Alþýðumaðurinn


Alþýðumaðurinn - 26.09.1969, Blaðsíða 1

Alþýðumaðurinn - 26.09.1969, Blaðsíða 1
 Verzlið i sérverzlun. Það try'KKÍr gæðin. ALLT TIL MATARGERÐAR l‘> Wæ I TÓBAKSBÚÐIN VERIÐ VELKOMIN | Brekkugötu 5 . Sími 12820 EYRARBÚÐIN - opið til kl. 20.00. FRAMKÖLLUN — KOPIERING HAFNARSTRÆTI 85 . SÍMI (96)11520 PEDROMYNDIR Akureyri 39. árgangur — Akureyri, föstudaginn 26. sept. 1969 — 23. tölublað Stutt orðsending PÓSTKRÖFUR hafa nú ver ið sendar út fyrir árgjaldi AM fyrir árið 1969 — og er það einlæg von útgefenda blaðsins að þið takið vel á móti þeim og dragið ekki að gera skil, því nú er brýn nauðsyn á að vinir og vel- unnarar blaðsins um land allt sameinist í öfluga lið- sveit, er tryggi áframhald- andi útkomu blaðsins. En eins og getið var um í síð- asta blaði liækkaði prent- unarkostnaður um 30% þann 1. september sl. AM ræður ekki yfir neinu traustu innheimtukerfi út um land seni sum önnur blöð, en treystir á skilning og velvilja kaupenda blaðs- ins, hvort sem er í bæ eða sveit. AM hefur á undanförnum árum verið sent út til all- margra til kynningar. Á nöfn þeirra hefur engin póst krafa verið send út. Hins vegar er það von útgefenda og þó einkum núverandi rit- stjóra, að ef blaðið er ykkur einhvers virði (ekki sem ódýr skeinipappír) sendi þið AM óumbeðið áskriftargjald, eða ef blaðið hefur reynzt Ieiðigjarn gestur á heimilinu, þá verði það endursent eftir Iestur þessarar orðsendingar. En undirritaður er bjart- sýnn á jákvæðar undirtektir ykkar, hvar í flokki sem þið annars standið. Vinarkveðja. s. j. Börkur Eiríksson framkvstj. Sana NÚ í vikunni var Börkur Eiríks son ráðinn framkvæmdastjóri öl og gosdrykkjaverksmiðjunn- ar Sana — og tekur þar með við „prókuru“ fyrii'tækisins, en síð an fyrirtækið var gert að al- menningshlutafélagi upp úr síð ustu áramótum hefur Ásmund- ur Jóhannsson fulltrúi haft það starf á hendi til þessa. Ennfremur hefur Magnús Þórisson verið ráðinn verk- smiðjustjóri Sana. AM sendir hinum unga fram- kvæmdastjóra Sana sínar beztu árnaðaróskir. s Ölafsfirðingar sjónvæðast Ólafsfirði 23. sept. J. S. Kalsarigning. Undanfarna daga hefur verið hér all rysjótt veðurfar og í kvöld er kalsarigning og eflaust snjókoma til fjalla. Afli rýrari. Að undanförnu hefur afli ver ið mun rýrari en fyrr í sumar, en þó eru bæði frystihúsin enn í gangi, en hráefnisskortur ger- ir það að verkum að við fi'ysti- húsin er aðeins um dagvinnu að ræða. Allir stærri bátarnir eru á trolli og landa heima. Sigurbjörg mun e. t. v. fara á síld svo fremi að hún nálgist landið og þéttist í torfur fyrir norðausturlandi. Endurnýjun hitaveitunnar. í sumar hefur verið unnið að byggingu nýs hitaveitustokks til kaupstaðarins og mun þeim framkvæmdum verða haldið áfram í bænum í haust og vet- ur, ef tíð leyfir, er mun skapa atvinnu sem eigi er vanþörf á, (Framhald á blaðsíðu 5). Starfsfólk Akureyrar Apóteks. Standandi frá vinstri: Anna Kristjánsdóttir, Guðmundur Hallgríms- son, Gunnsteinn Guðjónsson, Thorleif Jóhannsson, O. C. Thorarensen, Eyþór Thorarensen, Jón Við- ar Guðlaugsson, Benedikt Arthúrsson, Vilborg Pálsdóttir. Sitjandi frá vinstri: Unnur Sigursveins- dóttir, Bára Arthúrsdóttir, Hjördís Daníelsdóttir, Kristín Eggertsdóttir, Þorbjörg Snorradóttir. — Á myndina vantar Óla Þór Ragnarsson. Ljósmyndastofa Páls. Akureyrar apótek 150 ára Merk stofnun, sem hefur verið í eigu sömu ættar meginhluta langrar starfsögu sinnar f TILEFNI þessa merku tímamóta í sögu Akureyrar Apóteks efndi núverandi eigandi þess, Oddur Carl Thorarensen, til síðdegisboðs í Landsbankasalnum 17. þ. m. Þar fluttu ávörp Bragi Sigurjónsson forseti bæjarstjórnar Akureyrar, er þakkaði fyrir bæjarins hönd afmælisbarninu fyrir góða og trausta þjónustu við bæjarbúa á hálfrar aldar starfsferli þess, Steindór Steindórsson skólameistari, er rakti í fáum en snjöllum orðum sögu þeirrar ættar, er lialdið hefur um stjórnvöl þessa fyrirtækis frá fyrstu tíð, Jóhann Þorkels- son fyrrverandi héraðslæknir, er þakkaði eigendum fyrir ánægju- legt og traust samstarf fyrr og nú, bæði