sigursteinn Kristjánsson, skýrði sín viðhorf af einlægni og hrein skilni. Fólkið dansaði af hjart- ans list eftir spili ágætrar hljóm sveitar, það var glatt í sinni og örfáir voru áberandi ölvaðir, a. m. k. ólíkt færri en á gangna- böllum út í Svarfaðardal. Vasa- pelar voru engin laumuspil og mér boðsgestinum boðnar veig- ar, sem ég eigi misvirti fremur en kaffi og lageröl. Að afloknu balli varð ég sjónarvottur að all þróttlitlum slagsmálum tveggja samkomugesta. Svo skal þakka boðið, en snoppungurinn er unga stúlkan hlaut í Iaun fyrir bamfóstrustörf sín er áfram æpandi staðreynd. til þeirra, er tala um glataða æsku — og berja sér svo á brjóst í heilagri vandlætingu, en ég vil segja í lokin að það hæfir illa mörgunj uppalendum að refsa sínum eig in afkvæmum og láta þau svo á eftir horfa á vinkilbeygjuferða- lag sitt að salerni, a. m. k. þar sem húsnæði hefur eigi upp á slíkt að bjóðá. s. j. ■ -1 "N FARIN AÐ VAXA TÁLKN. Akureyringur og Reykvíking ur hittust á KAE-bar nú fyrir skömmu. En sem kunnugt er hefur verið eindæma votviðra- samt syðra í sumar. Akureyr- ingurinn spurði: „Hvemig er með ykkur þaraa fjrir sunnan, fara ekki bráðum að vaxa sund fit á ykkur í allri þessari bleytu?“ „Fjandinn hafi það“, svaraði Reykvíkingurinn, „en hitt er verra, það er farið að vaxa tálkn á margan manninn.“ SVAR TIL GAMLA MANNS- • INS í TIMBURHÚSI FRÁ SLÖKKVILIÐSSTJÓRA. Maður er ekki talinn gamall, ef hann er ekki kominn yfir sextugt, þótt hann sé staddur í timburhúsi. Þú spyrð, hver ók slökkviliðsbíl í sjúkrakvaðn- ingu. Svar: Slökkviliðsbílar eru ekki látnir fara í sjúkraflutn- inga. Þú spyrð, hver ók bílnumj Svar: Það er ekki auglýst í blöð um þótt ökuleyfi séu tekin af bifreiðastjórum og finnst mér því ekki ástæða til að auglýsa nafn á manni er ekkert henti. Það skal viðurkennt að fyrstu mínúturnar eru dýrmætastar til að ráða niðurlögum elds og einn ig að koma slösuðu fólki til hjálpar og er það því eðlilegt að bifreiðastjórar með þessar bif- reiðar vilji komast skjótt til hjálpar (Ég hefi fengið kvart- anir yfir að ekki hafi verið koml ið nógu fljótt á vettvang). Svo geta allir séð að vegurinn þarnai við Skjaldborg þar sem gras- eyjan var sett upp er. stórhættu legur ef hart er ekið, hefði mátt leggja þann veg hættuminni. Þá er spurt, standa slökkviliðs- menn 60 tima samflej’tt. Vakta tafla er samin af vaktmönnum og mér — og er lengsta vakt frá 13—8, samtals 19 timar. Hvað samið er svo við vaktmenn af hálfu bæjaryfirvalda er ekki mitt að svára. Svo er spurt, hvort einhverntíma sólarhrings ins sé bara einn mættúr á (Framhald á bláðsíðu 7) MESSA fellur niður í Akur- eyrarkirkju n. k. sunnudag vegna fundar Æ.S.K. að Vest mannsvatni. — Sóknarprest- ar. KIRKJAN. í sambandi við aðal fund Æ.S.K. að Vestmanns- 1 vatni um helgina, verða flutt- 1 ar guðsþjónustur á eftirtöld- um stöðum n. k. sunnudag: Húsavíkurkirkju, Einarsstaða kirkju, Ljósavatnskirkju, Reykjahlíðarkirkju og Skútu staðakirkju. Prestar fundar- ins predika og þjóna fyrir altari. Guðsþjónusturnar hefj ast í öllum kirkjunum kl. 2 eftir hádegi. FERÐAFÉLAG AKUREYRAR Síðasta helgarferð sumarsins 12.—14. sept., Herðubreiðar- lindir—Askja. Gist í Þor- steinsskála og Dreka. Pant- anir teknar á Umferðarmið- sföðinni. HJÁLPRÆÐISHERINN! Næst komandi mánudag og þriðju- dag verður sérstök heimsókn frá Noregi, Oberst Solhaug, sem starfaði á íslandi á stríðs árunum kemur til Akureyrar, ásamt konu sinni og heldur samkomu í sal Hjálpræðis- hersins. Mánudagskvöld kl. 8.30, fagnaðarsamkoma, þriðju dag kl. 8.30, almenn sam- koma með veitingum (minnzt verður 45 ára afmælis heimila sambandsins). Majór Guð- finna Jóhannesdóttir stjórnar. KRAKKAR! — KRAKKAR! Sunnudagaskóli Hjálpræðis- hersins byrjar n. k. sunnudag kl. 2. Barnasamkoma mánu- dags- og þriðjudagskvöld kl. 5 MINNINGARGJÖF til Kven- félagsins Hlífar um Helga Jónsdóttur frá eiginmanni hennar Páli. Magnússyni kr. 15.000.00.— Innilegar þakkir. — Stjórn Hlffar. HJÓNAEFNI. Þann 5. sept. sl. opinberuðu trúlofun sína ung frú Sigrún Baldursdóttir, 1 Laxagötu 3, Akureyri og Friðrik Gestsson, Völlum, Saurbæjarhreppi, Eyjafirði. MINJAS AFNIÐ er opið á sunnudögum kl. 2 til 4 e. h. Tekið á móti skólafólki og ferðafólki á öðrum tímum ef óskað er. Sími safnsins er 1-11-62 og safnvarðar 1-12-72 DAVÍÐSHÚS er lokað frá 8. september. Sími húsvarðar er 11497. FRÁ Elliheimili Akureyrar. — Nýverið hafa Elliheimili Ak- ureyrar borizt eftirgreindar gjafir í byggingasjóð heimilis ins: Frá Sveini Stefánssyni, Elliheimili Akureyrar, 40 þús. kr. (skuldabréf til 7 árá), ! Hólmgeir Þorsteinsson frá 1 Hrafnagili, kr. 10.000.00, Sig- 1 ríður Jónsdóttir, Hóli, kr. 1.000.00. — Beztu þakkir. — Stjórnin. 4

x

Alþýðumaðurinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðumaðurinn
https://timarit.is/publication/597

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.