Alþýðumaðurinn


Alþýðumaðurinn - 26.09.1969, Blaðsíða 7

Alþýðumaðurinn - 26.09.1969, Blaðsíða 7
ENGIN STORVIRKJUN A NORÐURLANDI... (Framhald af blaðsíðu 4) við Lönguhlíð og er hann hlað- inn allskonar járnarusli. Mér ásamt fleiri hverfisbúum finnst þessi bíll ekkert sérstakt augna yndi og mælumst eindregið til þess að bíllinn verði fjarlægður hið fyrsta. íbúi í Glerárhvérfi. EFTIRMALI AM. Blaðið vísar þessari orðsend- ingu til formanns Fegrunar- félags Akureyrar, Jóns Krist- jánssonar. Hann er vísastur manna að veita Glerhverfingum liðveizlu í þessu efni. STOKKIÐ UPP SPlLIN. ÓFARIR ÍBA-LIÐSINS. Ófarir ÍBA-liðsins í sumar í íslandsmótinu í knattspyrnu hlýtur að rumska rækilega við ráðendum knattspyrnumála á Akureyri. Hér þarf að stokka spilin upp — og er ég ekki einn um þá skoðun. ÍBA á hiklaust að gefa Breiðabliki i Kópavogi seinni úrslitaleikinn um barátt- una um sætið í 1. deild næsta ár. í stað þess eiga KA og Þór að mæta með sín eigin lið í ís- landsmótinu næsta sumar, þótt það þýði að þau þurfa að keppa í 3. deiid næsta sumar — og mun sumum finnast það sárt til liugsunar, en án þessara rót- tæku breytinga höfum við knatt spyrnuna aldrei upp úr þeint öldudal sem hún óneitanlega er í hér á Akureyri — og það vita forráðamenn knattspyrnumála hér, þótt þeir berji enn höfðinu við steininn. Allir vita að KA á sitt eigið lið á íslandsmótinu í liandknattleik og Þór í körfu- knattleik og þau staðið sig meðl ágæturn. Ég segi burt með ÍBA- lið í knattspyrnu — nú er tæki- færið — og þá um leið sá mögui leiki að í náinni framtíð hafni íslandsmeistarabikarinn í þess- arri íþróttagrein hingað norður. Knattspyrnuunnandi. GRINDVERKIÐ HJÁ GÖMLU LÖGREGLUSTÖÐINNI. Hvers vegna er ekki rifið burt grindverkið við Glerár- braut hjá gömlu lögreglustöð- inni, úr því að búið er að leggja spennistöðina, sem þarna var af velli? Þetta grindverk skapar einungis aukna hættu á þess- arri fjölförnu götu, þrengir hana og spillir útsýni. Innan grindverksins er að vísu bruna liani. En mér finnst nú að ein- hver af hinum mörgu tækni- menntuðu starfsmönnum á bæjarskrifstofunum gæti nú lagt höfuð sitt í bleyti og upp- hugsað hananum annan stað, án þess að brunavamir væru veikt ar á þessu svæði bæjarins. Bílstjóri. ÞRÍR FORSTJÓRAR. Blöð hafa nú skýrt frá því að þrír forstjórar hafi vérið ráðnir við Slippstöðina h.f. Mörgum kemur það all spánskt fyrir sjónir, að lausnin út úr þeim gífurlegu efnahagsörðugleikum, sem þetta fyrirtæki á nú við að, stríða sé fjölgun forstjóra. Rót- tækari og raunhæfari breyting- ar liafi bæjarbúar vonað að ætti sér stað. Þær eiga kennske eftir að koma, því að telja má með sanni að Slippstöðin sé eitt af þeim lífakkeruin, er framtíð og vöxtur Akureyrar byggist á í framtíðinni. Akureyringur. ER ÞAÐ RÉTT? Ég vil biðja AM fyrir eftir- farandi. Er það rétt, lögum sam kvæmt, að hið opinbera gæti krafið starfsmann hjá fyrirtæki, sem hefur tekið af kaupi hans vikulega upp í skatta til bæjar og ríkis, sem fyrirtækið hefur annað hvort GLEYMT að skila eða ef ég má taka djarflega til orða hreinlega STOLIÐ frá starfsmanni? Ef svo er tel ég hér um ólög að ræða, þar sem saklausir hljóta straff og refs- ingu í stað hinna seku. Launþegi á Akureyri. ER HANN AÐ SKOÐA HAFNARMANNVIRKI í NEW YORK? Bæjarstjóri okkar hefur að undanförnu verið í Ameríku- reisu og gárungarnir segja að aðal erindi hans þangað hafi verið að gera samanburð á fram tíðarhöfn Akureyrar og höfn- inni