fyrir sig persónulega og fyrir hönd Læknafélags Akureyrar. Að lokum ávarpaði Oddur C. Thorarensen lyfsali gesti, þakkaði þeim fyrir komuna og hlý árn- aðarorð — og kvaðst vona að Akureyrar Apótek nyti í tíð sinni hins sama trausts og forfeður hans hefðu áunnið því. — Hér á eftir flytur AM stutta fréttatilkynningu, annálsbrot úr starfssögu hins aldna en þó unga fyrirtækis, en vill nota tækifærið um leið og flytja Oddi C. Thorarensen og öllu starfsfólki hans beztu- heillaóskii1 Um þessar mundir eru liðin 150 ár frá stofnun Akureyrar Apóteks, en það var stofnað seint á árinu 1819. Þá var aðeins ein lyfjabúð önnur á landinu, að Nesi við Seltjörn (nú Reykja víkur Apótek) stofnað 1760. íbúar á landinu voru um þess- ar mundir nálega 48.500, en íbúar á Akureyri, sem var hálf- danskur verzlunarstaður, all- langt innan við 100. Fyrsti lyfsali á Akureyri var Oddur Thorarensen (1797— 1880), sonur Stefáns amtmanns Þórarinssonar á Möðruvöllum í Hörgárdal og konu hans Ragn- heiðar Vigfúsdóttur. Oddur nam lyfjafræði í Kaupmanna- höfn og lauk prófi árið 1819 og veitti Friðrik VI. konungur þá leyfi til að stofnsetja lyfjabúð á Akureyri. Árið 1823 flutti Odd- ur að Nesi við Seltjörn og tók við rekstri lyfjabúðarinnar þar að Guðbrandi Vigfússyni lyf- sala látnum. Þá lyfjaverzlun — Reykjavíkur Apótek — rak Oddur til 1834. Árið 1840 fékk Oddur aftur konungsleyfi til lyf sölu á Akureyri. Eftir það hefur rekstur Akureyrar Apóteks ver ið óslitinn, allt til þessa dags. Akureyrar Apótek stóð þá nyrzt á Akureyrinni, úti við lækinn, sem þá rann þar til sjávar, eigi langt fyrir utan svo nefnt Laxdalshús, er enn stend- ur við Hafnarstræti og er nú elzta hús bæjarins. Er Oddur lét af lyfsölu árið 1857, tók við því starfi sonur hans Jóhann Pétur Thorarensen (1838— 1911). Hann lét reisa nýtt hús fyrir starfsemina uppi í brekk- unni, norðan lækjarins, og var (Framhald á blaðsíðu 2) | Hvenær mega menn vænla ( I Norðurlandsáæflunarinnar? 1 FJOLMARGIR Norðlend- ingar hafa beðið blaðið að spyrja eftir hvenær megi vænta þess að hin margum- talaða Norðurlandsáætlun verði fullgerð. Norðlending- ar eru að vonum orðnir all langeygðir eftir henni — og að vonum. AM kemur hér með þessari fyrirspum til skila til aðalhöfundar áætl- unarinnar Lárusar Jónsson- ar viðskiptafræðings — og' að sjálfsögðu ljá honum rúm fyrir svarið, því eigi skal efa að óreyndu að Lárus verði við þessum óskum Norð- lendinga. I* IMIIIMIIIIIMIIIMIIIMIIIi IMIHIHIHIIHHHHHHHHHHHHHHHHHHHHHHHIHHIHHIHIHHIII n\\v N fhaldið og menntamálaráðherra SKRIFFINN AR Sjálfstæðis- flokksins í Morgunblaðshöllinni liafa all lengi haft uppi lúmskan áróður í garð Gylfa Þ. Gísla- sonar menntamálaráðlierra varð andi skólamál — og eigi hefur vantað að stjórnarandstaðan hafi dyggilega skilið rásmerkið frá Morgunblaðshöllinni í því skyni að koma kærkomnu höggi á formann Alþýðuflokksins. — Það er kannske mannlegt, en vart karlmannlegt. En AM vill fullyrða að nú læðast ýmsir mektarbokkar Sjálfstæðisflokksins með „görð- um“ og ófrægja menntamála- ráðherra. Slíkur „heiðarleiki“ af útsendurum Sjálfstæðis- flokksins í garð samstarfsflokks í ríkisstjórn er fyrst og fremst óþokkaskapur, sem gefur til- efni til stjórnarslita þegar á þessu hausti. Baráttuaðferð Sjálfstæðisflokksins, ef taka á útsendara hans trúanlega, er svo auðvirðuleg að jafnaðar- menn, þar á meðal menntamála ráðherra, ættu að trúa varlega „heilindum“ Sjálfstæðisflokks- ins í stjórnarsamstarfi, en þeir hafa gert hingað til. s. j. =s LJOSMYNDASYNING MATTHÍAS Ó. Gestsson opnaði í gæi’kveldi Ijósmyndasýningu í Landsbankasalnum. Á sýningu Matthíasar eru um 50 myndir. Sýningin verður opin milli kl. 14—22 til n.k. sunnudagskvölds. í sumar hélt Matthías sýn- ingu í Hliðskjálf í Reykjavík og eru margar af þeim myndum er Matthías sýndi þar, prýða nú veggi Landsbankasalarins — en sjón er sögu ríkari.

x

Alþýðumaðurinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðumaðurinn
https://timarit.is/publication/597

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.