í New York. Þetta mun vera klára vitleysa — og á senni lega að taka sem grín. En öllu, jafnvel gríni, fylgir nokkur alvara. Ég vil opinskátt játa, að þótt ég hafi ekki verið sam- flokksmaður Magnúsar E. Guð- jónssonar fyrirrennara núver- andi bæjarstjóra, sakna ég hans. Hann kom á vinnustaði og rabbaði við okkur verkamenn- ina sem jafninga og vini — og þá er hann hvarf af vettvangi fylgdi honum góðar minningar — og eigi veigraði hann sér við að taka í hönd mína þótt svört væri af tjöru. Ég er ekkert að harma það þótt núverandi bæj- arstjóri hafi aldrei tekið í hönd mína eða heimsótt vinnustað- inn. En ég vil fullyrða að með brottför Magnúsar E. Guðjóns- sonar hafi Akureyrarbær misst bezta manninn sem gegnt hefur bæjarstjórastarfi á Akureyri. Verkamaður. HVORA LEIÐINA FÓR SJÚKRABfLLINN? í þessum þætti þínum var fyrir nokkru síðan sagt frá því, að nær engu hefði munað að sjúkrabílnum hefði verið ekið í klessu inn í Hafnarstræti, þá er' ökumaður bílsins var að flýta sér á slysstað. Mig langar til að spyrja. Hvaða leið ók bíllinn? Fór hann suður Hafnarstræti eða Skipagötu? (þ. e. veginn sem liggur austan við POB). Ég er ekki fyllilega ánægður með svar slökkviliðsstjóra í síðasta blaði. Graseyjan þarna finnst mér ekki eiga sök á því að veg- urinn getur verið þarna hættu- legur, hún er fyrst og fremst ætluð til að „bremsa“ af um- ferðina — og þarna ætti að setja upp biðskyldumerki. Hafnarstrætisbúi. EFTIRMÁLI. Sjónarvottar segja að sjúkra- bíllinn hafi ekið Skipagötuna í umræddri ferð. ENN ER SPURT. Hvenær má vænta opinberrar greinargerðar frá Arnþóri Þor- steinssyni verksmiðjustjóra um þjófnaðarmálið á Gefjun í vor. Er rannsókn enn ekki lokið í málinu? En ef svo er, hvað tef- ur þá verksmiðjustjórann að hreinsa þá menn sem saklausir eru af bæjarslúðrinu í sambandi við þetta mál? Þeir eiga rétt á því og það ætti verksmiðju- stjórinn að skilja. Einn sem hefur lilustað á bæjarslúðrið. ÞAKKIR — ÆSKAN HUGSAR. Ég vil senda þér mínar hjart- ans þakkir fyrir það að þú birt- ir bréf mitt og þau ummæli þín í öðru blaði í sambandi við kinn hestana og ósvífin orð, er ég hlaut að launum fyrir að gæta bús og barna á meðan foreldrar mínir voru úti að skemmta sér. Ég átti lengi í harðri baráttu við sjálfan mig að skrifa þetta og fara svo með það sjálf til þín. Víst horfðir þú lengi rannsak- andi á mig, en það var engin kvöl að standast augnaráð þitt — því ég sagði sannleikann — og ég veit að þú sást tár mín, er þú sagðist trúa mér — og það var gott að finna skilning, vel- vild og hlýju. Ég fann að ein- hver skildi að æskan hugsar og finnur til sársauka og gleði. — Þann skilning vantar svo mikið hjá hinum eldri — og við svo ásökuð fyrir þá spillingu og lesti, sem eldri kynslóðin lætur okkur krakkana horfa upp á nær daglega hjá sjálfri sér. Ég finn ennþá sársauka í hjartanu, eða á ég heldur að segja sálinni, er framkoma foreldra minna ullu mér, en vonandi hverfur hann með árunum. — Fyrir- gefðu svo párið. Barnfóstran er hlaut snoppunga að launum. (Framhald af blaðsíðu 8). líkur benda til að sá tími sé skammt undan að raforka verði tekin til húsahitunar í ríkum mæli á öllum þeim stöðum, sem eicki hafa aðstæður til hita- veitna, og blandast engum hug- ur um hversu mikilvægt þjóð- hagslegt atriði slíkt er. Þá er ekki nema eðlilegt og sjálfsagt að fullnægt verði öðr- um kröfum um raforku til heimila og munu allir íbúar á orkuveitusvæði Laxárvirkj unar vera sammála um þá þörf og kröfur, hvort sem þeir búa í strjál- eða þéttbýli. Jafn brýna nauðsyn ber til að auka iðnað til að fullnægja at- vinnuþörfum svæðisins og stuðla að fólksfjölgun þar og tálma jafnframt fólksflótta úr landshlutanum. En höfuð atriðið fyrir því að þessar aðgerðir geti komið að tilætluðum notum, er að orkan geti orðið sem ódýrust. Þessum staðreyndum verður ekki mótmælt enda ekki um þær deilt. Á þessum forsendum hafa rannsóknir farið fram og þær verið framkvæmdar af hin- um færustu sérfræðingum, sem völ er á. En nú á þessu ári hefir risið upp hópur manna til að mót- mæla þessum aðgerðum á þeirri forsendu, að hér sé hagsmun- um um 300 bænda stefnt í hættu. Hafa forsvarsmenn þess arar hreyfingar bæði tekið upp viðræður við ríkisstjórn og not- að fjölmiðlunartæki landsins, blöð og sjónvárp, til þess að reka áróður gegn því að fram- kvæmd verði sú virkjun Laxár, sem að dómi allra sérfræðinga er hagkvæmust og ódýrust svo að miklu munar. Ekki eru þó mótmælin reist á rannsókn, heldur einungis á getgátum. Þar sem ætla má að slíkur áróður geti: fengið nokkurh. hljómgrunn meðal ókunnugra, og að tilfinningasemi verði lát- in ráða dómum, en ekki fræði- legar forsendur, sér stjórn Lax- árvirkjunar sér ekki annað fært en að leggja fram þær stað reyndir, sem fyrir liggja. Síðan færir Laxárvirkjunar- stjórn rök að því að landspjöll í sambandi við Gljúfurvers- virkjun séu hverfandi lítil í samanburði við það er andstæð ingar virkjunarinnar í Þing- eyjarþingi vilji halda fram í áróðri sínum gegn þessum virkjunarframkvæmdum. Fara hér á eftir lokaorð greinargerð- arinnar. HAGSTÆÐASTA VIRKJUN Á ÍSLANDI. Laxárvirkjunarstjórn er þess fullviss, að þær virkjunarfram- kvæmdir, sem hér um ræðir dg gefa munu um 55 þús. kw. og um 330—340 millj. kwst. á ári á um 24 aura/kwst., sem er eitt það hagstæðasta raforkuverð, sem nú er fáanlegt, verði iðn- aði, svo og íbúum öllum á orkuf veitusvæði Laxárvirkjunar mik il lyftistöng í framtíðinni og það tjón, sem þessar framkvæmdir vissulega kynnu að valda, t. d. í Laxárdal, sé fyllilega réttlæt- anlegt þegar litið er til þess hagnaðar, sem framkvæmdirn- muni skila og þeirrar nauðsynj- ar að sjá stórum landshluta fyr- ir ómissandi orku. Eins og stað- reyndir þær, sem fyrir liggja, sýna, er sú hætta, sem stafa kann af fyrirhugaðri mann- virkjagerð, hverfandi lítil. Hins vegar er Ijóst, að jafnódýr orka og fengist getur með þessu móti, er þjóðhagslega mikilvæg og skapar betri lífsskilyrði fyrir þúsundir manna, sem á orku- veitusvæði Laxár búa, Þingey- inga ekki síður en aðra. 7 Innilegar þakikir fyrir anðsýnda samúð og vinar- hug við andlát og jarðarför TÓMASAR JÓNSSONAR, Ægisgötu 1. Sérstakar þakkir viljum við færa starfsfólki Mjólkursamlags KEA, söngfólögum úr Geysi og Ingibjörgu Magnúsdóttur forstöðukonu Fjórð- ungssjúkrahússins á Akureyri, fyrir ómetanlega hjálp og aðstoð. Fyrir okkar hönd og annarra vandamanna, Hrefna Jónsdóttir, Guðrún Jónsdóttir, Magnús Sigurjónsson. Alþýðuinannimi VANTAR DUGLEGT OG ÁBYGGILEGT BARN TIL AÐ BERA ÚT BLAÐIÐ í HVERFI Á YTRI-BREKKUNNI (neðri lduta). Upplýsingar í síma 1-13-99. VÖRUR til sláturgerðar RÚGMJÖL - HAFRAMJÖL - SALTPÉTUR SLÁTURGARN - VAMBAKALK RÚLLUPYLSUKRYDD - RÚSÍNUR NEGULL - PIPAR PLASTPOKAR - PLASTSLÖNGUR o. fl.

x

Alþýðumaðurinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðumaðurinn
https://timarit.is/publication/597

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.